Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1997, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1997, Side 15
MÁNUDAGUR 13. JANÚAR 1997 15 Fátækt er feimnismál Á hvaöa leið? Fátæktarumræða er erííð á þessum nótum. Skýrsla um tekjur fólks gefur vísbending- ar en segir næsta fátt. Eitt einfalt dæmi: Sá sem lendir undir fátæktarmörkum getur í raun haft meira sér til fram- færslu en margir sem hafa tekjur þó nokkuð yfir þeim mörkum: Það fer allt eftir því hvenær og með hvaða kjörum menn leystu sín húsnæðis- mál. Lágar tekjur hjá eldri borgurum, skuldlausum og í eigin húsnæði, þýöa allt ann- að en hjá ungu fólki sem þarf að leysa úr námslánavanda og koma sér upp húsnæði. Að auki segir það ekki margt um fátækt og ríkidæmi þótt skoðun á nóvembermán- uði ársins í fyrra sýni að þetta mesta aflaár sögunnar hafi dregið úr atvinnuleysi og lyft nokkur þúsund manns „En mér heyrist að allir séu sammála um að með kvótakerfi hafi gífurlegur auður verið færður í fárra hendur," segir Árni í grein sinni. Kjallarinn Arni Bergmann rithöfundur Forsætisráð- herra þótti í ára- mótaávarpi illt að fjölmiðlar hefðu fyrir jól lagt ofur- kapp á að koma því inn hjá þjóð- inni að fátækt og eymd færu vax- andi í landinu. Hann kvað þetta ekki verða sannað með tölum og fékk liðsauka strax um áramót úr könnun Félagsvísinda- stofnunar Háskól- ans sem sýndi að á síðastliðnu ári hefðu færri íslend- ingar lent undir opinberum fátæktarmörkum en árið 1995. En fátækir teljast á skýrslum þeir sem hafa innan við helming af meðalfjölskyldutekjum á einstakling. Bæði Davíð Oddsson og tals- menn Félagsvísindastofnunar gera svo mikið úr því að fátækt sé afstæð, hún sé önnur hér en í þriðja heiminum og að auki geti menn huggað sig við það að nú búi fátæklingar við mun skárri kjör en almenn- ingur gerði hér á landi um síðustu aldamót. Það liggur í orðanna hljóman að fátækt sé ekki til að hafa verulegar áhyggjur af, enda hafi hún skroppið saman á síðasta ári. upp fyrir fátæktarmörk. Mestu skiptir sú spum- ing sem fáir vilja rýna í: Á hvaða leið erum við? Hvað þýðir það að um 10% landsmanna eru undir fátæktarmörkum í miklu góðæri og hvað um bilið fræga á milli ríkra og fá- tækra sem er svo af- drifaríkur mæli- kvarði á það hvort sæmilega líft er í mannlegu félagi? Umheimurinn og við Jafnt og þétt berast fyrir augu fréttir um það að bilið milli ríkra og fátækra fari vaxandi austan hafs og vestan, í Bandaríkj- unum sem og í Evrópu. Mynstrið er svipað: miðjuhópar standa í stað á síðari árum, þeir sem minnst hafa bera enn minna úr býtum, þeir sem mest hafa fá enn meira í sinn hlut. Það eina prósent Bandaríkjamanna sem mest hefur ræður nú helmingi meiru af þjóð- arauðnum en fyrir 20 árum eða um 40%. Sá hópur manna stækkar sem fer halloka í lífsgæðum þótt framleiðni, fjárfestingar og arð- „Hvað þýðir það að um 10% lands- manna eru undir fátæktarmörkum í miklu góðæri og hvað um bilið fræga á milli ríkra og fátækra sem er svo afdrifaríkur mælikvarði á það hvort sæmilega lift er í mannlegu samfélagi?u semi aukist. Nú er látið að því liggja að hér á landi verði svipaður vaxandi munur á hag ríkra og fátækra ekki sýndur með tölum. Ég veit það ekki. Ég hefi ekki séð tölum- ar. Það er líka erfiðara með hverju ári sem líður og frjálsara fjár- magnsstreymi um heiminn að komast að því hvað