Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1997, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1997, Qupperneq 20
20 MÁNUDAGUR 13. JANÚAR 1997 r Iþróttir unglinga Þýskalandsferö u-18 ára landsliðsins í handbolta á Hela Cup - milli jóla og nýárs: Mjög þokkalegur árangur miðað við undirbúning - vann Sviss og jafnt gegn Póllandi og Þýskalandi en tapaöi Qórum leikjum mjög naumlega Landsliösmenn framtíöarinnar, u-18 ára landsliö íslands í piltaflokki 1996. Aftari röö frá vinstri: Björn Eiríksson aöstoðarþjálfari, Heimir Ríkarðsson þjálfari, Daníel Snær Ragnarsson, Ragnar Óskarsson, Sigurgeir Ægisson, Vilhelm Sigurðsson, Sigurgeir Höskuldsson, Hörður Flóki Ólafsson, Guðjón V. Sigurösson, Heimir Árnason og Einar Björnsson, liösstjóri. - Fremri röö frá vinstri: Kristján Þorsteinsson, Einar Jónsson, Halldór Sigfússon, Jóhann Guömundsson, Helgi H. Jónsson, Hjalti Gylfason og Bjarki Hvannberg og Sverrir Þóröarson. DV-myndir Hson Mótið Hela Cup í Þýskalandi var góð reynsla fyrir strákana: íslandi boðin þátttaka í næsta móti - segir Heimir Ríkarðsson landsliðsþjálfari Ekki verður annað sagt en að frammistaða u-18 ára landsliðsins í handbolta á mótinu Hela Cup hafi verið mjög ásættanleg þegar á allt er litið. Strákarnir héldu utan 26. desember og komu heim daginn fyrir gamlársdag. DV hafði sam- band við þjálfara liðsins, Heimi Rík- arðsson, og aflaði frétta af ferðinni. Þurftum meiri undirbúning „Undirbúningur fyrir þessa ferð hefði að sjálfsögðu mátt vera meiri en erfitt var að finna tíma til að boða leikmenn saman þar sem nokkur hluti þeirra leikur með meistaraflokksliðum sinna félaga og því mikið álag á þeim. Þá spila þessir strákar einnig með 2. og 3. flokki og því ekki hægt að kalla þá saman þegar hlé varð á leikjum í Umsjón Halldór Halldórsson Nissandeildinni. Hópurinn náði fyrst saman saman eina helgi í lok nóvember og síðan aftur 13. des- ember en æft var til 21. sama mán- aðar og var undirbúningi þannig hagað að æft var í hádeginu og leikið síðan gegn meistaraflokks- liðum í 2. deild á kvöldin. Mikil forfoll leikmanna voru á undir- búningstímabilinu vegna prófa og veikinda er herjuðu á strákana. Valdir voru 17 leikmenn til farar- innar og voru allir leikimir spilaðir í Merzig sem er lítill bær stutt frá Saarbrúcken, en gegn Sviss var spil- að í þeirri borg,“ sagði Heimir. Ísland-Sviss 25-20 Þessi leikur fór fram í Saar- brúcken og var æfingaleikur sem fékkst vegna beiðni okkar. íslenska liðið var yfir allan tímann og staðan í síðari hálfleik var 10-5. Þessi munur hélst út leikinn og lokatölur urðu 25-20 fyrir ísland. Gangur leiksins: 4-2, 6-4, (10-5), 15-10,18-13, 20-15, 25-20. Ísland-Pólland 23-23 Þetta var fyrsti leikur okkar í mótinu og eftir nokkurt basl á fyrstu mínútum leiksins náði ís- lenska liðið góðum leikkafla og komst mest í 8 marka forystu. Mjög slæmur kafli strákanna síðustu 15 mínútur leiksins varð til þess að við misstum leikinn niður í jafntefli, 23-23, og fengu Pólverjar þetta nánast á silfurfati og náðu að jafna á síðustu mínútu leiksins. Þetta var sárt tap fyrir íslenska liðið þar sem strákamir okkar höfðu átt góðan leik fram aö því. Gangur leiksins: 0-2, 6-2 (14-8), 17-9, 22-18, 23-22, 23-23. Karate unglinga: Reykjanesmót á laugardag Laugardaginn 18. janúar, kl. 10, hefst Reykjanesmótið í karate unglinga. Fer það fram í Smár- anum. Búist er við góðri þátt- töku að þessu sinni, eða um 130 krökkum. Eins og oft áður er einungis keppt i kata u-16 ára. Einnig verður keppt i kihon sem