Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1997, Side 18
★ i
18 (
' ik ir
enning
MÁNUDAGUR 13. JANÚAR 1997 JLlV
Glíman við Ibsen
Sigfús í viðtali
I fjórða hefti Tímarits Máls og menning-
ar 1996 er meðal annars talsvert af ljóðum,
áhugaverð smásaga eftir Pál Pálsson, grein
um ritskoðun í bandarískum
kvikmyndum eftir Þóru S.
Ingólfsdóttur og önnur eftir
Eystein Þorvaldsson um
keim af Jóhanni Jónssyni í
verkum Halldórs Laxness.
Aðalefnið og það
skemmtilegasta er viðtal
Eiríks Guðmundssonar
og Kristjáns B. Jónas-
sonar við Sigfús Bjart-
marsson skáld frá Sandi. Hann
hefur ekki farið sömu leið að skáldskapn-
um og forfeður hans og frændur, varð ung-
ur bam tveggja heima, sveitar og borgar, og
hefur fullorðinn farið víðar og lengra en
önnur Islensk skáld. Hann fer líka vítt yfir
í viðtalinu þótt einkum sé talað um bækur
hans. Ég hefði heldur kosið dæmi um ljóð
hans í römmum en sumar tilvitnanimar í
annað fólk.
Slæm samviska
Villiöndin var frumsýnd í
Þjóðleikhúsinu á annan í jól-
um. Þá vom liðin rétt tæp 112
ár síðan leikritið var framflutt
í Bergen, og tuttugu ár frá því
að það var síðast leikið hér.
Verkið var fyrst sýnt á íslandi
hjá Leikfélagi Reykjavikur 1928
í þýðingu Guðbrands Jónsson-
ar, svo í Þjóðleikhúsinu 1954 í
þýðingu Halldórs Laxness og
þýðing hans var líka notuð hjá
LR 1976. Nú var fengin ný þýð-
ing og Kristjáni Jóhanni Jóns-
syni rithöfundi, sem lengi bjó í
Noregi, treyst fyrir því verki.
Ný uppsetning á íslandi
krefst nýrrar þýðingar - breyta
Norðmenn texta Ibsens í nýjum
uppfærslum?
„Nei, ég held mér sé óhætt að
segja að þeir geri það ekki,“
svarar Kristján. „Þeir færa leik-
ritin hans oftast upp alveg hefð-
bundið, svolítið biblíulega.
Norskar uppfærslur em ekki
alltaf þær bestu sem maður sér.
En öðra hverju eru líka settar
upp tilraunasýningar.
Það skilja allir Norðmenn
norskuna sem Ibsen skrifar -
nema kannski einstök orð og
mállýskur hér og þar. Hann
skrifar nákvæman, klassískan
stíl, vandað mál, rökrétt og
skýrt. Hann skrifar mál sem lif-
ir, ekki upphafið mál eða bund-
ið af tískustefnum. Hann krafð-
ist þess af tungumálinu að það
skildist og hugsunin væri ljós.
Það sem er flókið við þennan
texta er ekki í málfarinu sjálfu
heldur því að ótrúlega margar
setningar í leikritinu kallast á
við aðrar setningar, eiga ein-
hvers staðar hliðstæðu eða and-
stæðu sína. Verkið er þéttriðið
net af millivisunum sem gerir
það vandasamt í þýðingu. Ég
nefni sem dæmi það sem sagt er
um ljós og birtu í leikritinu, en
eitt af þemum þess er birta og
myrkur, blinda og sýn á öllum
mögulegum plönum. Alltaf þegar komið er að einhverju sem víkur að
birtu - og þetta hangir saman við lýsinguna i leikritinu - þá verður
að hafa sérstaka aðgát af því það miðar allt að því hvernig fléttan
opnar að lokum fyrir grandvallarhugsuninni: Sérðu eða sérðu ekki?
Ertu staddur I myrkri eða birtu?“
Hin sanna krafa
„Ég fékk óskalista frá þjóðleikhússtjóra með einni ósk sem
mér fannst réttmæt og góð,“ heldur Kristján áfram, „hún var
sú að hafa sígilt málfar á þýðingunni en þó nútímalegt.
Textinn hefur í upphafi gengið beint inn í huga leikhús-
gesta án hindrana, og það á hann helst að gera líka núna.
Ég þurfti sáralítið að gera annað en gæta þess að vera ekki
uppskrúfaður. Einkenni á leikhúsverkum er að þar er fólk
að tala saman og setningamar verða að krækja hver í aðra,
vera svör, og einföldustu lausnimar era oft þær vandfundn-
ustu og bestu. “
- En hvað var erfiðast í glímunni við Ibsen?