þeir ríkustu eiga. En mér heyrist að allir séu sammála um að með kvótakerfi hafi gífurlegur auður verið færður í fárra hendu^ Og ef almenn þróun í nálæg- um löndum segir ekki enn til sín í sama mæli hér og t.d. í Bretlandi eða Bandaríkjunum þá er það vegna þess að við höfum enn ekki slitið öll tengsl við jafnaðarhefðir fá- menns samfélags. En við vitum líka að okk- ur er legið mjög á hálsi fyrir sérvisku - við séum ekki komnir nógu langt inn í heimsþorpið enn. Þar sem hinir ríkari verða ríkari og þeir fátækari fátækari og það er að auki talið svo náttúrulegt að það er ekki feimnismál lengur. Árni Bergmann Jafnréttið og 18. janúar Siðustu misseri hafa staðið yfir miklar vangaveltur um framtíð jafnréttisbaráttimnar í íslenskum stjómmálum. Skipbrot Kvenna- listans i siðustu alþingiskosning- um og væntanlegt samstarf stjóm- arandstöðuflokkanna hafa velt upp hugleiðingum þar að lútandi. Samstarf Kvennalistans við fé- lagshyggjuöflin í Reykjavík hefur skilað miklum árangri í jafn- réttismálum. Áherslur Kvennalistans em mjög áher- andi í stefnu borgaryfirvalda og fyrirsjáanlegt að R-listinn skili miklum árangri við jöfnun launa kynjanna og við upprætingu á hvers kyns kynjabundnu óréttlæti sem liðist hefur um allt of langt skeið i íslensku þjóðfélagi. Gæti fariö illa Kvennalistinn hefur í það heila skilað miklum árangri hvað varð- ar útrýmingu kynjamisréttis í þjóðfélaginu öllu. Það er mikil- vægt að framhald verði þar á. Ein- sýnt er að bjóði Kvennalistinn fram einn og sér í næstu alþingis- kosningum gæti farið illa fyrir listanum og í versta falli gæti hann þurrkast út af þingi. Nú er lag fyrir Kvennalistann að forðast fallið og fylkja liði með vinst- riflokkunum í samstarfi á lands- visu fyrir næstu kosningar. Þannig yrði framtíð femíniskra gilda tryggð í íslenskum stjórn- málum og einnig yrði tryggt að sjónarmið jafnréttis kynjanna yrðu efst á baugi í fylkingu sam- einaðra vinstrimanna. Það er slíkri hreyfingu nauðsynlegt að Kvennalistinn taki þátt í mótun hennar þar sem slík hreyfing mun byggja á grunni jafnréttis og bræðralags. Jafh- rétti kynjanna er öllum jafnaðar- mönnum hugleikið og mikið réttlætis- mál. Því verður seint ítrekuð nauð- syn þess að þær konur sem staðið hafa í forgrunni jafliréttisbaráttunn- ar taki fullan þátt í mótun samfylking- ar félagshyggjuaf- lanna. Betur má ef duga skal Það er því ekki einungis mikilvægt fyrir framtíð Kvennalistans að hann taki þátt i samfylkingu jafnaðarmanna held- ur fyrir jafnaðarmenn alla. Innan A-flokkanna og Þjóðvaka hafa raddir jafhréttissinna verið há- værar og fyrirferðarmiklar í stefnumóhm flokkanna, en betur má ef duga skal. Saman verður okkur umbótasinnuðum jafnrétt- isunnendum vel ágengt við mótun réttlátara þjóðfélags sem setur manngildið ofar verðgildinu. Von- andi ber Kvennalistan- um gæfa til að stíga þau skref með okkur. Krafan um umbætur í íslensku þjóðfélagi er of brýn til að nokkur stjómmálahreyfing með sjálfsvirðingu geti skorast undan þátttöku í þeim. Umbótunum verður ekki komið á nema í gegnum hreyf- ingu sameinaðra vinstrimanna. Eitt skref á langri leið til sameiningar vinstri- mcuma verður tekið þann 18. janúar næst- komandi. Þá mun ungt fólk af vinstri væng stjómmálanna stofha samtök sem hafa það að markmiði að sam- fylkja íslensku félagshyggjufólki. Vilji ungt fólk