Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1997, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1997, Blaðsíða 1
MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 1997 17 IÞROTTIR Getraunir: Enski boltinn 1x1 x12 112 x21x Lottó 5/38: 2 18 27 30 34(9) iiii/ii/íli/i/ifiíiiiiii/ifiif/i/f/f Hremmingar Skallagríms halda áfram Enn hafa verið gerðar breyt- ingar á körfuknattleiksliði Skallagríms frá Borgamesi. Um helgina var tilkynnt að bandaríski leikmaðurinn Curtis Raymond væri hættur að leika með liðinu. Stöðu hans tekur landi hans, Joe Rhett. Hann er tveggja metra hár miðherji sem lék í sænsku úrvalsdeildinni í fyrra. Rhett, sem er 26 ára, lék á skólaárum sínum með háskóla- liði Suður Karólínu. -SK Handbolti: Hörkuleikir verða i 8-liða úrslitunum Dregið var um helgina í 8-liða úrslit bikarkeppninnar í hand- knattleik í karla- og kvenna- flokki. í karlaflokki mætast Stjaman og Haukar, Valur og FH, ÍR og Grótta og loks KR og KA. KA-menn eru bikarmeistarar og ættu að eiga greiða leið í und- anúrslitin. Hinir leikirnir þrír eru allir hörkuleikir þar sem ógerningur er að spá fyrir um úrslit. Leikirnir í kvennaflokki ættu ekki síður að geta orðið spenn- andi. Bikarmeistarar Stjömunn- ar drógust gegn FH, Haukar leika gegn liði Fram, sem lék til úrslita í keppninni í fyrra, Vík- ingur fær Val í heimsókn og loks leika KR og ÍBV. -SK Frjálsar íþróttir: Drengjamet hjá Einari Karii Einar Karl Hjartarson, USAH, setti um helgina nýtt drengjamet í hástökki. Einar Karl, sem þykir mjög efnilegur í íþrótt sinni, stökk 2,06 metra en eldra metið var 2,05 metrar. íslandsmetið setti Einar Karl á jólamóti UMSE á Akureyri. -SK Golf: Landsliðið æfði úti við Korpúlfsstaði Einstök veöurblíða undan- farna daga og vikur hefur verið kylflngum sérlega kærkomin. Fjöldi kylfmga hefur mætt á golfvellina og um helgina æfði íslenska landsliðið í golfi á veli- inum við Korpúlfsstaði í Reykja- vík. Þar var og mikill fjöldi fólks við golfiðkun. Þetta var fyrsta landsliðsæfing ársins og hvem hefði gmnað að hún færi fram utan húss í byrj- un janúar? Haldist veðurblíðan næstu daga og vikur má búast við enn frekari golfleik utan dyra í janúar. -SK Hlutafelag stofnað um Birgi Leif Hafþórsson? - hlutaféð 10-15 milljónir sem gerbreytir aðstöðu besta kylfings landsms í undirbúningi er stofn- un hlutafélags um íslands- meistarann í goifi, Birgi Leif Hafþórsson, GL. Unnið er aö málinu af krafti þessa dagana og stefnt að 10-15 milljóna króna hlutafé. „Þetta er ekki komiö á hreint eins og er og málið ekki komið á endapunkt. Ef af þessu verður mun það að öllum líkindum verða í þessum mánuði,“ sagði Birgir Leifur í samtali við DV í gær. Birgir Leifur stefnir að atvinnumennsku í sumar og mestar líkur eru á því að hann reyni fyrir sér í Svíþjóð. „Ég er að sjálfsögðu mjög spenntur fyrir þessu og þetta yrði kærkomið tæki- færi. Þð er eitt af grund- vallaratriðunum að þurfa ekki að hafa áhyggjur af peningamálunum ef maður ætlar að einbeita sér 100% að golfinu," sagði Birgir Leifur ennfremur en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Samkvæmt heimildum DV tryggir hlutafélagið Birgi Leifi góð mánaðar- laun og ef honum tekst að vinna til peningaverðlauna mun félagið fá 60% og Birg- ir Leifur 40%. Ef af stofnun hlutafélagsins verður, sem mjög miklar líkur eru á, yrði um tímamótaviðburð í íslensku íþróttalífi að ræða. -SK Birgir Leifur Hafþórsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.