Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1996, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1996 Spuiningin Hvaö ætlar þú aö boröa á aöfangadagskvöld? Jóhann Gunnarsson kennari: Svínahamborgarhrygg. Gauti Árnason og Rafh Gauta- son: Hamborgarhrygg. Guðborg Kolbeins verslunar- stjóri: Hamborgarhrygg. Margrét Snorradóttir bankamað- ur: Kalkún. Drífa Nikulásdóttir, heimavinn- andi: Hamborgarhrygg. Lesendur Jafnrétti fótumtroðið J.Ó.S. skrifar: - vanþroska réttlætisvitund ráðamanna Veðsetning aflaheimilda má ekki verða að lögum undir neinum kringum- stæöum, segir hér m.a. Undanfarið hefur umræða vaxið um sjávarútvegsstefnu þá sem hér er rekin, enda ekki undarlegt. Öll umræða um galla núverandi kerfis fær hins vegar hrokafull andsvör og eftirfylgni er þannig að einstakling- ar veigra sér við að deila á kerfið. Sumir reyna að sýnast betri en þeir eru með loðnum yfirlýsingum um að endurskoða verði kerfið. En allt er það til að blekkja almenning. Aðeins sérhagsmunir fárra útval- inna útgerðarmanna skipta máli. Jafnvel fiskvinnslan skiptir ekki máli. Fiskurinn fer í frystitogarana, það er hagkvæmt fyrir handhafa kvótans - eiganda útgerðarinnar. Nú á svo að reka smiðshöggið, þannig að aldrei verði aftur snúiö. Veita á þessum útvöldu lagalegan rétt til að veðsetja úthlutaðan kvóta. Ekki nóg með að þessum aðilum séu gefnir nokkrir milljarðar árlega heldur á að veita þeim rétt til að veðsetja verðmætin líka. - Réttlæt- isvitund ráðamanna virðist vera afar vanþroskuö í þessu máli hér á landi. Helstu merkisberar sumra flokka hafa talað um að „frelsi“, og ,jafn- rétti“ sé „grundvallar mannrétt- indi“ og barist hart fyrir slíku í „vanþróuðiun löndum" og löndum einræðisherra og alræðisstjóma. Þetta er gert á sama tíma og jafti- rétti einstaklinga og fyrirtækja er fótumtroðið hér á landi, með því að úthluta fiskveiðikvótum til fárra einstaklinga sem nemur milljörðum árlega. Frelsi hefur enga merkingu eða gildi ef ekki fylgir jafnrétti ein- staklinga. - í hvernig þjóðfélagi búum við þá? Það er slæmt aö eiga ekki for- ingja og einstaklinga í fylkingar- brjósti á borð við þá Ólaf Thors eða Bjarna Benediktsson. Ég trúi því ekki að þeir hefðu látið þetta fyrir- komulag viðgangast. Og því miður virðist fátt bjart fram undan í þessu máli. Aflamarkaðskerfið gæti hins vegar gengið - ef það byggðist á jafnrétti. Veðsetning aflaheimilda má ekki verða að lögum undir nein- um kringumstæðum, og úthlutun aflaheimilda getur því gðeins geng- ið að hún sé byggð á jafnrétti. Og það getur aöeins gerst á einn hátt, með uppboði. Tekjur af uppboðum kæmu til sveitarfélaga annars vegar og ríkis hins vegar og færu m.a. til rann- sókna og þróunarstarfa í sjávarút- vegi. Almennar markaðslausnir eru til á þessu kerfi ef vilji er fyrir hendi til að uppfylla kröfur um grundvallarmannréttindi í þjóðfé- laginu: frelsi og mannréttindi. Ég hvet landsmenn til að kæra mis- munun á úthlutun kvóta í núver- andi formi til Umboðsmanns Al- þingis, m.a. á grunni jafnræðis- ákvæðis stjómarskrárinnar. Bókaáþjánin er þrúgandi Ragnar Jónsson skrifar: Enn ein jólin taka fyrirtæki í bókaútgáfu eða sölumenn á þeirra vegum sig til og bjóða bækur með mismunandi góðum kjörum. Ég er vanur að svara þessum hringingum og bregðast ekki ókvæða við eins og sumir segjast gera. Þetta era svo sem ekki verri upphringingar en frá hverjum öðrum. Hins vegar er þetta viss ágangur á heimili manna og friður oft af skomum skammti þeg- ar nálgast fréttatíma ljósvakamiðl- anna, enda er þá yfirleitt fólk heima hjá sér, líka vegna matmálstíma. En svo fylla bækumar líka sjón- varpsskermana með auglýsingum. Það er hálfu verra og hvimleitt með afbrigðum. Bækur em afar kostnað- arsamur liður í jólagjafaflóðinu og verða svo ekkert nema umfram dót að jólum liðnum því hillupláss er löngu búiö. - Æ, er þetta ekki mis- skilningur þetta bókastúss þegar grannt er skoðað? Meiri hraði, fleiri slys Guðvarður Jónsson skrifar: Tillögu um hækkun hámarks- hraða ökutækja á landsbyggðarveg- um með bundnu slitlagi tel ég varla tímabæra. - Margir vegir eru með eina akrein fyrir akstur í báðar átt- ir og verða menn því að fara með hægri hliö bílsins út af bundna slit- laginu út á malarkantinn þegar