Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1996, Blaðsíða 12
FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 1996
30 í ímndbönd
-
Ijome from the Holidays: ***
Oþolandi ættingjar
Holly Hunter leikur Claudiu Larson sem neyðist til
að heimsækja foreldra sína yfir hátíðimar og borða með
þeim á þakkargjörðardagiim. Enn fremur mæta þar
bróðir hennar, systir og móðursystir. Bróðirinn er of-
virkur hommi, sem kemur með einhvem sjarmör sem
enginn kannast við. Systirin kemur með eiginmann og
tvo krakka, en hún er uppskrúfaður ábyrgðarfíkdl og
hatar bróður sinn. Móðursystirin er sennilega klikkuð-
ust þeirra allra, gefur lampa út og suðin- og upplýsir allt
í einu að hún hafi verið ástfangin af heimilisfoðumum
síðan einhvem tima fyrir aldamót. Claudia sjálf er í tilvistarkreppu, þar sem
hún er einstæð móðir, nýbúin að missa vinnuna og dóttirin komin á tánings-
aldur. Með allt þetta furðufuglalið er kominn góður eöiiviður í farsakennda
gamanmynd og leikstjórinn Jodie Foster nýtir það vel í fyrri hluta myndar-
innar. Ærslakenndur húmor og miklar andstæður persónanna koma til skila
mjög skemmtilegum atriðum, sérstaklega í kringum bróðurinn og stríð hans
við alvarlegu systurina og fjölskyldu hennar. í seinni hluta myndarinnar er
gríninu varpað fyrir róða og myndin breytist í vandamálamynd. Til þess að
það gangi upp em persónumar of fáránlegar og í staðinn fyrir að tárin renni
síga augnalokin. Leikhópurinn stendur sig allur vel, en þungamiðjan er
Holly Hunter og Robert Downey, jr.
Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Jodie Foster. Aðalhlutverk: Holly Hunt-
er og Robert Downey, jr. Bandarísk, 1995. Lengd: 100 mín. Leyfð öllum
aldurshópum. -PJ
The Last Supper
Frjálslyndir Qöldamorðingjar
Hér segir frá fimm ungmennum sem búa saman meö-
an þau em að vinna að lokaverkefnum sínrnn í háskól-
anum. Þau fylgjast vel með, aðhyUast fíjálslyndar skoð-
anir og hata ailar trúarkreddur og hægriöfgamenn. Þeg-
ar einn slíkur kemm: í kvöldverðarboð hjá þeim, uppfull-
ur af kynþáttafordómum, hemaðarhyggju og fyrirlitn-
ingu á öllu því sem þau telja rétt og gott, kemur til átaka
sem enda með því að eitt þeirra stingur hann í bakið
með risastórum hníf í sjálfsvöm. Eftir að þau hafa feng-
ið smátíma til að jafha sig á þessu ákveða þau að fara að
stunda þetta af krafti, að bjóða gestum í mat og drepa þá
ef viðhorf þeirra era þeim ekki að skapi. Eftir nokkur
morð fer að koma óeining í hópinn, sum búin að fá nóg
en önnur komin með blóðbragðið og vilja ekki hætta. Enn fremur er lögreglu-
stjóri staðarins að komast á slóðina. Greinilegt er að ýmislegt er sótt í Shall-
ow Grave, en myndin nær aldrei þannig flugi að hún sé sambærileg. Hug-
myndin er skemmtileg í byrjun, en síðan gerist lítið þangað til í restina og er
fyllt upp i með tónlistarmyndskeiðum þar sem ekkert gerist. f lokin tekur
myndin nokkuð við sér og það er þá sem sigurvegari myndarinnar, Ron
Perlman, mætir á svæðið í hlutverki ofstækisfulls sjónvarpsmanns, sem ekki
er allur þar sem hann er séður. Ron Perlman leikur jafíit i bandarískum
myndum sem fi-önskum, en er hér eins amerískur og hægt er að hugsa sér og
gerir mikið fyrir myndina.
Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Stacy THie. Aðalhlutverk: Cameron Diaz,
Ron Eldard, Annabeth Gish, Jonathan Penner og Courtney B. Vance.
