Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1996, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1996, Blaðsíða 24
'32 FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1996 Sviðsljós Berst til að geta haldið syni sínum Silíkonbomban Anna Nicole Smith ætlar að beija nýtt líf. Hún á á hættu að 10 ára sonur hennar, Daníel, verði tekinn frá henni láti hún ekki af fíkniefnaneyslu og ósiðsamlegu lífemi. Þegar hún hegðaði sér sem verst lögðu bamavemdaraðilar til að hún yrði svipt forræðinu. En nú ætlar Anna að taka sig á. Svikin eiginkona fær frelsi til ásta Hinn kynóði Michael Douglas hefúr gert óvenjulegan samning við eiginkonu sína sem hann er skilinn að borði og sæng við. í síð- ustu tilrauninni til að bjarga hjónabandinu hafa þau samið um frelsi til að sænga með öðrum þar til þau em ásátt um að taka upp hjónalíf á ný. Þegar hamingjan tekur völdin: Gena Nolin fór úr fötum á Hawaii Strandvarðaskvísan Gena Lee Nolin er ánægð með lífið um þessar mundir. Reyndar svo hamingjusöm að hún stóðst ekki mátið í sólinni í Hawaii á dögunum og afhjúpaði fagran barm sinn á baðströndinni, nærstöddum, öðrum en eiginmann- inum, til mikillar ánægju. Ástæðan fyrir þessari miklu lífs- gleði er ekki síst sú að Gena er kom- in þrjá og hálfan mánuð á leið. Svo er hún líka ánægð með karlinn sinn, hann Greg Fuhlman. En lífið hennar Genu hefúr ekki alltaf verið dans á rósum. Þegar hún var nítján ára varð hún ófrísk eftir kærastann, David Feiler, og eins og siður er í Ameriku gengu þau í það heilaga í einu snarhasti. Tæpinn þremur vikum síða missti Gena fóstur. Eiginmaðurinn sá þá ekki ástæðu til að hanga lengur yfír henni heldur tók hatt sinn og staf og stakk af. „Þegar ég missti fyrsta bamið mitt var ég bara ung og bamaleg. Ég treysti á David í blindni og hélt að við mundum búa saman ham- ingjusöm til æviloka eftir að við værum búin að koma bömunum upp,“ segir Gena. Hún segist hafa verið undir miklu álagi á meðan hún var gift David þessum. „David var ekki maðurinn sem ég hélt að hann væri og þegar ég missti bamið heima hélt ég að ég gæti þetta ekki meir. Ég var ótrúlega örvinluð." Nú er öldin önnur. Hjónaband hennar og myndbandaffamleiðan- dans Gregs er eins og best verður á kosið og Gena segist bókstaflega hafa grátið af gleði þegar hún fékk að sjá hjartslátt bamsins sem hún ber undir belti í hljóðsjánni á sjúkrahúsinu. „Mig hefur alltaf langað til að verða mamma. Ég þreytist aðeins meira núna og hef fengið smá- krampa nokkrum sinnum en lækn- irinn segir að það sé bara bamið að vaxa,“ segir Gena og lætur eigin- manninn gæla við sig og strjúka á sér kviðinn. Kvikmyndaleikkonan Pamela Anderson varö svo klökk er hún ræddi um skilnaö sinn og trommarans Tommys Lees í sjónvarpsþætti hjá NBC sjónvarpsstöðinni bandarísku aö hún þurfti aö fá lánaðan pappírsvasaklút hjá þáttastjórn- andanum Jay Leno. Símamynd Reuter Vondir skráðir í miimisbók Kvikmyndaleikarinn Robert De Niro skráir ýmis atriði í minnis- bók sem hann gengur með á sér. Eöiisinnihald hennar kann sum- um að þykja svolítið óvenjulegt þvi kappinn skráir í bókina nöfn alira sem hafa hegðað sér illa eða grunsamlega gagnvart honum. Ekki fara sögur af því hver til- gangurinn er. jólagetraunin 1996 8. hluti Hvað er í pakkanum? Áttundi hluti jólagetraunar DV birtist i dag og þá em einungis eftir tvær óbirtar myndir. Fyrsti jóla- sveinninn er kominn til by^ða og hægt er að hugsa sér að hann hafí komið með jænnan glæsilega rauða pakka sem í er eitt af þrennu, fúgl, fót- bolti eða flutninga- bílL Ykkar er að merkja við rétt svar og setja svarseðilinn í umslag- ið hjá öllum hinum. Á laugaraginn hirtist síðasta myndin og þá er um að gera að drifa umslag- ið til okkar á DV. Skila- frestur er til föstu- dagsins 20. desember. Nöfn vinningshafa verða síðan birt í laugardagsblaðinu 4. janú- ar. Til mikils er að vinna því heildarverðmæti vinninga er 305.500 krónur. -sv í 3.-4. verölaun eru Panasonic feröaútvarpstæki meö geislaspilara frá Japis aö verömæti 19.900 kr. Hvað er í pakkanum? r~i Fugi I I Fótbolti I I Flutningabill Nafii:. Heimilisfang:, Staður:------------------------------ Sími: Sendist til: DV, Þverholti 11,105 Reyiqavík, merkb DV - jólagetraun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.