Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1997, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1997, Blaðsíða 6
22 MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 1997 íþróttir i>v SkórRobsons komnir á hilluna Bryan Robson, framkvæmda- stjóri Middlesboroguh, hefur ákveðið að leggja knattspyrnu- skóna á hilluna. Robson, sem gerði garðinn frægastan sem leikmaður Manchester United, tók þátt í leik Middlesborough gegn Arsenal á dögunum og meiddist. Þóttust þá margir kannast við kappann sem oft meiddist á ferli sinum sem atvinnumaður. Rob- son er með leikjahærri leik- mönnum í enskri knattspymu en með West Bromwich Albion og Man. Utd lék hann samtals 726 leiki. -SK Leeds og United vilja fá Haaland Norðmaðurinn Alf-Inge Haaland hjá Nottingham Forest hefur neitað að framlengja samning sinn við félagið en hann rennur út i vor. Tvö lið hafa sýnt Norðmann- inum mikinn áhuga. Það em Man. Utd og Leeds. Alex Fergu- son, framkvæmdastjóri Man. Utd, lýsti því yfir um helgina að hann hefði mikinn áhuga á aö krækja í Norðmanninn. -SK Brolin ætlaöi að æfa meö Parma Sænski knattspymumaðurinn Tomas Brolin hefur beðið for- ráðamenn ítalska félagsins Parma um leyfi til að æfa með liðinu. Mikil vandræði hafa verið á Brolin undanfarin ár en hann er samningsbundinn Leeds. Hann var alltaf upp á kant við Howard Wilkinson og ekki tók betra við er George Graham tók við stjórn liðsins. Forráðamenn Parma leyfðu Brolin að æfa með liðinu en í gær neituðu forráðamenn Leeds Brolin um leyfi til að æfa með Parma. -SK Surya Bonaly aðeins varamaður Evrópumeistaramótið í list- hlaupi á skautum er framundan í janúar en mótið fer að þessu sinni fram í Frakklandi. Frakkar hafa valið keppendur sína í kvennaflokki og skauta- drottningamar tvær, sem leika listir sínar sem fulltrúar Frakka, em Vanessa Gusmeroli og Laetitia Hubert. Sakna þar margir Suryu Bonaly sem meðal annars hefur flmm sinnum orðið Evrópumeistari í greininni. Bonaly varð Frakklandsmeistari í listhlaupi í síðasta mánuði en það var ekki nóg til að sannfæra þá sem völdu frönsku keppend- uma. Bonaly verður varamaður. -SK Tekur Steve Bruce við liði Forest? Þrátt fyrir að dapurt lið Nott- ingham Forest í ensku knatt- spymunni virðist vera að rétta eilítið úr kútnum er alls ekki vist að Stuart Pearce verði áfram við sfjómvölinn hjá lið- inu. Pearce tók við liðinu þegar Frank Clark hætti. Hann hefur hins vegar hótað að hætta. Pe- arce hefur krafist þess að nýir 'fjárfestar komi að félaginu og út- vegi peninga til kaupa á sterkum leikmönnum. Að öðmm kosti segir Pearce að engum tilgangi þjóni að hann haldi áfram með þetta fomfræga lið. Steve Bruce, fyrmm leikmaöur Man. Utd, er talinn líklegur eftirmaður Pe- arce ef hann hættir i vor. Forsetahjónin heiðursgestir á Nýárssundi Nýárssund fatlaðra fór fram í gær Heiðursgestir voru Herra Ólafur Þorbergsdóttir. Myndin var tekin og var margt um manninn og mörg Ragnar Grímsson, forseti íslands, við verðlaunaafhendingu að góð afrek unnin. og eiginkona hans, Guðrún Katrín keppni lokinni. DV-mynd S Wilkinson þjálfari hjá enska sambandinu Þrátt fyrir að Leeds United hafi ekki getað notað krafta Howards Wilkinsons sem framkvæmdastjóra, virðist enska knattspymusambandið hafa not fyrir þennan gamalreynda framkvæmda- stjóra. Á næstu dögum er búist við að