Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1996, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1996, Blaðsíða 5
J-J"V FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 1996 Eyjólfur Kristjánsson og Bergþór Pálsson: Eyjólfur Kristjánsson dægur- lagasöngvari og Bergþór Pálsson óperusöngvari gáfu nýveriö út breiðskífuna Tveir. Það verður að segjast að þessir tveir hefðu lík- lega ekki komið til álita sem dúett miðað við tónlistarlegan bak- grunn. Bergþór með klassíska menntun og Eyvi verið í forgrunni í dægurlagahljómsveitum samtím- ans. Árið 1992 hófst hins vegar tilraunastarfsemi sem leiddi til útgáfu lags- ins Kannski er ástin á plötunni Minningar 2. Þar kom þessi dúett fram í fyrsta skipti, en Berg- þór og Eyvi hittust í fyrsta skipti við gerð mynd- bandsins við lagið eftir að platan kom út. Vin- skapur tókst síðan með þeim við upptroðslur, en eftirspurn eft- ir þeim saman hefur aukist statt og stöðugt síðan. Fljótlega kom síðan upp hugmynd að breiðskífu með Ijúfiun lögum og úr varð plat- an Tveir. Upptökur tóku þrjá mánuði Upptökur við plötuna Tveir hófust síðan í júlí á þessu ári, tæpum fjórum árum eftir fyrsta dúett söngvaranna, og stóðu í þrjá mánuði. Eyvi segir þá hafa verið að eltast við ákveðinn hljóm sem fékkst mikið gegnum tölvubanka fyrir það hve hann er góður forrit- ari. Margur vill halda því fram að hann eigi heima á erlendri grundu með slíka hæfileika og svo fannst Eyva og Bergþóri einnig. Eyvi seg- ir enn fremur að það sé ekki raun- hæft (fjárhagslega) að gera svona plötu með stórhljómsveit og því hafi verið leitað til þeirra Mána og Grétars. Hljómurinn á þessari plötu ber þess líka merki að við hann var unnið í þrjá mánuði. Eyjólfur var upptökustjóri á plötimni en saman sáu þeir um lagaval. Fjögur laganna á plötunni eru frumsamin fyrir útgáfu þessarar plötu en átta eru er- lend. Öll eru þau i dægur- lagastíl frekar en klassísk- um, en sá póllinn var tek- inn í hæðina þegar hug- myndin kom fyrst fram. uppákomur fyrir jól Nokkrar siðan boðið mæta Kaffi vík Eins og stendur býr Eyvi á íslandi en Berg- þór býr í London þar sem hann stundar leik- listarnám og hefur þetta gert þeim félögum erfitt fyrir við kynningu á plöt- unni. Bergþór er hins vegar væntanlegur til landsins á morgun og má húast við uppákomum í útvarpi og sjónvarpi á þeim tíu dögum sem eftir eru til jóla. Fimmtu- daginn 19. des- ember er áhuga- sömum Mána Svavars- sonar og Grétars Örvarsson- ar. Undirrit- uðum finnst rétt að taka ffarn að Máni fær hrós í hvívetna fyrir hve auðvelt er að starfa með honum og að á Reykja- klukkan 20.00 til að hlýða á þá félaga fýrir gesti Um áramótin 1990-1991 varð til 8 manna drengjasveit á Seltjamamesi. Sveitin varð til fyrir tilstiili tónlistarkenn- ara drengjanna sem þá vora á aldrinum 8 til 12 ára og fékk nafnið Bossanova. Sveitin fór strax ári seinna að hita upp fyrir Ladda á Hótel Sögu og hefur síðan þá verið iðin við kolann og m.a. spilað á Rúrek, minningartónleikum um Ingimar Eydal, í Kolding í Danmörku, European Musik Festival og Goteborg Musik Festival - víðfórul grúppa. Árið 1993 samdi Lárus H. Grímsson tónskáld verkið Jovene Calore E Morena fyrir Bossanovabandið í tilefni af Finnlandsför þess. Fyrr á þessu ári, í tilefni af för sveitar- innar til Kaupmannahaftiar, samdi Ríkharður Öm Pálsson síðan verkið Icelandic Rhapsody fyrir hljómsveitina. Hann útsetti verkið fyrir 11 manna sveit og var því Brassbandið fengið til liðs við Bossanova. í ffamhaldi af miklum ferðalögum Wjómsveitarinnar í sumar var síðan farið í hljóðver og tekin upp breiðskífa sem nú er komin í verslanir og ber nafnið [Laivj (ágætt að vera ekki bara með enskuslettur). Á plötunni er að finna fyrmefnd lög auk 14 vel þekktra stuðlaga. Drengjasveiflubandið Bossanova, gjörið þið svo vel. -GBG hljómpUtu BHiEr/1 Ólafur Haukur Símonarson o.fl. - Kötturinn fer sínar eigin leiðir: flf köttum og fleiri dýrum *★* Ólafi Hauk Símonarsyni er margt til lista lagt, hann er ekki aðeins vinsælasti leikrita- höfundur þjóðarinnar, skáld og rithöfundur heldur getur