Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1997, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1997, Blaðsíða 28
36 FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 1997 Frekja, óbil- gimi og harka „Framkoma vinnuveitenda einkennist af fádæma frekju, óbilgirni og hörku. Þessi fram- koma er fyrir neðan allar hellur og mig skortir orð til að lýsa henni.“ Sigurður T. Sigurðsson, form. Hlífar, í Alþýðublaðinu. Klappliðið „Klapplið er þekkt fyrirbæri í leikhússögunni, frægir leikarar höfðu stundum fólk á launum við þetta. Þjóðleikhússtjóri hefur kannski tekið eitthvert svona lið með sér.“ Jón Viðar Jónsson leiklist- argagnrýnandi, í Degi-Tímann- Koðnað niður í klof „Því miður eru þeir sem hafa hátt hér á landi og nota gífur- yrði, eins og Jón gerir, stundum taldir hafa mikið vit, kjark og vogun til að gera betur. Þegar slíkir menn eru síðan settir í ábyrgð þá koðna þeir bara niður í klof.“ Árni Ibsen leikskáld, í Degi- Tímanum. Ummæli Stormur eða rok Víðáttumikil 970 mb lægð um 900 km suðsuðvestur af Reykjanesi hreyfist hægt norður á bóginn. Yfir Norðaustur-Grænlandi er 1020 mb hæð. Veðrið í dag í dag verður allhvöss eða hvöss austan- og norðaustanátt, en storm- ur eða rok norðvestan til og víða slydda eða snjókoma. Snýst í suð- austankalda með súld og hlýnandi veðri sunnanlands upp úr hádegi og síðar einnig austanlands, Á höfuðborgarsvæðinu verður norðaustan stinningskaldi og slydda en austankaldi og súld með köflum síðdegis. Hiti 1 til 5 stig. Sólarlag í Reykjavík: 16.24 Sólarupprás á morgun: 10.49 Síðdegisflóð í Reykjavík: 00.52 Árdegisflóð á morgun: 00.52 Veðrið kl. Akureyri Akurnes Bergstaðir Bolungarvík Egilsstaðir Keflavíkurflugv. Kirkjubkl. Raufarhöfn Reykjavíic Stórhöfði Helsinki Kaupmannah. Ósló Stokkhólmur Þórshöfn Amsterdam Barcelona Chicago Frankfurt Glasgow Hamborg London Lúxemborg Malaga Mallorca Maiami París Róm New York Orlando Nuuk Vín Winnipeg o i morgim: snjókoma -2 slydda 1 alskýjaó -2 snjóél -3 skýjaö -1 snjókoma 0 alskýjað 3 snjókoma -3 snókoma 1 úrkoma í grennd 3 skýjað 4 þoka -2 skýjaö 0 hálfskýjaó 4 súld 9 þokumóða -4 skýjaö 12 snjókoma -6 þokumóða -13 mistur 3 léttskýjað -6 þoka á síð.kls. -1 mistur -3 skýjaó 10 léttskýjað 10 alskýjað 21 heiðskírt -3 þokumóóa 2 alskýjað 3 skýjaö 18 alskýjaó -0 súld á síó.kls. -3 heiöskírt 25 Geta aldrei unnið saman „Förum að tala um pólitík og reynum að móta framtíðarsýn með fólkinu í landinu sem ekki á fyrir mat vegna þess að jafnaðar- menn hafa aldrei getað unnið saman.“ Hreinn Hreinsson félagsráö- gjafi í DV. Skammtímaminni „Ég bara man það ekki.