Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1996, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1996, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 1996 HLJÓMPLjlTll mmírn Emiliana Torrini - Merman Eðalsteinn *+*< Emiliana Torrini er aðal- lega á rólegu nótunum á nýju plötunni sinni. Tónninn er gefinn strax í fyrsta lagi, hinu engilblíða Blame It on the Sun eftir Stevie Wonder. Síðan kemur The Boy Who Giggled so Sweet eftir Em- iliönu og hljómsveitarstjór- ann hennar og upptökustjóra, Jón Ólafsson. Sama blíðan heldur áfram í Velvet Und- erground-laginu Stephanie Says og það er ekki fyrr en í hinu furðulega Red Woman Red sem Emiliana brýnir raustina að einhverju marki. Helmingur laganna á Merman er ýmist eftir Jón einan eða þau Em- iliönu saman. Af þeim flestum er einhvers konar leikhúss- eða söng- leikjakeimur, væntanlega fyrst og fremst vegna þess hvemig þau era út- sett. Öll eru þau ágætlega áiheyrileg en titillagið sker sig nokkuð úr, sér- kennileg lagasmíð og fremur óaðgengileg fyrst í stað. Erlendu lögin eru vel valin, sér í lagi I Hope that I Don’t Fall in Love with You eftir Tom Waits og I Really Loved Harold, sjálfsagt eitt minnst þekkta lagið sem Melanie Safka samdi. En þótt innlendu lögin séu vel samin og þau erlendu vel valin standa þau þó og falla með einstaklega áheyrilegri söngrödd Emiliönu. Þegar Time fjallaði fyrir nokkrum misseram um bresku leikkonuna Emmu Thompson var það gert undir fyrirsögninni Emma Is A Gem. Hana má auðveldlega heimfæra upp á Emiliönu Torrini: Emiliana er eðalsteinn. Ásgeir Tómasson Ýmsir flytjendur - Sönglögin í leikskólanum Leikskólakrakkasöngvar *++ öang/ocftn t Leifc&fcó/anum I ^ % V •»v. Sönglögin í leikskólanum er plata þar sem krakkarnir í Laufásborg syngja fullt af lög- mn. Heiðar Steinn, fimm ára sonur útgefandans, átti upp- tök að þessari plötu með söng og rauli úr leikskólanum. Lögin á plötunni eru fyrir böm í leikskólum og yngri krakka í grannskólum. Þar sem ég er tíu ára finnst mér gaman að hlusta á gamlar minningar frá minni leikskólatíð. Lag nr. 16, Óskasteinar, er t.d. mjög fallegt lag og ég verð aldrei leið á því. Það er gaman að vita að krakkar í öðrum leikskólum era að syngja önnur lög en maður gerði sjálfur. í söngmöppunni minni er líka fullt af lögum sem era ekki á þessari plötu og kannski koma þau út á plötu seinna. Að lokum frnnst mér sniðugt að hafa öll lögin ósungin á seinni hluta plötunnar. Það er gott að hafa svo- leiðis ef konurnar era slappar á gítar. Anna Soffia Ásgeirsdóttir Bergþór Pálsson og Eyjólfur Kristjánsson — Tveir Fyiir rómantískar sálir ★★ Það er nú varla hægt að hugsa sér ólíkari söngvara en Bergþór Pálsson og Eyjólf Kristjánsson; annar skólaður óperusöngvari en hinn sjóað- ur í heimi dægurlaganna á ís- landi. Þeir eiga þó það sam- eiginlegt að vera vinsælir skemmtikraftar sem slíkir við hin ýmsu tækifæri. Bergþór og Eyjólfur hafa nú leitt saman hesta sína í annað sinn og er Tveir af- raksturinn, plata á rólegum og rómantískum nótum þar sem sjá má titla eins og Eina ástin mín, Einn með þér, í unaðsreit, Sept- embemótt, Ef ég ætti orð og Dagur sem aldrei dvín. Því miður er inni- haldið jafn sykursætt og titlamir. Þeir félagamir hafa leitað í smiðju þekktra söngvara og dægurlaga- höfunda. Má nefaa lög eftir Neil Diamond (Septembemótt) I will (Lennon & McCartney), David Gates (Ef ég ætti orð) og Daniel Fogelber (Dagur sem aldrei dvín) svo að dæmi séu nefad, allt góð lög sem standa fyrir sínu en henta alls ekki sem dúettar eða einsöngslög fyrir Bergþór og Eyjólf. í mjög fáum tilvikum heppnast samsöngur þeirra, enda er ekki mikið um slíkt, mun meira er um að þeir syngi sinn hvort erind- ið eða sinn hvort lagiö. Nokkur frumsamin lög er að finna á Tveir og Eyjólfi, sem hefúr í gegnum tíðina samið ágæt lög, tekst ekki vel upp í sinni lagagerð frek- ar en Bergþóri í sínum lögum. Það er Ijóst eftir að hafa hlustað á Tveir að hægt hefði verið að fá betra út úr Eyjólfi og Bergþóri hefði verið vandað meira við útsetning- ar og jafavel gerð meiri leit að lögum sem henta þeim betur. Spamað- arsjónarmiðið er greinilega ríkjandi sem kemur best fram í ofaotkun á forrituðu undirspili sem aldrei getur komið í stað strengja. Þegar á heildina er litiö þá er Tveir ófúllnægjandi plata sem þó rennur Ijúflega í gegn en skilur eftir þá vissu að það hefði verið hægt að gera mun betri plötu með þeim félögmn. Hilmar Karlsson Magnús Eiríksson og KK: Ásáttir um aö fínpússa ekkert á nýju plötunni, Ómissandi fólk. DV-mynd Hilmar Þór Magnús Eiríksson og KK leiða saman hesta sína Leiðir Magnúsar Eiríkssonar og Kristjáns Kristjánssonar, KK, lágu fyrst saman fyrir margt löngu þegar sá síðamefadi kom fram sem gestur með Blús-kompaníinu. Fyrir svo sem þremur árum snerist dæmið við og Magnús gerðist öðra hverju gesta- spilari með KK-bandinu. Og fljótlega komst sú hugmynd á kreik að vinna einhvem tíma saman plötu. „Við hittumst einhvern tíma i sumarbústað ásamt Eyþóri Gunnars- syni og unnum saman lög og texta,“ segir Magnús. „Þegar að því kom að við réðumst í að taka upp plötu not- uðum við ekkert frá þessum sumar- bústaðartíma nema eitt lag, Leyni- gluggagægi. Hitt varð til á skrifstof- unni hjá Kristjáni. Við hittumst þar nokkrum sinnum og rökkuðum nið- ur það sem hinn hafði verið að semja. Á endanum vorum við komn- ir með talsvert af efai. Sum lögin og textana eigum við saman, annað er skrifað á hvom um sig. Ég hef aldrei áður unnið með þessum hætti og það var bara gaman. Við urðum ásáttir um að finpússa ekkert þegar að því kæmi að taka lögin upp,“ bætir Magnús við. „Upp- runalegi söngurinn var látinn halda sér en það er nánast aldrei gert þeg- ar plötur eru hljóðritaðar. Hljómur- inn er nánast eins hrár og hægt er að hafa hann. Fyrir bragðið hljómar platan vonandi pínulítið öðravísi en annað sem verið er að gefa út.