Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1997, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1997, Page 2
18 MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 1997 íþróttir DV Lengi lifír í gömlum glædum Þýska skautadrottningin Katarina Witt er enn í eldlínunni en hún tók þátt í alþjóðlegu móti í listhlaupi á skautum um helgina. Witt, sem sigraði á Ólympíuleikunum í Calgary og Sarajevo, sýndi gamla takta og hafnaöi í fimmta sæti. Símamynd Reuter Japanski skiöastökkvarinn Kazuyoshi Funaki sigraöi á heimsbikarmóti í skíðastökki um helgina og svífur hér til sigurs. Primoz Petreka frá Slóveníu varö annar og Ari-Pekka Nikkola frá Finnlandi þriðji. Símamynd Reuter Heimsmeistaramótiö í skautahlaupi fór fram um helgina. Hér sjást þrír efstu menn í 500 metra hlaupi karla. Lengst til vinstri er Sung-Yeol Jaegal, Kóreu, sem varð annar, í miðiö er sigurvegarinn Hiroyasu Shim- izu frá Japan og til hægri er Rússinn Sergey Klevchenya. Símamynd Reuter Heimsmeistarar mk Kanadamenn urðu um helgina heimsmeistarar unglinga í ísknattleik. Lið Kanada, sem fagnar hér titlinum, vann Bandaríkin í úrslitum, 2-0 og þar meö var 5. heimsmeistaratitillinn í röð í höfn. Símamynd Reuter íslendingar í handboltanum í Evrópu: Héðinn og félagar voru í essinu sínu Héðinn Gilsson og félagar í Fredenbeck unnu kærkominn sigur í þýska handboltanum um helgina. Liðið sigraði Sigurð Bjarnason og samherja hans í Minden, 34-21, á heimavelli. Með sigrinum komst Freden- beck úr botnsætinu sem það hef- ur lengst af verið í i vetur. Lemgo sigraði Patrek Jóhann- esson og félaga í Essen, 29-25, og Flensburg sigraði Wallau Mas- senheim, 23-18. Massenheim undir stjóm Kristjáns Arasonar náði að jafna leikinn, 15-15, um miðjan síðari hálfleik en Flens- borgarar sigu fram úr á loka- sprettinum. Önnur úrslit: Nettelstedt-Niederwúrsbach, 25-26, Magdeburg-Dor- magen, ausen-Grosswald- stadt, 25-23. Lemgo er efst í deild- inni með 26 stig, Flens- burg 22 , Kiel 21, Niederwúrsbuch 21, Massenheim 19. Minden 15 og Essen 15. Montpellier áfram í 32-liða úrslitum franska handboltans vann Montpellier ná- grannaslaginn við Nimes, 19-25, og skoraði Geir Sveinsson þrjú mörk fyr- ir Montpellier í leiknum. -JKS Geir Sveinsson og félagar í Montpellier eru komnir í 16-liöa úrslit í franska handbolta num. Blak: Ójafn Þróttara■ slagur eystra Þróttur Reykjavík og Þróttur Neskaupstað áttust við í 1. deild karla í blaki um helgina á Nes- kaupstað. Þróttur Reykjavik sigraði ör- ugglega í leiknum, 0-3. Úrslit i einstökum hrinum urðu þessi: 11-15, 9-15 og 12-15. -SK Yfirburðir hjá Akureyringum íslandsmótið í ísknattleik hófst um helgina þrátt fyrir að ekki sé mjög vetrarlegt um að lit- ast á landinu þessa dagana. Skautafélag Akureyrar vann þá öruggan sigur á Biminum en 'lóEatölur urðu 10-2. -SK 500. leikurinn hjá Tony Adams Tony Adams, fyrirliði Arsenal, lék 500. leik sinn fyrir félagið er Arsenal mætti Sunderland í ensku bikarkeppninni. Adams lék fyrsta leik sinn fyr- ir Arsenal fyrir 13 ámm og eins og á laugardag var andstæðing- urinn liö Sunderland. -SK Z* SKOTLAND Úrslit í skosku úrvalsdeild- inni í knattspyrnu urðu þessi um helgina: Aberdeen-Dunfermline ........0-2 Celtic-Motherwell ...........5-0 Dundee United-Kilmamock .... 2-0 Hibemian-Glasgow Rangers ... 