Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1997, Page 6
6
MÁNUDAGUR 13. JANÚAR 1997
AUKIN
ÖKURÉTTINDI
LEIGUBIFREIÐ
VÖRUBIFREIÐ
HÓPBIFREIÐ
Ökuskóli íslands býSur
hagnýtt nóm undir
leiösögn færra og
reynslumikilla
Kennara.
NámskeiS eru
aS hefjast!
Góð kennsluaÖstaða og
úrvals æfingabifreiðar.
EkGMENNS/c^
Ökuskóli
Islands
í FYRIRRÚMI
Öll kennslugögn innifalin.
Hagstætt verð og góð
greiðslukjör.
Mörg stéttarfélög taka þátt
í kostnaði félaga sinna.
Fréttir
„Mikiö er um að fólk setji sér óraunhæf markmiö þegar þaö byrjar aö æfa, svona svipaö og aö koma inn á hár-
greiöslustofu meö mynd af Madonnu og segjast vilja veröa eins og hún,“ sagöi Sölvi. Hér aöstoðar hann viöskipta-
vin í tækjasal. DV-mynd Pjetur
Heilsuátak DV, Bylgjunnar og World Class:
Óraunhæf mark-
mið og trú á
skyndilausnir
- eru helstu mistök byrjenda í líkamsrækt
Hafðu samband og við
sendum þér allar nónari
upplýsingar um leið.
Dugguvogi 2
104 Reykjavík
S: 568 3841
Smóauglýsingar
„Það er mikið um að fólk setji sér
óraunhæf markmið þegar það byrj-
ar að æfa, svona svipað og að koma
inn á hárgreiðslustofu með mynd af
Madonnu og segjast vilja verða eins
og hún,“ sagði Sölvi Fannar Viðars-
son, þjáifari í likamsræktarstöðinni
World Class. Við leituðum til hans
og spurðum hvaða mistök væri al-
gengast að fólk gerði þegar það byij-
ar að æfa.
„Einnig er fólk oft að leita að
skyndilausnum, t.d. í sambandi við
megrun, en raunin er sú að þær eru
fáar sem engar. Svo virðast margir
koma á líkamsræktarstöðvamar til
friðþægingar og spá ekkert í matar-
æðið heldur halda að það sé nóg fyr-
ir þá að æfa,“ sagði Sölvi. Hann
sagði einnig að almennt teygði fólk
ekki nógu vel eftir æfingar, sem
væri mjög mikilvægt þar sem stoð-
vefírnir gengju saman yfir nótt, og
að upphitun fyrir æfingar væri
ábótavant.
Dútl í tækjasal
„Ég ráðlegg fólki eindregið að
byrja ekki of geyst í líkamsrækt.
Karlmenn eru sérstaklega slæmir
Skynsamleg
mataráætlun
1. Taktu ákvöröun um þaö fyrir fram
hvaö þú ætlar aö hafa í matinn eöa
boröa á milli mála. Maöur fær sér miklu
frekar fituríkan mat ef ekki er búiö aö
spá í hvaö á aö láta ofan í sig.
JL. Settu saman máltíðir sem inni-
halda fjölbreyttan mat sem öll fjölskyld-
an kemur til meö að njóta áður en þú
ferö aö kaupa i matinn. Kynntu fyrirfjöl-
skyldunni nýja og holla matvöru meö
því að kaupa eina nýja tegund í hverri
búðarferð, t.d. grænmeti eöa framandi
ávöxt.
á. Kauptu ekki I matinn þegar þú
ert svöng/svangur. Haltu þig viö inn-
kaupalistann og láttu ekki freistast til
aö kaupa neitt annað.
4 . Vendu þig á aö kaupa skynsam-
legar matvörur. Líkam'nn getur auöveld-
lega breytt fitu í munninum í appelsínu-
húö á lærunum. Byrjaöu á því að minnka
fituna í fæðunni og snúðu þér frekar að
kolvetnarikri fæöu, eins og brauði, gröfu
morgunkorni, heilhveiti, baunum, ávöxt-
um og grænmeti.