Bandarísk, 1995. Lengd: 92 mín. Bönnuð börnum yngri en 12 ára. -PJ
Underground
Stríðsádeila
Underground er farsakennd mynd um háalvarleg
málefhi. I henni segir frá vinunum Marko og Svarti
sem stunda andspymu gegn Þjóðveijum í Júgóslaviu í
seinni heimsstyijöldinni. Svartur er ástfanginn af
leikkonu sem er að dúlla sér með nasistaforingja stað-
arins, og er handtekinn í kjölfar átaka við hann. Marko
bjargar honum og ástinni hans, en telur hann á að fela
sig í kjallaranum sínum og framleiða vopn fyrir skæm-
liðana. Á meðan kemur hann sér í mjúkinn hjá leikkon-
unni. Marko segir Svarti ekki frá því þegar stríðinu
lýkur heldur notfærir sér vopnaframleiðslu þeirra til
svartamarkaðsbrasks. Aö lokum sleppur þó Svartur úr
prísundinni, misskilur gjörsamlega umhverfi sitt og
heldur áfram baráttunni gegn „fasistaaumingjunum" í nýju stríði. Þessi
mynd er súrrealískt meistaraverk sem kemur á áhrifamikinn hátt boðskap
sínum til skila. Fáránleikinn er notaður sem stílbragð til að leggja áherslu
á fáránleika stríðsbrölts og hugsjónamisskilnings. Myndin tryggir enn frem-
ur athygli áhorfandans með því að sinna skemmtihlutverki sínu og er oft
óborganlega fyndin. Persónusköpun er frumleg og skemmtileg og leikur
fyrsta flokks. Það eina sem fínna má að myndinni er að lopinn er teygður
svolítið í seinni hlutanum, en leikstjórinn er mikill stílisti og gerir hér enn
betur en í annarri súrrealískri mynd sem hann hefur sent frá sér, Arizona
Dream.
Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Emir Kusturica. Aðalhlutverk: Miki
Manojlovic, Lazar Ristovski og Mirjana Jokovic. Bandarisk/júgóslavnesk,
1995. Lengd: 160 mín. Bönnuð börnum innan 16 ára. -PJ
Une Pure Formalité
Varðstjóri yfirheyrir ríthöfund
Gerard Depardieu leikur rithöfund sem er stöðvaður af
lögreglu úti á götu og færður á stöðina þegar hann getur
ekki sýnt nein skilríki. Lögreglustöðin er eitthvert mesta
hreysi sem sögur fara af - hriplek, skftug og draslaraleg.
Rithöfundurinn kemst fljótlega að því að hann kemst ekki
upp með neitt múður, fær ekki að hringja og er barinn í
buff áður en varðstjórinn (Roman Polanski) loksins kem-
ur til að yfírheyra hann. Til að býija með veit hann ekki
hvers vegna verið er að yfírheyra hann, en síðan kemur í
ljós að lögreglan hefur fundið lík í skóginum og grunar
hann um morð. Myndin fer mjög vel af stað. Klassískur
fílm noir stíll er notaður til að byggja upp spennu. Stans-
laus rigning og myrkur kemur stemningunni vel til skila. Ahorfandinn veit
lítið framan af hvað er að gerast en fær smám saman að vita meira og tempó-
ið er gott. Um miðbik myndarinnar fer hún þó algjörlega út af sporinu og
kemst ekki á það aftur. Löngum tima er eytt i einkennilegar og óspennandi
heimspekilegar vangaveltur og minningar aðalpersónanna og endirinn er lít-
ið spennandi endahnútur á leiðindin. Það má þó segja að sagan taki nokkuð
óvænta stefnu og sennilega munu sumir lofa hana fyrir það. Polanski er ör-
uggur í sínu hlutverki en Depardieu gerir sig sekan um ofleik. Leikstjórinn
Giuseppe Tomatore er sennilega ofinetnasti leikstjóri Evrópu um þessar
mundir en hann gerði m.a. innihaldslausu snobbmyndina Cinema Paraiso.
Útgefandi:Skifan. Leikstjóri: Giuseppe Tornatore. Aðalhlutverk: Gerard
Depardieu og Roman Polanski. Frönsk/ítölsk, 1994. Lengd: 107 mín.
Bönnuð börnum yngri en 16 ára. -PJ
Myndbandalisti vikunnar
SÆTI FYRRI VIKA VIKUR Á LISTA J. .g... ■ g. .ff .JS.FÍ g-.-B’...K, F»■ liT.. J TITILL ÚTGEF. - ■k. ,g—a^a TEG.