hann einnig samið ágæt lög og texta. Tíu ár era síðan hann sendi ffá sér Kötturinn fer sínar eigin leiðir og hefúr hún nú verið endurútgefin á geislaplötu og nýjum lögum verið bætt við. Lögin hafa í langflestum tilfell- um staðist tímans tönn í þeim búningi sem þau era og hjálpar þar margt til, útsetningar Gunnars Þórðarsonar era góðar og henta í flestum tilfellum einfóldum og grípandi lögum Ólafs, þá er sönghópur- inn einkar glæsOegur, þótt Ólafi sjálfum láti margt betur en að syngja. En fyrst og ffemst eru það textar Ólafs sem tímans tönn hefúr ekki get- að nartað í, bráðskemmtilegir og vel ortir og ætti unga fólkið, sem er að koma sér á framfæri í dag með því að reyna að bögla saman textum á íslensku, svo maður tali nú ekki um ensku, að fara í smiðju Ólafs Hauks og læra hvemig búa á til góða dægurlagatexta. Þekktasta lagið á plötunni er Vögguvísa, sem Edda Heiðrún Bach- mann syngur af sannri list, sérlega fallegt lag sem náði nokkrum vin- sældum á sínum tíma og er enn með fallegri dægurlögum. Annars er erfitt að gera upp á milli laga, þau standa öll fyrir sínu. Það er helst að lögin falli í þá gryfju að vera of lík í uppbyggingu og það gerir það að verkum að platan virkar fulllöng. Kötturinn sem fer sínar eigin leiðir er sannkölluð fjölskylduplata, lög og textar höfða til ungra sem aldinna. Hilmar Karlsson Todmobile - Perlur og svín Todmobile tekur upp þráðinn ★★★ Liðsfólk Todmobile lagði hljómsveitina niður fyrir tæp- um þremur árum, á nýársnótt 1994. Hún stóð þá á hátindi getu og frægðar og taldi hópurinn rétt að hætta meðan allt lék í lyndi og leita á önnur mið í tón- listinni. Nú endurreisa Andrea Gylfadóttir og Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson Todmobile að nýju með Vilhjálmi Goða, gítarleik- ara og söngvara og gömlum samstarfsmönnum að Eyþóri Amalds ffátöldum. Hann setur þó svip á plötuna Perlur og svín þar eð hann leikur á selló í nokkrum lögum og syngur í einu. Þrátt fyrir breytingar er Perlur og svín ekta Todmobileplata og ber þess satt að segja ekki merki að hljómsveitin hafi tekið sér þriggja ára frí. Hljómurinn er mikill og voldugur sem fyrr og dramatíkin víðfeðm. Allvíða bregður fyrir stilbrigðum sem myndu sóma sér vel sem áhrifatónlist í njósna- eða spennumynd, einkanlega í laginu Voodoom- an. Það er jafhffamt eitt besta lag plötunnar. Önnur vinna á við hlust- un, svo sem Er þetta satt? Textar þess og Tíu fingur upp til guðs eru líka einkar athyglisverðir. Gamlir Todmobile-aðdáendur ættu að geta vel unað við plötuna Perl- ur og svín. Og eflaust ættu aðrir að finna eitthvaö við sitt hæfi, fólk sem til að mynda lét Todmobile fram hjá sér fara á fyrri hluta ferils hennar, til dæmis fyrir æsku sakir. Ásgeir Tómasson Völlurínn - lög úr söngleik eftir Hrafn Pálsson Prýðileg útkoma ★★★ Hrafn Pálsson er kunnur hljómlistarmaður þótt hann hafi aö mestu aflagt spila- mennsku opinberlega eftir að hann skipti um gír og geröist félagsráðgjafi fyrir 15 árum. Hann sagði þó ekki alveg skil- ið við tónlistargyðjuna og kemur afraksturinn nú loks fram á hljómdiskinum Völlur- inn í formi ágætra lagasmíða. Sönglagatextamir bera þess nokkur merki að eiga að vera i tengslum við texta söng- leiks. Sá söngleikur er ófullgerður og hefúr því ekki enn verið sýnd- ur. Það skaðar þó ekki mjög þó vissulega nytu textamir sín betur ef hægt væri að tengja þá við ákveðna sýningu. Úrval ágætra músíkanta sér inn tónlistina. Berglind Björk Jónas- dóttir, Ari Jónsson og kór nemenda Söngskólans í Reykjavík sjá um söng, auk Diddúar sem syngur hér eitt lag. Ámi Scheving leikur á trommur, Hilmar Jónsson á gítar og banjó og Þorleifur Gíslason á tenórsaxófón. V/ ‘j r ' % .1» Lögin eru í stil klassískra dægurlaga: swing, suður-amerísk, ball- öður og kórsöngur i söngleikjastíl. Tvö lög eru með intróum eins og tíðkaðist á Broadway fyrr á tíð. Þetta er músík í anda Jóns Múla og fleiri góðra og gegnra dægurlaga- og söngleikjasmiða. Vel er vand- að til verka og útkoman hin prýðilegasta. Ingvi Þór Kormáksson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.