Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1997næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1997, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1997, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 1997 23 I>V íþróttir Það verða lið KR og Keflavíkur sem leika til úrslita í bikarkeppni Körfuknattleikssambands íslands þetta árið og fer leikurinn fram í Laugardalshöllinni þann 1. febrúar. Búast má við mikilli hátíð í Höllinni og verður eflaust mikið um dýrðir. Lið KR og Keflavíkur eru líklega sterkustu íslensku félagsliðin í dag og því ættu íslenskir körfuknattleiksunnendur að fá mikið fyrir sinn snúð á úrslitaleiknum. -SK Nýr erlendur leikmaður lék með KR gegn Grindavík í undanúrslitum bikarkeppninnar í körfuknatt- leik í gær. Hér sést hann í baráttu í leik liðanna í gær gegn Hermann Meyers en KR haföi betur og komst í úrslitaleikinn gegn Keflavík. DV-mynd Brynjar Gauti Leið Keflvikinga i ur- slit var mjög greiö - sigruðu ísfirðinga með tuttugu stiga mun og mæta KR í úrslitunum DV, Suðurnesjum: Keflvíkingar áttu ekki í miklum erfíðleikum með að tryggja sér réttinn til að leika til úrslita um bikarinn í körfunni er þeir léku gegn KFÍ frá ísafirði á heimavelli sínum í Keflavík í gær. Lokatölur urðu 79-59 og höfðu heimamenn leikinn í hendi sér allan leiktímann. Staðan í leikhléi var 41-27. . „Það var fyrst og fremst góður varnarleikur okkar sem setti þá út af laginu i þessum leik. Við gáfum þeim aldrei frið í sókninni og það gerði útslagið. Það er gott að halda liði ísfirðinga innan við 60 stiga múrinn. Þetta var svipaður leikur og ég bjóst við. Við eigum fleiri vopn í sókninni og þeir eiga margt eftir ólært,“ sagði Guðjón Skúlason, fyrirliði Keflvíkinga, sem lék vel gegnKFÍ. - „Við settum stefnuna á að halda þeim innan við 80 stig en sóknin var slök hjá okkur og við vinnum ekki leik með þvi að skora að- eins 59 stig,“ sagði Guðni Guðnason, þjálfari KFÍ. Damon Johnson var best- ur Keflvíkinga ásamt Guð- jóni Skúlasyni. Hjá KFÍ var Friðrik Stef- ánsson skástur en hann meiddist í síðari hálfleik. Stig Keflavíkur: Damon Johnson 23, Guðjón Skúlason 16, Kristinn Friðriksson 12, Kristján Guðlaugsson 9, Albert Óskarsson 6, Falur Harðarson 6, Gunnar Einarsson 3, Birgir Örn Birgisson 2 og Elentínus Mar- geirsson 2. Stig KFÍ: Friðrik Stefánsson 18, Derrick Bryant 15, Hrafn Kristjánsson 12, Guðni Guðna- son 6, Baldur Jónasson 3, And- rei Wallejo 3 og Ingimar Guö- mundsson 2. -SK/-ÆMK Pete Sampras ogSteffí Graf voru útnefnd Bandaríkjamaðurinn Pete Sampras og þýska stúlkan Steffl Graf, voru um helgina útnefnd bestu tennisleikarar heims fyrir árið 1996. Þessi útnefning, sem alþjóða tennissambandið ber ábyrgð á, kemur ekki á óvart enda hafa þau Sampras og Graf verið í allra fremstu röð tennisleikara á nýliðnu ári. Þetta er í fjórða skiptið í röð sem Sampras er útnefndur en Graf hefur hlotnast heiðurinn í sjö skipti á síðasta áratug. -SK 1. DEILD KARLA Reynir, S.-Þór, Þ.............72-76 Leiknir, R.-Snæfell...........91-89 Höttur-Stjaman ...............92-74 Selfoss-ÍS ...................75-63 Valur-Stafholtstungur........115-79 Mönnum mútað í HM'leik á Kýpur? Alþjóða knattspymusamband- ið hefur ákveðið að láta rann- saka ásakanir sem fram hafa komið um mútur vegna lands- leiks í knattspyrnu á Kýpur um miðjan desember. Lið Kýpur og Búlgaríu léku þá í undankeppni HM og sigraði lið Búlgaríu, 1-3. Nokkrir leik- manna Kýpur era ásakaðir um mútur og að hafa þegið peninga að launum fyrir að tapa leikn- um. -SK Tyrkir buðu vel í Terry Venables semsagði nei Terry Venables, fyrrver- andi landsliðsþjálfari Eng- lendinga í knattspymu, er farinn til Ástralíu en þar