Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1997, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1997, Blaðsíða 24
FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 1997 Sviðsljós Kynningarfundur verður í Sálarrannsóknarskólanum í kvöld kl. 20.30, í kennsluhúsnœði skólans að Vegmúla 2. Húsið stendur á horni Vegmúla og Suðurlandsbrautar (16). • Á kynningarfundinum er öllu áhugafólki um sálarrannsóknir og handanheimafræði boðið að koma og skoða skólann og að hlusta á stutta samantekt um hvað kennt er þar og hvemig námi við skólann er almennt háttað. • Á sjötta hundrað nemendur hafa sótt nám við skólann frá upphafi hans. Kennsla er aðeins eitt kvöld í viku eða eitt laugardagssíðdegi í viku í hverjum bekk í skólanum. • Kynningarfundurinn verður endurtekinn fyrir þá sem ekki komast í kvöld á laugardaginn kemur, kl. 14. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Nýr Bond aftur orðinn pabbi Enginn maður er ánægðari með lífið nú en Pierce Brosnan, betur þekktur sem hinn nýi James Bond. Engin furða, þar sem hann var að verða faðir á ný. Kærastan hans, hin gullfallega Keely Shaey- Smith, 61 son á mánudag og var sveininum gefíð nafnið Dylan Thomas Brosnan. Það mætti halda að foreldramir hefðu dálæti á skáldskap. Sólarrannsóknarskólinn - Mest spennandi skótinn i bænum - Vegmúla 2 s. 561 9015 & 588 6050 Margrét Þórhildur Danadrottning gengur hér fram hjá lífveröi sínum á leið til hátíöarkvöldverðar í Kristjánsborgar- höll í tilefni þess aö aldarfjóröungur er síðan hún varö drottning. Símamynd Reuter Léttð Lýs*n9ar bf- ■ iik ■ -/ aðferð — Létt^ LBID LÝSINGAR HF sem Dæmi léttir einstaklinqum bílakaup í boði hjá öllum bílaumboðunum FYRSTIR MEÐ NYJUNGAR SUÐURIANDSBRAUT 22, 108 REYKJAVÍK SlMI5331S00,FAX 533 1505 Verð bils Útborgun Láns- / leigutími Hefðbundið bilalán Lokaafborgun Létta leiðin Lokaafborgun 1.000.000 kr. 250.000 kr. 36 mán. 24.600 kr. á mán. Okr. 10.600 kr. á mán. 550.000 kr. I báðum tilvikum er greiðslugjald, 7,8% vextir og verðtrygging inni- falið i mánaðarlegu greiðslunni. Depardieu í megrun Franska kvikmyndaleikaranum Gérard Depardieu hefur tekist að létta sig um 25 kíló í ströngum megrunarkúr. Er kappinn nú kom- inn niöur í 89 kíló og orðinn nokk- uð rennilegur. Það var hins vegar alls ekki ástkona Depardieus frá Senegal sem þoldi ekki hvað hann var orðinn þungur heldur var það hið ástkæra mótorhjól hans, að því er gárungamir segja. Erfiðar ákvarðanir teknar í Buckinghamhöll yfir hátíðarnar: Karl lofar mömmu að eiga ekki C amillu Karl Bretaprins er búinn að lofa mömmu sinni, henni Elísabetu Eng- landsdrottningu, að ganga aldrei að eiga hjákonu sína til margra ára, Camiilu Parker Bowles. Það loforð var þó gefið með trega í hjarta en prinsinum voru nánast allar bjargir bannaðar vegna mikillar andúðar almennings í garð ástkonunnar. Karl gerði móður sinni þó ljóst að hann hefði alls ekki í hyggju að láta vinkonuna sigla sinn sjó, heldur mundi hann halda áfram að eiga vingott við hana, án þess að láta of mikið á því bera. Margir mektar- menn innan hirðarinnar vilja einmitt að prinsinn láti konuna fjúka en hann er fullur fyrirlitning- ar í garð slíkra manna. Það var ekki fyrr en eftir langar og miklar samræður yfir jólin að Karl komst að niðurstöðu í málinu og viðurkenndi fyrir sjálfum sér að hann gæti líklega aldrei gengið að eiga hana Camillu sína. Hann hafði þó gert sér vonir um það í einhveiju bjartsýniskastinu fljótlega eftir lög- Karl Bretaprins og Camilla Parker Bowles, ástkona hans, fá ekki aö eigast sökum andstööu bresks almennings viö ráöahaginn. Þau veröa þvt að halda áfram aö hittast svo lítib ber á og stela kossum viö hvert tækifæri sem gefst. skilnað hans og Díönu og til voru meira að segja áætlanir um hvernig best væri að fá almenning til að taka „hjónadjöfulinn“, eins og Camilla var oft kölluð, í sátt. En það hefur ekki gengið eftir. Einn ráðgjafa prinsins segir að loforð hans til drottningar sé alls ekki til merkis um að ástin milli Karls og Camillu sé farin að kulna. Karl sé hins vegar staðráðinn í að gera skyldu sína og taka við kon- ungdæmi þegar þar að kemur. Það er númer eitt. Hann er líka jafn staðráðinn í að henda út á kaldan klakann konuimi sem hann elskar. Camilla skilur vel aðstöðuna sem ástmaður hennar er í, þrátt fyrir að ýmsir fjölmiðlar segi nú annað, og hefúr ekki þrýst á hann að ganga í hjónaband. „Já, prinsinn er vonsvikinn yfir því að þjóðin skuli ekki hafa verið fúsari til að fyrirgefa eða sýna til- finningum hans skilning,“ segir heimildarmaðurinn úr innsta hring konungdæmisins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.