Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1997, Blaðsíða 17
MANUDAGUR 13. JANUAR 1997
0enning
„Lífið heldur áfram,
Austurstræti
éé
í ljóðabók
Tómasar Guð-
mundssonar,
Fögru veröld, sem
fyrst kom út árið
1933, togast á róm-
antík og raunsæi.
Kimni og tregi
vega salt. Tómas
er borgarskáldið
og sér ótal lit-
brigði þar sem
aðrir sjá aðeins
grámyglu hvers-
dagsins. Það rign-
ir aldrei lengi í
ljóðum hans og þó
að yrkisefhið sé
sorg og amstur
svifur heimspeki-
leg ró yfir vötn-
um.
Já, „lífið heldur áfram, Austur-
stræti" og „sólskinið á gangstéttun-
um ljómar". „Og svo er mikill ljóss-
ins undrakraftur að jafnvel gamlir
símastaurar syngja í sólskininu og
verða grænir aftur.“
Á tímum þegar menn krepptu
hnefa í réttlátri reiði yfir atvinnu-
leysi og bágum kjörum verkalýðsins
þótti sumum þessi kvæði óþolandi
rómantísk. Nær væri að yrkja
ádeilu- og baráttuljóð sem gætu
hleypt kjarki í alþýðuna og eflt stétt-
arvitundina. En Tómas hélt sínu
striki og þjóðin elskaði hann. I dag
kunnum við honum þökk fyrir ljóð-
in, sýn hans á Reykjavík síns tíma
og ódauðlegar myndir sem hann
bregður upp af bænum.
Karl Ágúst Úlfsson leggur upp
með það markmið að höndla tilfinn-
ingu og anda þessara kvæöa. Leik-
mynd Sigurjóns Jóhannssonar er
listilega útfærð og skapar ásamt
búningunum kórrétt andnlmsloft.
Söguþráðurinn virkar í þynnsta
lagi framan af en þéttist þegar á líð-
ur og lifandi sviðsetning Brynju
Benediktsdóttur leikstjóra ásamt
skemmtilegum tónlistarflutningi
byggja upp góða leiksýningu. Sum
atriðin eru óborganlega fyndin í út-
færslu Brynju, eins og lítil svip-
mynd frá dansiballi, og nokkrar per-
sónur verða bráðlifandi í meðförum
leikhópsins.
Tómas sjálfur stendur álengdar
og horfir svolítið glettnislegur á
gleði og sorg. Þórhallur Gunnarsson
Stríð í uppsiglingu milli fisksölumanna: Helga Braga Jónsdóttir, Sóley Elías-
dóttir og Jón Hjartarson í hlutverkum sínum í Fögru veröld.
Leiklist
Auður Eydal
leikur hann og kemur vel fyrir.
Hann miðlar stóiskri ró og tíma-
lausri sýn þess manns sem er hætt-
ur að hafa áhyggjur af jarðnesku
bjástri.
í miðju atburða og öllu jarð-
bundnari eru þau Guðrún og Klem-
enz, óframfærin og feimin í tilhuga-
lifinu, enda fulltrúar utanbæjar-
manna. Jóhanna Jónas og Hinrik
Ólafsson leika þau með kómískum
áherslum, sem þau hefðu jafnvel
mátt draga aðeins úr, en alvarlegur
undirtónninn kom engu að síður í
gegn og persónumar skiluðu sér
ágætlega, hæfilegar andstæður við
misjafnlega heimsvana bæjarhúa.
Úr þeirra hópi má nefna baráttu-
skáldið Finnboga sem fyrirlítur
kveðskap Tómasar en yrkir sjálfur
ljóðabókina Kaldhamra, meira af
vilja en mætti. Bjöm Ingi Hilmars-
son átti svolítið í brösum með þenn-
an pabbastrák og kvennabósa sem
braskar og svindlar en þykist vilja
berjast fyrir verkalýðinn!
Friðan flokk Austurstrætisdætra
leika þær María Ellingsen, Guðlaug
Elísabet Ólafsdóttir, Ásta Arnar-
dóttir og Sóley Elíasdóttir. Margrét
Helga Jóhannsdóttir er í hlutverki
Kristínar, eiganda kaffihússins, og
háalvarlegur
eiginmaður
hennar er leik-
inn af Pétri Ein-
arssyni. Þá
gerðu þeir það
gott Kjartan
Guðjónsson í
hlutverki Gústa
sendils og Theo-
dór Júlíusson
sem fram-
kvæmdamaður-
inn Eyjólfur.
Jóhanna V.
Þórhallsdóttir
annast söng-
stjóm og leikur
sjálf söngkonu.
Það var virki-
legur glans yfir
söng hennar en
leikararnir skiluðu líka flestum
söngatriðum mætavel, þó að eitt-
hvert vesen í hljóðkerfmu væri til
ama til að byrja með. Það truflaði
ekki frábæra hljóðfæraleikara, und-
ir stjóm Kjartans Valdemarssonar,
sem músíseruðu af mikilli kúnst.
