Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1997, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1997, Page 3
MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 1997 19 x>v Sorg og gleöi í leikjum ensku bikarkeppninnar um helgina: Souness var nærri genginn af göflunum - eftir að Southampton tapaði fyrir Reading. West Ham og Arsenal í vanda Graham Souness, framkvæmda- stjóri Southampton, varð æfareiður er lið hans var slegið út úr ensku bikarkeppninni af smáliðinu Read- ing sem leikur í 1. deild. Souness lagði leið sina til dómar- ans eftir leikinn og lét ófriðlega. Skammaði hann þann svartklædda ótæpilega og kann að verða dæmdur í leikbann og til greiðlsu sektar. Staða Southampton er mögur í dag, liðið er í neðsta sæti úrvalsdeildar- innar og nú er bikarinn úr sögunni. En það var fleira en dómarinn sem fór í taugamar á Souness. Hann var síður en svo ánægður með tvo leikmenn sína sem sendir voru í sturtu í leiknum. Francis Benali var sýnt rautt spjald eftir að hafa gefið einum leikmanni Reading olnboga- skot og á lokamínútu leiksins fékk Robbie Slater reisupassann eftir að hafa blótað línuverði í sand og ösku. Souness var og mjög óhress með að leikurinn skyldi fara fram vegna slæmra aðstæðna: „Ég hitti dómar- ann á laugardagsmorgun og tjáði honum að völlurinn væri ekki leik- hæfúr. Svör hans voru furðuleg. Hann sagði að völlurinn væri jafn- góður og í venjulegu árferði í ágúst og einnig að leikmennimir gætu leikið á 90% krafti ef aðstæðumar væru slæmar. Þessi dómari er þekktur fyrir að reyna alltaf að vera í sviðsljósinu og gera nafn sitt sem mest. Hann er alltaf að reyna að vekja athygli á sjálfúm sér og hon- um tókst það svo sannarlega í dag,“ sagði Souness eftir leikinn. „Minir menn eiga hrós skilið. Þeir léku agað og sigur okkar gat orðið mun stærri í lokin. Einu von- brigðin í leiknum voru að hleypa þeim inn í leikinn með jöfnunar- markinu,“ sagði Jimmy Quinn, framkvæmdastjóri Reading. Jafnt hjá Arsenal og West Ham Lið West Ham komst í hann krappann gegn 2. deildar liði Wrex- ham sem náði forystu strax á 6. mínútu leiksins. En Lundúnaliðinu tókst að jafna metin og liðin verða að eigast við öðru sinni. Sömu sögu er að segja af Arsenal. John Hartson kom Arsenal yfir eft- ir 10 mínútur en Sunderland jafn- aði. Markvörður Sunderland kom í veg fyrir sigur Arsenal með stór- brotinni markvörslu. Sheffield Wednesday vann stærsta sigur sinn í bikarkeppni síðan árið 1961 er liðið vann Manchester United, 7-2, í 4. umferð. Middlesborough skoraði 6 mörk gegn Chester og hefur ekki skorað jaöimörg mörk í bikarkeppni síðan árið 1965 er liðið vann Oldham, 6-2, í 3. umferð. 2. deildar lið Bumley stóð lengi vel í Liverpool en leikur liðanna þótti mjög slakur og tilþrifalítill. Bumley lék skiljanlega vamarleik og það stífan að leikmenn Liverpool komust lítið áleiðis. -SK Aöstæöur voru víða erfiðar til iðkunar knattspyrnu á Bretlandseyjum um helgina í kjölfar mikilla kulda og snjókomu. Þessi mynd var tekin í leik Wrexham og West Ham og eins og myndin ber með sér var varla hægt að búast við glæsilegri knattspyrnu á tsilögðum vellinum. Símamynd Reuter Wenables spá- ir Arsenal meistaratitli Terry Wenables, landsliðs- þjálfari Ástrala og fyrrverandi þjálfari enska landsliðsins, segir að Arsenal verði enskur meist- ari í knattspymu í vor. Wenables hefur mikla trú á franska framkvæmdastjóranum Arsene Wenger og telur að hann muni stjóma liði Arsenal til sig- urs í vor. Wenables spáir Manchester United öðm sæti, Liverpool því þriðja og Aston Villa fjórða sæti. Nottingham Forest nær ekki að rétta úr kútnum ef spá Wena- bles gengur eftir. Haim spáir Forest neðsta sætinu og að lið West Ham, Southampton og Coventry muni fylgja Notting- ham Forest í 1. deild. -SK Beckham og Scholes komu United í úrslitin Chelsea mætir Liverpool í næstu umferð bikarsins Manchester United er komið í 4. umferð ensku bikarkeppninnar eftir sig- ur á Tottenham á Old Trafford, 2-0, i gær. Leikmenn United hafa oft leikið betur og Totten- hcim átti sín tækifæri til að skora. Það vora þeir Peter Scholes og David