Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1996, Blaðsíða 4
4
FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1996
Fréttir
Keflavíkurflugvöllur:
Fjórir Kínverjar teknir
með fölsuð vegabréf
~ : skálk Ólafsson, aðaldeildarstióri ar ekki veeabréfsáritun til íslands „Það var ekki ástæða til að han
DV, Suðurnesjum:
„Grunsemdir vöknuðu við vega-
bréfaskoðun við brottfór að fólkið
væri hugsanlega að ferðast á fölsuð-
um vegabréfum. Þau voru mjög vel
gerð og því mjög erfitt aö sjá hvort
þau væru fölsuð. Við reyndum
margt til þess að reyna að staðfesta
grunsemdir okkar en á endanum
viðurkenndi fólkið að þannig væri í
raun í pottinn búið,“ segir Gott-
skálk Ólafsson, aðaldeildarstjóri
tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli,
í samtali við DV.
Á þriðjudaginn var stöðvaði toll-
gæslan fjóra Kínverja um tvítugt
sem ferðuðust á fölsuðum japönsk-
um vegabréfúm. Fólkið kom upphaf-
lega frá Hong Kong i gegnum Kaup-
mannahöfh og ætlaði áfram til Hali-
fax í Kanada. Fólkið hafði dvalið
hér á landi í nokkra daga.
Að sögn Gottskálks þurfa Japan-
ar ekki vegabréfsáritun til íslands
éf þeir koma sem ferðamenn og
dvelja ekki lengur en í þrjá mánuði.
Hann segir að Kínveijamir hafi
sagt við útlendingaeftirlitið í vega-
bréfaskoðun að þeir væru ferða-
menn. Grunsemdir hafi vaknað þeg-
ar fólkið var að fara af landi brott
og var með farseðla til Kanada. Þá
hafi frekari rannsókn farið af stað
hjá tollinum og útlendingaeftirlit-
inu á Keflavíkurflugvelli.
„Það var ekki ástæða til að hand-
taka fólkið. Það var mjög kurteist og
talið hættulaust. Það dvaldi á vellin-
um undir eftirliti um nóttina en var
síðan sent aftur til Kaupmannahafn-
ar, þaðan sem það kom, í gær. Lög-
reglumaður og maður frá útlend-
ingaeftirlitinu fóru með fólkinu og
komu því í réttar hendur yfirvalda
ytra,“ segir Þorgeir Þorsteinsson,
sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, í
samtali við DV. -ÆMK
Uppsagnir fiskverkafólks hjá Skagfirðingi að taka gildi:
Uppsógnin eins og reiðarslag
DV, Sauðárkróki:
- segir Kristín Reginbaldursdóttir sem verður atvinnulaus 1. febrúar
I gildi og ekki sé sjáanlegt
„Það kom eins og reið-
arslag þegar okkur var
sagt upp vegna hráefnis-
skorts. Síðar kom svo í
ljós að uppsögnin var end-
anleg og það er varla að
maður sé búinn að ná
þessu. Ég stóð í þeirri
meiningu að fyrirtækið
væri sterkt og atvinnan
þar meö trygg,“ sagði
Kristín Reginbaldursdótt-
ir, fiskverkakona hjá
Fiskiðjunni Skagfirðingi
á Sauðárkróki, í samtali
við DV.
Kristín, sem starfað hefur hjá
Skagfirðingi síðastliðin 3 ár, segist
ekki hafa hugmynd um hvað taki
við þar sem enn hafi hún ekki feng-
ið neina vinnu.
„Það er mjög erfitt að fá aðra
vinnu. Ég hef leitað fyrir mér um
vinnu en ekkert fengið enn sem
komið er. Ég veit ekki hvað ég á að
taka til bragðs þegar uppsagnar-
fresturinn rennur út,“ segir Kristín.
Skúli V. Jónsson, öryggistrúnað-
armaður hjá fyrirtækinu, segir að
uppsagnirnar séu óðum að taka
Skúli V. Jónsson ör-
yggistrúnaöarmaöur.
annað en þær gangi eftir.