5. Fáðu þér matreiðslubók sem hef-
ur aö geyma heilsusamlegar uppskrift-
ir ef þú ert í vandræðum með aö útbúa
hollar máltíðir. -Ingo
með það en margir þeirra byrja með
miklum látum og liggja svo í 2-3
daga í rúminu með harðsperrur.
Það er líka algengt, sérstaklega með
kvenfólk, að það kemur í tækjasal-
inn og er í einhverju dútli. Árangur-
inn verður þá svipaður og áreitið,
eða eins og Biblían segir: „Svo sem
þú sáir munt þú uppskera."
Jákvætt aö skemma
vöövana
Að sögn Sölva má setja þetta upp
svona:
Árangur = æfingarálag + inn-
byrt hráefni + hvíldartími.
„Þegar fólk æfir, og nú er ég aðal-
lega að tala um mótstöðuæfingar
(lóð), er það í raun að skemma
vöðvatrefjar. Það er því i raun
spuming um hvíldartíma eftir æf-
ingar og hversu gott hráefni líkam-
inn fær til að byggja upp vöðvavef-
inn aftur hvort hann verður samur
og áður eða betri," sagði Sölvi.
Hann sagði það jákvætt að skemma
vöðvana væri það gert innan vissra
marka. „Það er ekki sniðugt að
djöflast. Þetta er spurning um þetta
fina jafnvægi sem íþróttamenn era
alltaf að kljást við. Þeir mega ekki
æfa of mikið til að skemma ekki of
mikið af vöðvatrefjum né of lítið því
þá ná þeir ekki að skapa nóg álag til
að líkaminn taki við sér og þeir
bæti sig.“
Mataræðiö mikilvægt
„Mataræðið skiptir alveg gífur-
legu máli, bæði varðandi fitupró-
sentuna í líkamanum og hvemig
likamanum gengur að jafna sig eftir
æfingar. Það skiptir t.d. heilmiklu
máli hvemig kolvetni er borðað því
þegar æft er er verið að æfa á orku
sem hefur verið geymd i líkaman-
um jafnvel þremur dögum áður, og
hitaeiningamar skipta líka miklu
máli. Það hefur sýnt sig að þegar
fólk borðar fitu þá fitnar það en þótt
það borði sama hitaeiningamagn af
kolvetnum og prótíni þá fitnar það
ekki.“
10 kílóa breyting sýndi
2 kg þyngdartap
„Mér finnst fólk ekki fylgjast
nógu vel með fituprósentu og um-
málsmælingu sem flestar líkams-
ræktarstöðvar bjóða upp á. Það var
t.d. ósköp venjulegur maður i einka-
þjáifun, púlaði stíft 6 sinnum í viku
í heilan mánuð og passaði vel upp á
mataræðið. í lok mánaðarins steig
hann á vigtina og hafði þá einungis
lést um 2 kg. Þegar betur var að gáð,
með ummáls- og fitumælingum,
hafði hann tapað 6 kg af fitu og bætt
á sig 4 kg af vöðva. Þarna er verið
að tala um 10 kg breytingu sem er
alveg gífurlegt stökk en þetta sér
fólk ekki þegar það er aö æfa sjálft,"
sagði Sölvi. Hann mælir með slík-
um mælingum mánaðarlega.
-ingo
Vinningar sem dregnir voru út í HAPPI í HENDI síðastliðið
föstudagskvöld komu í hlut eftirtalinna aðila.
Birt með fyrírvara um prentvillur.
Sunna Hlín Jónsdóttir, Rðgnvaldur Axelsson, Aðalbjörg
Ásgötu 21, Hraunbæ 53, Valdimarsdóttir,
Raufarhöfn Reykjavík Skúlabraut 45, Blönduósi
Hjördís Jónasdóttir, Lðra Ólafsdóttlr,
Birkigrund 55, Lóurima 23, Signý Gisladóttir,
Kópavogi Selfossi Ránargötu 33a, Reykjavík
Hólmar Daði Skúlason, Játmundur Árnason,
Gilstúni 18, Jaðarsbraut 11,
Sauöárkróki Akranesi
— rgs^ur ðfí3 v f.að vinnmga hjá HappdraHti Háskola lígfftfSfigl
;j 4-25. ‘ 3'"i-gr*.. *. C-l Sc\.v'iViL. Simi 563 8300.
