Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1997, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1997, Blaðsíða 8
24 MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 1997 íþróttir Shareef Abdur-Rahim, nýliöinn í li&i Vancouver Grizzlies, hefur átt hvern stórleikinn á fætur öörum aö undanförnu og hann var um áramótin kjörinn besti nýli&inn í deildinni í desember. Rahim og félagar töpuöu hins vegar um helgina á heimavelli gegn Seattle. Símamynd Reuter Leikir í NBA-deildinni í körfuknattleik um helgina: Annar stærsti sigurinn hjá Detroit Pistons - liðið tók Toronto í kennslustund og sigraði með 44 stiga mun Það gengur hvorki né rekur hjá hinu fomfræga liði Boston Celtics í NBA- deildinni. Boston hefur aðeins unn- ið sex leiki í vetur og tapað 22. Botnsæti Atlantshafsrið- ils er hlutskipti liðsins sem stendur og breyting er ekki í sjónmáli. Um helgina tap- aði Boston á heimavelli sín- um fyrir Minnesota. Það var Tom Gugliotta sem gerði vonir Boston um sigur að engu með sannkölluðum stórleik. Hann skoraði 32 stig, hirti 19 fráköst og átti að auki 7 stoðsendingar. Michael Jordan skoraði 22 stig fyrir Chicago þegar meistararnir unnu auðveld- an sigur á Orlando. Dennis Rodman tók 22 fráköst í leiknum. Toni Kukoc skor- aði 18 stig og Scottie Pippen 16. Þetta var áttundi heima- sigur Chicago i röð. Lið San Antonio Spurs vann þriðja leik sinn í röð á laugardag. Carl Herrera tryggði Spurs sigurinn með langskoti þegar aðeins 2,5 sekúndur voru til leiksloka. Reggie Miller skoraði 33 stig þegar Indiana vann lán- laust lið Phoenix Suns. Seattle vann góðan útisig- ur í Vancouver. Gary Payton fór á kostum og skoraði 29 stig fyrir Seattle, Shawn Kemp var með 19 stig og 12 fráköst. Latrell Sprewell skoraði 39 stig fyrir Golden State sem sigraði 76ers í fram- lengdum leik. Chris Mullin skoraði 19 stig, tók 10 frá- köst og gaf 10 stoðsending- ar. Shaq er meiddur Shaquille O’Neal lék ekki með Lakers gegn Sacra- mento vegna meiðsla. Elden CampeB tók stöðu hans, skoraði 22 stig og tók 15 frá- köst. Nýliðinn Kobe Bryant skoraði 21 stig. Atlanta Hawks vann sinn 11. heimasigur í röð þegar liðiö sigraði New York Knicks nokkuð örugglega. Henry James var stigahæst- ur hjá Atlanta með 19 stig. Steve Smith skoraði 18 stig og Christian Laettner 17 stig. Patrick Ewing skoraði 16 stig fyrir New York sem tapað hefur fimm af síðustu sjö leikjum sínum. Detroit Pistons vann sinn annan stærsta sigur í NBA þegar liðið rótburstaði Toronto Raptors. 44 stig skildu liðin en stærsti sigur Pistons í deildinni er frá 1987 gegn Indiana eða alls 46 stig. Michael Curry skor- aði 22 stig fyrir Pistons. „í þessum leik var það vörnin sem stóð upp úr og hún lagði grunninn að sigrinum," sagði Juwan Howard hjá Washington sem vann góðan útisigur á Charlotte. Rod Strickland gerði 28 stig fyrir Charlotte og Tracy Murry 20 stig. Cleveland tók snemma forystu gegn Indiana og hélt henni allt til loka. Terrell Brandon skoraði 32 stig fyr- ir Cleveland og Chris Mills 20 stig og hirti 10 fráköst. Reggie Miller var stigahæst- ur hjá Indiana með 20 stig. Arvydas Sabonis átti stór- leik þegar Portland sigraði Dallas í spennandi leik. Sabonis skoraði 33 stig og tók 12 fráköst. Houston tapaði heima Houston tapaði öllum á óvart á heimavelli fyrir LA Clippers. Leikurinn v£ir í jámum og það var ekki fyrr en í lokin sem gestimir sigu fram úr. Darrick Martin og Loy Vaught skoruðu 20 stig hvor fyrir Clippers. Hjá Houston skoraði Hakeem Olajuwon 25 stig og tók 10 fráköst. -JKS/SK DV NBA-DEHDIN Aðfaranótt laugardags: Boston-Minnesota............84-94 NJ Nets-Atlanta.............85-95 Chicago-Orlando............110-89 Indiana-Phoenix ..........117-104 Denver-SA Spurs.............91-93 Vancouver-Seattle..........94-108 LA Lakers-Sacramento.......100-93 Golden State-76ers .......122-114 Aðfaranótt sunnudags: Charlotte-Washington . .93-104 Atlanta-NY Knicks .. .. . 88-71 Cleveland-Indiana . 99-91 Detroit-Toronto . .118-74 Dallas-Portland . 104-110 Houston-LA Clippers . . . 91-95 Milwaukee-Minnesota . . 91-97 Utah Jazz-Miami . 83-80 Atlantshafsriðill Miami 24 8 75,0% New York 22 9 71,0% Washington 16 15 51,6% Orlando 11 17 39,3% New Jersey 8 21 27,6% Philadelphia 8 22 '26,7% Boston 6 23 20,7% Miðriðill Chicago 28 4 87,5% Detroit 24 7 77,4% Cleveland 21 10 67,7% Atlanta 18 11 62,1% Charlotte 17 14 54,8% Milwaukee 15 15 50,0% Indiana 14 16 46,7% Toronto 10 21 32,3% Miðvesturriðill Houston 24 8 75,0% Utah 23 8 74,2% Minnesota 14 18 43,8% Dallas 10 19 34,5% San Antonio 9 20 31,0% Denver 8 23 25,8% Vancouver 6 26 18,8% Kyrrahafsriðill LA Lakers 24 9 72,7% Seattle 23 11 67,6% Portland 18 15 54,5% Golden State 12 18 40,0% Sacramento 13 20 39,4% LA Clippers 12 19 38,7% Phoenix 10 21 32,3% O’Neal bestur í desember Miðherji LA Lakers, Shaquille O’Neal, var kosinn besti leik- maður NBA-deildarinnar i des- ember. O’Neal lék frábærlega með Lakers í jólamánuðinum og skoraði 27,6 stig að meðaltali í leik, tók 12,6 fráköst, gaf 4 stoðsendingar og varði 3,36 skot, allt meðaltalstölur í leik. Þá var hann með 52% skotnýtingu í 14 leikjum Lakers í desember en 11 þeirra unnust. „Shaquille lék frábærlega með okkur í desember og það er fyrst og fremst honum að þakka að við emm efstir í okkar riðli. Það er vissulega notaleg tilfinning að hafa i sínu liði mann sem alltaf skilar 25-30 stigum í leik og 10-15 fráköstum," sagði Del Harris, þjálfari Lakers. Pat Riley var besti þjálfarinn Pat Riley, þjálfari Miami Heat, er þjálfari desembermánaöar í NBA-deildinni. Miami Heat vann 11 leiki í desember og tapaði 3. Þar af vann liðið 8 útileiki í röð og und- ir stjóm þessa snjalla þjálfara vann Miami lið Chicago og er eina liðið sem hefur náð að sigra meistarana í vetur. Liðið var ekki í fremstu röð þegar Riley fór frá Lakers til Miami en Riley hefur svo sannarlega sett mark sitt í lið Miami sem hefur náð frábærum árangri í vetur. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.