Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1996, Blaðsíða 32
Vinningstölur miðvikudaginn 11.12.’96
5
&
3 Y31Y33
40Y42Y48
00®):
Vinnlngar Fjöldi vinninga Vinningsupphxð
l.iafi 3 35.788.000
2. 5 af i' 0 747.397
3. 5 afi 7 48.670
4.4afl 338 1.600
5. 3 af t' >»■=979 230
Htildarviiuúnpupfhitð Á IsJandt
109.218.057 1.854.057
Vinningstölur f g
11.12.'96V
(20)(26)(29)
KIN
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem biTtist eða er notað í DV,
greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
Frjalst ohað dagblaÖ
FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1996
Kristján Pálsson:
Sé ekki
aö þetta
breyti miklu
- stórsigur, segir Siv
Frumvarpið um samningsveð var
samþykkt á þingflokksfundi Fram-
sóknarflokksins í gær. Sjálfstæðis-
menn höfðu nokkru áður samþykkt
frumvarpið en þrír þingmenn flokks-
ins voru með fyrirvara. Framsóknar-
menn stöðvuðu frumvarp um sama
efni á síðasta þingi vegna þess að
þeir vildu ekki að veðsetja mætti
aflaheimildir. Nú hefur frumvarpinu
verið breytt þannig að veðsetja má
skip og aflaheimild þess en ekki afla-
heimildir einar og sér.
„Ég ætla að skoða þessa nýju út-
—gáfu vel en í fljótu bragði fæ ég ekki
séð að sú orðalagsbreyting sem gerð
hefur verið breyti miklu. Áður átti
að leyfa veðsetningu á kvótanum ein-
um og sér en nú á bát með kvóta. En
ég vænti þess að orðalagið verði
skoðað vel í allsherjarnefnd," sagði
Kristján Pálsson alþingismaður en
hann er einn þeirra þingmanna Sjálf-
stæðisflokksins sem eru á móti veð-
setningu kvóta.
„Ég hef verið algerlega andvígur
þessu frumvarpi. Hins vegar hef ég
^^ekki séð það eftir þessar orðalags-
* breytingar og vil skoða það vel áður
en ég segi nokkuð um það,“ sagði
Guðmundr Hallvarðsson alþingis-
maður.
„Við framsóknarmenn höfum lagt
mikla vinnu í að lúslesa þennan
texta og stöndum öll heilshugar á
bak við hann. Honum hefur verið
breytt í stórum dráttum og ég er
mjög ánægð með niðurstöðuna. Þetta
er stórsigur fyrir okkur sem ekki
höfum viljað veðsetja kvóta. Það
stendur skýrt í lagatextanum að það
sé óheimilt að veðsetja aflahlutdeild
fiskiskips. Hvað geta menn beðið um
meira?“ sagði Siv Friðleifsdóttir við
DV. -Sdór/BJB
^ Víkurskarö:
Bíll á hliðina
DV, Akureyri:
Flutningabíll á leið frá Þórshöfn
til Akureyrar valt út af veginum í
Víkurskarði í Eyjaflrði seint í nótt.
Þrír menn voru í bílnum og sakaði
þá ekki. -gk
Tveir bílar fuku
Tveir flutningabílar fuku í miklu
hvassviðri og hálku í gær.
Annar flutningabíllmn fauk út af
þjóðveginum nálægt Höfn í Horna-
' firði en hinn út af þjóðveginum við
~J Almannaskarð. Báðir ökumenn
slösuðust lítillega og bílarnir eru lít-
ið skemmdir. -RR
VARLA ER FARIÐ AE>
SELJA VEIÐILEYFI Á
RJÚPNASKYTTURNAR
LÍKA?
Mikið hættuástand þegar eldur kviknaði í íbúð við írabakka í nótt:
Vorum í sjokki
og mjög hræddar
- reykskynjarinn bjargaði lífi okkar, segir Ingibjörg Bjarnadóttir
„Ég vaknaði upp við hávært
hljóð úr reykskynjara. Síðan
heyrði ég hróp og köll frammi á
ganginum. Ég fór fram úr rúminu
og þegar ég kom inn í stofu sá ég
mikinn reyk úti um aflt. Ég sá að
hann lagði frá íbúðinni fyrir ofan
og áttaði mig á því að það var
kviknað í,“ segir Ingihjörg Bjarna-
dóttir, íbúi í írabakka 10 i Breið-
holti, en eldur kviknaði í íbúð á 2.
hæð fjölbýlishússins um klukkan 3
í nótt.
Ingibjörg býr á 1. hæö, beint fyr-
ir neöan íbúðina sem kviknaði í.