“ Karl Steingrímsson, þegar hann var spurður um kaupverð á Laugavegi 16, í Alþýðublað- inu. Flestum þykir kjöt bragölítiö sé ekki notaö krydd á þaö. Dýr og sterk krydd Mörgum þykir matur ekki brag- aðst vel nema vel kryddaður sé, en sitt sýnist hverjum um með hverju á að krydda eða hversu sterkt skal krydda. Eitthvert dýrasta krydd sem þekkist er villi- ginseng (rótin af Panax quinquefolius) frá Chan Pak fjall- inu í Kina. Árið 1877 fór únsan af þessu dýrmæta kryddi á allt að 23 þúsund Bandaríkjadollara eða rúmlega 800 dollara grammið í Hong Kong. Það mun stuðla að háu verði og tryggri sölu að þessi ginsengrót er sögð auka kyngetu neytenda. Árlegur útflutningur nemur aðeins um 4 kilóum. í virtu bandarísku læknatimariti hefur áhrifúm þess verið líkt við „eitrun af völdum barksterahormóna". Blessuð veröldin Sterka kryddið Siling laímyo Það krydd sem talið er sterkast er kallað Siling labuyo og er chili- pipar. Upprunalega kemur hann frá Filippseyjum. Krydd þetta hef- ur verið ræktað í suðvesturhluta Bandaríkjanna og kemur á mark- aðinn úr fræbelgjum sem eru 7 mm í þvermál. Eitt gramm af þurrkuðu kryddinu gefúr sterkan keim ef það er látið í 31 kg af sósu. Guðbrandur Hannesson, oddviti Kjósarhrepps: Meiri mengun en við höfðum gert okkur grein fyrir „Það má segja að þessi mótmæli hafi staðið frá því við héldum borgarafund 16. desember. Þar var til umræðu að gera athugasemdir við áframhaldandi starfsleyfi til handa Málmblendiverksmiðjunni. Á þennan borgarafund fengum við Þórð Tómasson frá HoUustuvemd. Var hann spurður spjörunum úr og svaraði hann öUu skilmerkUega og heiðarlega þannig að flestum okkar sem voru á fundinum Maður dagsins fannst þetta mun verra mál heldur en við höfðum gert okkur grein fyrir. Á fundinum var samþykkt að gera harðorða ályktun og vor- um við sammála um að hún væri gagnslaus nema hún yrði send tU fjölmiðla og þar með byijaði bolt- inn að rúUa,“ segir Guðbrandur Hannesson, oddviti i Kjósar- hreppi, en mikið er búið að fjaUa um mengunarhættu sem stafar af Málmblendiverksmiðjunni og þá mengunarhættu sem mim stafa af álverksmiðju ef hún kemur til með að rísa á Hvalfjarðarströnd eins og áætlað er. Guöbrandur segir að hann hafi aldrei kynnst öðru eins: „Ég er bú- inn að vera mikið í félagsmálum, Guöbrandur Hannesson. og það hefur yfirleitt gengið rólega fyrir sig, en nú er maður aUt í einu kominn í eldlínuna. Það er þess virði að berjast fyrir þessu máli af öUum kröftum. Það er al- gjör samstaða innan sveitarinnar um þetta.“ í framhaldi borgarafundarins hafði landlæknir samband við Guöbjöm: „Hann boðaði okkur á fund sinn en HoUustuvernd er á vegum hans embættis. í fýrstu fannst okkur hann helst vUja kveða þetta kjaftæði í okkur niður en honum var gerð grein fyrir okkar sjónarmiðum og skoðunum og bað hann okkur að koma aftur á fund, þá með HoUustuvemd. Nú bíðum við eftir svari og greinar- gerð frá Hollustuvernd. Þá mun Umhverfisvernd ætla að taka mál- ið upp að eigin frumkvæði og er ekkert annaö en gott hægt að segja um það. Síðan er það Alþingis að ákveða hvað gera skuli, málið er ekkert búið fyrr en búið er að setja lög um starfsleyfi.