Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1997, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1997, Side 8
8 FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1997 Utlönd Kraftaverk aö breskur sjómaöur skuli hafa sloppiö lifandi: Bjargað eftir 5 daga veru í skútu á hvolfi Breski siglingakappinn Tony Bullimore þakkaði guði fyrir eftir að honum var bjargað úr ísköldum sjónum undan Suðurskautslandinu UPPBOÐ Esjumelur 3, hluti C, 20% af heild, eign- arhl. 103, Kjalamesi, þingl. eig. Bjöm Jónsson, gerðarbeiðandi Kaupþing hf., mánudaginn 13. janúar 1997, kl. 10.00. Garðhús 55, íbúð á 1. og 2. hæð og nyrðri bflskúr, þingl. eig. Helgi Snorrason og Þóra Sigurþórsdóttir, gerðarbeiðendur Búnaðarbanki íslands, Hraðfrystihús Eskifjarðar hf. og Lánasjóður íslenskra námsmanna, mánudaginn 13. janúar 1997, kl. 10.00.______________________ Grettisgata 94, 3. hæð og herbergi í risi m.m., merkt 0301, þingl. eig. Astríður Eyjólfsdóttir, gerðarbeiðandi húsbréfa- deild Húsnæðisstofnunar, mánudaginn 13. janúar 1997, kl. 10.00. Hólaberg 36, þingl. eig. María Teresa Jover, gerðarbeiðandi Húsasmiðjan hf., mánudaginn 13. janúar 1997, kl. 10.00. Hólaberg 48, ehl. 50%, þingl. eig. Valdi- mar Jónsson, gerðarbeiðandi Tollstjóra- skrifstofa, mánudaginn 13. janúar 1997, kl, 10,00,____________________________ Hólmgarður 20, íbúð á efri hæð og risloft, þingl. eig. Magnea Guðmundsdóttir, gerðarbeiðandi Islandsbanki hf., útibú 517, mánudaginn 13. janúar 1997, kl. 10.00,________________________________ Hraunbær 14, íbúð á 3. hæð f.m., þingl. eig. Þorvaldur G. Blöndal, gerðarbeið- andi Byggingarsjóður ríkisins, mánudag- inn 13. janúar 1997, kl. 10.00. Kringlan 4, 5. hæð, þingl. eig. Kringlan 4-6 ehf. en talin eign Mænis hf., gerðar- beiðandi Kringlan 4-6 ehf., mánudaginn 13. janúar 1997, kl, 10,00,___________ Kringlan 4, kjallari, þingl. eig. Kringlan 4-6 ehf. en talin eign Mænis hf., gerðar- beiðandi Kringlan 4-6 ehf., mánudaginn 13. janúar 1997, kl. 10.00. Laugalækur 14, þingl. eig. Halldór Guð- mundsson, gerðarbeiðandi íslandsbanki hf., höfuðst. 500, mánudaginn 13. janúar 1997, kl. 10,00,___________ Markland 10, íbúð á 1. hæð t.h., þingl. eig. Einar Friðriksson, gerðarbeiðandi Is- landsbanki hf., höfuðst. 500, mánudaginn 13. janúar 1997, kl. 10.00. Miklabraut 20, íbúð á 1. hæð m.m., þingl. eig. Tryggvi Ólafsson og Ásta Bima Hauksdóttir, gerðarbeiðandi húsbréfa- deild Húsnæðisstofnunar, mánudaginn 13. janúar 1997, kl. 10.00. Prestbakki 3, þingl. eig. Amar I. Sigur- bjömsson, gerðarbeiðendur Húsasmiðjan hf. og Sameinaði lífeyrissjóðurinn, mánu- daginn 13. janúar 1997, kl. 13.30. Rauðagerði 33,1. hæð, þingl. eig. Fóður- blandan hf., gerðarbeiðandi Iðnlánasjóð- ur, mánudaginn 13. janúar 1997, kl. 10.00. _______________________ Rjúpufell 27, 4ra herb. íbúð á 2. hæð, merkt 0202, þingl. eig. Ambjörg Hansen, gerðarbeiðendur Lífeyrissjóður rafiðnað- armanna og Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, mánudaginn 13. janúar 1997, kl. 13.30, ____________________ Skógarás 6, íbúð á 1. hæð t.v. og bflskúr nr. 4, þingl. eig. Rafnkell Sigurðsson, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins, mánudaginn 13. janúar 1997, kl. 10.00. Úlfarsfell II, 4452,5 fm spilda úr landinu, Mosf., þingl. eig. Fullvinnslan ehf., gerð- arbeiðandi Hafnarfjarðarhöfn, mánudag- inn 13. janúar 1997, kl. 10.00. Þórsgata 23, risíbúð, merkt 0401, þingl. eig. Magnús Þór Jónsson, gerðarbeiðend- ur Byggingarsjóður ríkisins og