„Fólk er mjög svekkt
yfir því hvemig þetta bar
að. Það fékk enginn að
vita af þvi hversu erfið
staðan var fyrr en upp-
sagnirnar komu eins og
köld vatnsgusa í andlit
fólksins. Það er ekki
lengra siðan en í vor að
talað var um hversu
bjartar horfur væm í
rekstri fyrirtækisins,"
segir Skúli.
Guðni Kristjánsson
hjá Verkalýðsfélaginu
Fram á Sauðárkróki segir að nokkr-
ir þeirra sem sagt var upp hafi feng-
ið vinnu en óljóst sé hversu mörg-
um verði hægt að útvega vinnu.
„Vissulega er útlitið slæmt en það
er leitað allra leiða til að útvega
þessu fólki atvinnu. Það er ýmislegt
til skoðunar og hugmyndir um skó-
verksmiðju hér gefa vonir um að 20
til 30 manns gætu fengið vinnu þar
ef af yrði,“ segir Guðni.
Hann segir að í haust hafi verið
meira atvinnuleysi á Sauðárkróki
en þekkst hafi lengi. Nú séu um 103
án atvinnu á staðnum. -rt
Kristín Reginbaldursdóttir og Sigríöur Þorbergsdóttir, fiskverkakonur hjá
Fiskiðjunni Skagfiröingi, sem báöar veröa atvinnulausar eftir áramótin.
•o
a
E
2>
Q
DV
Fíkniefnaaðgerðir:
21 handtekinn
með fíkniefni
í byrjun
desember
„Það hefur náðst góður árangur
í þessum aðgerðum. Mér fmnst að
við séum alltaf að styrkjast í þess-
ari baráttu gegn flkniefnunum.
Það berast meiri upplýsingar til
okkar og við höfum meiri vit-
neskju um þá sem selja fíkniefnin.
Ef við fáum meiri fjármuni frá
stjómvöldum, sem allt stefnir í,
þá tel ég okkur geta gert miklu
betur," segir Guðmundur Guð-
jónsson yfirlögregluþjónn en lög-
reglan í Reykjavík hefúr verið
með miklar aðgerðir í fíkniefna-
baráttunni í þessum mánuði.
Guðmundur segir að lögreglan
hafi lagt hald á rúm 478 grömm af
hassi, 34 grömm af marijúana,
21,8 grömm af amfetamíni, 3
grömm af tóbaksblönduðu hassi
og 5 e-töflur á fyrstu 10 dögum
mánaðarins.
„Þetta er aðeins það efni sem al-
menna lögreglan geröi upptækt en
einnig tók fikniefnadeildin tölu-
vert af fíkniefnum á þessum tíma.
21 var handtekinn með þessi
fíkniefni á sér. 8 þeirra sem voru
handteknir eru á aldrinum 16-20
ára, 5 á aldrinum 20-30 ára, 5 eru
30-40 ára og 3 á aldrinum 40-50
ára,“ segir Guðmundur. -RR
Akranes
og Borgarflörður:
Hitaveita á
jarðskjálfta-
svaedi
DV, Vesturlandi:
Á síðasta fundi stjórnar Hita-
veitu Akraness og Borgarfjarðar
dreifði Magnús Oddsson, fram-
kvæmdastjóri veitunnar, staðli
fyrir jarðskjálftahættu og skýrði
hann. Þar kemur fram að Akra-
nes og nærsveitir eru á álags-
svæði 2 og Borgames og Borgar-
fjörður á álagssvæði 3. Minnsta
hættan er á álagssvæði 1 en
mesta hættan á álagssvæði 4.
Stjórn veitunnar samþykkti í
kjölfar útskýringa framkvæmda-
stjórans að fela honum að gera
tillögu um viðbrögð við náttúru-
hamförum. -DVÓ
Dagfari
Hnallþóruvaskur uppgötvast
Eftir að ungmennafélög víða um
land hættu að vera ungmennafélög
og gerðust íþróttafélög hvarf ung-
mennafélagsandinn. Eftir breyt-
ingu ungmennafélaganna starfa
engin félög á landinu sem era
merkilegri en kvenfélögin. Innan
þeirra vébanda hafa konur bakað
og haldið basara áratugum saman.