Beckham sem tryggðu United sigurinn og var mark Beckhams sérlega glæsilegt. Gott skot hans beint úr aukaspymu þandi netmöskvana og Ian Walker í marki Tott- enham hreyfði hvorki legg né lið. Robert Lee skoraöi gegn gömlu félög- unum í Charlton Robert Lee skoraði mark Newcastle gegn Charlton en Newcastle tókst þó ekki að sigra og liðin verða að leika á ný. Leikurinn var merki- legur fyrir þær sakir að Lee lék i mörg ár með Charlton áður en hann var keyptur til Newcastle. Samtals lék Lee um 300 leiki með Charlton. Rautt eftir aöeins 52 sekúndur Ian Coulverhouse, leik- maður Swindon Town, setti óskemmtilegt met í ensku bikarkeppninni í gær. Hann var rekinn af leikvelli eftir aðeins 52 sekúndur í leik Swindon gegn Everton. Annar leikmaður Swindon fékk reisupass- ann og sigur Everton, 3-0, var afskaplega auðveldur. Kanchelskis, Barmy og Ferguson skoraðu mörk Everton. Tveir stórleikir Dregið var til 4. umferð- ar í gær. Bikarmeistarar Manchester United mæta Crew Alexandra eða Wimbledon í næstu um- ferð. Stórleikur umferðar- innar verður hins vegar leikur Chelsea og Liver- pool. Þá á Birmingham að mæta Stoke eða Stock- port. -SK íþróttir ffiS) ENGLAND Bikarkeppnin Fjórtán leikir fóru fram í 3. umferð ensku bikarkeppninnar í knattspymu um helgina en fjöl- mörgum leikjum var frestað vegna vetrarríkis. Hér fara á eft- ir úrslit í leikjunum og marka- skorarar: Arsenal-Simderland..........1-1 1-0 Hartson (10.), 1-1 Gray (20.) Blackbum-Port Vale..........1-0 1-0 Bohinen (68.) Chelsea-WBA.................3-0 1-0 Wise (39.), 2-0 Burley (74.), 3-0 Zola (90.) Liverpool-Bumley............1-0 1-0 Collymore (12.) Middlesborough-Chester .... 6-0 1-0 Ravanelli (20.), 2-0 Hignett (26.), 3-0 Cox (44.), 4-0 Ravanelli (50.), 5-0 Beck (56.), 6-0 Stamp (79.) Norwich-Sheffield United ... 1-0 1-0 Polston (32.) Nottíngham Forest-Ipswich .. 3-0 1-0 Saunders (30.), 2-0 Allen (28.), 3-0 Saunders (74.) Plymouth-Peterborough .... 0-1 0-1 Charley (58.) QPR-Huddersfield............1-1 0-1 Crosby (64.), 1-1 Hateley (88.) Reading-Southampton.........3-1 1- 0 Lambert (19.), 1-1 Östenstad (49.), 2- 1 Caskey (55.), 3-1 Morley (76. víti.) Sheffield Wed-Grimsby......7-1 1-0 Humphreys (15.), 2-0 Booth (34.), 3- 0 Fickling (45. sjálfsmark), 4-0 Humphreys (48.), 5-0 Hyde (54.), 5-1 Oster (66.), 6-1 Booth (69.), 7-1 Pembridge (83.) Stevenage-Birmingham.....0-2 0-1 Francis (27.), 0-2 Devlin (64. víti.) Wolves-Portsmouth........1-2 6-1 McLoughlin (68.), 1-1 Ferguson (68.), 1-2 Hall (80.) Wrexham-West Ham.........1-1 1-0 Hughes (6.), 1-1 Porfirio (44.) Man. Utd-Tottenham.......2-0 1-0 Scholes (51.), 2-0 Beckham (82.) Charlton-Newcastíe.......1-1 0-1 Lee (33.), 1-1 Kinsella (78.) Everton-Swindon..........3-0 1-0 Kanchelskis (2. vítí), 2-0 Barmby (18.), 3-0 Ferguson (50.) Wycombe-Bradford.........0-2 Tekst Robson að halda í Juninho? Fáir framkvæmdastjórar i ensku knattspymunni starfa undir meira álagi þessa dagana en Bryan Robson hjá Middles- borough. Liðið hefur leikið mjög illa á tímabilinu eftir góða byrjun sem lofaði góðu. Erlendir leikmenn liðsins hafa verið vandræða- gemlingar og nægir þar að neftia Branco, Emerson og Ravanelli. Nú berst Robson harðri baráttu fyrir því að halda Brasilíu- manninum Juninho hjá félag- inu. Spænska stórliðið Real Ma- drid hefúr mikinn áhuga á þess- um smáa en knáa leikmanni og hefur boðist til að greiða 7,5 milljónir punda fyrir hann eða um 863 milljónir króna. -SK Djukic til meist- ara Man. Utd? Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, leitar nú ýmissa leiða til að styrkja lið sitt fyrir komandi átök í ensku knattspymunni og 8-liða úrslitum meistaradeildar Evrópu. Ferguson var á dögunum á leik Spánverja og Júgóslava í undankeppni HM og fylgdist þar með varnarmanninum Miroslav Djukic sem leikur með spænska liðinu Coruna. Djukic er metinn á 700 þúsund pund. -SK Football Monthly á hausinn? Elsta knattspymutímarit Eng- lands, Football Monthly, á í miklum fjárhagslegum erfiðleik- um og líklegt er að blaðið sé að líða undir lok. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.