Lands- banki fslands, aðalbanki, mánudaginn 13. janúar 1997, kl. 13.30. SÝSLUMAÐURINN f REYKJAVÍK I í morgun, hann hafði þá verið fimm daga inni í skútu sinni á hvolfi. Raydon Gates, höfuðsmaður um borð í áströlsku freigátunni Adela- ide, sagði að mikil gleðitilfinning hefði farið um skipið þegar Bulli- more svaraði banki á skrokk skú- tunnar. Það var fyrsta staðfesting þess að hann væri á lífi frá því skú- tunni hvolfdi á sunnudaginn var. „Hann birtist mjög skömmu síð- ar,“ sagði Gates í simaviðtali við Reuters fréttastofuna frá freigát- unni sem var rúmlega 2500 kíló- metra frá ströndum Ástralíu. „Hann komst af sjálfsdáðum út úr skútunni og birtist við kinnunginn, skoppandi á öldunum. Kraftaverk er orðið sem kemur upp i hugann," Milosevic viðurkennir ósigur í Nis Þrátt fyrir að Slohodan Milos- evic, forseti Serbiu, hafi í gær viðurkennt ósigur í borginni Nis hefur stjórnarandstaðan heitið því að láta ekki af mótmælum sínum. „Setjum sem svo að Milosevic taki frá ykkur 10 þús- und dollara og samþykki loks 50 dögum seinna að endurgreiða ykkur 6 þúsund dollara mynduð þið þá sætta ykkur við það?“ sagði Vuk Draskovic, einn leið- toga stjómarandstöðunnar í gær. Hin opinbera fréttastofa Tanjug greindi frá því í gær að stjómvöld hefðu viðurkennt sig- ur Zajedno, bandalags stjórnar- andstöðuflokka, í kosningunum í Nis í nóvember. Er þetta mesta tilslökun af hálfu forsetans í deil- unni viö stjómarandstæðinga. Stjómvöld sögðu að Zajedno hefði hlotið 37 sæti af 70 en stjómarandstöðuleiðtogar segjast hafa unnið 41 sæti. í dag hyggjast stúdentar stilla sér upp fyrir framan röö lög- reglumanna sem hindra for þeirra um miðborgina. Ætla stúdentar að þrauka þar til lög- reglumennimir gefast upp. Skipt verður um hundrað manna hóp á klukkustundar fresti. Reuter sagði Gates. Aðeins nokkrum klukkustundum áður hafði áhöfn Adelaide bjargað frönskum skútusiglingamanni, Thi- erry Dubois, um borð í þyrlu. Hann hafði þá verið á reki á björgun- arfleka í fjóra daga í þungum sjó. Gates sagði að hinn 56 ára gamli Bullimore væri ótrúlega vel á sig kominn eftir þrekraunina, enda væri honum lýst sem harðgerðum fyrmm landgönguliða í breska hernum. Bullimore er nú í meðferð hjá læknum freigátunnar vegna of- kælingar og ofþornunar þar sem vatnsbirgðir hans kláruðust tveim- ur dögum áður en honum var bjarg- að. Einnig var óttast að hann hefði kalið á fótunum og þá missti hann framan af einum fingri þegar hönd hans festist í lúgu á káetunni. Dubois, sem er 29 ára, var einnig við ótrúlega góða heilsu þegar hon- um var bjargað. Hann hékk utan á skútu sinni í einn dag áður en hann klifraði upp á flekann sem flugvél hafði varpað niður til hans. Mennimir tveir voru að taka þátt í Vendee Globe kappsiglingunni umhverfis jörðina, sem svo sannar- lega stendur undir nafni sem hættu- legasta íþróttakeppni í heimi. Öðr- um Frakka var bjargað annan dag jóla og í gær hafði fjórði keppand- inn misst fjarskiptasamband við skipuleggjendur keppninnar. Reuter Stuttar fréttir i>v Loftárásir á Líbanon ísraelskar herflugvélar gerðu í gær loftárásir á búðir Hiz- bollahskæruliða í Libanon til að hefna fyrir flugskeytaárás á ísr- ael. Segjast saklausir íranir vísa á bug ásökunum íraka um að þeir hafi verið á bak við sprengjuárásir í Bagdad á stjórnarandstæðinga írans. Ræða refsingu Siðanefnd bandaríska þingsins ætlar sér viku í um- ræður um hvemig refsa eigi forseta fulltrúadeild- arinnar, Newt Gingrich, fyr- ir brot á siðareglum þingsins. Handtökuheimildir