Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1997, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1997, Side 32
i Vinningstölur miðvikudaginn 8.1 .’97 16X42X45 Vinnlngar Fjöldl vinnlnga Vinnlngfupphxð l.íoft . 4 10.683.000 2. 5 of 6 íto'° 0 1.756.917 3.Sof< 2 118.770 4.toft . 182 2.070 5. 3 ofí '- éaW757 210 Htlldarvlnningiupphxð Á Itlandl 45.262.167 2.530.167 Vinningstölur 8.1/97 ®(§)® KIN > C=3 O FRÉTTASKOTIÐ QC f—s u_i ' SÍMINN SEM ALDREI SEFUR ^ co S LT3 <a: Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. OO I— LTD >“ LO 550 5555 FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1997 Einar K. Guðfinnsson: Verður að endurskoða - lögin „Ég hef áður sagt það, og yfirtaka Samherja á Guðbjörgu ÍS ýtir enn frekar undir það, að óhjákvæmilegt er að fiskveiðistjórnunarlögunum verði breytt í vetur. Það er tvennt sem ég horfi á í þvi sambandi. í fyrsta lagi hljóta að verða breyting- ar á framsalskerfinu og í öðru lagi tel ég óhjákvæmilegt að verð á afla- heimildum lækki,“ sagði Einar K. Guðfmnsson, þingmaður Vestfirð- inga, þegar Guðbjargarmálið á ísa- firði var borið undir hann. Hann sagði það mikil vonbrigði að ekki tókst að halda Guðbjörgu ÍS alfarið í höndum ísfirsks fyrirtækis. „Hins vegar verður að horfast í augu við þá staðreynd að þessi sala hefur farið fram. Því tel ég að höfuð- verkefnið sé að vinna úr þeirri stöðu sem uppi er. Forráðamenn Samherja hafa sagt að skipið verði gert út frá ísafirði og þar muni fara fram starfsemi á vegum Samherja. Þetta þarf að tryggja. Auk þess verð- um við Vestfirðingar að læra af þessu og snúa bökum saman og vöm í sókn. Það á sér stað um þess- ar mundir endurskipulagning á fyr- irtækjum hér. Það opnar möguleika •til að efla stórlega atvinnulífið með því að afla aukinna veiðiheimilda og bæta skipum við vestfirska flot- ann.“ - sjá nánar á bls. 4 -S.dór Smábátar: Allt að 48% lægri iðgjöld „f samningunum felst gríðarlegur spamaður fyrir félagsmenn okkar eða allt að 48% fyrir þilfarsbátana en iðgjöldin miðast miklu meira við tjónareynslu en áður hefur verið,“ segir Arthúr Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, við DV nú í morgun. Landssambandið hefur samið við Alþjóðlega miðlun, FÍB-tryggingu, um tryggingar á bátaflota félags- manna á Lloydls tryggingamarkaðn- um í Bretlandi og segir Arthúr að samningamir séu mjög hagstæðir miðað við þau tryggingaiðgjöld sem smábátaeigendur hafa hingað til orð- ið að greiða og hljóti að vekja menn til alvarlegrar umhugsunar um tryggingaverðlag til þessa. Lækkunin verði sem fyrr segir mest til þiifars- bátanna en minni vegna opinna báta w_»en engu að síður verði einnig um um- talsverða lækkun þar að ræða. -SÁ Pétur Sigurðsson, formaður Alþýðusambands VestQarða, um samningana: Hafnar kaupskap við ríkisstjórnina - skattamálin gildra sem ríkisstjórnin leggur fyrir verkalýðshreyfinguna „Mér sýnist, því miður, að Al- þýðusambandið ætli að láta ríkis- stjómina teyma sig út í viðræður lun atriði úr fjárlögunum eins og skattamálin. Þetta er gildra sem ríkisstjórn hefur oft lagt og verkalýðshreyfingin gengið í. Ég tel aiveg fráleitt að ræða við rík- isstjórnina um nokkurn skap- aðan hlut í kjaramálunum. Við enrni búin að ganga í gegnum það með ríkisstjórnum og at- vinnurekendum í 5 ár að koma á stöðugleika í þjóðfélaginu. Allan þann tíma höfum við orðið að kaupa frá þeim svona bita. Ríkis- stjómin hefur lagt meiri álögur á fólk í fjárlögum bara til þess að láta okkur kaupa þær til baka. Það er svo metið í kjarasamning- um. Þessi leikur gengur bara ekki lengur og ég hafha honum algerlega," sagði Pétur Sigurðs- son, formaður Alþýðusambands Vestfjarða, í samtali við DV um kjarasamningaviðræðurnar sem eru aftur að fara í gang. Pétur var spurður hvort hann teldi að stefndi í átök á vinnu- markaði á næstu vikum. „Ég veit ekki um neinn sem ekki er tilbúinn að knýja á um verulegar kauphækkanir að þessu sinni með öllum ráðum. Að sjálfsögðu fussa menn bara við boði vinnuveitenda um 2 til 3 prósent launahækkun. Ég tel þetta svo ótrúlega vitlaust boð hjá þeim að engu tali tekur. Þetta sýnir bara að þessir menn eru ekki í neinum takti við þjóðfélag- ið enda eru þetta ekki menn sem þurfa að lifa af launum innan við 100 þúsund krónur á mánuði. Þeir eru eflaust með svo há laun að 2 prósent er einhver peningur en þau eru það ekki hjá fólkinu á lægstu launatöxtum," sagði Pét- ur. Hann segir það alveg ljóst að kjaradeilu allra verkalýðsfélaga verði vísað til sáttasemjara. í nýju lögunum um stéttarfélög og vinnudeilur segir að ekki megi láta fara fram atkvæðagreiðslu innan verkalýðsfélaga um verk- fallsboðun fýrr en reynt hafi ver- ið til þrautar að ná samningum hjá sáttasemjara. „Nú reynir á hvað það þýðir að reyna til þrautar hjá sáttasemj- ara. Það liggur í augum uppi að sáttasemjari getur býsna lengi teygt lopann og sagt að menn séu að tala saman. Það verður fróð- legt að sjá hvernig þetta kemur út í fyrsta sinn sem á þetta reyn- ir. Ég tel hins vegar ólíklegt að langlundargeö manna sé mjög mikið að þessu sinni,“ sagði Pét- ur Sigurðsson. -S.dór Þaö er líf og fjör fyrir austan þessa dagana. Loöna og síld veiöast vel og allt er á fullri ferö í landi aö vinna afuröir. Þaö eru mörg handtökin sem koma til áöur en varan er tilbúin á markaö. Jón Ingvi Hilmarsson og Arnar B. Arnarson aö taka pönnur úr frystinum. DV-mynd Þórarinn Morömál: Símtöl rakin í máli Hlöðvers heitins Rannsóknarlögregla ríkisins hef- ur rakið símhringingar sem bárust á heimili Hlöðvers heitins Aðal- steinssonar við Álfaskeið og bróðir hans heyrði skömmu eftir að Hlöðver yfirgaf heimili sitt hinsta sinni rétt fyrir áramótin. Símtæki Hlöðvers var þannig að hægt var að sjá úr hvaða númerum var hringt af nokkrum síðustu hringingum í síma hans. Maður, sem var hand- tekinn að kvöldi 29. desember, sama dags og Hlöðver fannst látinn við Krýsuvíkurveg, var hafður í haldi fram á næsta dag, m.a. vegna um- ræddra hringinga. RLR vill ekki gefa upp árangur þeirra yfir- heyrslna. Staðan af háifu RLR er þó í aðal- atriðum þessi - málið er í rannsókn, ýmsir liggja undir grun þó ekkert liggi fast fyrir, gagnaöflun stendur yflr, meðal annars er verið að vinna úr gögnum sem fundust í bíl Hlöð- vers heitins, verið er að kortleggja líf hans og ræða við fólk sem honum tengdist með einum eða öðrum hætti. -Ótt L O K I Veðrið á morgun: Rigning sunnanlands Á morgun er gert ráð fyrir allhvassri eða hvassri austan- átt við suðurströndina en kalda eða stinningskalda annars stað- ar. Um morguninn verður rign- ing eða slydda suðaustan til. Síðdegis verður rigning um allt sunnanvert landið. Norðan til verður skýjað að mestu. Hiti verður á bilinu 1-4 stig sunnan til en 0-5 stiga frost norðan til. Veðrið í dag er á bls. 36 MERKILEGA MERKIVELIN bfother pt-2qg islenskir stafir 5 leturstæröir 8 leturgerðir 6, 9 og 12 mm prentborðar Prentar í tvær linur Verð kr. 6.995 m Nýbýlavegi 28 Sími 554 4443

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.