þeir mæta bil. Séu menn á 90 km hraða er fljótlegt að ná bílnum niður í t.d. 70 km, en séu menn á 110 km hraða, Hámarkshraði ökutækja á þjóöveg- unum er ekki tímabær að mati Guð- varöar. getur þurft að stíga allfast á heml- ana til að ná bílnum niður í viðráð- anlegan mætingarhraða. Þá reynir verulega á hæfni bílstjórans. Það er rétt að margir bílar em hæfari til hraöaksturs nú en áður, en ekki eru allir bílar jafn hæfir til hraðaksturs og ekki allir bílar nýir sem um vegina aka. Við höfúm á liðnum árum verið að fara inn í fjárhagslega erfitt tímabil, sem leið- ir af sér að færri hafa efni á því að endurnýja bílinn, eða að halda bíln- um í ökuhæfu ástandi. Einnig eru á ferðinni tjónabílar sem skemmst hafa á stýris- og framhjólabúnaði. Þessum bilum er tjaslað saman svo hægt sé að koma þeim á götuna og í sölu. Einnig má hafa það í huga að allt- af er að stækka sá hópur ökumanna sem alist hefur upp við virðingar- leysi fyrir umferðarlögum. Talað er um að lögreglan ráði ekki við að halda upp lögum á vegunum. Hvaða löggæslu skyldu menn vera að tala um? Ég hef ekki orðið var við þessa löggæslu, menn hafa fengið að valsa um vegina óhindrað eftir eigin höfði. Verði hámarkshraðinn hækkaður í 110 km er líklegt að margra millj- arða króna hækkun verði á slysa- bótum. Réttara væri að efla löggæsl- una á vegunum, það er eina fjárfest- ingin sem hugsanlega skilar hagn- aði fyrir þjóðfélagið í þessu tilviki. DV „Samkvæmis- Ijón" Þórarinn hringdi: Hér þykir við hæfi að „krydda“ glæpafréttir með kímni eða léttum orðaleikjum. Þannig sagði í útvarpsfrétt að lögregla hefði ruglast á „samkvæmisljón- um“ og fíkniefnaneytendum. En er einhver ástæöa til að „skreyta" svona fréttir? Stundum er líka talað um „piltana" þegar réttara er að tala um ógæfúmenn eða einfaldlega óbótamenn. Það er skaði aö ekki skuli vera tekið harðar á hvers kyns glæpum en dæmin sanna. Líka í fréttaflutn- ingi. Illa nýtt kennsluefni Gunnar skrifar: í skólum landsins úir og grúir af gömlum kennslubókum sem búið er að afskrifa. Kennslubæk- ur í sögu, landafræði, stæröfræði og náttúrufræði em einfaldlega afskrifaðar á fáum ámm og nýj- um árgöngum krakka skipað að kaupa „nýju“ útgáfúna. Ég kom í skóla á landsbyggðinni nýlega og var þar leiddur inn í kompu fulla af gömlum kennslubókum. Er nokkur fúrða þegar ný kennslu- stefna er kynnt við sérhver skipti menntamálaráðherra? Geirfinnsmál afhjúpað? Sigurður Ólafsson hringdi: í þætti Gísla Rúnars Jónsson- ar, Gott kvöld, sl. sunnudags- kvöld komu þeir félagar, Jónas Jónasson rithöfundur og útvarps- maður og Magnús Leópoldsson fram sem gestir. í viðtali við þá félaga kom fram að báðir höfðu unnið á sömu skemmtistöðunum á árum áður, í Glaumbæ og í Klúbbnum. Auk þess sem Gísli Rúnar upplýsti áhorfendur um að Jónas Jónasson væri fram- sóknarmaður! Fer nú að líða að því að þetta dularfulla og óút- kljáða mál, svokallað Geirfinns- og Guðmundarmálið verði af- hjúpað. Varaformanni Byggðastofn- unarvex ásmegin Jóhann Guðmundsson skrifar: Einn er sá þingmaður sem ekki hefur farið tiltakanlega mik- ið fyrir á Alþingi í gegnum tíð- ina. Stefán Guðmundsson, þing- maöur Framsóknai- á Norður- landi vestra og varaformaður Byggðastofnunar. Eftir aö upp- skátt var gert í fjölmiðlum um lánveitingu Byggðastofnunar til sonar hans og tengdadóttur er eins og honum hafi vaxið ásmeg- in. Þannig mátti nýlega sjá hann umtumast í pontu á þingi vegna fyrirhugaðrar lokunar póstaf- greiðslu í kjördæmi sínu með einkavæðingu Pósts og síma. Stefáns, sem sönnum Byggða- stofiiunarmanni, verður áreiðan- lega minnst á byggðasafni kjör- dæmisins þegar tímar líða. Vandamál „Benazírar" Herdís skrifar: . í útvarpsfréttum fyrir stuttu mátti heyra kostulega aðför að nafni Benazir Bhutto í Pakistan. Þar var japlað á nafni þessarar konu og bætt við eignarfalli að ís- lenskum hætti. Rætt um t.d. mág- konu „Benazirar“ (Benazýrar?) og þetta endurtekið er þurfa þótti. í lokin var svo aðeins minnst á konuna með eftimafni - t.d. talsmenn „Bhutto" ekki „Bhuttoar" - eins og við hefði mátt búast eftir allt eignarfallsdá- lætið. En hvaða tilgangi þjónar svona uppákoma í útvarpsfrétt- um um ýmis erlend mannanöfn?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.