Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1997, Page 29
FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1997
37
Páll Pampichler Pálsson stjórn-
ar Sinfóníuhljómsveitinni í
kvöld.
Vínar-
tónleikar
Hinir árlegu Vínartónleikar
Sinfóniuhljómsveitar íslands
verða í Háskólabíói í kvöld og
eru einsöngvarar Rannveig
Fríöa Bragadóttir og Ólafur
Ámi Bjamason. Stjómandi er
Páll Pampichler Pálsson. Tón-
leikarnir verða síðan endur-
teknir annað kvöld.
Páll Pampichler er fæddur og
alinn upp í Austurríki og drakk
því í sig Vínartónlistina með
móðurmjólkinni. Hann kom til
íslands 1949, þá 21 árs að aldri,
og þegar Sinfóníuhljómsveitin
var stofnuð réðst hann sem
trompetleikari í hana. Tveimur
árum síðar var hann farinn að
stjóma hljómsveitinni og var
fastráðinn hljómsveitarstjóri
hennar i hartnær 40 ár.
Tónleikar
Rannveig Fríða Bragadóttir
er fastráðinn einsöngvari við
Vínarópemna þar sem hún hef-
ur sungið undir sljóm heims-
þekktra hljómsveitarstjóra. Má
þar nefna Herbert von Karajan,
Sir George Soltis, Claudio
Abbados o.fl. Hér á landi hefúr
Rannveig Fríða haldið fjölda
tónleika, auk þess að taka þátt í
óperuuppfærslum.
Ólafur Ámi Bjamason hefur
tekið þátt í ópemuppfærslum á
Spáni og í Suður-Ameríku. Árið
1995 var hann í hópi fimm ten-
óra sem komust í úrslit í Jussi
Björling-keppninni í Svíþjóð.
Ólafur hefur hlotið margvísleg-
ar viðurkenningar fyrir söng
sinn, þar á meðal námsstyrk frá
Metropolitanóperunni.
Centaur á Bar
í Strætinu
Blússveitin Centaur, sem sló í
gegn á sínum tíma, kemur sam-
an á Bar í Strætinu, Austur-
stræti 6, í kvöld, kl. 23, og blús-
ar árið inn. Þeir sem skipa
Centaur eru: Pálmi Sigurhjart-
arson, pianó, Siggi Sig., söngur,
munnharpa, Guðmundur Gunn-
laugsson, trommur, Hlöðver Ell-
ertsson, bassi, og Einar Þor-
valdsson, gítar.
Félag eldri borgara í
Reykjavík
Bridge, tvímenningur, verður
spilaður 1 Risinu í dag, kl. 13.
Samkomur
Fyrirlestur um forsorg
Fyrirlestur hjá Nýrri dögun
verður haldinn i kvöld, kl. 20.
Andrés Ragnarsson sálfræðing-
ur mun fjalla um forsorg. Þetta
er sorgarferli sem litið hefúr
verið íjallað um. Er hægt að
syrgja áður en ástvinur deyr?
Getur dauöinn verið lausn?
Hvaöa tilfmningalegar flækjur
hefur það í för með sér ef mað-
ur hugsar á þann veg? Ný dög-
un, samtök um sorg og sorgar-
viðbrögð, er öllum opin.
Skemmtanir
Gítartónleikar á Hvammstanga:
Bach og Nirvana
Gítarleikarinn Kristján Eldjám fer norður
yfir heiðar og heldur tónleika í Félagsheimil-
inu á Hvammstanga í kvöld, kl. 21. Kristján
lauk burtfararprófi í klassískum gitarleik frá
Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar síðast-
liðið vor. Áður hafði Kristján lokið burtfarar-
prófi í djassgitarleik frá Tónlistarskóla FÍH.
Efnisskrá Kristjáns á tónleikunum er hin
fjölbreyttasta. Auk spænskrar tónlistar, sem er
í hávegum höfð á tónleikunum, spannar efnis-
skráin svið sem nær frá 1. lútusvítu Johanns
Sebastians Bach til lagsins All Apologies sem
flutt var af hinni vinsælu hljómsveit Nirvana
en Kristján hefúr útsett lagið fyrir klassískan
gítar.
Kristján Eldjám, sem jöfnum höndum leikur
á klassískan gítar og rafmagnsgítar, hefur und-
anfariö leikið á höfuðborgarsvæðinu ásamt
djasstríói sínu. Tónleikamir á Hvammstanga
eru á vegum Tónlistarfélags V-Húnavatns-
sýslu. '*
Kristján Eldjárn verður með fjölbreytta efnisskrá á tónleikum
sínum.
Hálka á
þjóðvegum
Helstu þjóðvegir landsins eru
færir, en yfírleitt er hálka. Snjór er
einnig viða á vegmn, einkanlega á
Norðaustur- og Austurlandi. Ein-
staka leiðir í þessum landshlutum
eru ófærar vegna snjóa, til að
Færð á vegum
mynda Öxarfjarðarheiði, Hellis-
heiði eystri og Mjóafjarðarheiði. Þá
er Lágheiði á Norðurlandi einnig
ófær. Ekki er mikið um að vega-
vinnuflokkar séu á ferðinni á þess-
um árstíma, en þó má geta þess að
verið er að vinna á Suðurlandsvegi
að Galtalæk.
