Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1997, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1997, Blaðsíða 24
32 * MÁNUDAGUR 13. JANÚAR 1997 ÍJJJ- íbúarnir í San Luis, afskekktum bæ í Mið-Ameríkuríkinu Hondúras, sluppu með skrekkinn fyrir hálfum öðrum mánuði þegar loftsteinn féli til jarðar eigi langt þar frá, kveikti í nokkrum ekrum af kaffiræktar- landi, eyðilagði vegarspotta og myndaði 55 metra breiðan gíg í jörð- ina. Hefði loftsteinn fallið í byggð hefði hann valdið umtalsverðu tjóni. „Loftsteinar sem falla tU jarðar eru ekki mjög óalgengir, svona handfyUi á hverju ári eða svo, en þessi virðist hafa verið nokkuð stór,“ segir Jacqueline Mitton, félagi í konunglega breska stjamvísindafé- laginu. En það er fleira en loftstein- ar sem hugsanlega geta lent í árekstri við jörðina okkar. Bandarískir vísindamenn skýrðu frá því fyrir skömmu að rúmlega tvö hundruð „flækingssmástirni", sem eru meira en kílómetri í þvermál, væru á flakki um sólkerfi okkar og að braut nokkurra þeirra kunni að skera sporbraut jarðar um sólu. Smástimi þessi eru úr svoköUuð- um Trójuhópum sem eru tveir stór- ir hópar smástima á sporbaug um sólu í sömu fjarlægð og Júpíter. í bréfi til tímaritsins Nature segja vísindamennirnir Carol og Eugene Shoemaker og Harold Levison að smástimi í Trójuhópunum hafi upp- haflega verið fleiri en þau sem era í smástirnabeltinu. Trójuhópamir hafi hins vegar skroppið saman vegna áhrifa þyngdarafls risareiki- stjama á borð við Satúmus sem hef- ur hrist smástimin laus þannig að þau flakka nú frjáls um sólkerfið. „Við áætlum að það séu rúmlega tvö hundruð Trójusmástirni með meira en eins kílómetra þvermál á flakki um sól- kerfið. Þar af era nokkur sem kunna að fara fyrir sporbaug jarðar,“ segja vísindamenn- imir í bréfi sínu. Skýrsla þeirra er byggð á langtímagrein- ingu á stöðug- leika Tróju- hópanna. Þau Carol og Eugene Shoema- ker uppgötvuðu flækingssmást- imið Shoema- ker-Levy 9 sem lenti i árekstri við Júpíter fyrir tveimur árum. Rannsóknir þeirra sýndu fram á að ólík- legt væri að Shoemaker- Levy 9 hefði verið Trójusmástimi vegna spor- baugs síns. Fyrir rúmum mánuði fór smá- stimi, sem hefur hlotið nafnið Tout- atis og er um 4,8 kílómetrar í þver- mál, fram hjá jörðinni í um 5300 milljóna kílómetra fjarlægð. Það er fjórtánfóld Ijarlægð tunglsins frá jörðu. Samkvæmt kokkabókum stjarnvísindamanna er það svona næstum-því-árekstur. Árið 2004 mun Toutatis þjóta hjá enn nær, eða í fjórfaldri fjarlægð tunglsins frá jörðu. Vísindamenn segja að ef smá- stimi af þeirri stærð rækist á jörð- ina jafngilti það því að öll kjam- orkuvopn heimsins spryngju á sama tima. Talið er að smástimi hafi komið niður við Yucatanskaga í Mexíkó fyrir 65 milljónum ára og valdið gíf- urlegum loftslagsbreytingum sem hugsanlega urðu svo til þess að risa- eðlur hurfu af yfirborði jarðar. Vísindamenn hafa hvatt til þess að lagt verði fjármagn í að koma upp neti stjömusjónauka til að vara við hugsanlegri smástirnaárás. Þá hafa borist fréttir um að vísinda- menn kunni í framtíðinni að geta beitt hlustunartækni í þessu skyni, ekki ósvipaðri þeirri og notuð er til að fylgjast með kjarnorkusprenging- um neðanjarðar. SMASTjRNI flFLAKKI Rúmlega 200 flækmgssmástirni úr Trójumhópunum. meira en einn kílómetrií þvermál, kunna aö vera á flakki um sólkerfiö og sum þeirra munu hugsanlega skera sporbaug jaröar, aö því er Carol og Eugene Shoemaker segja. Lagrange punktar Punktar í nágrenm tveggja þungra efnisheiida (svo sem jaróarinnar eöa tunglsins) þar sem þyngdarafl hvors um sig er i jafnvægi 'í Trojubeltum Júprters voru upphaflega fleiri smástirni en í helsta smástirnabeltinu en smám saman hefur drerfst úr þeim vegna áhrifa þyngdarafls risapláneta á borð við Saturnus sem hefur hrist smástirnin laus, segja Carol og Eugene Shoemaker sem uppgötvuðu halastjörnuna Shoemaker-Levy sem lenti í árekstri við Jupiter fyrir tveimur arum. - líkamsræktin líka Hver kannast ekki við að hafa strengt þess heit um áramót að taka sjálfan sig nú aldeilis taki og leggja stund á líkamsrækt á nýju ári, tekið það með trukki strax í upphafi en síðan ekki söguna meir? Sá hinn sami getur þó hugg- að sig við að hann er ekki einn á báti. Landlæknir þeirra Bandaríkjamanna hef- ur áhyggjur af heilsufari landa sinna og sá sig knú- inn til að leggja þeim lífsreglumar um áramótin. Og boðin frá landlækni vora þau að menn ættu að stunda minni líkams- rækt á nýbyijuðu ári og fara ekki eins geyst í sakirnar og þeir héldu að þeir ættu aö gera. Það er nefnilega þannig með marga Bandaríkjamenn, og lík- legast íslendinga þá líka, að þeir skammast sín svo fyrir hóglífið yfir hátíðamar að þeir ætla sér um of þegar bót og betran lofað. Menn æða út og reyna kannski að hlaupa allt að tíu kíló- metra, eða þá að þeir kaupa sér kort í líkamsræktina og hamast í tvo klukkutíma fyrsta daginn, nú eða þeir kaupa sér rándýr tæki til að hafa heima við og þræla svo og púla kiukkustundum saman um leið og búið er að setja tækið sam- an. í því felast mistökin. Hinir áhugasömu þreytast og verða aumir og sárir, missa kjarkinn og hætta. Því vill landlæknirinn bandaríski að hófs sé gætt í þess- um efnum. Landlæknirinn segir að rúmlega 60 prósent Bandaríkjamanna fái ekki þá hreyfmgu sem mælt er með og fjórð- ungur þeirra stundar alls enga líkamsrækt. Nærri helmingur af ungu fólki á aldrinum 12 til 21 árs stundar líkams- rækt heldur ekki reglu- bundið. Sérfræðingar telja að fólk forðist ekki endilega likamsræktina heldur eigi þaö í erfiöleikum með að koma henni fyrir í daglegu amstri. Þess vegna hafa þessir sömu sérfræðingam- ir reynt að benda fólki á einfalda hluti sem auðveldlega má gera á degi hverjum og hafa mikið gagn af, svo sem eins og aö ganga upp stigana í stað þess að taka lyftuna. Þá er líka bráðgott að ganga rösk- lega í svo sem hálftíma og ýta bamavagni á undan sér um tveggja kílómetra leið á 30 mínútum. Það er sem sé engin nauðsyn að hamast eins og Magnús Scheving til að hafa gagn af líkamsræktinni. Sólarljósið drepur bakteríur Sólin er til margs nýtileg. Nú hef- ur komið í ljós að hægt er að nota sólarljósið á einfaldan og ódýran hátt til að gera vatn hæfara til drykkjar. írskir læknar, sem störfuðu i Kenía, segja að þriðjungs minni líkur séu á því að böm fái niðurgangspest hafi þau drakkið mengað vatn úr plastflöskum sem vora látnar vera úti í sterkri sólinni. Ronan Conroy, sem starfar við læknaskólann í Dublin, segir að hitinn og út- fjólublá geislun frá sólinni vinni i sam- einingu að því að drepa bakteríur sem valda sjúkdómum. Hann segir aðferðina einfalda og ódýra og henni sé hægt að beita nánast hvar sem er. „Þetta drepur nánast allt sem er í vatninu," segir Conroy. E-kólibakt- eríur og örverur sem valda kólera og öðrum sjúkdómum era þar á með- al. „Augljóslega er ekki verið að dauðhreinsa vatnið en í