“ Ómissandi fólk Platan hlaut na&ið Ómissandi fólk eftir lagi eftir Magnús sem hefúr við- lagið: Ofmetnastu ekki af lífsins móður- mjólk/kirkjugarðar heimsins geyma ómissandi fólk. Hann er fámennur hópurinn sem vann með þeim félögum að plötunni. Jón Sigurðsson lék á kontrabassa í nánast öllum tólf lögum plötunnar. Ásgeir Óskarsson og Guðmundur R. Einarsson skiptu trommuleiknum með sér, Magnús R. Einarsson lék á banjó og mandólín þar sem það þótti hæfa, Eyþór Gunnarsson upptöku- stjóri söng og lék á harmóníum í einu lagi og sjálfir sáu Magnús og KK um gítar- og munnhörpuleik auk þess sem Magnús greip i sög í einu lagi. Þótt blúsinn sé undirtónn í velflest- um lögum plötunnar Ómissandi fólk kemur kántríkeimur fram hér og þar. Eitt lag er í blúgrassstíl og lagið Óbyggðimar kalla, sem nokkuð hefúr hljómað í útvarpi að undanfómu, er í cajunstíl. „Það lag er einmitt ágætt dæmi um samstarfið," segir Magnús. „Ég samdi lagið og textann og KK ákvað í hvaða stíl það skyldi vera. Það hafði svo af- gerandi áhrif á lagið að ég skrifaði okkur báða fyrir því.“ Þriðja erindið Þeir sem lagt hafa eyrun við laginu Óbyggðimar kalla vita að Magnús og KK syngja við það tvö erindi. Upphaf- lega voru erindin reyndar þrjú. „Við tókum eftir því þegar við vor- um búnir að taka lagið upp að við höfðum gleymt lokaerindinu," segir Magnús. „Við töluðum um það við Ey- þór að við þyrftum að bæta því við. Hann bjargaði málinu hins vegar með því að bæta því á diskinn aftan við síðasta lagið þannig að rúmlega mín- útu eftir að lagið Ómissandi fólk end- ar hefjum við upp raust okkar aftur og syngjum síöasta erindið. Það kem- ur þvi eins og nokkurs konar bónus ef fólk lætur diskinn ganga eftir að það heldur að það sé búið að heyra allt.“ Þeir hafa komið fram á nokkrum tónleikum til að kynna efni nýju plöt- Fyrrverandi söngvari hinn- ar stórfrægu hljómsveitar The Smiths stendur nú í erfiöum málaferlum. Fyrrum trommari Smiths, Mike Joyce, hefur kært Morrissey og gítar- leikara Smiths, Johnny Marr, fyrir að hafa svikiö sig um 115 milljónir króna sem Marr tel- ur sig eiga aö hafa fengið í greiöslur vegna spilamennsku sinnar í The Smiths. Morriss- ey segist aldrei hafa haft neitt unnar og ætla að halda því áffarn. Magnús Einarsson hefúr leikið með þeim ásamt Jóni Skugga bassaleikara og Ásgeiri Óskarssyni. Magnús segir að vel geti svo farið að úr verði hljóm- sveit sem fái að lifa eitthvað áfram. Sjálfur er hann hljómsveitarlaus eftir að Mannakorn fór í frí fyrir um það bil ári. Hann er því búinn að hvíla sig vel eftir árshlé. Þá bíður Blús- kompaníið alltaf eftir því að verða endurreist og Magnús segist ákveðinn í að láta verða af því fyrr eða síðar. „Við vorum byrjaðir á plötu þegar Karl Sighvatsson dó í bílslysi og við það datt úr manni loftið," segir hann. „Karl var stór hluti af Blús-kompaní- inu en þótt hann sé horfinn verður sú hljómsveit lífguð við einhvern daginn. Það er öruggt mál.“ -ÁT vit á fjármálum og því sé hæp- iö aö hann hafi svikið ein- hvem um peninga. Morrissey neitar einnig þeim ásökunum lögmanns Joyce aö hann hafi alla tíö taliö Joyce og bassa- leikara The Smiths, Andy Ro- urke, óþarfa. Rourke mun bera vitni fyrir hönd Marr en hefur sjálfur samiö um sinn hluta af gróöanum af veru sinni í The Smiths. -JHÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.