Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1997, Síða 10
io Hfcenning
FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1997 DV
Nemendaleikhúsið frumsýndi í gærkvöld
annað verkefni leikársins, en eins og lög gera
ráð fyrir nota útskriftarnemar Leiklistarskól-
ans lokaárið í að setja upp þrjár fullburða
leiksýningar.
Verkefnaval fyrir átta leiklistarnema, sem
abir þurfa að fá sín tækifæri í sýningunni, er
ekki létt verk, og það verður að segjast eins og
er að Hátíð eftir George Tabori er ekki aug-
ljósasta leikrit, sem hefði getað orðið fyrir val-
inu.
Reyndar eru í verkinu góðir sprettir fyrir
hópinn, einkum framan af, en í heildina vant-
ar meiri samfellu og sterkari hryggsúlu í
framvinduna
til að styðja
leikendur í
persónusköp-
un og úr-
vinnslu.
Höfundur
vill greini-
lega ekki of-
bjóða áhorf-
endum með
margendur-
teknum lýs-
ingum á ógn-
arverkum
nasista í Hel-
fórinni og í
uppsetningu
Nemenda-
leikhússins
er enn frekar
slegið úr og í,
þannig að
stefnan verð-
ur ekki nógu
ljós.
Sýningin
byrjar á vel
útfærðu upp-
hafsatriði,
þar sem ung-
ur nýnasisti
ræðst að
grafreitum
gyðinga og
vinnur þar
spjöll. Þetta
raskar ró
þeirra sem
þar hvíla og
þeir fara á
stjá.
Förðunar-
meistari sýn-
ingarinnar
(Kristín
Hinir dauðu rísa upp. Atli Rafn Sigurðsson í hlutverki sínu í Hátíð.
DV-mynd Hilmar Þór
Thors) fær nóg að gera við að sýna þennan
fríða flokk á mismunandi stigum rotnunar og
vinnur það verk mjög vel! Þetta upphafsatriði
er vel útfært. Hönnuður leikmyndar og bún-
inga (Elín Edda Ámadóttir) og leikstjórinn
(Kolbrún Halldórsdóttir) vinna markvisst úr
grunnhugmyndum og persónurnar „lifna við“
í meðförmn leiklistanemanna. Litaval, sviðs-
mynd og lýsing skapa sýningunni hæfilega
Leiklist
AuðurEydal
draugalegt kirkjugarðsyfirbragð.
Framan af ræður óbærilegur léttleiki tilver-
unnar ferðinni, uppvakningar segja brot úr
sögu sinni, eru með brandaratilburði og það
er mikið um söngva. Vissulega óhefðbundin
sýn á grafalvarlegt efni.
En svo keyrist sýningin yfir í allt annan
gír. í síðari hlutanum tekur alvarlegur undir-
tónninn yfir, textinn verður keimlíkur öðrum
frásögnum af voðaverkunum og persónurnar
í verkinu gufa hálfpartinn upp.
Þau sem útskrifast í vor eru Atli Rafn Sig-
urðsson, Hildigunnur Þráinsdóttir, Inga Mar-
ía Valdimarsdóttir, Halldór Gylfason, Baldur
Trausti Hreinsson, Þrúður Vilhjálmsdóttir,
Gunnar Hansson og Katla Margrét Þorgeirs-
dóttir. Öll standa þau sig með prýði. Ströng
þjálfun og skólun síðustu ára hefur greinilega
skilað þeim vel áleiðis og það verður gaman
að fylgjast með þeim áfram.
Tónlistin er úr ýmsum áttum og nemendur
úr Tónlistarskóla Reykjavíkur flytja hana
harla fagmannlega undir stjórn Kjartans
Ólafssonar. Brotum úr texta Gyðingakonunn-
ar eftir Bertolt Brecht, í þýðingu Þorsteins
Þorsteinssonar, er skotið inn í verkið. Þó að
fyrirferðin sé ekki mikil segja innskotin sína
sögu á einfaldan og eftirminnilegan hátt og
mynda vel þeginn kjarna i sýningunni.
Nemendaleikhúsið sýnir í Lindarbæ:
Hátíð
eftir George Tabori
Þýðing: Bjarni Jónsson
Leikstjóri: Kolbrún Halldórsdóttir
Leikmynd og búningar: Elín Edda Árnadóttir
Lýsing: Egill Ingibergsson
Dauðans léttleiki
Madonna:
Rómantísk leiktjöld
fremur þurr, en þykkri
hluti sæmilegur, borin
fram með fersku hrásalati,
ofbakaðri kartöflu og
ostasósu. Að kvöldi var
léttilega smjörsteiktur
skötuselur mun betri, en
lítillega ofsaltaður, borinn
fram með léttsteiktu græn-
meti, hæfilega bakaðri
kartöflu og hlutlausri
hveitisósu.