Saksóknarar í S-Kóreu sækja nú um heimildir til að handtaka sjö verkalýðsleiðtoga sem skipu- lagt hafa verkfóll um allt landið. Samskiptaörðugleikar Kínversk yfirvöld segja að setji Bandaríkin mannréttinda- mál á oddinn geti það skaðað samskipti ríkjanna. Njósnarar handteknir íraska sjónvarpið sýndi í gær myndir af þremur írökum sem hafa játað á sig njósnir fyrir israelsku leyniþjónustuna. Herferð fyrir Karl Breska kon- ungshöllin ætlar að hrinda af stað fimm ára her- ferð til að reyna að sann- færa Breta um að Karl príns sé hæfur til að verða konungur Bretlánds. í skoðanakönnun i beinni sjón- varpsútsendingu í gær kváðust tveir þriðju hlutar svarenda vera á þeirri skoðun að kon- ungsfjölskyldan ætti framtíð fyr- ir sér. í áróðursstríði Alberto Fujimori, forseti Per- ús, reyndi í gær að taka frum- kvæðið í áróöursstríðinu við skæruliðana sem halda 74 gísl- um i japanska sendiherrabú- staðnum og sagði stjóm sína vilja taka aftur upp 10 daga gamla áætlun um lausn deilunn- ar. IRA vill vera með írski lýðveldisherinn IRA sagði i gær að hann vildi eiga fulltrúa i friðarviðræðum allra flokka á Norður-írlandi en látið var að því liggja að áfram yrði barist nema Bretar byðu til fundarins án skilyrða. Aibright vill staöfesta Madeleine Albright, verðandi ut- anrikisráð- herra Banda- ríkjanna, sagði í gær að eitt fyrsta verk sitt í emhætti yrði aö reyna að fá öldungadeild Bandaríkjaþings til að staðfesta alþjóðlegan samning um bann viö efnavopnum. Vont á Spáni Fjórir menn týndu lífi í óveðri sem gekk yfir Spán í gær, bæði snjókomu og rigningu. Bæjarfé- lög einangruðust og vegir rofri- uðu. Albert kvænist Reynir, fursti í Mónakó, hefur hvatt son sinn, Albert, til að finna sér nú eiginkonu. Prinsinn er oröinn 38 ára gamall og þykir góður mannkostur. Reuter Dave Lynch frá Hamilton í Massachusetts virðir fyrir sér málverk af Evitu Duarte Peron í safni lista og vísinda í Daytona Beach á Flórída. Málverkið, sem er frá því um 1940, er talið hið eina sem málað var af Evitu Peron. Verkið hefur dregið að sér mikinn fjölda gesta frá því það var hengt upp í safninu. Sfmamynd Reuter Jeltsín lagður inn á sjúkrahús á ný Borís Jeltsín Rússlandsfor- seti er aftur kominn á sjúkra- hús, í þetta sinn vegna hyrj- unareinkenna lungnabólgu. Veikindi hans hafa kynt und- ir ótta manna um að hann sé ekki fær um að stjórna. En i yfirlýsirigu frá hjartalækni Jeltsíns í morgun sagði að ástand hans væri viðunandi. Jeltsín var lagður inn á sjúkrahús í gær. Til stóð að forsætisráðherra Rússlands, Viktor Tsjemomyrdin, færi í stutt frí í dag en samkvæmt fréttum rússneskrar sjón- varpsstöðvar í gær er mögu- legt að hann fresti fríinu vegna veikinda forsetans. Jeltsín fékk slæmt kvef á mánudaginn en þá voru tvær vikur liðnar frá því að hann kom aftur til Kremlar að loknu veikindafríi vegna hjartaaðgerðar. í gærkvöld Borís Jeltsín Rússlandsforseti í veisiu í Kremi um áramótin. Sfmamynd Reuter kváðust læknar hafa fundið byrj- unareinkenni lungnabólgu þegar þeir rannsökuðu forsetann. „Hann hefúr verið lagður inn til þess að hægt sé að gera betri sjúkdóms- greiningu og til þess að hann fái rétta meðferð," sagði í yfirlýsingu frá Kreml. Bandaríski hjartaskurðlæknir- inn Michael DeBakey, sem var ráð- gjafi rússneskra lækna er Jeltsín gekkst undir aðgerð, sagðist í sjón- varpsviðtali í gær búast við að Rússlandsforseti yrði fljótur að ná sér. Hann væri sennilega með in- flúensu. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.