Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1997, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1997, Page 40
11.1/97 /2&f HeildarvinningsupphæÓ 12.535.732 13 16 23 id 32 36 l.snrs 8.282.152 2.iqfS + 105.710 | 3. 4 «rs 115 . 9.510 5 4.3qf5 -ÆQQ9 ... 630 Vinningstölur a 11.1/97 ' KIN FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Eins og sjá er fjarskiptamastrið á Fteynisfjalli stórskemmt ef ekki ónýtt eftir að hafa fallið til jarðar í hvass- viðri um helgina. DV-mynd Njörður Mastur brotnaði á ' Reynisfjalli DV, Vík í Mýrdal: í hvassviðri sem gekk yfir Mýr- dalinn síðastliðinn laugardag brotn- aði 25 metra hátt fjarskiptamastur Pósts og síma hf. sem er á Reynis- fjalli. I mastrinu voru endurvarpar fyrir Ríkisútvarpið, rás 1 og 2, Sjón- varpið og bæði farsímakerfin. Þegar mastrið féll datt því endur- varp allra þessara miðla út, en það náði til Víkur og hluta sveitarinnar í kring. Viðgerðarmenn voru vænt- anlegir austur í gær og reiknað með að bráðabirgðasendum yrði komið fyrir strax. Endanleg viðgerð kemur til með að taka lengri tíma. Víkurbúar og nærsveitamenn misstu því t.d. af tyrsta þætti Spaug- stofunnar á laugardagskvöldið en . þess má geta að Stöð 2 og Bylgjan duttu ekki út vegna þessa. ~ -NH/bjb Banaslys í , Skagafirði ' Banaslys varð þegar karlmaður hrapaði í Merkigil í Skagafirði laust eftir hádegi í gær. Farið var að svip- ast um eftir manninum þegar hann kom ekki fram á þeim tíma sem bú- ist var við honum. Björgunarsveit SVFÍ á Sauðárkróki fann manninn og var hann úrskurðaður látinn þegar læknir kom á staðinn. -sv Einn á slysadeild Tveir bílar skullu saman á mót- um Flókagötu og Lönguhlíðar um miðjan dag í gær. Einn var fluttur á slysadeild og kenndi hann sér meins í hálsi. Ekki er talið að hann hafi verið alvarlega meiddur en bilarnir eru báðir mikið skemmdir. -sv Fangavörður á Litla-Hrauni til rannsóknar hjá RLR: Ásakaður um fíkniefnasmygl til eins fangans - tengist missætti tveggja fangavarða á Litla-Hrauni Að beiðni Fangelsismálastofn- unar ríkisins hefur Rannsókn- arlögregla ríkisins, RLR, til rann- sóknar ásakanir á hendur fanga- verði á Litla-Hrauni um að hafa smyglað flkniefnum til eins fang- ans. Aðspurður staðfesti Kristján Stefánsson, framkvæmdastjóri Litla-Hrauns, þetta í samtali við DV en vildi að öðru leyti lítið tjá sig um málið. Samkvæmt upplýs- ingum hans hefur rannsókn und- anfarinna vikna lítið miðað og átti hann von á niðurstöðu innan skamms. Hjá RLR vörðust menn allra frétta. Hörður Jóhannesson yfir- lögregluþjónn vildi hvorki játa því né neita aö málið væri þar til rannsóknar. Krisfján vildi ekki upplýsa hvernig málið kom upp. Sam- kvæmt heimildum DV var það fangavörðurinn sem bað fangeísis- málayfirvöld um þessa rannsókn. Hann telur sig saklausan og vill hreinsa mannorð sitt. Ásakanirn- ar komu frá kollega hans og sömu heimildir herma aö þeir hafl um skeið eldað grátt silfur, jafht utan sem innan fangelsisins. Meint flkniefnasmygl á að hafa átt sér stað þegar fangavörðurinn, sem ásakaður er, lét taka til í klefa umrædds fanga. Fanginn er sagð- ur hafa tekið þessu illa, haft i hót- unum við fangavörðinn og fengið kollega hans til liðs við sig. -bjb Finnur Ingólfsson: Of seint I mótmælt | „Þessi mótmæli koma allt of seint fram. Árið 1993 var gert skipu- . lag á þessu svæði þar sem gert var ráð fyrir iðnaðaruppbyggingu, án þess að því væri mótmælt. Umhverf- ismat fór fram og af hálfu þeirra sem mótmæla mest núna var þá engin athugasemd gerð. í júnímán- uði síðastliðnum úrskurðaði ráð- herra um tillögu skipulagsstjóra um umhverfismatið. Og á grundvelli þess að umhverfísmat hafði farið * fram og iðnaðaruppbygging er fyrir- huguð á svæðinu valdi Colombia- fyrirtækið þennan stað,“ sagði Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra um þau miklu mótmæli sem nú eru , uppi í nærliggjandi sveitum við Gnmdartanga gegn því að þar verði reist álver. Finnur segir að menn hefðu átt að i mótmæla strax í byrjun þegar ákveð- ið var að vera með iðnaðaruppbygg- ingu á svæðinu. Hann segir að nú sé verið að kynna starfsleyfíð sem slíkt. j „Þar geta þeir sem nú mótmæla haft áhrif. Þeim býðst það vegna ’ þess að þar verður afgreitt með hvaða skilyrðum verksmiðjunni verður leyft að starfa." segir Finnur Ingólfsson. -S.dór Eins og sjá má er bifreiöin mjög illa farin eftir aö hafa oltið 50 metra niður Vattanesskriður og hreint kraftaverk að bifreiðastjórinn skuli hafa lifað slysið af. DV-mynd Ægir Vattarnesskriður: Alvarlega slasað-1 ur eftir bílveltu i „Þetta er í annað sinn sem maður slasast alvarlega í þessum skriðum á skömmum tíma og maður lét lífið eftir hafa farið þama niður í bíl sín- um í kringum 1980. Þetta er þvi þriðja alvarlega slysið í þessum skriðum á tæpum tveimur áratug- um,“ sagði lögreglúmaður á Fá- skrúðsfirði við DV í gærkvöld en karlmaður liggur mjög alvarlega slasaður á gjörgæsludeild Sjúkra- húss Reykjavíkur eftir að bill hans fór 50 metra niður brattar Vattar- nesskriður, ofan við svokallað Hafn- ames, á milli Reyðarfjarðai- og Fá- skrúðsfjarðar, á laugardagskvöld. Slæm færð var á þessum slóðum og sá vegfarandi fór eftir bíl manns- ins sem lágu út af veginum. Hann sá hvað gerst hafði, lét lögreglu vita og ; reyndi síðan að hlúa að hinrnn slas- aða eftir mætti. Tveir læknar komu : með sjúkrabíl frá Reyðarfirði en þangað var farið með manninn til þess að búa hann undir ferð með þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF- * LÍF, til Reykjavíkur. Þyrlan þurfti að fara til Hafhar í Homafirði til þess að taka eldsneyti og kom síðan til Reykjavíkur rétt fyr- * ir klukkan sex í gærmorgun. Talið er . að maðurinn hafi farið út af veginum um klukkan níu í fyrrakvöld og því liðu um níu klukkustundir frá slys- inu og þar til hann komst á sjúkra- t hús. Sem fyrr segir liggur maðurinn mjög alvarlega slasaður á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. -sv/-ÆK Einn með fíkniefni á Selfossi Maður um tvítugt var tekinn með þónokkurt magn af hassi og amfetamíni á Selfossi aöfaranótt sunnudags. Maðurinn var tekinn eftir venjubundið eftirlit lögreglu. Hann vai- látirm laus að yflrheyrsl- um loknum. -sv L O K I Veðrið á morgun: Rigning eða slydda Á morgun má búast við all- hvassri austan- og norðaustanátt og snjókomu á norðvestanverðu landinu. Hún mun þó verða mun hægari annars staðar, víða með rigningu eða slyddu. Veðrið í dag er á bls. 44. MERKILEGA MERKIVELIN brother pt-2qo Islenskir stafir 5 leturstærðir 8 leturgerðir 6, 9 og 12 mm prentborðar Prentar í tvær llnur Verð kr. 6.995 Nýbýlavegi 28 Simi 554 4443

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.