Hún komst því nokkuð auöveldlega
út úr íbúð sinni og örskömmu síð-
ar bar slökkviliðið að. Kona, sem
býr í íbúðinni sem kviknaði í,
komst út við erfiðan leik en þá
hafði mikill eldur kviknað í stof-
unni og mjög mikinn reyk lagöi um
alla ibúðina og stigagang fjölbýlis-
hússins. Konan var flutt á slysa-
deild með snert af reykeitrun.
„Þetta gerðist allt svo snöggt að
ég missti allt tímaskyn. Ég man að
ég tók utan um nágrannakonu
mína sem komst út úr brennandi
íbúðinni. Við vorum báðar í algeru
sjokki og mjög hræddar eftir þetta.
Þetta var aÚt svo óraunverulegt og
þegar ég vaknaði í morgun þá
fannst mér þetta eins og vondur
draumur. Ég er sannfærð um að
reykskynjarinn bjargaði lífi okk-
ar,“ segir Ingibjörg.
íbúi á 3. hæð komst ekki niður
stigaganginn vegna reyks og þurfti
slökkvilið að nota körfubíl og stiga
til að bjarga honum ofan af svölum
íbúðar sinnar.
Mátti ekki tæpara standa
„Þetta mátti ekki tæpara standa.
Konan sem býr i íbúðinni rétt
slapp út og hún var greinilega mjög
þjökuð eftir þetta. Slökkvistarf
gekk annars mjög greiðlega og það
tók um klukkustund að slökkva
eldinn og reykræsta. íbúðin er
mikið skemmd eftir eld, reyk og sót
og einnig stigagangurinn. Ég vil
minna fólk á hversu mikilvægir
reykskynjararnir eru eins og ber-
lega kemur í ljós í þessu tilviki,"
segir Kristján Ólafsson, aðalvarð-
stjóri hjá slökkviliðinu, en hann
var á vettvangi í nótt.
Samkvæmt upplýsingum Rann-
sóknarlögreglu ríkisins er talið lík-
legast að kviknað hafi i út frá jóla-
skrauti sem var í stofunni.
-RR
Einu þrírburnarnir sem búsettir eru á Vestfjöröum, Stefnir, Björgvin og Sif, eru með foreldrum sínum í jólainnkaupum
í borginni. Ljósmyndari DV mælti sér mót við fjölskylduna í Kringlunni í gær þar sem þessi mynd var tekin. Foreldrar
þeirra segja gaman í búðarferðum með þeim öllum þar sem svo margt spennandi er aö sjá. DV-mynd Hilmar Þór
Vestfirðir:
Þríburarnir
í jólaferð til
borgarinnar
„Þeir eru eldhressir ef frá er talið
vandamál í eyrum. Auk jólainn-
kaupanna er einmitt eitt af erind-
unum til borgarinnar að láta setja
rör i eyru annars stráksins. Þá er
búið að gera það þrisvar," segir
Stefán Egilsson, faðir þríburanna
Björgvins, Sifjar og Stefnis sem
verða tveggja ára 20. desember
næstkomandi.
Foreldrar þríburanna, Stefán og
Hugrún Árnadóttir, eru í stuttri
ferð til borgarinnar en ijölskyldan
er búsett á Patreksfirði. Þríburarnir
eru þeir einu á öllum Vestfjörðum.
„Jú, vitaskuld fá þeir athygli út á
það en það getur líka verið erfitt að
búa svona langt frá höfuðborgar-
svæðinu. Það er jú þrefalt meiri
hætta á því að við þurfum að leita
læknis eins og nú og þá þýðir ekk-
ert annað en að koma í bæinn,“ seg-
ir Stefán, aðspurður hvemig sé að
búa með börnin þrjú á Patreksfirði.
Hann segir ungviðinu líka misvel í
innkaupaferðunum og reyndar ekki
mjög viturlegt að fara með öll þrjú í
búðimar í einu. Slíkar verslunar-
ferðir fari mest í eltingaleiki um
alla búð.
-sv
L O K I
Veðrið á morgun:
Kólnandi
veður
Á morgun verður suðvestan-
kaldi en sums staðar stinning-
skaldi. Rigning eða skúrir
verða í flestum landshlutum og
hiti á bilinu 3 til 7 stig. Annað
kvöld snýst í norðaustanátt
með kólnandi veðri, fyrst á
Vestfjörðum.
Veörið í dag er á bls. 36
TRAKTQR
með kerru - margar gerðir
( CLAIRBOIS)
Heildverslunin Bjarkey
Ingvar Helgason