Þessi starfsemi hefur þótt af hinu
góða. Félagsskapur kvennanna er
hollur og góður og kökubaksturinn
allra hagur. Þeir sem ekki nenna
að baka hafa keypt sér hnallþórur
og ágóðinn af kökubakstrinum
undantekningarlítið runnið til
þarfra málefna.
Konur hafa einkum bakað á
basara fýrir jól. Þá er hátíð í bæ og
kökur af ýmsum gerðum renna út.
Gildir þar einu hvort um hálf-
mána, loftkökur eða spesíur er að
ræða eða fullvaxnar hnallþórur
líkt og djöflatertur, rjómatertur og
botna, hvort sem era svampbotnar
eða marengs.
Allt er þetta unnið i sjálfboða-
vinnu vænna kvenna um land allt.
Ágóðanum er vel varið; til styrktar
þeim sem eiga um sárt að binda
eða fátækir eru. Svona hefur þetta
verið og flestir ærlegir menn stóðu
í þeirri meiningu að svona yrði
þetta um ókomin jól. Þörfm fyrir
að gleðja aðra er enn fyrir hendi og
víst hefur það verið talið sælla að
gefa en þiggja.
En þá bárast tíðindi af Norður-
landi vestra. Það eru ekki allir sem '
hafa þörf fyrir að gleðja rétt fyrir
jólin. Skatturinn er kominn í kven-
félögin og stendur þá fátt eftir. Frá
því var greint að Kvenfélagið Björk
á Hvammstanga hefði fengið hót-
unarbréf frá skattstjóranum. Þar
er þess krafist að kvenfélagið
greiði virðisaukaskatt af starfsemi
sinni eða sæti viðurlögum ella.
Kvenfélagskonurnar komu hrein-
lega af fjöllum. Þær sögðu sem var
að vinnan væri sjálfboðavinna,
jafnvel mjög mikil, en afraksturinn
oftast rýr.
Kvenfélagskonumar sjá ekki
annað en að skattstjórinn standi í
herferð gegn hinum mæta félags-
skap. Það sem þær hafi fram að
bjóða séu heimabakaðar kökur og
uppskriftir að ýmsu góðmeti auk
þess sem þær skemmti stundum
náunganum í héraði. Fráleitt sé að
um gróðastarfsemi sé að ræða og
stundum jafnvel svo að heimili og
böm sitji á hakanum vegna hug-
sjóna- og sjálfboðastarfsins. Yfir
þessum ósköpum gín svo skatt-
stjórinn og leggst lágt, að mati
kvennanna.
Þær nefna, máli sínu til stuðn-
ings, að þær styrki ekkjur og
ekkla, gefi fermingarbörnum bibli-
ur og 6 ára börnum öryggishjálma.
Til viðbótar þessu glæpsamlega
starfi, aö mati skattstjóra, stuðli
þær einnig að byggingu kapellu í
sjúkrahúsinu í sinni heimabyggð.
Með því móti séu þær reyndar að
aðstoða hið opinbera sem skatt-
stjórinn er síðan fulltrúi fyrir.
Þarna hefur skattstjórinn á
Norðurlandi vestra heldur betur
fundið matarholuna. Það má víst
vera að kollegar hans víða um land
fara að dæmi hans og skattleggja
kökubasara kvenfélaganna. Ríkis-
sjóður hefur hangið á horriminni
að undanförnu, svo sem kunnugt
er. Draumur hvers fjármálaráð-
herrans á fætm- öðram hefur verið
að ná hallalausum íjárlögum. Það
ætti ekki að verða vandi eftir þessa
stórkostlegu uppgötvun hins norð-
lenska skattstjóra.
. í rannsóknum sínum á köku-
bakstri Kvenfélagsins Bjarkar á
Hvammstanga má skattstjóranum
alls ekki yfirsjást að félagskonur
hafa safnað og gefið Krabbameins-
félaginu og Vímulausri æsku af
gnægtabrunni sínum.
Má ekki krækja í ríflegar vask-
summur af þessu braðli?
Dagfari