Sandkorn x>v
Fréttaskotin
fara víða
Það hefur ekki farið ffarn hjá
neinum að ekki ríkir sátt og sam-
lyndi milli fólks í V-Landeyja-
hreppi. Þar
hafa ýmsir sótt
hart að oddvit-
anum, Eggert
Haukdal, sem
aftur verst fim-
lega og gefur
hvergi eftir.
Nýjasta kæran
á hendur odd-
vita er vegna
slæmra rotþróa
sem komið var
upp við hvern
bæ í sveitinni í
fyrra. DV hefur skýrt frá öllum
þessum væringum í sveitinni og
lika rotþróadeilunni. Síðastliðinn
miðvikudag var boðað til hrepps-
nefndarfundar í V- Landeyjum. Ein-
ir átta liðir voru á dagskrá fundar-
ins. Einn þeirra vakti nokkra at-
hygli en það var 4. liður dagskrár-
innar. Hann nefndist: „Fréttaskot,
skrif og kærur vegna lagningar rot-
þróa.“
Hvað gerir Hörður
Sigurgestsson þá?
Árni Leifsson, sem rekur vöru-
flutningafyrirtæki á ísafirði, er
kunnur athafnamaður og dugnaðar-
forkur sem
ekki læhu: hlut
sinn fyrir nein-
um. Eimskipa-
félag íslands
hefur sem
kunnugt er ver-
ið að kaupa
upp landflutn-
ingafyrirtæki
hvert af öðru.
Einhverjar við-
ræður munu
hafa átt sér
stað milli Eim-
skips og Áma. Allavega sendi Eim-
skip tvo unga „uppa“ vestur á firði
til að skoða fyrirtæki Árna Leifs-
sonar. Þeir komu síðla dags, bók-
uðu sig á hótel og fóru á fyllirí um
kvöldið. Daginn eftir mættu þeir
illa þunnir í „uppafrökkunum" í
fyrirtæki Árna og spurðu: „Hvar er
draslið?“ Þeim var þegar í stað hent
á dyr. Ámi var síöar spurður hvort
það væri rétt aö Eimskip væri að
kaupa fyrirtæki hans. „Það veit ég
ekki en ef Eimskip kaupir vöru-
flutningafyrirtæki Áma Leifssonar
hvað ætlar Hörður Sigurgestsson þá
að fara að gera?“
Buckinghamhöll
Mikiö hefur gengið á hjá 1. deild-
ar liðunum í körfuknattleik hvað
mannaskipti útlendinga varðar. Flest
félögin, ef ekki
öll, hafa skipt
um útlendu leik-
mennina og
sum oftar en
einu sinni.
Menn segja að
það geri orðið
arðbært fyrir
þau að stofna
feröaskrifstofu.
Tindastóll á
Sauðárkróki
skipti um út-
lending á dög-
unum. Sá sem kom heitir Wayn
Buckingham. Miklar vonir em við
hann bundnar. íþróttahús Tindastóls
hefur verið kallaö Síkið. Nú segja
gárungar fyrir norðan að ef nýi leik-
maðurinn uppfyllir ýtrustu vonir
manna i körfúknattleiknum verði
íþróttahúsið skirt upp og kallað
Buckinghamhöll.
Prestastéttin
Séra Sigurður Ægisson var eitt
sinn prestur á Djúpavogi. Þá var
hann eitt sinn fenginn til að mála
skólann og
leggja nýja
gangstétt þar
fyrir framan.
Stéttinni var
fljótlega gefið
nafnið Presta-
stéttin og þótti
hún afar gíæsi-
leg. Séra Sig-
urður er snjall
hagyrðingur og
um þessa stétt,
prestinn sjálf-
an og Hjalta
nokkum, sem sá um sorphirðu í
plássinu, orti séra Sigurður.
Hjalti gamll hirðir sorpið
og hendir í sekki.
Prestastéttin prýðir þorpið
en presturinn ekki.
Umsjón Sigurdór Sigurdórsson