Lamhahryggvöðvi var
lítillega ofsteiktur, en þó
rósrauður, með sojabættri
rjómasósu finni og vel
kryddaðri, nákvæmlega
rétt steiktu grænmeti og
bakaðri kartöflu.
Súkkulaðifrauð var
ómerkur eft-
irréttur. Epla-
kaka var
fremur þurr,
með þeyttum
rjóma og ís.
Bezt var
óvenjulega
létt ostakaka
með sítrónu-
bragði, borin
fram með
sultu, þeytt-
um rjóma og
ávaxtasneið-
um. Espresso
kaffi var ekta,
en allt of
veikt.
Úrval rétta var fábreytt og framsetning
þeirra stöðluð, en sjálf matreiðslan yfirleitt í
góðu meðallagi, einkum á kvöldin, þegar ná-
kvæmni var beitt í eldunartíma á grænmeti,
pasta og fiski. Og þetta er ódýrasti Ítalíustað-
urinn, sem ég veit um í bænum.
Flest virðist úr pappa innanhúss,
þar á meðal múrveggir og marmara-
súlur. Vínviðarhafið með berjaklös-
um er úr plasti. Þetta gaf þá leiksviðs-
tilfinningu, að öll innréttingin mundi
hrynja, ef slegið væri í hana á einum
stað. En ofhlæði Madonnu við Rauð-
arárstíg er þægilegt og rómantískt,
stutt lágværri úperutónlist og svo
daufri lýsingu lampa og kerta, að
nálgast myrkur um miðjan dag.
Þröngur inngangur fyrir miðju
skiptir staðnum í tvo jafna og svipaða
Veitingahús
Jónas Kristjánsson
Á veggjum eru ítölsk mótíf í ótal smámyndum.
Flest borðin eru í þröngum og bakbröttum básum
fyrir kjörþyngdarfólk, en aörir geta setiö á virðu-
legum tréstólum úti á gólfi.
hluta, með gangvegi og eldhúsaf-
greiðslu á milli. Á veggsyllum er mik-
ið af tómum vínflöskum frá Spáni og
alls konar kraðaki. Á veggjum eru
ítölsk mótíf í ótal smámyndum. Þjón-
usta er góð og bezt, þegar hún er ítal-
skrar ættar.
Flest borðin eru i þröngum og bak-
bröttum básum fyrir kjörþyngdarfólk, en aðr-
ir geta setið á virðulegum tréstólum úti á
gólfi. Undir glerplötu er borðdúkur og ofan á
er samstætt blómamynztur í kryddstaukum,
olíukönnu, blómavasa, öskubakka og jafnvel
lampa.
Rómantíska stemningin kostar ekki mikið.
Tólf tommu pitsur kosta 980 krónur og níu
tommu 870 krónur, pöstumar 950 krónur. í
hádeginu kosta súpa og einn af réttum dags-
ins að meðtaltali 935 krónur og þríréttað að
kvöldi 1945 krónur. Ef valið er af matseðli
kostar þríréttuð máltíð með kaffi um 2620
krónur.
Stuttur vínlisti býr yfir traustu og ódýru
víni frá Spáni, Frakklandi og Ítalíu, sum til í
hálfflöskum. Húsvínið er raunar fransk-
ur Merlot ágætur, á 430 krónur glasið.
Humarsúpa var vel rjómuð, rauð og
matarleg, með meyrum humri, afar vel
heppnuð. Lauksúpa var snarpheit og
góð, undir þykku lagi af brauði og osti.
Grænmetissalat var stökkt og ferskt og
fjölbreytt, með jöklasalat að grunni og
ostasósu til hliðar. Italskt salat var með
olífum, salami og túnfiski til viðbótar.
Grænmetispitsan var góð, hæði botn og fyll-
ing. Fettucine pastaræmur með humri í skel-
fisksósu voru afar vel heppnaðar, mátulega
soðnar og bragðljúfar.
í hádegi var pönnusteikt ýsa sennilega fryst
og lítillega of lengi elduð, þynnri hlutinn
Sigurbjörn í Óperunni
Næstu tónleikar á vegum Styrktarfélags
íslensku óperunnar verða haldnir í ís-
lensku óperunni á laugardaginn kl. 14.30.
Þar leikur hinn ungi og snjalli fiöluleikari,
Sigurbjöm Bernharðsson, sónötu eftir
Brahms og verk eftir Paganini, Webern, Ra-
vel og Þorkel Sigurbjörnsson og með hon-
um leikur John Howsmon,,
pianóleikari frá Bandaríkj-;
unum. Þeir félagar hafa/
| gefið út geisladisk saman.
Sigurbjörn hóf fiðlunám j
| sex ára gamall og lauk ;
einleikaraprófi frá Tón-
listarskólanum í Reykja-
vík aðeins nítján ára.
Hann hefur hlotið margs 1
konar viðurkenningar og verðlaun
og var meðal annars einn af leiðurum
strengjasveitar ESTA í Englandi undir
stjórn Y. Menhuin. í haust var hann aðstoð-
arkonsertmeistari í Sinfóníuhljómsveit
South Bend borgar. Hann stundar nú mast-
ersnám við tónlistarháskólann í Illinois í
Bandaríkjunum.
Kammermúsíkklúbburinn
leikur Schubert
íslendingar verða rækilega minntir á það
næstu mánuöi að í ár eru 200 ár síðan aust-
i urríska tónskáldið Franz Schubert fæddist.
Nákvæmlega gerðist það í Vínarborg 31.
janúar 1797. Sérstök Schubert-hátíð verður
haldin í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili
Vídalinskirkju í Garðabæ, frá 18. janúar til
j 17. mai undir stjóm Ingunnar Ásdísardótt-
ur og Gerrit Schuil en á sunnudaginn kl.
20.30 ríður Kammermúsíkklúhburinn á
vaðið með Schubert-tónleikum í Bústaða-
kirkju.
Á efhisskránni verða tvö verk, Tríó í B-
dúr op. 99, D. 898 frá 1827 og Kvintett í C-
dúr op. 163, D. 956 frá 1828.
Flytjendur em Tríó Reykjavíkur ásamt
Sigrúnu Eðvaldsdóttur, Sigurbirni Bern-
harðssyni og David Wells.
Birtir til á nv
Hafnarfjarðarleíkhúsið Hermóður og
Háðvör hefur hafið sýningar að nýju á Birt-
ingi sem vakti verðskuldaða athygli á
haust. Hróður sýningarinnar hefur borist
i út fyrir landsteinana - enda félagið frægt
um nærliggjandi lönd fyrir rómaða sýn-
ingu á Himnaríki eftir Áma Ibsen - og hef-
ur aðstandendum____________
veriö boðið á
tvær stórar
leiklistarhá-
tiðir. Önnur
er í Þránd-
heimi í til-
efni af 1000
ára afmæli
borgarinn-
ar, hin
heitir
_ LIFE og er
haldin í Vilníus í Lit-
háen. Auk þess er Birtingur til skoðun-
ar hjá fleiri hátíðum.
Hér heima eru einungis áætlaðar sýning-
ar út janúar og em áhugamenn um leikhús
vinsamlegast beðnir að láta ekki þetta happ
úr hendi sleppa.
í fréttatilkynningu frá leikfélaginu kem-
ur einnig fram að Hilmar Jónsson leik-
stjóri hafi tekið við nokkram hlutverkum
Höllu Margrétar Jóhannesdóttur í sýning-
unni en hún eignaðist dreng 4. janúar.
„Allt er gott, allt gengur vel og allt mið-
ar til hins besta í Hafnaifjarðarleikhús-
inu!
Aukasýningar á Stone Free
Það er ekki að því að spyrja með íslend-
inga og Jim Cartwright: við elskum hann
og viljum ekki sleppa honum. Nýjasta sýn-
ingin hérlendis á verki eftir hann, Stone
Free á vegum Leikfélags Islands í Borgar-
leikhúsinu, átti að vera sumarsmellur en
hreinlega getur ekki hætt vegna brjálaðrar
aðsóknar. Enn hefur verið bætt við auka-
sýningum sem hér segir: 17.1. kl. 22,19.1. kl.
20, 24.1. kl. 20 og sama kvöld kl. 23. Það
verður allra síðasta sýningin vegna þess að
Ingvar E. Sigurðsson hverfur eftir hana af
landi brott um hríð.
Miðasala á þessar aukasýningar gengur
greitt og fólk er hvatt til að bíða ekki með
að panta ef það ætlar að skella sér.
Umsjón
Silja Aðalsteinsdóttir