Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1997, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1997, Blaðsíða 10
10 ennmg FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 1997 JjV Primavera: Oft gott, en stundum ekki Primavera býður freistandi seðil, en bregzt stundum á mest rómaða sviðinu, í matreiðslunni. Hún er oft góð, en stundum skortir næmi fyrir nákvæmni í mikilvægum smáatriðum, svo sem eldunartíma, sem verður óhæfilega langvinnur. Þetta kom fram í fiski og kjöti, pasta og grænmeti á einu og sama kvöldinu. Matreiðslan var jafnbetri á afskekkta staðnum í Kringlunni, þar sem Primavera var áður. Nú er veitingahúsið komið í alfaraleið í sjálfu Austur- stræti og er orðið vinsælt, svo að þar kann að vera að leita skýringanna á sveiflum eldhússins. Frá fallega háum og nöktum matstað á annarri hæð er ágætt útsýni í hádeginu um risastóra glugga niður á þá, sem skjótast í Ríkiö handan götunnar. Spegill nær yfir annan þvervegg allan og lengir staðinn mjög. Hinn þvervegg prýðir risastór eftirprentun Vorsins eftir endurreisnar- málarann Sandro Botticelli. Brakandi hvitt lín er á borðum jafnt í hádegi sem að kvöldi, svo og fimaljót póstkort. Við gluggaborð eru þægilegir og finir armstólar og við innri borð eru fullbólstraðir hægindastólar. Þjónusta er með ítölskum hætti, þótt íslenzk sé, örugg og vafningalaus. Þetta er meðalstaður að verðlagi, aðalréttir á tæpar 1500 krónur, forréttir og eftirréttir á 750 krónur að meðaltali. í hádeginu er 1240 króna til- boð þríréttað með vali milli þriggja forrétta og þriggja aðalrétta. Vinlisti hússins er ítalskur og góður. Þar á meðal er Feneyjavín hússins, Pinot Grigio og Merlot. Meðal hvítvíns er Bianco di Custoza og Soave Classico og meðcd rauðvíns er Tignanello, Barolo og Brunello di Montalcino. Gott brauð er á borðum, oftast volgt, ennfrem- ur olífur og hrist olífusósa með balsamediki. Tannstönglar koma orðalaust á borð eftir aðal- rétti. Pasta er framleitt á staðnum. Súpur voru ágætar, einkum hvítlaukskrydduð og tómatblönduð fiskisúpa með meyrum hörpu- fiski, humri og rækjum; en einnig tær og ljúf- Veitingahús Jónas Kristjánsson Brakandi hvítt lín á borðum og risastór eftirlíking Vorsins eftir Botticelli á þvervegg. krydduð grænmetissúpa. Ferskt grænmetissalat með sólþurrkuðum tómötum og kotasælu var fal- legt, ferskt og gott. Ofnbakað eggaldin parmiggiano er spennandi forréttur, sem hefði verið góður, ef eggaldinið hefði verið minna brennt og vottað hefði fyrir grana-osti í bragði. Bragðdaufir gnochi-pasta- hlunkar höfðu lítinn stuðning af myrtilsveppum og bragðdaufri rjómasósu. Mun betri voru tagliatelle-pastaræmur með sól- þurrkuðum tómati og humar. í hádegi var fiskiþrenna kola, steinbíts og lax með fáfnisgrasasósu hæfilega steikt og bragðgóð, en að kvöldi var grænmetishjúpaður stein- bítur með basilíkusósu of- steiktur og bragðdaufur. Grísahryggsneið með rósapiparsósu var hæfilega steikt og skemmtilega krydduð í hádegi, en að kvöldi var kálfasneið mil- anaise lítið annað en eggjarasp og bragðaðist eins og eggjarasp. Tiramisu var létt lagkaka úr osti, fjarskyldur ættingi samnefnds Feneyjaréttar. Marineraðar sveskjur með espressosósu voru góðar, en bornar fram á þykkum og grjóthörðum kökubotni. Pavé reyndist vera munað- arfull súkkulaðiterta með ís, þreyttum rjóma og möndluflögum. Allt kaöl var gott í Primavera, jaftit ítalskt og danskt pressað. Ef ég vissi, hvenær matreiðslan er góð og hvenær ekki, kæmi ég oftar í þennan skemmtilega stað. -mynd Pjetur Raddir hinna smáu og smáðu Fyrir jól kom út í þýðingu Ólafs Gíslason- ar smásagnasafnið Fyrir eina rödd eftir ítalska rithöfundinn Susönnu Tamaro. Bók hennar, Lát hjartað ráða för, sem út kom í ís- lenskri þýðingu árið 1995, hefur verið þýdd á 34 tungumál. Sú mikla athygli sem Tamaro hefur hlotið skýrist að mínu mati frekar með hliðsjón af smásögunum en hinni víðfórulu skáldsögu. Smásögumar fimm em mun aðgangsharðari við lesandann en skáldsagan og lýsa af inn- sæi og sterkri samkennd þeim sem svo oft verða illa úti í samfélagi manna; börnunum sem lifa í skugga ofbeldis og kúgunarvalds þeirra fullorðnu. Allar fjalla sögurnar á einn eða annan hátt um reynsluheim barna og í öllum tilvikum einkennist sá heimur af vamarleysi, einmanaleika og grimmd. í „Bemsku" er því lýst á óhugnanlegan hátt hvemig sakleysi barns er fótum troðið og hvemig ofbeldi og afskiptaleysi hinna fullorðnu þurrkar smátt og smátt út mennsku bamsins sem að endingu ráfar um í nóttinni eins og grimmur og óseðjandi var- úlfur. Þessi saga er öfgafullt dæmi um sál- rænar afleiðingar illrar meðferðar, það hvemig hlið mannlegrar tilveru lokast eitt af öðru uns ekkert stendur eftir nema grimmd alin af grimmd. Áhrifamáttur sögunnar felst í lýsingum höfundar á viðbrögöum barnsins sem með stigvaxandi ofbeldi líkjast æ meira viðbrögðum dýrs en manns. Endalokin eru ógnvænleg og óvænt og erfitt að meta „sann- leiksgildi" þeirra í fyrstu atrennu. En þegar heildin er skoðuð neyðist lesandinn til að sætta sig við að í þeim heimi sem baminu er búinn geti allt gerst og fæst af því fallegt. Örlög barnanna í hinum sögunum fjórum era ekki síður sláandi. í tveimur þeirra er sagan sögð út frá sjónarhóli eldri kvenna sem báðar lifa lítt gefandi og viðburöa- snauðu lífi sem er litað af hörmulegum at- burðum í æsku þeirra. Sagan „Love“ er hisp- urslaus og nöturleg frásögn af flökku- Súsanna Tamaro. stúlkunni Vesnu sem er vamarlaust fómar- lamb karla með vafasamar og sjúkar kennd- ir, og í sögunni „Aftur mánudagur“ er svip- að þema í gangi þó sögusviðið sé allt annað. „Aftur mánudagur" er stysta saga bókarinn- ar en ekki sú sísta. Hún er í dagbókarformi og lesandinn fær fljótt á tilfinninguna að líf konunnar sem ritar þar færslur sínar sé ekki jafnt slétt og fellt og hún vill vera láta. í gegn- um lýsingar hennar á daglegu amstri og sam- skiptum við eiginmann og dóttur glittir í djöful sem er ekki sýnilegur eins og í „Bernsku" og „Love“ en ekki síður hættuleg- Bókmenntir Sigríður Albertsdóttir ur því aðgerðir hans hljóta þögult samþykki konunnar sem sér bara það sem hún vill sjá. Hér er fórnarlambið enn og aftur bamið, dóttirin unga sem fannst í ruslatunnu og var gefin hjónunum sem smábam. Sú staðreynd setur óneitanlega hroll að lesandanum og vekur upp kaldranalegar efasemdir um hina svokölluðu „lífgjöf'! Fyrir eina rödd er ekki þægileg lesning og má vera að sumum finnist nóg um allan við- bjóðinn sem höfundur rótar fram úr skúma- skotum mannlífsins. Það er ekki laust við að mann langi til að loka augunum eins og kon- an í „Aftur mánudagur" en Tamaro gefur ekki færi á því. Hún neyðir lesandann til samfunda við þá kúguðu og smáðu og sá má hafa stáltaugar sem lætur sér fátt finnast um afdrif þeirra. Susanna Tamaro: Fyrir eina rödd Þýðandi: Ólafur Gíslason Setberg 1996 „Rósu" verði „rósum" Mishermd vom á menningar- síðu I fyrradag ummæli Geirs Borg, sem hann hafði raunar eftir Einari H. Kvaran um frú Stefaníu Guðmundsdóttur, aö enginn gæti lýst ilminum af rósu. Rósin var ekki ein heldur margar og um- mælin hljóða svo: „...því enginn lýsir ilminum af rósum.“ Beðist er afsökunar á heyrnardeyfð um- sjónarmanns. Svava hlýtur Henrik Steffens verðlaunin Svava Jakobsdóttir rithöfundur hlýtur í ár Henrik Steffens verð- launin sem Alired Toepfer stofn- unin í Hamborg veitir, 40.000 mörk. Verðlaunaafhendingin fer fram i Lúbeck 23. maí. Um leið tekur þýskuneminn Hildur Karit- as Jónsdóttir við Henrik Steffens styrknum sem nemur 24.000 mörkum, en verölaunahafi fær jafnan að velja með sér styrkþega. Svava Jakobsdóttir fæddist í Neskaupstað 1930 og hefur verið í fremstu röð norrænna skáld- sagnahöfunda allt frá því að fyrsta bók hennar, Tólf konur, : kom út 1965. Meðal helstu verka hennar era skáldsögurnar Leigj- andinn (1969) og Gunnlaðar saga (1987). Smásögur hennar og skáld- sögur hafa verið þýddar á mörg tungumál, meðal annars Norður- landamál og þýsku. Hildur Karitas Jónsdóttir og Svava Jakobsdóttir. Emil og Anna Sigga Á mánudaginn kemur fram í Listaklúbbi Leikhúskjallarans hinn óvenjulegi A Capella söng- hópur Emil og Anna Sigga og flyt- ur fjölbreytta dagskrá með engil- saxneskum lögum, þjóðlögum, lögum frá tímum Viktoríu drottn- ingar og frá þessari öld. Húsið verður opnað kl. 20.30 en dagskrá- in hefst að venju kl. 21. íslensk kirkjutónlist í Hallgrímskirkju Um síðustu helgi var haldið í Helsinki þing Norræna kirkjutón- listarráðsins en þar á Félag ís- lenskra organleikara tvo fulltrúa, Kjartan Sigurjónsson og Hörð Ás- kelsson. Umræðuefni þingsins var Norræna kirkjutónlistarmót- ið sem var haldið í Gautaborg í lok september sl. Þáttur íslands í kirkjutónlistar- mótinu var stór, um það bil hund- rað flytjendur fóru héðan og kynntu íslenska kirkjutónlist. Á Íþinginu kom fram að íslensku tónleikamir hefðu fengið mesta aðsókn og vakið mesta athygli fyrir gæði tónlistar og flutnings. Stór hluti íslensku tónlistarinnar er kominn út á vegum íslenskrar tónverkamiðstöðvar. Þátttakan í mótinu varð mjög kostnaðarsöm og ætla flestir sem tóku þátt í því að koma fram á tónleikum í Hallgrímskirkju til að freista þess að grynnka á skuld- unum. Þar verður fluttur hluti þeirrar tónlistai- sem kynnt var á kirkjutónlistarmótinu í Gauta- borg við svo mikinn fögnuð áheyrenda. Tónleikarnir verða á sunnudag- inn kl. 17. Umsjón Silja Aðalsteinsdáttir I I I I ( < < < < < < ( ( ( ( ( ( 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.