er óvenjuleg keppnisgrein. Komið og fylgist með skemmti- legri keppni. Ísland-Þýskaland 23-23 Okkar menn náðu mjög góðum leik gegn sterku, þýsku liði og börðust vel allan tímann. Þýska liðið náði góðri forystu á fyrstu 10 mínútum leiksins og hélt henni þar til um 20 mínútur vora til leiksloka, er Island náði að jafna. Það sem eftir var leiks var jafnt á öllum tölum og er mínúta var til leiksloka hafði ísland möguleika til að ná tveggja marka forystu þegar þrumuskot hafnaði í stöng og hafnaði boltinn hjá þýska liðinu sem tókst að jafna á síðustu sek- úndu leiksins. Gangur leiksins: 0-5, 4-5, (8-11), 12-16, 19-19, 22-21, 23-23. Ísland-Hvíta-Rússl. 19-24 ísland átti möguleika á að vinna riðilinn með sigri á Hvíta-Rússlandi í síðasta leik riðilsins sem jafnframt var þriðji leikur íslands þann daginn - en miklum mun líkamlega sterkari leikmenn Hvíta-Rússlands náðu strax yfirburðaforystu sem þeir létu ekki af hendi það sem eftir var leiks - en ísland náði þó að minnka muninn í síðari hálfleik. Þessi leikur var sá slakasti hjá strákunum í ferðinni og gerðu þeir sig seka um uppgjöf í fyrri hálfleik. Fljótfæmi í sókn og slakri vörn og markvörslu. í síðari hálfleik reyndu íslensku piltarnir allt sem þeir gátu til að rétta sinn hlut og tókst það reyndar aðeins. Gangur leiksins: 2-7, 3-9 (4-12), 10-17, 14-20, 20-25. Ísland-Saarland 22-23 íslensku strákamir komu vel stemmdir til leiks gegn Saarlandi og höfðu örugga forystu um miðbik seinni hálfleiks þegar saarlenskir dómarar leiksins tóku sig til, ráku okkar menn grimmt út af og dæmdu boltann af okkur ítrekað, en 15 sinnum var t.d. dæmdur ruðningur á íslensku strákana í leiknum. Þá voru íslendingar þrisvar þremur færri á síðustu 15 mínútum leiksins en alls vora leikmenn íslands ein- um færri i 28 mínútur. Við þetta jafnaðist leikurinn, Saarland komst yfir í fyrsta skipti er 30 sekúndur vom til leiksloka og að loknum venjulegum leiktíma misnotuðu okkar strákar vítakast og tókst því ekki að tryggja sér framlengingu. Gangur leiksins: 2-0, 5-2, 10-5, (12-8), 16-11, 22-21, 22-23. Ísland-Pólland 30-30 (33-34) Jafnræði var með liðunum alian leikinn en Pólverjar þó ávallt fyrri til að skora. Undir lok leiksins var Pólland með þriggja marka forskot og brá á það ráð að klippa tvo leikmenn íslenska liðsins út en við það riðlaðist leikur þeirra og ísland náði forystu er stutt var til leiks- loka. Pólland náði síöan að jafna og tryggja sér framlengingu. Jafnt var á öllum tölum í framlengingunni. Pólland skoraði síðasta mark sitt þegar 15 sekúndur voru til leiksloka - en íslandi mistókst að jafna úr dauðafæri á síðustu sekúndu leiks- ins. Gangur leiksins: 0-2, 5-6, 11-13, (15-15), 24-27, 29-28, 30-30, fram- lenging: 33-34. Ljóst er að ekki er íslenska liðið langt frá því að slá í gegn á þessu móti og hefur það verið íslenskum handbolta til mikils sóma í þessari utanlandsferð. Hvert er álit Heimis Ríkarðs- sonar landsliðsþjálfara á ferð u-18 ára landsliðsins í handbolta til Þýskalands? Skilar hún miklu til hinna ungu leik- manna? „Þýskalandsferðin var að mínu mati mikil reynsla fyrir hið unga landslið - og er örugglega gott veganesti fyrir komandi verkefni þessa liðs sem verður að huga að sem allra fyrst. Eins og sjá má á öðrum stað á síðunni voru leikir strákanna mjög jafnir og með smá- heppni hefði árangurinn orðið frá- bær. Þeir unnu einn leik, gerðu tvö jafntefli, töpuðu þremur, þar af tveim með einu marki og öðrum þeirra eftir framlengdan leik. Þá má Skor leikmanna á Hela Cup Tölumar í töflunni hér á eftir em samtals skorað mörk ein- stakra leikmanna í íslenska lið- inu. Fyrri talan er tilraunin, síðan skoruð mörk. Bjarki Hvannberg, Val.........10/8 Daníel S. Ragnarsson, Val....10/6 Einar Jónsson, Fram...........10/3 Guðjón V. Sigurðsson, Gróttu . 