Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1997, Side 18
26
FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1997
íþróttir
Staöaní
NBA-deildinni
Atlantshafsriöill
Miami 25 9 73,5%
New York 24 9 72,7%
Washington 17 15 53,1%
Orlando 12 17 41,4%
New Jersey 9 21 30,0%
Boston 8 23 25,8%
Philadelphia 8 Miöriöill 25 25,8%
Chicago 29 4 87,9%
Detroit 24 8 75,0%
Cleveland 21 12 63,6%
Atlanta 19 11 63,3%
Chariotte 18 15 54,5%
Miiwaukee 17 16 51,5%
Indiana 15 16 48,4%
Toronto 10 22 31,3%
Miðvesturriðill
Houston 26 8 76,5%
Utah 23 10 69,7%
Minnesota 14 19 42,4%
Dallas 11 20 35,5%
San Antonio 9 23 28,1%
Denver 9 24 27,3%
Vancouver 7 27 20,6%
Kyrrahafsriöill
LA Lakers 26 10 72,2%
Seattle 25 11 69,4%
Portland 19 16 54,3%
LA Clippers 14 19 42,4%
Sacramento 14 21 40,0%
Golden State 12 20 37,5%
Phoenix 10 24 29,4%
Fyrsti leikurimi
hjá Rik Smits
Rik Smits, miðherji Indiana
Pacers, lék fyrsta leik sinn á
tímabilinu þegar Indiana bar
sigurorð af Cleveland.
Smits gekkst undir aðgerð á
fótrnn i september og hefur misst
af fyrstu 30 leikjum Indiana í
vetur. Á siðasta tímabili var
Smits einn af lykilmönnum Indi-
ana og skoraði að meðaltali 18,5
stig í leik.
Indiana á mögu■
leika með Smlts
Charles Barkley hjá Houston
sagði fyrir skömmu aö baráttan
um titilinn kæmi til meö standa
á milli Houston, Chicago, Seattle
og Utah en Indiana ætti mögu-
leika ef liðið fengi Smits aftur.
Horry fékk tvo
leiki í bann
Phoenix Suns dæmdi Robert
Horry í tveggja leikja bann og í
fjársekt fyrir að henda hand-
klæði framan í Danny Ainge,
þjálfara liðsins, í leik Phoenix og
SA Spurs í vikunni.
Knattspyrnu■
veisla hjá
Úrvali-Útsýn
íþróttadeild Úrvals-Útsýnar
stendur fyrir knattspymuveislu
í London í febrúar.
Arsenal og Manchester United
mætast á Highbury miðvikudag-
inn 19. febrúar og laugardaginn
22. febrúar leika Chelsea Man-
chester United á Stamford
Bridge.
í boði em ein nótt og miði á
leik Arsenal og United fyrir
32.900, tvær nætur og miði á
sama leik 23.900, tvær nætur og
miði á leik Chelsea og United á
39.500, þrjár nætur og miði á
sama leik á 42.500 og fjórar næt-
ur og miðar á báða leikina
fyrir 49.200. Allar nánari upplýs-
ingar eru hjá Úrvali-Útsýn.
____________________________________DV
Leikir í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt:
Olajuwon innsiglaði
sigur Houston
- á Cleveland meö laglegri körfu skömmu fyrir leikslok
Níu leikir voru í NBA í nótt og
urðu úrslitin þessi:
Boston-SA Spurs...............107-83
Cleveland-Houston..............78-81
Philadelphia-Dallas...........93-111
Washington-Phoenix...........115-113
Denver-Seattle ...............99-109
Milwaukee-Utah ..............119-112
Portland-Miami ................81-85
Golden State-Vancouver........95-109
LA Lakers-Charlotte...........101-97
Divac fékk hlýjar móttökur í
Los Angeles
Vlade Divac, fyrrum leikmaður
Los Angeles Lakers, fékk hlýjar
móttökur á gamla heimavelli sínum
þegar lið hans, Charlotte, heimsótti
Lakers. Divac skoraði 22 stig en þau
dugðu skammt því Lakers hafi bet-
ur. Shaquille O'Neal var stigahæst-
ur í liði Lakers með 23 stig, Eddie
Jones var með 20 og Nick Van Exel
17. Hjá Charlotte var Glen Rice at-
kvæðamestur með 27 stig.