„Nokkur atriði era óþýðanleg. Til dæmis má nefna að ein
aðalpersónan, Gina, er alþýðukona sem vUl vera svolítið
fmni en hennar stand segir til um og notar erlend orð eins
og norska yfirstéttin gerði á þessum tíma. En hún fer næst-
um undantekningarlaust rangt með þessar slettur! Þetta er
Kristján Jóhann Jónsson: Setningarnar veröa aö krækja hver í aöra
gríðarlega fyndið í Nor-
egi og algengt skaup, en
ómögulegt hér vegna
þess að fyrirmyndarmál
okkar er ekki slettu-
skotið yfirstéttarmál
heldur hreintunga
bændamenningarinnar.
Menn gera sig að fifli
með því að sletta. Þetta
var óleysanlegt en við
reyndum að bæta það
upp með því að láta
hana einstaka sinnum
ofvanda mál sitt, eins
og fólk gerir þegar það
vill tala finna mál en
það ræður við, nota
orðatiltæki sem það
kann ekki að fara með
og svo framvegis.
Annað atriði er þegar
sannleikspostulinn
Gregers Werle kemur
fram með sína kröfu,
sína sönnu eða heilögu
kröfú, „den ideelle
krav“, eins og Ihsen seg-
ir. Einn gagnrýnandi
spurði hvers vegna ekki
væri notað orðið „hug-
sjónakrafa" og það er
einfalt að svara því,
þetta þýðir alls ekki
hugsjónakrafa. Þarna er
komið inn á grunnhug-
myndir verksins. Krafa
Gregers er einungis
krafa um sannleika.
Ekki sannleika um eitt-
hvað heldur óáþreifan-
legan sannleika sem er
yfírskipaður öllu öðra.
Aðalvandinn í
glímunni við svona
texta er að sætta sig við
að maður getur ekki yf-
irgefið neina setningu
fyrr en maður er kom-
inn að endanlegri nið-
urstöðu um hvar hún
stendur í orðræðu
verksins og samhengi.
Það þarf að hafa svo mikinn aga á sér; hrófla ekki við neinu því að þá
skekkist eitthvað annað.
Ég er mjög ánægður með sýninguna eins og hún kem-
ur út. Hún fer að sumu leyti aftur að uppsprettunni,
sem þarf að gera við og við í hverri listgrein. Þarna
er allt lágstemmt og rennur ljúflega, lítil sýndar-
mennska og mikil merking. Hópurinn hafði lesið
verkið fimavel og skilið það djúpum skilningi.
Og úr því ég er hér sem þýðandi í viðtali get ég ekki
stillt mig um að koma því á framfæri að það er óþol-
andi að sjá í blöðum þegar gagnrýnandi hefur fjallað
um þýdda bók og hvergi þorað að láta í ljósi neina
gagnrýni vegna vanþekkingar þá kemur oft að lokum
klausa sem hljómar eitthvað á þessa leið: Ég hef að
vísu ekki lesið framtextann en nokkrir staðir
hefðu mátt betur fara. Svo er vitnað til nokk-
urra setninga sem engin leið er aö sjá að sé
neitt athugavert við, engin regla brotin. Þar að
auki er gagnrýnandinn búinn að lýsa því yfir að
hann hafi ekki lesið framtextann, hann viti ekki
hvað var þýtt, það er bara orðin hefð að sparka í þýð-
ar um leið og farið er hjá, því menn hafa engar hugmynd-
enga getu til að gera neitt annað.“
Stórmennskubrjálæði
Athyglisvert er það sem Sigfús segir um
íslenska hreintungustefhu: „Hér er /.../
sennilega öflugasta mállögregluríki heims-
ins og algerar páverbremsur á allri endur-
nýjun tungunnar. Ég hef fyrir satt að rit-
skoðun sé á tveimur stigum. Á lægra stig-
inu eru ritskoðararnir að krukka í allt sem
skrifað er en á æöra stiginu era þeir orðn-
ir óþarfir. Þannig varð það fljótlega fyrir
austan járntjald, hver og einn varð sjálfs
sín ritskoðari og miklu nákvæmari og smá-
smugulegri en hinir höfðu verið. Það er
búið að gera íslendinga þannig og ég held
að þetta sé alveg stórhættulegur hemill á
fijósemi fólks. Það er hjá þjóðunum sem
tungumál þróast og listamönnum þeirra
reyndar líka, málsérfræðingar geta ekki
viðhaldið tungumáli upp á eigin spýtur
sama hversu málfræðilega snjöll nýyrði
þeir semja. Það er auðvitaö alveg furðulegt
stórmennskubrjálæði að ætla sér aö stjóma
heilu tungumáli af kontórnum. En svona er
þetta oft með alræðisöflin, eftirá skilur eng-
inn hvers vegna í ósköpunum viðkomandi
þjóð gat liðið þetta án þess að bregðast við
með byltingu."
Ný snædrottning
„To mand ffem for en snedronning" heit-
ir viðtal í Politiken við Bille August og Pet-
er Hoeg, en sá fyrmefndi hefur nú kvik-
myndað sögu
þess síðar-
nefnda um
Smillu hina
grænlensku,
snædrottning-
________ una nýjú sem
les snjóinn.