“ Guöbrandur Hannesson er bóndi í Hækingsdal og hefur verið oddviti hreppsins í sjö ár í vor. „Kjósarhreppur nær yfir 300 fer- kílómetra svæði. Ég tel það okkar lukku að hafa feUt í kosningum að sameinast öðmm sveitarfélögum. Fyrst var verið að búa tU tiUögu um að aUt höfuðborgarsvæðið yrði sameinað og var ég i nefnd sem fjaUaði um það mál en sem betur fer vom menn hér í sveit einhuga um að sameinast ekki. Ég segi nú að hefði orðiö af sameiningu þá hefðu engin mótmæli gegn meng- un verið í gangi. GaUinn við sam- einingu hreppa er að verið er að sameina fámenna hreppa við þétt- býli og þar með hafa þessir fá- mennu hreppar ekkert með sín mál að gera lengur.“ -HK DV Fjórir leikir í úrvals- deildinni Eftir mikla töm í handboltan- um í gær er rólegt á þeim víg- stöðvum í kvöld, en því meira um að vera í körfúnni, en á dagskrá era fjórir leikir í úrvalsdeUdinni. í Borgamesi leika heimamenn í SkaUagrími við Tindastól frá Sauðárkróki, Þór á Akureyri fær íþróttir ÍR í heimsókn, á Seltjamarnesi leika KR og Njarðvík og í íþrótta- húsinu við Strandgötu i Hafiiar- flrði leika Haukar og ÍA. Einn leikur er í 1. deUd karla, í Kenn- araháskólanmn leika ÍS og Staf- holtstungur. AUir leikir kvölds- ins hefjast kl. 20. Gylfaginning fruinflutt á sin- fóníutónleikum í kvöld efnir Ríkisútvarpið tU tónleika með Sinfóníuhljómsveit íslands. Hljómsveitarstjóri er EmUio Flavio Scogna frá Ítalíu. Á efnisskránni er nýtt íslenskt verk, Gylfaginning eftir Þorkel Sigurbjömsson og er um fmm- flutning að ræða. Ingibjörg Guð- jónsdóttir Uytur verkið með hljómsveitinni. Þá flytur Sinfón- ían fiðlukonsert eftir argent- Tónleikar ínska tónskáldið Aliciu Terzian, en þar er einleikari ítalski fiðlu- leikarinn Rafael Gintoli, og verk eftir Respighi og Ginastera. Tón- leikamir eru í Háskólabíói og hefjast kl. 20. Bridge Nú, þegar þessar línur em ritað- ar, er riðlakeppni Reykjavíkurmóts- ins í sveitakeppni lokið og ljóst hvaða sveitir eigast við i 8 sveita út- sláttarkeppni. Samvinnuferðir, sem urðu efstar í B-riðli, völdu sveit JúUa sem andstæðing og sveit VlB valdi sveit Búlka sem andstæðing. Hinar sveitimar sem eigast við era HjólbarðahöUin-Roche og Lands- bréf- Eurocard. Þessar sveitir unnu sér rétt tU spUamennsku í und- ankeppni íslandsmóts og jafhframt sveitir HaUdór Más Sverrissonar og Fjölritun Daníels HaUdórssonar. Þrjár aðrar sveitir tU viðbótar kom- ast i undankeppnina og spUa sex sveitir um þann rétt um næstu helgi: Símon Símonarson, Málning, Héðinn Schindler, Ragnar T. Jónas- son, Neon og Sturlungar. Þeir vom ekki margir sem náðu alslemmu í þessu spUi í 13. umferð riðlakeppn- innar. Meðal þeirra voru Bragi Hauksson-Sigtryggur Sigurðsson í sveit Búlka. Sagnir gengu þannig, suður gjafari og aUir á hættu: 4 D10976 44 63 ■f D832 * 94 Suður Vestur Norður Austur 1 ♦ pass 2 44 pass 3 44 pass 4 Grönd pass 544 pass 5 Grönd pass 6 4 pass 64 pass 7 44 p/h Tvö hjörtu var geimkrafa og þrjú hjörtu lýsti góðri hendi. Fimm grönd lýstu alslemmuáhuga, 6 tíglar lofuðu kóngnum i litnum og 6 spað- ar gáfu suðri færi á að stöðva í 6 gröndum. SpUið kom fyrir í leik Búlka og Roche og féU, því Jón Þor- varðarson og Hrólfúr Hjaltason náðu einnig cdslemmunni eftir svip- aðar sagnir. ísak Öm Sigurðsson 4 K32 «4 ÁKD1 ♦ Á9 * G 4 G854 44 G + 54 * K106532

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.