Hakeem Olajuwon innsiglaði sig-
ur Houston á Cleveland þegar hann
skoraði með laglegu skoti skömmu
fyrir leikslok. Mario Elie skoraði 26
stig fyrir Houston, Olajuwon 22 en
Charles Barkley og Clyde Drexler
náðu ekki að sýna sitt rétta andlit.
Drexler setti niöur 9 stig og Barkley
8.
Ég gat vart hoppað í leikn-
um
„Ég var mjög slæmur í hnénu og
gat vart hoppað í leiknum," sagði
Barkley eftir leikinn. Terell
Brandon var stigahæstur hjá
Cleveland með 26 stig og Mills setti
niður 23 stig.
„Þessi leikur var ekki á mjög háu
gæðastigi. Þreyta virtist sitja í leik-
mönnum liðanna frá leikjunum
kvöldinu áður en vamarleikur
beggja liða var þó mjög góður,“
sagði Rudy Tomjanovic, þjálfari
Houston, eftir leikinn.
Phoenix aö gefa eftir
Eftir ágætan sprett í lok siðasta
árs virðist lið Phoenix vera að gefa
eftir. ífyrsta sinn i 8 ár, eða í 17
leikjum, varð liðið að sætta sig við
tap gegn Washington. Það var Cal-
bert Cheany sem tryggði Was-
hington sigurinn með körfu 4,6 sek-
úndum fyrir leikslok í framleng-
ingu. Juwan Howard skoraði 24 stig
fyrir Washington og Rod Strickland
22 en hjá Phoenix var Kevin John-
son með 34 stig, Danny Manning 20
og Person 18.
Williams og Johnson skoruðu 14
stig hvor fyrir SA Spurs í ósigri
liðsins á Boston. Fox skoraði 19 stig
fyrir Boston og þeir Walker og Day
17 hvor.
Dallas vann góðan útisigur á
Philadelphia. Mccloud var stiga-
hæstur í liði Dallas með 23 stig, Gar-
ling skoraði 22 og Sam Cassell 21.
Hjá Philadelphia var nýliðinn Allen
Iverson að vanda stigahæstur en
hann setti niður 23 stig og Stack-
house var með 21 stig.
Seattle á góöu skriöi
Seattle er á góðu skriði og liðið
átti ekki í teljandi vandæðum með
að leggja Denver á útivelli. „Regn-
maðurinn" Shawn Kemp skoraði 26
stig fyrir Seattle, Detlef Schrempf 24
og Gary Payton 21. Hjá Denver var
D. Ellis með 26 stig og L. Ellis 23.
Leikmenn Utah Jazz sóttu ekki
gull í greipar Milwaukee og urðu að
sætta sig við tap. Robinson skoraði
38 stig í liði Milwaukee, Vin Baker
21 og Newman 17 en hjá Utah var
Karl Malone langatkvæðamestur
með 38 stig en næstur á blaði var
Jeff Homacek með 17 stig.
Dan Majerle aftur kominn á
sjúkralistann
Miami fór með bæði stigin frá
Portland. Tim Hardaway skoraði 28
stig fyrir Miami og Alonzo Moum-
ing 17 en hjá Portland var Arvydas
Sabonis með 17 eins og Isah Rider.
Slæmu tiðindin úr herbúðum Mi-
ami eru þau að Dan Majerle er kom-
inn að nýju á sjúkralistann.
Vancouver vann góðan útisigur á
Golden State. Rahim skoraði 34 stig
fyrir Kanadaliðið og Reeves 21 en
Smit skoraði 38 stig fyrir Golden
State.
-GH
Charles Barkley náði sér ekki alveg á strik
í nótt þegar Houston bar sigurorð af
Cleveland 1 NBA-deildarkeppninni í
körfuknattleik. Barkley hitti illa í sókninni
og kenndi meiölsum í hné um en hann átti
góðan leik í vörninni, tók 12 fráköst og
varði 3 skot. Hér er Barkley ákveðinn á
svip meö knöttinn í höndunum.
Símamynd Reuter