Fagra veröld bregður upp nota-
legum smámyndum úr bæjarlífinu á
fjórða áratugnum og segir brot úr
sögu persónanna. Karl Ágúst slepp-
ir að mestu að fjalla um myrkari
hliðar mannlifsins, þó sést glitta í
ljóta ásjónu nasismans sem skaut
upp koilinum hér eins og annars
staðar á þessum árum.
Ljóðin hans Tómasar fá nýjan
hljóm við tónlist Gunnars Reynis
Sveinssonar. Lögin em margbreyti-
leg i stil og fyrst og fremst virðast
þau samin við hvert einstakt ljóð.
Þau grípa mann misjafnlega við
fyrstu kynni en sum þeirra leika
strax við hlustir eins og gamlir
kunningjar.
Leikfélag Reykjavíkur sýnir á Stóra
sviði Borgarleikhúss:
Fagra veröld
eftir Karl Ágúst lilfsson
Byggt á Ijóðum Tómasar Guð-
mundssonar
Tónlist: Gunnar Reynir Sveinsson
Hljóð: Baldur Már Arngrímsson
Lýsing: Lárus Björnsson
Söngstjórn, útsetningar: Jóhanna
V. Þórhallsdóttir
Hljomsveitarstjórn, útsetningar:
Kjartan Valdemarsson
Leikmynd og búningar: Sigurjón
Jóhannsson
Leikstjórn: Brynja Benediktsdóttir
lllsala
10-70%
afsláttur
Rafkaup
ARMÚLA 24 - S: 568 1518 ^
Leiðistþér stundum?...
Leiðist þér að skilja
ekkert ítilgangi lífsins?
• Ertu einn af þeim sem finnst líf sitt hálfínnantómt og sjá lítinn
tilgang í þessu „hangsi“ hér á jörðinni frá vinnudegi til vinnudags?
0 Vissir þú að sálarrannsóknir undanfarin 150 ár hafa sýnt hverjum
sem heyra vill að mikill og merkilegur tilgangur virðist vera með
lífinu þegar litið er til þeirra afar merkilegu niðurstaðna að spenn-
andi líf sé eftir dauðann í flestum tilvikum?
• Langar þig að vita hvar látnir vinir og vandamenn hugsanlega og
lfklegast eru í dag og hversu örugg meint samband við þá og þessa
undarlegu heima er með stoð miðla. - í skóla þar sem
skólagjöldunum er stillt í hóf?
• Langar þig að setjast í mjúkan skóla eitt kvöld í viku, eða
eitt laugardagssíðdegi í viku, þar sem reynt er á sem víðsýnastan
hátt að gefa nemendum sem besta yfirsýn yfir hverjar séu
raunverulegar niðustöður þessara handanheimafræða sem
milljónir manna hafa haft persónulega reynslu af undanfama
áratugi í öllum löndum heims?
Þrír byrjunarbekkir hefja brátt nám í sálarrannsóknum I nú á
vorönn ’97. Skráning stendur yfir. - Hringdu og fáðu allar nánari
upplýsingar um mest spennandi skólann sem í boði er í dag.
Yfir skráningardagana er svarað í síma Sálarrannsóknarskólans
alla daga vikunnar, kl. 14-19
Sálarrannsóknarskólinn
Mt \ - Mest spennandi skólinn i bænum -
Vegmúla 2
s. 561 9015 & 588 6050
REYKJAVIK O G NÁGRENNI
Heppnin
bíður þín
/>i í B
Nvtt áskriftarár er hafið
Aðalumboð Verslunin Straumnes GARÐABÆR:
Suðurgötu 10 Vesturbergi 76, sími 557-2800 Bókabúðin Gríma
stmi 552-3130 Neskjör Garðatorgi 3, sú
Verslunin Grettisgötu 26 Ægissfðu 123, sími 551-9292 Vífil
Úifarsfell
Hagamel 67,
Blómal
sími 551-3665
Blómabúðin Iðna Lísa
Hverafold 1-3, Grafarvogi,
sími 567-6.320
Breiðholtskjör
Arnarb:
_ 700^557
Griffil
Síðumúla^,, sítqii^T-1010
pkabútTA rbæj ar
mi 587-3355
Bókabúð Fossvogs
Grímsbæ, sími 568-6145
Happahúsið
Kringlunni, sími 568-9780
framköllun ehf.
iðbæ, sími 565-4120
SELTJARNARNES:
Litabær
Austurströnd 14,
sími 561-2344
KÓPAVOGUR:
Borgarbúðin
Hófgerði 30, sími 554-2630
Videómarkaðurinn
Hamraborg 20A, s. 554-6777
fOSFELLSBÆR
Bókabúðin Ásfell
Háholti 14, sími 566-6620
Reykjalundur
SÍBS-deildin, sími 566-6200
Miðaverð: 700 kr.
VISA
HAPPDRÆTTI
milljónii|óskiptar á einn miða
M e s t u vinningslíkur í í s 1 e n s k u s t 6 r h a p p d r æ 11 i
... fyrir lífiðsjálft