1-2 Raith-Hearts ................1-2 Harper kom Hibernian yfir gegn meisturum Rangers á 7. mínútu leiksins. Andersen jaín- aði fjórum mínútum síðar og Al- bertz skoraði sigurmarkið úr víti á 74. mínútu. Staðan er þannig eftir leikina: Rangers 21 17 2 2 55-19 53 Celtic 19 12 3 4 45-21 39 Dundee Utd 22 9 6 7 28-19 33 Hearts 22 9 6 7 33-81 33 Aberdeen 22 8 6 8 32-32 30 Dunfline 21 8 5 8 33-40 29 Hibemian 22 6 5 11 23-36 23 Kilmamock 19 6 2 11 25-35 20 Motherwell 21 4 6 11 20-38 18 Raith 21 4 3 14 16-39 15 -SK ítalska knattspyrnan um helgina: Forysta Juventus nú aðeins þrjú stig Forskot Juventus minnkaði um helgina er liðið tapaði á heimavelli Parma í ítölsku 1. deildinni í knattspyrnunni. Parma sigraði 1-0 og tveir leikmenn úr hvoru liði voru reknir af leikvelli i leiknum sem bæði var leiðinlegur og lélegur. Úrslit leikjanna urðu sem hér segir: Atalanta-Verona .................1-0 Cagliari-Piacenza ...............1-0 Fiorentina-Napoli ...............3-1 Inter-Roma ......................3-1 Parma-Juventus ..................1-0 Perugia-Reggiana ...............1-3 Udinese-Sampdoria...............4-5 Vicenza-Bologna.................2-0 Lazio-AC Mílan..................3-0 Staöa efstu liða: Juventus 15 8 5 2 21-12 29 Vicenza 15 7 5 3 25-15 26 Sampdoria 15 7 4 4 27-19 25 Inter 15 6 7 2 23-17 25 Fiorentina 15 6 6 3 24-16 24 Napolí 15 6 5 4 18-20 23 Bologna 15 6 4 5 22-20 22 -SK Kvensamur knattspyrnumaður í vanda: Neyðarleg uppákoma hjá Dean Holdsworth Sóknarleikmaðurinn snjalli. hjá Wimhledon, Dean Holdsworth, sem metinn er á 5 milljónir punda, er í miklum vandræðum þessa dagana eftir að upp komst um framhjáhald hans. Holdsworth var „nappaður" af enskum ljósmyndurum er hann læddist út af hóteli með 18 ára yngismey sem þekkt er fyrir að bera fyrirferðarmeiri barm en aðrar konur. Ekki gekk þeim hjúum vel aö komast leiðar sinnar óséð og ljósmyndari náði mörgum myndum af þeim í miður sæmilegum stellingum fyrir gifta menn og lofaða. Framhjáhald leikmanns Wimbledon stóð yfir í 5 vikur áður en upp komst um allt saman. Eitt sinn var Holdsworth heppinn að sleppa frá árvökulum linsumönnum. Þá hafði hann og yngismeyjan nýlega lokið ástarleik sinum í bifreið sóknarmannsins á bílastæði utan við golfklúbb. Þegar Holdsworth ætlaði að aka burt var bifreiðin rafmagnslaus. Hafði hinum ástfangna „dúett“ sést yfir að í þröngri bifreiðinni lágu þau lengi vel á hnöppum þeim er ræsa rafmagnsrúður bifreiðarinnar og eytt þannig öllu rafmagninu af rafgeymi bifreiöarinnar. Dean Holdsworth er enn giftur konu að nafni Samantha, hvað sem síðar verður, og eiga þau tvö böm. -SK 4ra landa mót í handknattleik: Svíar sigurvegarar Sænska landsliðið í handknattleik sigraði á markamun á alþjóð- legu fjögurra landa móti landsliða í hand- knattleik sem lauk í Svíþjóð um helgina. í lokaleikjum móts- ins sigruðu Egyptar Svíana með eins marks mun, 23-24. Danska landsliðið, sem fór halloka fyrir því íslenska á skemmtilegan hátt á dögunum, náði sér hins vegar vel á strik gegn landsliði Grikk- lands, fjórða liði keppninnar, og vann mjög sannfærandi sigur, 35-17. Svíar, Danir og Eg- yptar hlutu allir fjög- ur stig á mótinu en markatala Svía var hagstæðust þegar upp var staðið. Danir urðu í öðru sæti, Eg- yptar í því þriðja en Grikkir hlutu ekki stig á mótinu. Mótið var liður í undirbúningi Svia fyrir heimsmeistara- mótið í Kumamoto í Japan sem hefst í maí á þessu ári. Þar verða íslendingar sem kunnugt er á meðal þátttakenda. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.