Aðalhlutverk-
| ið leikur Julia
Ormond.
Þetta er
langt viðtal og
rétt hægt að
grípa niður
þar sem Bille August lýsir viðskiptum sín-
um við veðurguðina: „Þegar við skipulögð-
um tökur vonuðumst við eftir svolitlum
snjó í Kaupmannahöfn. Áður en lauk höfð-
um við fengið fimm mánaða frostavetur.
Þaö hafði ekki komið almennilegur vetur
síðan við tókum Pella sigurvegara, svo að
segja má að ég hafi heppnina með mér þeg-
ar snjór er annars vegar.“
Julia Ormond
Smillu.
hlutverki
Upprennandi fiðlusnillingur
Ungur fiðluleikari, Sigurbjöm Bernharðs-
son, hélt tónleika í íslensku óperunni síðast-
liðinn laugardag. Með honum lék James How-
smon á píanó og á efnisskránni vora verk
samin á þessari öld og öldinni sem leið.
Fyrst á dagskrá var sónata í G-dúr op. 78
eftir Brahms. Flest sem þetta tónskáld samdi
er þrangið alvöru og dýpt og því þarf túlkun
tónlistar hans að vera þung og oft tregafull.
Slíkt er yfirleitt ekki á færi komungra lista-
manna og kom þvi flutningur Sigurbjörns
undirrituðum á óvart. Skemmst er frá því að
segja að leikur hans var frábær, hver tónn
fullkomlega mótaður, hver hending úthugsuð
og þrangin tilfinningu. Túlkunin var full af
ástríðu en þó öguð, en einmitt þannig á
Brahms að hljóma.
Næst var verk eftir Paganini - tilbrigði á
G-streng við stef eftir Rossini - sem telst
varla merkilegt að hugmyndaauðgi og frum-
leika; Paganini var fyrst og fremst fiðlusnill-
Tónlist
Jónas Sen
ingur sem samdi yfirgengilega erfiðar tón-
smíðar fyrir sjálfan sig til að sýna fólki hvað
hann gat á fiðluna. Flytjandi verka hans þarf
að vera gæddur fullkominni tækni svo
áhættuatriðin í tónlistinni fái hárin til að
rísa á áheyrendum. Annars er hætt við að
flutningurinn verði ekki merkilegri en
fiðlusarg í ónefndri krá í villta vestrinu. Því
miður á Sigurbjörn enn dálítið í land hvað
varðar Paganini- spilamennsku, og þó hann
gerði ýmislegt vel náði hann ekki að koma
tónlistinni á flug. Vel hefði mátt sleppa þessu
atriði efnisskrárinnar.
Eftir hlé var komið að verki sem nefnist
Fjórir kaflar fyrir fiðlu og píanó eftir Anton
Webem. Það er ekkert sérlega aðgengilegt
áheymar en Sigurbjörn og Howsmon fluttu
það af tilfinningalegri dýpt og náðu greinilega
að fanga hjörtu áheyrenda. Hið sama var uppi
á teningnum í næsta atriði tónleikanna, Að
vomóttum - fjórum næturljóðum eftir Þorkel
Sigurbjömsson. Þetta er frábær tónlist,
dulúðug og grípandi og var spilamennskan í
alla staði hin fegursta.
Lokaverkið var svo Tzigane eftir Maurice
Ravel - fjörleg tónsmíð sem þarf að flytja af
miklum krafti og glæsileika. Sigurbimi og
Howsmon tókst yfirleitt mjög vel upp, flutn-
ingurinn var svo til hnökralaus og túlkunin
full af ástríðum og lífsgleði. Þetta hefðu því
verið frábærir tónleikar ef Paganini hefði
ekki endilega þurft að dúkka upp og spilla
partýinu...
Og meira: „Ég var tregur til að fara til
Grænlands og kvikmynda þar vegna þess
að ég hef eins og aðrir Danir slæma sam-
visku út af framkomu okkar við Grænlend-
inga. Og ég hafði bara séð raunalegar götu-
myndir frá Nuuk. En staðurinn sem við
völdum, Ilulissat i Diskoflóa, er einhver sá
magnaöasti og fegursti sem ég hef séð. Stór-
fenglegur. /.../ Ég skildi SmiUu miklu betur
eftir að hafa verið á Grænlandi. Frumkraft
hennar. Væmnislausan skýrleika."
Þá er Peter Hoeg spurður hvort hann hafi
ekki farið til Grænlands áður en hann
skrifaði bókina og hann svarar:„Jú, en ég
veit aUs ekki eins mikið um Grænland og
sagan gefur í skyn. Svona er það með rit-
höfunda. Þeir geta ekki bæði vitað allt og
skrifað bækur. Þeir neyðast til að þykjast
hafa kynnt sér hlutina!“