hef- ur hann sem kunnugt er ver- ið ráðinn landsliðsþjálfari. Venables sagði við frétta- menn á flugvellinum við brottförina frá Englandi að í fyrra hefði hann fengið ljómandi gott tilboð frá Tyrkjum um að taka við landsliði þeirra. „Ég gat ekki tekið tilboð- inu vegna persónulegra ástæðna,“ sagði Venables í gær. Hann stýrir liði Ástrala í fyrsta sinni í fjögurra liða móti í þessum mánuði en þar keppa liö Noregs, Nýja- Sjálands og Suður-Kóreu auk Ástralíu. -SK Bikarinn í körfu - undanúrslit: KR-ingar - unnu sanngjarnan sigur a Grindvíkingum á Nesinu KR-ingar skelltu Grindvíkingum í viðureign liðanna í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar á Seltjarnamesi í gær. KR-ingar mættu mjög ákveðnir til leiks og í raun var sigurinn þeirra megin lengstum í leiknum. Lokatölur urðu 73-69 eftir að staðan í hálfleik var 46-33 fyrir KR-inga. Vesturbæjarliðið hafði frum- kvæðið í upphafi og það var aðeins undir lokin sem Grindvíkingum tókst að veita heimaliðinu ein- hverja keppni en það var um seinan og KR-ingar fógnuðu sigri og um leið sæti í úrslitaleiknum: þegar fimm mínútur voru til leiksloka var staðan 69-56. Grind- víkingar söxuðu jafnt og þétt á for- skot KR-inga og komust næst þeim 71-69 en heimamenn áttu siðasta orðið í leiknum. Hrannar Hólm, hinn nýráðni þjálfari KR, gat því varla hugsað sér betri byrjun. Sigur I fyrsta leik sem var gífurlega mikilvægur. Geoff Herman stóö sig vel hjá KR-ingum KR-ingar kölluðu á Geoff Herman í þennan leik vegna þess að Edward Edward, sem leikið hefur með þeim í vetur, var í leikbanni. Herman komst vel frá þessum leik. Að öllu óbreyttu leikur hann að- eins þennan eina leik með KR-ing- um. Hermann Hauksson og Jonath- an léku einnig mjög vel. Liðsheild KR-inga var annars sterk og það var hún öðra fremur sem lagði grunn- inn að sigrinum. Grindvíkingar léku framan af ekki vel og það nýttu KR-ingar sér til fulls. Það var aðeins undir lokin sem Grindvíkingar náðu að bíta frá sér en það kom einfaldlega alltof seint. Hermann Meyers átti ágætan leik hjá Grindvík- ingum. Aðrir leik- menn liðsins náðu sér ekki á strik. Hittni leik- manna var held- ur ekki góð og núna geta Grindvíkingar alfarið snúið sér að keppninni í úrvalsdeildinni. Stig KR: Geoff Herman 23, Hermann Hauksson 16, -Jonathan Bow 15, Birgir Mika- elsson 10, Ingvar Ormarsson 5, Óskar Kristjáns- son 2, Hinrik Gunnarsson 2. Stig Grinda- víkur: Hermann Meyers 23, Helgi Jónas Guðfinnsson 12, Marel Guðlaugs- son 10, Páll A. Vil- bergsson 9, Jón Kr. Gíslason 8, Unndór Sigurðsson 5, Pétur Guðmundsson 2. Villur: KR 15, Grindavík 13. Fráköst: KR Grindavík 36. Urslitin þann 1. febrúar JKS Hnefarnir dugðu ekki Fyrrum heimsmeistari í léttvigt hnefaleika, Alejandro Gonzalez Loera, var handtekinn um helgina i Mexikó fyrir ólöglegan vopnaburð og hótanir um ólöglega notkun skamm- byssu. Loera hótaði að skjóta eiganda næturklúbbs og var handtekinn í framhaldinu í fjórða skipti á tveimur árum. Loera, sem þykir mjög snjall hnefaleikari, tapaði titlinum í mars á síðasta ári. Kappanum duga ekki hnefarnir ef honum sinnast við landa sína og hann situr nú bak við lás og slá. -SK í úrsltt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Tungumál:
Árgangar:
41
Fjöldi tölublaða/hefta:
15794
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1981-2021
Myndað til:
15.05.2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Styrktaraðili:
Áður útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: DV íþróttir (06.01.1997)
https://timarit.is/issue/197188

Tengja á þessa síðu: 23
https://timarit.is/page/2949636

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

DV íþróttir (06.01.1997)

Aðgerðir: