Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1997, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1997, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 1997 15 Soðavinnubrogð og sinnaskipti! Tæpum tveimur sólarhringum fyrir lokaumræðu fjárlaga var fjárlaganefnd, þar sem undirrit- aður á sæti fyrir hönd þingflokks jafnaðarmanna, kynnt sú ákvörð- un ríkisstjómar Davíðs Oddssonar að í heimildargrein fjárlaga fyrir árið 1997 skyldi fjármáiaráðherra heimilað að selja 25% hlut í Sem- entsverksmiðjunni h/f. Undirrit- aður telur vinnubrögð þessi vond og lýsa best þeim sem með völdin fara. Þegar ákveðið var að gera Sem- entsverksmiðjuna að hlutafélagi í eigu ríkisins lögðust framsóknar- menn eindregið gegn því. Þeir sem harðast gengu fram í þeim flokki gegn breytingu á rekstrarforminu voru: Páll Pétursson, kenndur við Höllustaði, Ingibjörg Pálmadóttir og núverandi iðnaðarráðherra, Finnur Ingólfsson, á þeirri for- sendu að um væri að ræða gegnd- arlaus einkavæðingaráform krata og fhalds. Fáir mótmæla nú að rekstrarformið hefur leitt til ein- fóldunar varðandi ákvarðanatöku um nauðsynlegar aðgerðir þannig að fyrirtækið komst af á alvarleg- um samdráttartímum. Þegar fyrirtækið var gert að hlutafélagi í eigu ríkisins var þvi heitið að ekki yrði af sölu þess nema að undan- genginni umræðu á Alþingi. Það var skilið á þann veg að flutt yrði sér- stakt frumvarp um slíka aðgerð vegna sérstöðu málsins. Hver var þessi sérstaða? Hún er sú sama enn. Einokunar- staða fyrirtækis- ins, áhrif sem verðlagning sem- ents hefur á verðlag, (hækkun vísitölu vegna arðkröfú hluthafa) og það að Akranesbær á kröfu um bætur vegna lands sem lagt var til undir verksmiðjuna. Þessi atriði ásamt ýmsum öðrum eru ástæða þess að þingmenn töldu að ffytja yrði sérstakt frum- varp um málið. Nú leyfír ríkisstjóm framsóknar og íhalds sér að keyra þetta mál í gegn um fylgiheim- ildagrein fjárlaga, nánast án umræðu. Afgreiösla málsins Einu þingmennirnir sem ræddu vinnubrögðin í umræðu um fjárlög var sá sem þessi orð ritar ásamt Össuri Skarphéðinssyni. Aðeins einn stjórnarliði greiddi atkvæði gegn þess- ari meðferð mála. Um- ræddir framsóknarmenn greiddu allir hiklaust já- yrði við þessum lið 6. greinar. Á því sést að það tekur ekki langan tíma að skipta um forrit í fram- sóknarmönnum. Þó ber skylda til að geta þess að Stefán Guðmundsson, þingmaður Norðurlands vestra, taldi þetta sóða- vinnubrögð og tók ekki þátt í afgreiðslu þessa liðar. Það sem ég leggst eindregið gegn er meðferð málsins og það að engin skýring var gefín um hvem- „Þegar lögöust ákveöiö var aö gera Sementsverksmiöjuna aö hiutafélagi í eigu ríkisins framsóknarmenn eindregiö gegn því,“ segir Gísli í grein sinn „Þegar fyrírtækiö vargert að hluta- félagi í eigu ríkisins var því heitiö að ekki yrði af sölu þess nema að undangenginni umræðu á Alþingi. Það var skilið á þann veg að flutt yrði sérstakt frumvarp um slíka að- gerð vegna sórstöðu málsins. u ig á að ráðstafa fjármunum sem verða til við söluna. Einnig að verðmætamat fyrirtækisins upp á kr. 740 milljónir er fráleitt. Ekki er ljóst hverjar lífeyrisskuldbinding- ar fyrirtækisins eru en þær nema a.m.k. 300 milljónum. Ef verið er að sækja einhverjar 100 millj- ónir i ríkissjóð er um