Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1996, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1996, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1996 Útlönd Stuttar fréttir dv Tvær svartar skýrslur um aðstæöur barna í heiminum: Barnaþrælkun er út- breiddari en talið var - milljónir ungra bandarískra barna fá ekki nóg að borða Fjórar milljónir bandariskra barna undir tólf ára aldri fá ekki nóg að borða og 20,8 prósent banda- rískra barna undir átján ára aldri búa við fátækt. Þetta kemur fram í skýrslu sem einkarekin rannsóknarstofnun, Fo- od Research and Action Centre, sendi frá sér í gær. Stofnunin vinn- ur að því að fá stjórnvöld til að breyta stefnu sinni til þess að hægt sé að útrýma hungri og vannæringu í Bandaríkjunum. Niðurstöðumar byggjast á könnun sem stofnunin Nettoiœ FATASKÁPAR Á FÍNU VERÐI /FOmx HÁTÚNI 6A REYKJAVÍK SlMI 552 4420 Falleg skólaúr Vatnsvarin með skýrum stöfum. I tilefni jólanna er innifalin áletrun allt að 5 stöfum. GULL-URIÐ Axel Eiríksson Álfabakka 16, Mjóddinni, sími 587-0706 Aðalstræti 22, Isafirði, sími 456-3023 en SATT .Föt frá 1950-60-70^ Teinótt-köflótt-röndótt. Jakkaföt & frábærir jakkar. Geggjaðar buxur. Yktir kjólar og dragtir. V-peysur, afapeysur o.fl. Pelsar-úlpurkápur. Hellingur gj af skyrtum ' 'i’ og bindum. • "••• ;i,S \ Hó Hó! 1 v(b Bolir-töskur \ . * og hippahengi. Fleiral Já flott verð! Erum í Kolaportinu á B gangi fram að jólum. p gerði árið 1995 þar sem fullorðnir voru m.a. spurðir hvort það kæmi einhvem tíma fyrir að ekki væru til peningar fýrir mat og hvort bömin fengju einhvern tíma minna að borða en þau þyrftu. Tölur um fátækt fékk stofnunin frá bandarísku hagstofunni en þar segir að íjögurra manna fjölskylda, sem hafi haft minna en 15.569 doll- ara milli handanna í fyrra, hafi lif- að undir fátæktarmörkum. Bamahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) sendi einnig frá sér skýrslu í gær þar sem segir að barnaþrælkun sé miklu útbreiddari en hingað til hefur verið talið og að hún einskorðist ekki við þróunar- löndin. í skýrslunni kemur fram að böm mega þola margvíslegt harðræði viö vinnu. Böm eru bitin af snákum á gúmmíplantekrum í Malasíu, þau anda að sér skordýraeitri við kaffit- ínslu í Tansaníu, þau lenda í vinnu- slysum á byggingasvæðum í Portúg- al og í New York ríki vinna böm mexíkóskra innflyfjenda m.a. úti á ökrum sem eru rennandi blautir af skordýraeitri og þannig mætti lengi telja. í skýrslunni kemur fram að rúmlega 250 milljónir bama á aldr- inum fimm til fjórtán ára vinna við heilsuspillandi aðstæður. „Við verðum að útrýma hættu- legri bamavinnu eins og við út- rýmdum þrælahaldi, sem hún líkist svo mjög,“ sagði Carol Bellamy, framkvæmdastjóri UNICEF. Bamahjálpin hvetur til að gripið verði til aðgerða gegn vinnu bama um heim allan og segir að þjóðir heims verði að sjá öllum bömum sinum fyrir skólagöngu og fram- fylgja alþjóðlegum sáttmálum sem þær hafa undirritað til að binda enda á óþolandi bamaþrælkun. En þótt vinna barna þekkist víða á Vesturlöndum eru flest vinnandi böm í þróunarlöndunum, þar af helmingur þeirra í Asíu þar sem al- gengt er að börn séu seld í ánauð til að vinna upp í skuldir foreldranna. í skýrslu UNICEF segir að það mundi kosta um 250 milljarða króna á ári umfram það sem þegar rennur til slíkra mála að koma hverju ein- asta bami í skóla fyrir árið 2000. „Það er minna en eitt prósent af því sem heimurinn eyðir í vopn á ári hverju," segir í skýrslu Bamahjálp- ar SÞ. Reuter Palestínskir lögreglumenn standa á veröi við bíl sem taliö er aö sé bíll byssumannanna er skutu á ísraelska fjöl- skyldu. Kveikt haföi verið í bílnum. Símamynd Reuter Arabískir byssumenn skjóta ísraelsk mæðgin til bana Varnarmálaráðherra ísraels, Yitzhak Mordechai, sagði í gær að félagar í Alþýðufylkingunni til frels- unar Palestínu hefðu staðið á bak við morðin á ísraelskri konu og 12 ára syni hennar á Vesturbakkanum í gær. Fylkingin er andvíg friðar- samkomulagi Frelsissamtaka Palestínu, PLO, við ísrael. Segir Indónesa brjóta dipló- matískar reglur Jose Ramos Horta, sem fékk friðarverðlaun Nóbels í ár ásamt biskupnum Carlos Belos, segir indónesísk yfirvöld hafa beitt biskupinn þrýstingi til að hann myndi ekki gagnrýna þau við verðlaunaafhendinguna á