samfélögum sem ekki hafa neitt til neins er þetta raunverulegur valkostur," segir Conry. Conroy og starfsbræður hans skýra fá því í læknaritinu Lancet að þeir hafi gefið 206 bömum af masaí- ættbálkinum í Kenía vatn í plastfl- öskum. Helmingi barnanna var sagt að geyma flöskumar uppi á þaki á kofanum sínum og drekka ekki úr þeim fyrr en eftir sex klukku- stundir. Hin börn- in máttu geyma flöskumar í for- sælu inni í kofum sín- um. Niður- gangspestartil- fellin uröu þriðjungi færri meðal barnanna sem settu flösk- urnar sínar í sólina. Bömum í þróunarlöndunum stendur mikil ógn af niður- gangspest sem drepur fjórar til sex milljónir þeirra á hverju ári. Hreint drykkjarvatn leysir þann vanda. Conroy segir að kjörið hafi verið að kanna kenninguna á masaium þar sem þeir hafi ekki aðgang að hreinu drykkjarvatni og aðrar hreinsunaraðferðir, svo sem klór- blöndun, virki ekki í brunnunum sem þeir fá vatn sitt úr. „Þessi böm drekka mengaðasta vatn í heimi,“ segir Ronan Conroy. 11 og póð fþrótt fyrir alla Fullorðnir ^ ^ Listgrein Barnaflokkar Sjálfsvörn Líkamsrækt iglingaflokkar 4 0 0 3 Sensei KAWASOE 7.dan Yfírþjálfari Shotokan á íslandi. Þórshamar Brautarholti 22 Sensei Ólafur Wallevik 4.dan Yfirþjálfari Þórshamars. Sameiginlegur uppruni rabbína Vísindamenn hafa nú sýnt fram á að prestskapur meðal gyðinga hefur gengið í erfðir i karllegg í þúsundir ára og þyk- ir það renna stoðum undir frá- 1 sagnir Biblíunnar um skipun fyrsta æðsta prest ísraels- I manna fyrir 3300 árum. í bréfi til timaritsins Nature segjast vísindamennimir hafa J rannsakað 188 óskylda rabbína frá ísrael, Norður-Ameríku og Bretlandi. í ljós kom að Y-litn- ingamir, sem erfast frá föðurn- um, í sýnunum úr rabbínunum voru allfrábrugðin þvi sem ger- IÍ ist í óbreyttum gyðingum. Fyrri rannsóknir hafa leitt í ljós að litningasamsetning gyð- inga er nokkuð mismunandi eftir heimshlutum, að hluta til vegna blöndunar við annað fólk. Hins vegar reynist litn- ingasamsetning í rabbínum vera mjög áþekk, sem bendir til sameiginlegs uppruna. Grænt gras í verstu þurrkum » í miklum þurrkum er oft erfitt I að halda grasinu grænu en nú s kann að verða breyting þar á. ! Breskir vísindamenn hafa nefhi- s lega fúndið leyndardóminn að 1 grænu grasi, jafnvel i verstu Iþurrkum. Uppgötvunin gæti leitt tii ódýrara viðhalds golfvalla og almenningsgarða og jafnvel til næringarríkara fóðurs fyrir bú- peninginn á veturna. Vísindamennirnir tóku eitt : sinn eftir grasafbrigði einu sem hélst grænt þótt grasið alit um J kring væri skrælnað og gult af þurrki. Afbrigði þetta reyndist j vera náttúrulega stökkbreytt og sem í vantaði ensim sem brýtur niður blaðgrænuna sem plöntur | nota til að framleiða eigin fæðu með aðstoð ljóstillífunar. Nú er >! búið að flytja þennan eiginleika í s önnur grasafbrigði og halda þau ij græna litnum og eiginleikum sínum lengur i þurrki en ella. Annað brot hjálpar til Breskir læknar hafa uppgötv- að að betur gengur að fá erfitt brot til að gróa ef gert er annað brot i sama útlim. Slíkt getur jafnvel komið í veg fyrir að sjúklingurinn missi útliminn. Græðingarstarf líkamans stöðvast alla jafna að þremur mánuðum liðnum. Það getur komið sér illa fyrir brot sem eru lengi að gróa. En með því aö gera annaö brot í sama útlim hrekkur græðingarstarfið aftur í gang. Tækni þessi hefur verið prófuð á nærri 200 sjúklingum í Bristol.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.