1 2 3 Money Train Skífan Spenna
2 1 * : , Executive Decision Warner -myndir Spenna
3 3 2 Primal Fear ClC-myndbönd Spenna
Ný 1 Sgt. Bilco ■ ClC-myndbönd Gaman
5 8 2 Down Periscope Skífan Gaman
) 6 4 3 Dead Presidents Sam-myndbönd Spenna
7 5 i 3 ; Nick of Time ClC-myndbönd ’ Spenna
O | ■K Ný 1 Juror Skífan Spenna
9 9 4 Vampire in Brooklyn ClC-myndbönd Gaman
10 6 'ír' 6 msm Birdcage 1 Háskólabíó Gaman
11 : 10 3 Dracula: Dead and Loving it Sam-myndbönd1 Gaman
12 12 3 » Santa Clause 1 Skrfan Gaman
13 13 ) 8 Broken Arrow Skífan Spenna
14 7 t 4 t Rumble in the Bronx ClC-myndbönd Spenna
15 ii : 7 : 12 Monkeys Warner -myndir, Spenna
16 14 l 2 i Hackers ClC-myndbönd Spenna
171 Ný : i : Before and After Stjörnubío > Spenna
18 15 * 5 - t Two Much Síg 7 Waruer -myndir Gaman
19 17 r 6 Things To Do In Denver... ; Skrfan Spenna
20 20 ' t 3 White Squal Myndform Spenna
Engar stórbreytingar eru á myndbandalistanum
þessa vikuna og sömu myndir tróna í efstu sætum
og þar voru fyrir viku. í fjórða sæti er þó ný mynd,
Sgt. Bilko, gamanmynd meö Steve Martin í aðalhlut-
verki. Steve Martin er mistækur gamanleikari sem
þegar honum tekst vel upp er með alfyndnustu leik-
urum. í Sgt. Bilko á hann ágæta spretti þó oft hafi
hann gert betur. Á myndinni er hann í hlutverki sínu
sem liðþjálfinn Bilko. Tvær aðrar nýjar myndir koma
inn á listann þessa vikuna. í áttunda sæti er The Jur-
or. í henni ieikur Al Pacino borgarstjóra New York
borgar sem orðaður er við spillingu. í sautjánda sæti
er svo úrvalsmyndin Before and after með Meryl
Streep og Liam Neeson í aðalhlutverkum.
Money Train
Wesley Snipes
og Woody
Harrelson
Þeir frægu leikar-
ar Wesley Snipes og
Woody Harrelson
leika vini sem eiga
sér þann draum að
ræna „peningalest-
ina“, en það er sú
lest sem safhar sam-
an peningum af neö-
anjarðaijámbrautar-
stöðvum í New York.
En ekki er nóg með
að það sé mjög erfitt,
það gerir málið enn
flóknara að þeir em
lögreglumenn. Stóra
vandamálið er þó
yfirmaður þeirra, en
hans stolt er að
aldrei hefur þessi
lest verið rænd og
hann mun verja lest-
ina með kjafti og
klóm.
Executive
Decision
Kurt Russell og
Steven Seagal
Hryðjuverkamenn
hafa náð Boeing 747
þotu á sitt vald og
era með óaðgengileg-
ar kröfur. Um borð
er öflug sprengja og
er ekki bara líf allra
farþega í hættu held-
ur 40 milljóna manna
sem búa á austur-
strönd Bandaríkj-
anna, en sprengjan
er fyllt með
taugagasi sem fer út í
andrúmsloftið. Eina
færa leiðin til að
koma í veg fyrir
þessa hættu er að
lauma um borð sex
manna liði meðan
vélin er á flugi og af-
vopna hryðjuverka-
mennina.
Primal Fear
Richard Gere, Ed-
ward Norton og
Laura Linney
Dag einn er ungur
altarisdrengur hand-
tekinn á flótta eftir
hrottalegt morö á
biskupi borgarinnar.
Refurinn Martin Veil
þykir með snjöllustu
lögfræðingum borg-
arinnar og hann sér
þarna frábært tæki-
færi til að komast í
sviðsljósið og sækist
því eftir að gerast
verjandi piltsins.
Málið verður þó
flóknara en hann
hélt í byrjun þar sem
það er eitthvað í fari
piltsins sem segir að
hér séu maðkar í
mysunni. Hann hef-
ur því sína eigin
rannsókn á málinu.
Sgt Bilko
Steve Martin og
Dan Aykroyd.
Bilko liöþjáífi hef-
ur á einhvem óskýr-
anlegan hátt tekist
að koma sér fyrir
innan hersins á allt
annan hátt en aðrir
liðþjálfar. Honum
hefur tekist að safha
um sig liði sem i stað
þess að læra
herkúnstir hefur
lært veðmála- og fjár-
hættuspilaklæki og
listina aö skjóta sér
undan ábyrgð. í her-
skálanum hefur ver-
ið komið upp þægi-
legri aðstöðu til að
reka spilavíti. Dag
einn er öllu stefnt í
voða þegar gamall
„kunningi“ Bilkos,
Thom major, kemur
í skoðunarferð.
Down Per-
iscope
Kelsey Grammer
og Lauren Holly
Gamanleikarinn
Kelsey Grammer,
sem gerði garðinn
frægan í Staupa-
steini, leikur aðal-
hlutverkið í Down
Periscop, John Dod-
ge, sem lengi hefur
alið manninn í
bandariska flotanum.
Dodge hefur ávallt
látið sig dreyma um
að fá að stjóma kaf-
bát. Hann verður því
að .vonum ánægður
þegar hann fær tO-
kynningu um að nú
fái hann loks eigin
kafbát. Ánægjan
breytist þó fljótt í
skelfingu þegar hann
lítur farkostinn aug-
um.