þriðjudaginn. „Það sýnir eðli stjórnarinnar að jafnvel í jafn friðsömu, opnu og lýðræðislegu ríki og Noregi skuli hún grípa inn í og misnota diplómatísk sérréttindi." Utanrikisráðherra Noregs, Bjarn Tore Godal, segir að sér hafi ekki virst biskupinn vera undir sérstökum þrýstingi. Reuter Móðirin og sonur hennar létu líf- ið er arabískir byssumenn skutu úr bíl sínum á bíl ísraelskrar fjöl- skyldu nálægt byggð ísraelskra landnema fyrir utan borgina Ram- allah sem er undir stjóm Palestínu- manna. Fimm fjölskyldumeðlimir særðust í skotárásinni, þar af þrjú böm á aldrinum 4 til 10 ára. Tals- Ellefu ára gömul bresk stúlka, Sophira Clarke, fékk að hitta bæði Bill Clinton Bandaríkjaforseta og John Major, forsætisráöherra Bret- lands, eftir að móðir hennar sendi leiðtogunum tveimur ljóð sem stúlk- an orti um frið á jólum. Sophira, sem þjáist af sjaldgæfum erfðasjúkdómi, sat með forsetahjón- unum Bill og Hillary í þrjátíu mín- útur í Hvíta húsinu. „Hún veitir okkur svo sannarlega innblástur. Ég vona að staðfesta hennar um að friður eigi að ríkja á menn ísraelska hersins segja árás- armennina hafa flúið til Ramallah. Benjamin Netanyahu, forsætis- ráðherra ísraels, krafðist þess í gær að Yasser Arafat, forseti Palestínu, aðstoðaði við leitina að byssumönn- unum. ísraelsk yfirvöld létu loka borginni Ramallah í morgun. Reuter jólunum endurspeglist um allan heim,“ hafði breska blaðið Times eftir Hillary Clinton. í ljóðinu eru þeir Clinton og Major beðnir að reyna að tryggja frið í heiminum og kveikjan að því var flóttamannavandamálið í Rú- anda. John Major bauð Sophiru einnig að koma í heimsókn til sín. í upphafí ljóðsins situr ljóðmæl- andi dapur og aleinn og hugsar um allt hið illa sem hefur verið gert. Reuter Ellefu ára Ijóðskáldi boðið í Hvíta húsið Afnám tölvutolla Útlit er fyrir að allt að 30 lönd undirriti samning um afnám tolla á viðskipti með upplýsingatækni- búnað sem nema milljörðum doll- ara á ári eftir að Bandaríkin og Evrópusambandið komust að samkomulagi. Þungur róður Chiracs Róðurinn verður þungur hjá Jacques Chirac Frakklandsfor- seta í kvöld þegar hann mun reyna í 90 mínútna löngu sjónvarpsvið- tali að stappa stálinu í lands- menn sína og endurheimta traust þeirra á sfjórn landsins. Rætt um framtíð ESB Leiðtogar ríkja Evrópusam- bandsins koma saman til tveggja daga fundar í Dyflinni á morgun þar sem þeir munu ræða framtíð sambandsins svo og ágreining innan þess. Fjallað verður um nær hvert einasta stórmál sem löndin 15 glíma við. Frakkar gegn Annan Frakkar eru taldir standa í veg- inum fyrir því að Kofi Annan, yf- irmaður friðargæslu SÞ, geti orð- ið næsti framkvæmdastjóri sam- takanna með því að beita neitun- arvaldi sínu gegn honum. Samið um fisk Evrópusambandið og Noregur hafa samið um fiskveiðikvótann fýrir árið 1997 úr sameiginlegum fiskistofnum í Norðursjónum. Borgaraleg herstjórn Boris Jeltsín Rússlandsforseti skipaði ígor Ródínov land- vamaráðherra að segja af sér hermennsku og verða um leið fyrsti borgara- legi vamar- málaráðherra landsins í meira en sjötíu ár. Hóta frekari árásum Skæruliðar aðskilnaðarsinna á Korsíku hétu því í gær að herða baráttu sína gegn frönskum yfir- ráðum á eyjunni og sökuðu for- sætisráðherrann um að reyna að brjóta hreyfmgu þeima á bak aft- ur með valdi. Óvíst um staðfestingu Formaður leyniþjónustunefnd- ar öldungadeildar Bandaríkja- þings hikar við að staðfesta tiln- efhingu Anthonys Lakes í emb- ætti yfirmanns bandarísku leyni- þjónustunnar vegna villandi upp- lýsinga um Bosníu. Tapar fyigi Flokkur Johns Majors, forsæt- isráðhema Bretlands, tapar enn fylgi samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem birt var í morgun. íranir mótmæla Fulltrúar írans hjá Sameinuðu þjóðunum lýstu yfir reiði sinni vegna frétta um að íranir hefðu átt þátt í sprengjuárásinni á bandaríska hermenn í Sádi-Arab- íu. Engar aðgerðir Belgísk þingnefnd ákvað í gær- kvöld að ekkert yrði fr.ekar gert vegna ásakana um að aðstoðar- forsætisráð- herra Belgíu, Elio Di Rupo, hefði haft kyn- mök við barn- unga drengi. Héraðsstjóri kjörinn Kinverjar völdu í gær skipa- kóng, Tung Chee-hwa, í embætti héraðsstjóra Hong Kong. Tekur hann við á næsta ári er nýlendan fer undir stjóm Kína. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.