Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1997, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1997, Page 4
4 MÁNUDAGUR 13. JANÚAR 1997 Fréttir Samherji, eitt öflugasta útgerðarfyrirtæki landsins, metið á 7 til 8 milljarða: Frændurnir þrír eiga rúma 2 milljarða hver - fyrirtækið gerir nú út 11 frystitogara, 5 ísfisktogara og tvö fjölveiðiskip Hvort þeir Samherjafrændur, bræðurnir Þorsteinn og Kristján Vilhelmssynir og Þorsteinn Már Baldvinsson, eru ríkustu menn landsins skal ósagt látið en þeir eru í hópi þeirra allra ríkustu. Þeir eiga Samherja á Akureyri, sem orðinn er eitt öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins og gerir út 18 fiskiskip frá 4 löndum. Áður en Samherji yfirtók Guðbjörgu ÍS með sinn 3.500 tonna kvóta var hann metinn á 7 til 8 mifljarða króna. Það getur orðið meira ef hlutabréf sem til stendur að selja innan skamms fara á hærra verði en gert er ráð fyrir i þessu mati. Það þýðir að frændurnir þrír eiga 2,3 til 2,5 miUjarða króna hver hið minnsta. Það var árið 1983 sem þeir frænd- ur keyptu fyrsta togarann, gamlan ryðkláf sem hét Guðsteinn. Þeir létu gera hann upp og gáfu honum síðan nafnið Akureyrin EA. Og á þeim 14 árum sem síðan eru liðin hefur fyr- tækið stækkað svo að í dag á það 11 frystitogara, 5 ísfisktog- ara, tvö fiölveiðiskip, tvær rækjuverksmiðj- ur, eina sildar- og loðnuvinnslu og sölu- skrifstofu í Englandi. Floti þeirra Sam- herjamanna er gerður út frá fiórum löndum. Frá íslandi eru gerðir út 8 togarar og 2 fiölveiðiskip, tveir tog- arar eru gerðir út frá Færeyjum, fiórir frá Þýskalandi og fiórir frá Bretlandi. Veiðisvæði þessa skipastóls er í ís- lensku fiskveiðilögsög- unni, á Reykjanes- hrygg. í grænlensku landhelginni, í norskri og rússneskri lögsögu, í Smugunni, við Sval- barða, í Norðursjó, á Hattonbanka og í kanadískri lögsögu. Þeir Samherjafrændur eru í hópi allra ríkustu íslendinga ■ dag. Gera má ráð fyrir að frændurnir þrfr eigi nær 2,5 milljarða króna hver. Eignir Samherja Eignaskipting hluthafa Samherja Kvóti ca 25.000 þúsund tonn Þorstelnn Vilhelmsson 11 frystitogarar Þorstelnn Már Baldvlnsson 5 Tsfisktogarar É 2,3-2,5 2,3-2,5 2 fjölveiöiskip M mllljar&ar mllljarðar 2 rækjuverksmiðjur STIdar- og loðnuvinnsla Söluskrifstofa T Englandi - 2,3-2,5 mllljarðar Kristján Vilhelmsson — Samtals 7-8 mllljar&ar króna Árið 1996 var velta Samherja á íslandi 5,5 milljarðai- króna, í Færeyijum 400 milljónir og í Þýskalandi 2,1 milljarður. Heild- arveltan var því 7,8 milljarðar króna. Áætlaðar nettóskuldir Samheija eru 3,4 milljarðar króna og aukast nú um einn milfiarð króna við yfirtökuna á Guðbjörgu ÍS. Samsetning kvóta Samheija er þannig að fyrirtækið hefur yfir að ráða bolfiskkvóta, loðnu- og síld- arkvóta og rækjukvóta. Þá er Samheiji með matvæla- vinnslu í landi. Þar er um að ræða rækjuvinnslu, kavíar- vinnslu, síldar- og loðnuvinnslu og ýmsa framhaldsvinnslu í tengslum viö sjóvinnslu frysti- togaranna. -S.dór Landsbankaútibú: Kveikt í á þremur stöðum Maður sem ætlaði í hraðbanka í útibúi Landsbankans við Lang- holtsveg um hádegi á laugardag til- kynnti slökkviliðinu í Reykjavík um reykjarlykt í húsinu. Þegar komið var á staöinn kom í ljós að reynt hafði verið að kveilfia eld á þremur stöðum við húsið utandyra, við hraðbankann, í hurð annars staðar á húsinu og síðan í falsi við glugga. Tuttugu sentímetra horn hafði brunnið úr hurðinni og ytra glerið sprungið í glugganum. Ljóst er að ekki hefur mátt miklu muna að kviknaði í húsinu. Ekki er talið ósennilegt að þama hafi sami maður, eða menn, verið að verki og í Laugar- dalnum því ljóst er að eldurinn hefur verið kveiktur fyrr um morguninn eöa um nóttina. Rannsóknarlögregla ríkisins vinnur að rannsókn beggja íkveikjanna en í gær hafði enginn botn fengist i þau mál. -sv íslendingur með hass og falsaða seðla íslendingur á sjötugsaldri var handtekinn á Keflavíkurflugvelli á fimmtudag með nokkur grömm af hassi og um 35 falsaða sænska þús- undkrónaseðla. Maðurinn var að koma frá Svíþjóð og hefur hann verið úrskurðaður í gæsluvarð- hald. Talið er að peningamir séu frá 1994 þegar upp komst um pen- ingafalsara í Svíþjóð. Gnrnar menn að enn séu ekki allir pening- arnir frá þessum tíma komnir í umferð. Málið er í rannsókn. -sv Velta í Norðurárdal: Þrennt á sjúkrahús Bíll fór út af veginum í Norður- árdal seinnipart dags í gær. Þrennt var í bílnum og vom öll flutt á sjúkrahús á Akranesi. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar í Borgamesi var ökumað- urinn töluvert slasður en hin virðast hafa sloppið betur. -sv Dagfari Góðkunningjar lögreglunnar Menn hafa verið að furða sig á því hvers vegna dæmdur sakamað- ur fékk uppáskrifuð meðmæli um byssuleyfi frá sjálfum yfirmanni fíkniefnadeildar lögreglunnar. Öllu geta Qölmiðlamir hneykslast á. Eins og það sé einhver frágangssök þótt lögreglumaður skrifi upp á fyrir tukthúslim. Þvert á móti er full ástæða til að halda að lögreglumaður sem hefur verið í nánu sambandi við afbrota- mann, bæði með því að yfirheyra hann tímunum saman og eiga við hann samneyti meðan afbrotamað- urinn situr inni, hafi öll tök og öll skilyrði til að kynnast afbrota- manninum betur en flestir aðrir. Lögreglumaðurinn er með öðrum orðum hæfari til þess en aðrir þjóðfélagsþegnar að meta persónu- leika tukhúslimsins og heiðarleika. Þar að auki er miklu farsæfla að leyfa afbrotamönnum að ganga um með byssur heldur en öðru fólki. Síbrotamaðurinn kann með skot- vopn að fara og beitir þeim aðeins þegar hann þarf að veija hendur sínar eða þegar hann ræðst til at- lögu í afbrotum sínum en að öðru leyti notar afbrotamaður ekki byss- ur á almannafæri. Öðru máli gegn- ir um óbreytta borgara sem kunna engan veginn að umgangast skot- vopn og brúka þau mun frjálslegar - elta uppi málleysingja til heiða og skynlausar skepnur til að aflífa þær. í Bandaríkjunum hafa staðið linnulausar deilur um meðferð skotvopna og einkaeign þeirra. Morð eru þar tíð og misnotkun á byssum afar algeng. Oftast er þar um að ræða fólk sem lögreglan veit engin defli á og kemst aldrei í kast við lögin. Þetta fólk grípur til vopna sinna á ólíklegustu tímum og murkar lífið úr nágrönnum sín- um eða vegfarendum af minnsta tilefni. íslenskir lögreglumenn hafa dregiö sínar ályktanir af þessari reynslu fyrir vestan og treysta eng- um fyrir skotvopnum nema-þeim einum sem hafa komist í kast við lögregluna. Þeir vita sem er að fíkniefnaheimurinn er hættulegur þeim sem þar starfa og slíkir menn þurfa að veija sig fyrir fiklum sem ekki vita sitt ijúkandi ráð þegar fikniþörfin sækir á þá. Þess vegna er það réttmæt ákvörðun og skyn- samleg hjá yfirmanni fikniefna- deildar lögreglunnar að mæla með þeim aðilum sem hún þekkir út í hörgul og skrifa undir meðmæli um byssuleyfi þeim til handa. í fikniefnaheiminum er hættan mest og þar er afar fáum að treysta og lögreglan, og þá sérstaklega yfir- menn hennar, þekkja þennan heim og vita hveijum er hægt að treysta fyrir byssum og hveijum ekki. Þetta auðveldar starf lögreglunn- ar að mun. Gefum okkur það að skotbardagi brjótist út eða þá að einhver í undirheimunum finnist með skotsár eftir átök. Þá getur lögreglan strax rakið slóðina ef hún veit hveijum hún hefur mælt með tfl aö ganga um með byssur. Rannsóknin gengur hratt og örugg- lega fyrir sig vegna þess að þeir einir koma til greina sem árásar- menn sem lögreglan hefur mælt sérstaklega með - góðkunningjar lögreglunnar, mennimir sem lög- reglan treystir á og treystir til að fara þannig með byssumar að hægt sé að rekja slóð þeirra sam- stundis. Skjólstæðingar lögregluyf- irvalda eru nefnflega pottþéttir menn að því leyti að þeir koma aft- ur og aftur og eiturlyfiasmygl og - sala er þeirra atvinnugrein og þeir eru fastagestir í tukthúsinu. Svoleiðis menn klikka ekki og byssueign auðveldar öll lögreglu- störf og styrkir öryggi almennra borgara. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.