Wilkinson verði útnefndur tækniþjálfari hjá sambandinu en sú staöa hefur ekki verið til áður. Wilkinson mun aðstoða Glenn Hoddle landsliðsþjálfara og einnig við þjálfún yngri landsliðanna. Wilkinson var rekinn frá Leeds fyrir nokkrum mánuðum eftir slakt gengi liðsins og við starfi hans tók George Graham. -SK Borðtennis: Enn einn sigurinn hjá Guðmundi Guðmundur Stephensen, Vík- ingi, vann enn einn sigurinn á ferlinum um helgina er hann sigraði í einliðaleik á Lýsis- mótinu. Guðmundur lék til úrslita gegn félaga sínum, Ingólfi Ing- ólfssyni, og sigraði nokkuö örugglega, 21-13 og 21-12. Ámi Ehmann, Stjömunni, sigraði í 1. flokki karla, Matthías Stephensen, Víkingi, bróðir Guðmundar, í 2. flokki karla og Vigfús Jósefsson, Víkingi, sigr- aði í byijendaflokki. -SK David James átti f miklum erfiöleikum í einkalífinu fyrir nokkrum árum. Hann tók sig hins vegar á og í dag er hann af mörgum talinn einn besti markvöröur í ensku knattspyrnunni. David James, markvörður Liverpool: Fjölskyldan kom í stað áfengis- flöskunnar Fyrir nokkrum árum var David James, markvöður Liverpool í ensku knattspymimni, nærri því að lenda í öflugum klóm bakkusar og flaskan var með hans kærastu „vin- um“. í dag er James með betri markvörðum enskrEir knattspymu og staða hans í marki eins besta liðsins í enska boltanum virðist trygg. Það var Graham Souness, sem nú stjómar Southampton, sem keypti James til Liverpool. Skömmu eftir kaupin leit helst út fyrir að vera James hjá Liverpool yrði í styttra lagi. Souness íhugaði að selja hann til Southampton og kaupa Tim Flowers til Liverpool. Það var á þeim tímapunkti sem James ákvað að taka sig á, skilja við flöskuna og æfa af enn meiri krafti en áður. Flowers fór til Blackbum og James hélt sæti sínu í leikmannahópi Liverpool. „í byrjun síðasta tímabils fékk ég aðeins á mig tvö mörk í fjórum leikjum og í raun átti ég ekki sök á þeim mörkum. Allir sögðu við mig að ég yrði áfram í liðinu. Þegar það gekk ekki eftir lærði ég að ganga ekki út frá neinum hlut sem vís- um,“ segir James. Ferill hans hófst með ósköpum og reyndar benti ekkert til þess í byrj- un að hann yrði góður markvörður og enn síður til þess að hann ætti eftir að standa sig vel á milli stang- anna hjá einu frægasta og besta liði Englands. Ferillinn hófst með því að honum var vísað á dyr eftir reynslutíma hjá Tottenham. James fékk á sig sex mörk í æfmgaleik gegn Watford. „Þegar hér var komið hélt ég að fer- ill minn væri á enda. Skömmu síðar óskaði Watford, af öllum liðmn, eft- ir því að fá mig til sín til reynslu. Ég trúði því ekki,“ segir James. Markmiöin eru háleit og metnaöurinn mikill Hann stóð sig vel hjá Watford og Souness kom auga á hann þar. Framhaldið þekkja allir og þessi snjalli markvörður á sér háleit markmið og mikill metnaður er til staðar: „Framtíðarmarkmið mitt er að leika marga landsleiki með enska landsliðinu. Skammtímamarkmiðið er hins vegar að halda sæti mínu í liði Liverpool og halda markinu hreinu." Og þessu síðasta markmiði náði James um helgina í bikamum gegn Burnley. James segir þá tíð liðna að hann sé á síðum blaða dauðadrukkinn á næturklúbbum. „Ég hef sagt skilið við áfengið og núna era það kona mín og þijú böm sem hafa algeran forgang ásamt því að standa sig vel í knattspymunni." -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.