fáránlega aðgerð að ræða. Meðal annars af umræddum ástæðum greiddi ég atkvæði gegn þessari aðgerð Finns Ingólfssonar og félaga hans í stjómar- herliði Davíðs Odds- sonar. Sæmir ekki Al- þingi Fjölmargt annað var sett inn í 6. grein- ar heimild, svo sem um breytingu á eign- arhaldi í Kísilgúr- verksmiðjunni og Steinullarverksmiðj- unni. Auk ákvörðunar um bygg- ingarframkvæmd bamaspítala Kjallarinn Gísli S. Einarsson þingmaöur fyrir 1 milljarð. Sú framkvæmd hefði átt að ákvarðast með sérstöku frumvarpi þótt hún njóti stuðn- ings alls Alþingis. Það sem ég er hér að rekja er dæmi um sóðaskap í vinnu- brögðum sem oft eru falin í skjóli mikils annríkis við af- greiðslu mikils mála- fjölda við þinglok eða áramót. Sökin liggur hjá ráðherrum en ekki þingmönnum. Við aðrar aðstæður færi fram nákvæm athugun mála sem er lágmarkskrafa sem gera verður til al- þingis íslendinga. Gísli S. Einarsson Aritun - þörf eða skrípó undirritað og helst vottfest á formlegan hátt en upphafsstöfum nafna ekki dritað ein- hvers staðar á skjalið. Ég tel víst að ég tali fyrir munn margra þegar ég segi að við skiljum ekki þessa nýjung né þörfina fyr- ir hana. Ýmsir, sem undirritaður hefur rætt við um málið, vilja gjaman vita hvort þessi gerð hefur sama gildi og undirrit- aður og vottfestur samningur. Sé svo vilja menn fá að vita hver þörfm fyrir þessa breytingu er og hvers — vegna ekki má þá gera venjulegan samning um það sem samið var um. Kjallarinn Sigurjón Valdimarsson blaöamaöur allt sé pottþétt og klárt í verkum þessa ráðuneytis við samn- ingaborðið. Er það ef til vill svo að áritað plagg gefi loðin fyrir- heit um að eitthvað verði kannski greitt einhvem tíma „ef að sé og ef að mundi átján lappir á einum hundi“? Eða er ef til vill búið að semja við bandarísku spek- úlantana um bygg- ingu álvers á Gmnd- artanga og leikurinn með áritunina bið- leikur til þess að blekkja okkur þang- að til henta þykir að segja okkur frá þeim samningi? Fyrir nokkm barst okkur fákunnandi neytendum fréttafrá- sögn af því í fjölmiðlum að sam- komulag hefði verið „áritað" í ráðuneyti Finns Ingólfssonar. Samkomulagið var gert milli ís- lenska ríkisins og kaupsýslu- manna frá USA sem vilja fram- leiða ál á Grundartanga. Að minnsta kosti einum fréttamanni, sem sagði fréttina, þótti við hæfi að skýra þessa nýjung ögn betur út fyrir okkur fákunnandi. Þegar menn árita samkomulag er í raun enginn samning- ur undirritaður heldur setja aðil- ar stafina sína (væntanlega upp- hafsstafi skímar- nafns og fóður- eða ættarnafns) einhvers staðar á blað með þeim texta sem er ver- ið að árita. Síðar sást í sjónvarpi athöfnin þegar annað skjal um samkomulag milli sömu aðila var áritað í sama ráðu- neyti. Þá skrifuðu menn stafina sína á tvist og bast í neðri hom skjalsins. Þjóðinni er gefið til kynna að viö áritanir þessara plagga taki gildi trygging fyrir greiðslu bandarísku spekúlant- anna á fyrirfram útlögðum kostn- aði stofnana íslenska ríkisins vegna samnings sem ef til vill verður gerður siðar milli þeirra og ráðuneytisins. Að drita stöfunum sínum einhvers staðar Við fákunnandi áttum okkur ekki vel á því hvers vegna ekki er gerður samningar um jafnvel tuga milljóna króna tryggingu til handa stofnunum eða fyrirtækjum í eigu þjóöarinnar. Við