Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1997, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1997, Qupperneq 22
30 MÁNUDAGUR 13. JANÚAR 1997 *AÍklWa-,i,- - ■ '■ l/hJíJj1 vi) Guðmundur Rúnar Lúðvíksson myndlistarmaður: ■ / Hefur stofnað alþjoðlegan listaskóla á netinu „Skólinn er hugsaður fyrir þá sem hafa lokið grunnnámi á sínu sviði, þetta er í rauninni eins og hvert annað akademískt nám,“ seg- ir Guðmundur R. Lúðvíksson mynd- listarmaður en hann hefur stofnað listaskóla á Intemetinu. Hann hefur fengið aðra listamenn úti um allan heim til liðs við sig og starfa þeir sem kennarar. Einnig býður vefsíða skólans upp á sýningaraðstöðu þar sem hægt er að setja upp sýningar í rými að eigin vali. Enn fremur er boðið upp á ókeypis forrit sem lista- menn geta nýtt sér við listsköpun sína. Krefjandi nám Hver kennari hefur sitt sérsvið. Þannig er einn gullsmiður, annar sérhæfir sig í hljóðvinnslu og einn í hefðbundinni myndlist svo eitt- hvað sé nefiit. Kennslan virkar þannig að nemandinn sendir kenn- ara (eða kennurum) sinum verk sín með aðstoð netsins og fær til baka athugasemdir og gagnrýni. „Ég hef sjálfur verið í akademísku námi, bæði í Þýska- landi og Hollandi. Þar var einung- is hægt að nálgast kennara með þvi að biðja sérstaklega um viðtal og það fæst kannski eftir mánuð. Svo fer það eftir ýmsu hvaða við- brögð maður fær.“ Guðmundur segir að hann hafi spurt sig hvers vegna nemandi ætti að þurfa að sætta sig við þetta þegar hægt er að vera í beinu sambandi við kenn- arann í gegnum tölvu. Námið sem Guðmundur sér fyrir sér krefst mikils sjálfsaga en býður jafnframt upp á mikla möguleika. „Það skipt- ir engu máli hvar kennarinn situr, hann getur verið í Belgíu og nem- andinn á íslandi. Verkið þarf ekki að vera áþreifanlegt til þess að hægt sé að fjalla um það. Ég sé það fyrir mér að eftir venjulega skóla- göngu, þar sem grunnatriði séu kennd, geti menn numið við skóla eins og þennan. Það væri kannski hægt að vera í fjórum skólum í einu og þar með fá fjögur mismun- andi sjónarhom á verkin. Svo geta menn vegið og metið hvaða sjónar- hom séu gagnlegust.“ Guðmundur segir að netið sem slíkt ætti að geta verið listamönn- um góður bandamaður. „Það sem vantar mjög í akademískt nám, sérstaklega hér á landi, er mögu- leikinn á að sýna verk. Menn BBBRS [k tBr««» Bkcu> ■Utttel vinna oft verkin sín og svo liggja þau bara á gólf- inu. Á vefsíðu skólans má setja upp sýningu í hvaða rými sem er. Ef það er til dæmis eitthvert metnaðarmál að sýna á Kjar- valsstöðum eða Louvre-safninu þá er lítið mál að koma því við.“ Þetta er gert með því að listamað- urinn fær teikningu af þessu sýndar- rými og still ir þessu séu mjög spenntir. „Samt sem áður eru þeir til sem viður- kenna ekki þessa aðferð einungis vegna þess að Intemetið er notað en það lagast með tímanum." Hvað varðar framtíðina segir Guðmundur að ætlunin sé einfald- lega að stækka síðuna. Mein- ingin er að þegar hún hefur fengið að þróast og Guömundur R. Lúðvíksson myndlistarmaöur hefur sett upp listaskóla á Internetinu. Slóöin á listaskólann er http: //www.islandia.is/acadmie verkum sínum upp eins og honum finnst henta best. Þannig fá lista- menn jafnari möguleika til að koma sér á framfæri en áður hefur þekkst. Netið greinir ekki milli heimsfrægra listamanna og byrj- enda. Guðmundur leggur áherslu á að þetta form sé ekki mjög frá- brugðið því þegar list er sett fram í bókum. „Fæstir hafa séð upp- runalegu verkin eftir Picasso held- ur hafa þeir séð þau í bókum eða sjónvarpi eða jafnvel á konfekt- kassa. Listin er samt jafn raun- veruleg fyrir því.