bera ábyrgð á mót- un og uppstokkun íslensks samfé- lags ætti það að mæta á stofnfund- inn og leggja hönd á plóg framtíð- arsýnarinnar fogra um sameinaða vinstrimenn. Björgvin G. Sigurðsson „Jafnrétti kynjanna er öllum jafnaðar- mönnum hugleikið og mikið róttlætis■ mál. Því verðurseint ítrekuð nauðsyn þess að þær konur sem staðið hafa í forgrunni jafnréttisbaráttunnar taki fullan þátt í mótun samfylkingar fé- lagshyggjuaflanna. “ Kjallarinn Björgvin G. Sigurðsson háskólanemi Með og á móti Notkun fæöubótarefna Sólvl Fannar Vlö- arsson, leiöbein- andl í World Class. Notað af afreksmönnum „Klínískar rannsóknir hafa leitt í ljós að sum fæðu- bótarefni geta stuðlað að bætt- um árangri í íþróttum. Þar sem hér er um að ræða fjölda efha ætla ég eingöngu að fjalla um prótínefni og kreatín. Hér áður fyrr voru gerð þau mistök i RDS- útreikningum (ráðlagður dag- skammtur) að alltaf var miðað við kyrrsetumenn. Miklu máli skiptir hvemig prótínið er en það er hægt að flokka (duft)prótínin. Þessi prótín og önnur fæðubótarefhi eru mjög mismunandi að gæðum eftir framleiðendum. Líkaminn sem þú býrð í er byggður nær eingöngu úr því sem þú hefur borðað á síðast- liðnum 6 mánuðum. Ef prótínin sem þú borðar eru léleg þá eru vöðvamir, beinin, blóðið, tennum- ar og allt annað sem unnið er úr prótínum lélegt. Það skiptir máli ekki bara í hvaða magni heldur líka hvemig prótín borðað er. Kreatin nýtist á þann hátt að það breytist eftir ákveðið ferli í ATP sem er aðalorkugjafi okkar. í klíniskum tilraunum hefur verið sýnt fram á 8-17% afkastaaukn- ingu með notkun kreatins. Nær undantekningarlaust nota áfreks- menn í íþróttmn þessi og hugsan- lega önnur fæðubótarefhi að stað- aldri til að stuðla að bættum ár- angri.“ Prótínrík fæða „Þegar íþróttafólk er að taka prótínduft verð- ur að taka tillit til þess að prótínneysla ís- lendinga er með þvi mesta sem gerist í heiminum. Það er í raun alveg sama hvernig prótinþörf er ,ngarfrafliní:ur- reiknuð, hvort sem það er hjá almenningi eða íþróttafólki, þá er eiginlega ekkert sem segir okkur að við þurfum prótín úr einhverjum fæðubótar- efnum fram yflr það sem fæst úr fæðunni. Ég sé þvi enga ástæðu til þess að mæla með því. Miklu frek- ar ætti, ef fólk er að-taka einhveij- ar fæðuefhablöndur, að nota eitt- hvað sem inniheldur kolvetni. Það er miklu betra upp á uppbyggingu orkuforða líkamans. Margar af þessum blöndum, sem sumir halda að séu uppbyggjandi prótínblönd- ur, era kolvetnablöndur þegar bet- ur er skoðað. Það er því oft ákveð- inn misskilningur í gangi varð- andi prótín og kolvetni. Að vísu era bæði til prótín- og amínósýra- blöndur en oftast er þá blandað saman bæði prótínum og kolvetn- um. Kolvetnin eru miklu skynsam- legri kostur. Það er frekar spum- ing hvort fólk fái nægilega mikið af vitaminum og steinefnum ef fæðið er lélegt. Það er miklu skyn- samlegri leið að fræða fólk og fá fólk til að borða skynsamlega en að fá það til að kaupa duft og töflur. Það er ekki uppbyggjandi fræðsla fyrir fólk sem ætlar að standa sig i íþróttum eða byggja sig upp með prótíndufti." -ÍS Kjallarahöfundar Athygli kjaOarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum i blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á netinu. Netfang ritstjórnar er: dvritst@centrum.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.