höfum vanist þvi að samkomulag sem menn ná og þykir ástæða til að skjalfesta sé Hver er þörfin? Sé hins vegar svo að áritað plagg hafi ekki samningsgildi vilj- um við fá að vita hvort ráðuneytið hefur þarna í frammi einhvem skrípaleik, upp fundinn í fyrr- nefndu ráðuneyti, til þess gerðan að blekkja þjóðina til að trúa að Það má öllum vera ljóst að nýj- ung af þessu tagi vekur tortryggni og því er ekki óeðlilegt að við ósk- um eftir skiljanlegri skýringu á hvort þama er á ferðinni einhver raunveruleg þörf eða aðeins skrípaleikur til að sýnast, í ótil- greindum tilgangi. Sigurjón Valdimarsson Með og á móti Hámark á aflahlutdeild fiskiskipa Kvótinn safnist ekki á fárra manna hendur „Ég er hlynntur því að há- mark aflahlutdeildar á fiskiskip sé skoðað. Verði ákveðið að tak- marka það er ekki sama hvem- ig það er firam- kvæmt. Þetta væri hins veg- ar eitt af úræð- tmum til að koma í veg fyr- ir að kvótinn safnist á fárra manna hend- ur. Núverandi kerfi við stjóm fiskveiða býð- ur upp á þá hættu að kvótinn safnist til fárra aðila. Þróunin um nokkurt skeiö hefur verið i þá átt. Ég lít svo á að ástæðan fyrir því að sjávarútvegsráðherra ætlar nú að skoða þetta mál er að hann er kominn á undanhald i kvóta- málinu. Hann viðurkennir með þessu að andstæðingar kvóta- kerfisins hafa haft margt til síns máls. En verði af þessari tak- mörkun á kvótaeign útgeröar- fyrirtækja hvaða áhrif mun það hafa á hinn margumrædda markað? Hvað segja menn þar nú þegar sjávarútvegsráðherra boðar verulegar breytingar á að- stöðu útgerðarfyrirtækja. Ég tel að það hljóti að verða alger óvissa á markaðnum. Ég er aft- ur á móti alveg samþykkur því að skoða þessa leið til þess að koma í veg fyrir að kvótinn safnist á fárra manna hendur. En ég endurtek að útfærslan skiptir miklu máli.“ Útgerðin sé sem hagkvæmust „Þáð hefur verið sóst eftir því að nýta hvert fiskiskip sem mest og veiða eins mikið á það og hægt er. Eitt af markiniðunum með kvótakerf- inu var einmitt að út- gerðin yrði sem hag- kvæmust og að fiskiskipin væru eins fá og unnt er við að veiða þann fisk sem má veiða. Sú þró- un hefur verið að eiga sér stað en þaö hefur verið gagnrýnt hversu hægt hún gengi og að flotinn væri enn of stór. Ef þetta markmiö á að nást má ekki setja hámark á aflahlutdeild skip- anna. Við sjáum að um þessar mundir eru mörg skip á sölu- skrá. Ástæðan er sú að útgerðar- menn vilja sameina veiðiheim- ildimar meira en verið hefur og fækka um leið skipunum. Menn hafa sagt ákveðna hættu vera fólgna í því að kvótinn færist á fárra hendur. Ég tel svo ekki vera og einnig tel ég núverandi ástand tímabundið. Það sem er að gerast er að rekstraraðilun- um fækkar en eigendum í út- gerðarfyrirtækjum fjölgar. Þetta gerist með samruna fyrirtækja og þvi að eignaraðilum í sjáv- arútvegi fjölgar stöðugt og þeir eru nú fleiri en nokkru sinni fyrr í íslandssögunni. Þetta tel ég vera æskilega þróun. -S.dór Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á netinu. Netfang ritstjóraar er: dvritst@centrum.is „Er það ef til vill svo að áritað piagg gefí loðin loforð um fyrir■ heit um að eitthvað verði kannski greitt einhvern tíma „ef að sé og ef að mundi átján lappir á einum hundi“?u

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.