Ástand vega
E1 Hálka og snjór 0 Vegavinna-aðgát @ Öxulþungatakmarkani
án^rstóðu [T]Þungfært 0 Fært fjallabílum
Litla systir Stefaníu
og Stefáns
Þessi myndarlega
stúlka fæddist á fæðingar-
deild Landspítalans 1.
desember, kl. 1.53. Þegar
hún var vigtuð reyndist
Barn dagsins
hún vera 4170 grömm að
þyngd og hæðin var 52
sentímetrar. Foreldrar
hennar eru Guðrún Lind
Waage og Stefán Stefáns-
son. Hún á tvö eldri
systkini, Stefaníu Lind,
sem er tólf ára, og Stefán
Val sem er tveggja ára.
dagsöilP
Strákarnir í Wonders fá nasasjón
af frægðinni í smátíma.
That Thing
You Do
That Thing You Do, sem sýnd
er í Regnboganum, er frumraun
Tom Hanks sem leikstjóra. Gerist
myndin sumarið 1964. Guy Patt-
erson er sölumaður í rafvöru-
verslun foður síns í Eire, Penn-
sylvaníu. Á daginn selur hann
brauðristar og útvarpstæki en á
kvöldin læðist hann ofan í kjall-
ara, sest við trommusett og hverf-
ur á braut inn í mjúkan heim
djassins. Hann er samt meira en
lítið tilbúinn að rokka þegar
skólahljómsveitin býður honum
að vera staögengill fyrir slasaðan
trommuleikara á tónleikum sem
halda á í menntaskólanum. Mán-
uði síðar eru The Wonders, nýju
stjörnurnar hjá Play-Tone plötu-
útgáfufyrirtækinu, með plötu-
samning í höndunum og fyrir
dyrum tónleikaferðalag og boð
um að koma til Hollywood.
Kvikmyndir
Ungir og óþekktir leikarar
leika hljómsveitarmeðlimi en Liv
Tyler, sem leikur kærustu eins
þeirra, hefúr aftur á móti skotist
upp á stjörnuhimininn eftir
frammistöðu sína í Stealing
Beauty.
Nýjar myndir:
Háskólabíó: Sleepers
Laugarásbíó: Flótti
Kringlubíó: Lausnargjaldið
Saga-bió: Saga af morðingja
Bíóhöllin: Jack
Bíóborgin: Hringjarinn í Notre
Dame
Regnboginn: That Thing You Do
Stjörnubíó: Matthildur
Krossgátan
4 i 3 <+ *■ 1 r-
V I
Tó ir i
Jj nc 1 JT~ ir
mmm
18 j
Lárétt: 1 vinnubrögð, 7 kvenmanns-
nafn, 8 kyrrð, 10 röng, 11 stækkuðu,
12 stafur, 14 blaðurs, 16 andvörpum,
18 sáldið, 19 leyfist.
Lóðrétt: 1 drápu, 2 ást, 3 auðugustu,
4 tæpu, 5 draup, 6 blöð, 9 beiðni, 13
röð, 14 fugl, 15 vanvirða, 16 ætið, 17
viðvíkjandi.
Lausn á síðustu krossgátu:
Lárétt: 1 hrís, 5 sál, 8 lögun, 9 lá, 10
ágerast, 11 lurgur, 14 erði, 16 tíð, 17
gil, 19 laka, 21 ið, 22 áleit.
Lóðrétt: 1 hlálegi, 2 rög, 3 ígerð, 4
surg, 5 snauta, 6 áls, 7 látið, 12 urið,
13 riki, 15 ill, 18 lá, 20 at.
Gengið
Almennt gengi LÍ nr. 9
09.01.1997 kl. 9.15
Eininq Kaup Sala Tollqenqi
Dollar 67,320 67,660 67,130
Pund 113,990 114,580 113,420
Kan. dollar 49,690 50,000 49,080
Dönsk kr. 11,1870 11,2460 11,2880
Norsk kr 10,3730 10,4300 10,4110
Sænsk kr. 9,6630 9,7160 9,7740
Fi. mark 14,2740 14,3580 14,4550
Fra.franki 12,6290 12,7010 12,8020
Belg. franki 2,0691 2,0815 2,0958
Sviss. franki 49,1700 49,4400 49,6600
Holl. gyllini 38,0000 38,2200 38,4800
Þýskt mark 42,6600 42,8800 43,1800
ít. líra 0,04354 0,04381 0,04396
Aust. sch. 6,0620 6,1000 6,1380
Port. escudo 0,4262 0,4288 0,4292
Spá. peseti 0,5068 0,5100 0,5126
Jap. yen 0,57870 0,58220 0,57890
írskt pund 111,820 112,520 112,310
SDR 95,56000 96,14000 96,41000
ECU 82,8300 83,3300 83,2900
Símsvari vegna gengisskráningar 5623270