15/11 Helgi Jónsson, Stjömunni......5/2 Halldór Sigfússon, KA.........16/7 Heimir Öm Ámason, KA . . . . 25/15 Hjalti Gylfason, Vikingi.......6/2 Kristján Þorsteinsson, KR . . .. 15/12 Ragnar Þór Óskarsson, ÍR. 79/59 (28) Sigurgeir Ægisson, FH..........8/2 Sindri Sveinsson, Fram........15/9 Sverrir Þórðarson, FH........11/10 Vilhelm Sigurðsson, Fram......2/1 Markverðir - Varin skot: Sigurgeir Höskuldsson, Val.....57 Jóhann Guðmundsson, Selfossi .. 35 Höröur Flóki Ólafsson, KA........3 Hörður lék aðeins hluta af 2 leikjum, þar sem hann veiktist í feröinni. geta þess að ísland var eina þjóðin sem Þýskaland vann ekki í mótinu, en það sigraði Hvíta-Rússland í úr- slitaleik. Þátttaka hinna þjóðanna í mótinu var liður í undirbúningi þeirra fyrir Evrópukeppnina í maí nk. en þjóðirnar hafa æft af kappi undanfarna mánuði, að sögn þjálfara þeirra. En á sama tima hefur okkur verið þröngur stakkur skor- inn til undirbúnings vegna mikils álags strákanna með meistaraflokkum sinna félaga í Nissandeildinni og með 2. og 3. flokki. Vegna þessa var ekki ljóst fyrr en örfáum dögum fyrir ferðina til Þýskalands hvort nokkrir leikmenn liðsins gætu farið með vegna leikja í Nissasdeildinni milli jóla og nýárs og haföi það mjög slæm áhrif á allan undirbúning fyrir ferðina. Gera þarf ráö fyrir minnst fimm æfingahelgum Mótshaldari Hela Cup hefur þeg- ar boðið okkur að senda landslið leikmanna, fæddra 1980 og seinna, á Hela Cup í desember á þessu ári og tel ég að HSÍ ætti að þekkjast það boð enda allur kostnaður erlendis greiddur af mótshaldara. Gera verð- ur ráð fyrir þátttöku íslands áfram og miða alla uppsetningu móta hér heima við það. Nauðsynlegt er að gera ráð fyrir i það minnsta fimm æfmgahelgum á ári fyrir unglingalandsliðin," sagði Heimir að lokum. Kolbrún setti 86 met á síðasta ári DV, Akranesi: Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, 13 ára sundkona á Akranesi, er þrátt fyrir ungan aldur komin í fremstu röð íslenskra sundkvenna í dag. Hún náði frábæram árangri á síð- asta ári og stendur þar hæst tvö- faidur íslandsmeistaratitill í 200 m baksundi kvenna. Hún setti alls 86 met á síðastliðnu ári. 14 íslensk unglingamet og 72 Akranesmet í telpna-, stúlkna- og kvennaflokki og var réttilega kjörin sundmaður Akraness 1996. Hennar helsti ár- angur síðasta ár var á innanhúss- meistaramóti íslands en þar sigr- aði hún í 200 m baksundi kvenna, varð 2. í 100 m baksundi og í 50 m skriðsundi og völdu þjálfarar hana efnilegustu sundkonu lands- ins. - Á sundmeistaramóti íslands í 50 m laug sigraði hún í 200 m baksundi kvenna, varð 2. i 100 m baksundi og i 3. sæti í 200 m fjór- sundi og 50 m skriðsundi. Á aldursflokkameistaramótinu vann hún í 400 m skriðsundi og 100 m skriðsundi telpna, 200 m fjórsundi telpna og varð 3. í 100 m flugsundi telpna, ásamt boðsund- um sama aldursflokks. Kolbrún á fast sæti í unglingalandsliðinu og keppti á alþjóðlegu unglingamóti í Lúxemborg í apríl og stóð sig vel, varð í 1. sæti í sínum aldursflokki í 100 m baksundi, í 2. sæti í 200 m baksundi og í 4. sæti í 100 m skrið- sundi. Ljóst er að hér er mikið sund- konuefni á ferðinni sem fróðlegt verður að fylgjast með. -DVÓ Heimir Ríkarðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.