“ Hann segir að þeir sem hafi á annað borð kynnst vaxa muni nemendur greiða fyrir veru sína þar. „Það verður senni- lega inntökupróf í skólann og svo hef ég áhuga á því að á síðu skól- ans muni fyrirtæki gefa nemend- um kost á að prófa hugbúnað sem þau eru að selja," segir Guðmund- ur að lokum. Listaskólinn er vistaður hjá Isl- andia. Slóðin þangað er http://www.islandia.is/academie Guðmundur á eigin vefsíðu á ver- aldarvefnum og er slóðin þangað http://www.islandia.is/gummi -JHÞ Allt um veður Heimurínn og Ameríka Gervihnattamyndir af veðurkerfum jarðarkringlunnar eru á slóðinni http://rs560.cl.msu.edu/weather/ Þar er einnig hægt að fylgjast náið með veðrinu f Bandaríkjunum eins og það er nákvæmlega núna. ísland Ágæt vefsíða Veðurstofu íslands er á slóðinni http://www.vedur.is Þar má lesa veðurspár um allt land. Þar er einnig útskýrt hvað hugtök eins og gola þýða raunverulega. Borgir Vefsíða CNN fréttastofunnar er sennilega ein sú besta af þeim ötlum. Þar er hægt að finna upplýsingar um veður í fjölda borga úti um allan heim á einföldum gagnagrunni. Slóðin er http: //www.cnn.com Evrópa Gagnlegt yfirlit yfir veðrið í Evrópu er að finna á vefsíðu frönsku veðurstofunnar Meteo France. Slóðin þangað er http: //www.meteo.fr/ . Ít.v I ■ \ Tengingasafn Afar fjölbreytt tengingasafn um veður er að finna á slóðinni http://www.cybercomm.nl/~willem/weerkaarten.html PVI tölvur Þrátt fyrir að mörg helstu há- tæknifyrirtæki heimsins eigi að- setur sitt í Sílikondalnum fræga í Kalíforníu þá er rikið afskap- lega aftarlega á merinni hvað varðar aðgang skólabarna að tölvum. Á bandarískan mæli- kvarða er Kalifomía i 45. sæti af 50 hvað þetta varðar. Kalifomíubúar vilja breyta þessu og á dögunum tilkynnti ríkisstjóri Kalifomíu að hann myndi standa fyrir 33,5 milljarða króna fjárveitingu til tölvukaupa fyrir skóla ríkisins á næstu fjór- um ámm. Gert er ráð fyrir því að þeir jafhi framlag ríkisins þannig að allt í allt ættu tölvu- kaupin að nema um 67 milljörð- um króna. Ætlunin er að 400 þúsund til milljón tölvur bætist við tölvukost skóla í „sólskins- ríkinu“ Kaliforníu. -JHÞ a Bandaríska netfyrirtækið WevTV hefur tilkynnt að það ráði yfir nýrri tækni sem geri notendum Internetsins kleift að sjá hreyfimyndir í sömu gæðum og gengur og gerist í venjulegum sjónvörpum. Talsmenn WevTv halda því einnig fram að hægt verði að nota venjulegar simalín- ur til þess að senda þessar mynd- ir hratt og örugglega til notenda. Nýja tæknin kallast VideoFlash og hefur þegar hlotið hrós úr frekar óvenjulegri átt. Útgáfufyr- irtækið National Geographic, sem leggur mikið upp úr góðum myndgæðum í því fræðsluefni sem það gefur út, hefur lýst því yfir að VideoFlash gefi fyrirtæk- inu sömu möguleika á því að koma gæðamyndefhi til notenda í gegnum netið og þegar er gert í gegnum sjónvarpið. VideoFlash þjappar hreyfi- myndum þrisvar til tíu sinnum betur en nú þekkist. Algengur þjöppunarmáti er svokallað MPEG en þá er myndin þjöppuð ; hundraðfalt. -JHf' Strútar Þeir sem vilja elda strút ættu að skoða siðuna á slóðinni http://www.osmond.com/os- net/companies/oster- ich/hints.html Meira um Luðrasveit verkaiýðsins Það munar ekkert um það hvað þeir hjá Lúðrasveit verka- lýðsins eru duglegir að búa til vefsíður. Eina slika er að fmna á slóðinni http: //www.ved- ur.is/~torfi/lv.html No Doubt Hljómsveitin No Doubt hefur slegið i gegn svo um munar í Bandaríkjunum með plötu sinni Tragic Kingdom. Aðdá- endur sveitarinnar ættu að geta skoðað síðu á slóðinni http://bird.tapon- line.com/heckler/nodoubt.html sér til ánægjuauka. Ferðast til Ástralíu Ástralska innflytjendaeftirlit- iö er með vefsíðu á slóðinni http: //www.immi.gov.au/ Iþróttasamband Islands hefur glæsilega vefsíðu á slóðinni http://www.toto.is/isi/ Meira um íþróttir Á slóöinni http: //www.sky.co.uk/sports/cent- er/ er vefsíöa íþróttadeildar Sky Sports. Staðreyndir um Evitu Peron, sem Madonna er að leika í nýrri kvikmynd, eru á slóðinni http: //www.abc.nl/abc/sec- ond/tjarda/gallery/evita.htm Flamenco Dansarar ættu að skoða síð- una • á slóðinni http://www.flamengo.com/ing- les/entrev/entrev.html Fyrir svanga Þeir sem ekki vilja standa upp frá tölvunni til þess að næra sig geta keypt allt sem til þarf hjá Netkaup. Slóðin er http: //www.saga.is/cgi- bin/n/enter/

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.