Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1997, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1997, Blaðsíða 10
=, myndbönd FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1997 13 "V við að segja skoðanir sínar Carmine Coppola og svo er bróðir hans Christopher Coppola að fikra sig áfram á leikstjórabrautinni, hefur leikstýrt einni kvikmynd, Deadfall, sem Cage lék í, en sú kvikmynd þótti ekki merkileg. Cage á annan bróður, Marc, sem er vinsæll útvarpsmaður. Faðir Cage er háskólakennari en móð- ir hans hefur verið sinnisveik lengi og mikið verið á geðveikraspítölum. Hlutverk Cage í Rumble Fish vakti athygli á honum en það var fyrir leik sinn í kvikmynd Alans Parkers, Birdy, sem hann vakti fyrst verulega athygli en þar léku hann og Matthew Modine fyrrverandi stríðsfélaga í Ví- etnam. Giftist eftir stutt kynni Nicolas Cage hefur verið iðinn við að gefa yfirlýsingar og á það til að hneyksla fólk. Er hjónband hans og Patricu Arquette alveg í samræmi við lífsstíl hans, en þau voru aðeins búin að þekkjast I fáeinar vikur þegar þau giftu sig og var það, eins og margt annað sem Nicolas Cage gerir, mikill fjölmiðlamatur. Margar trölíasögur eru til af Cage um lífemi hans enda hefúr hann lifað hratt og hátt. Hlut- verkin sem hann velur era oft tilvilj- unarkennd en um leið og hann byrjar leik í nýju hlutverki hellir hann sér ofan í persónuna og er fræg sagan af honum þegar hann lék í Vampire’s Kiss og gleypti kakkalakka til að at- riðið yrði sem eðlilegast. í þeirri mynd leikur hann umboðsmann rit- höfunda sem verður smátt og smátt brjálaður og heldur að hann sé vamp- f Guarding Tess leikur Cage FBI-mann sem á að gæta fyrrverandi forsetafrú- ar Bandaríkjanna. Meö honum á myndinni er Shirley MacLaine sem leikur forsetafrúna. Francisco þegar hann var tólf ára. Þegar Cage var fimmtán ára og enn í skóla fór hann að leita fyrir sér í leik- húsum og fékk ýmis statistahlutverk og lítil leikhlutverk. Hann var enn á skólaaldri þegar hann fluttist til Los Angeles og fór að reyna fyrir sér þar. Það hefði sjálfsagt verið auðveldara fyrir hann að nota rétt fóðurnafn, sem er Coppola, heldur en að taka sér Cage- nafiiið. En þótt Cage væri alveg til í að nýta sér ffændsemina við Francis Ford Coppola þá vildi hann einnig standa á eigin fótum. Aðeins í fyrstu kvikmyndinni sem hann lék í, Fast Times at Ridgemont High, notaði hann sitt rétta nafn, Nicolas Coppola. Þegar Cage frétti að frændi hans væri að fara að gera The Outsiders, sem gerð er eftir frægri sögu um nokkra unga menn, vildi hann ólmur leika eitt ungmennið en Coppola sagði hann ekki passa í neitt hlutverkið. En fékk honum síðan hlutverk í Rumble Fish, sem hann gerði í kjölfarið og með þessari mynd má eiginlega segja að ferill Nicolas Cage hefjist. Coppola fékk honum einnig hlutverk í Cotton Club. Það er ekki bara Francis Ford Coppola úr frændgarði Nicolas Cage sem er þekktur úr kvikmyndaheim- inum. Föðursystir hans er leikkonan Thalia Shire, afi hans var tónskáldið íra. Cage segir að hann hafi alls ekki verið skyldaður til að gleypa kakka- lakkann. „Þetta var alveg mín hug- mynd, en ekki leið mér vel á eftir og í margar nætur fékk ég martraðir út af þessu og gat varla borðað mat í tvo daga. Enn í dag finn ég fyrir ógleði þegar ég hugsa um þetta. Frá því Cage lék í The Rock hefur hann leikið í annarri spennumynd, Con Air, ásamt John Cusack. Hér á eftir fer listi yfir þær kvikmyndir sem Nicolas Cage hefur leikið í: Fast Tlmes at Ridgemont High, 1982 Valley Giri, 1982 Rumble Fish, 1983 Racing with the Moon, 1984 The Cotton Club, 1984 Birdy, 1984 The Boy in Blue, 1985 Raising Arizona, 1987 Moonstruck, 1987 Vampire's Kiss, 1989 Fire Birds, 1990 Wild at Heart, 1990 Zandalee, 1991 Honeymoon in Vegas, 1992 Amos & Andrew, 1993 Red Rock West, 1993 Deadfall, 1993 it Could Happen to You, 1994 Guarding Tess, 1994 Trapped in Paradise, 1994 Kiss of Death, 1995 Leaving Las Vegas, 1995 The Rock, 1996 -HK að leika í The Rock þá var það til að fá tilbreytingu og meira til að hafa gaman af hlutunum heldur en að setja mig í einhverjar vissar stellingar." Notfærði sár frændgarð- inn Nicolas Cage hefur verið að leika í kvikmyndum frá því hann var saulján ára gamall, nú er hann 33 ára. Cage var þó aldrei valinn til að leika í inni- haldslausum kvikmyndum sem gerð- ar eru fyrir táninga. Hann hefur alltaf verið fullorðinslegur í útliti og er gott dæmi um það Peggy Sue Got Married, sem frændi hans, Francis Ford Coppola, leikstýrði, þar leikur hann mann sem hittir skólafélaga sína eftir aðskilnað. í rauninn var hann tíu árum of ungur fyrir hlutverkið en fáir ftir því. Nicolas Cage er Kaliforníu- búi og bjó fyrst á Löngu- strönd, en flutti með fjölskyldu sinni til San Nicolas hefur ekki leikib í mörgum gamanmyndum en ein þeirra er Trapped in Paradise. The Rock held- ur enn efsta sæti mynd- bandalist- ans og er þar þriðju vikuna í röð. Nicolas Cage leikur annað að- alhlut- verkið og var hlut- verkið myndinni það fyrsta sem hann lék eftir að hafa leikið í Leaving Las Veg- as, en eins og kunnugt er fékk Cage óskarsverðlaun in fyrir leik sinn í þeirri mynd og i raun ekki bara ósk- arsverðlaun- in því hann hirti einnig Nicolas Cage i hlutverki sínu í The Rock. Golden Globe verðlaunin og fjöldi gagnrýnendahópa valdi hann sem besta leikara. í The Rock leikur Cage eiturefnas- érfræðing CIA, hann hefúr aðallega unnið innandyra í rannsóknarstofúm en þarf að fara á vettvang þegar sér- þjálfaðir hermenn úr Bandaríkjaher ræna Alcatraz-eyju, rétt fyrir utan San Francisco, og hóta að sprengja eit- urefnasprengju í borginni verði ekki farið aö kröfúm þeirra. The Rock er mikil spennumynd og Cage hefúr í fullu tré við mótleikara sinn, Sean Connery. Ferill Nicolas Cage hefur verið upp og ofan. Hann vakti strax mikla at- hygli og lék í nokkram umtöluðum og þekktum kvikmyndum, en síðan kom stöðnun þar til hann lék í Leaving Las Vegas. Þá fór ferill hans aftur upp á við og nú er hann meðal eftirsóttustu leikara í Hollywood. í viðtali sagði Cage að það hefði komið honum á óvart þegar hann fór að fá viðurkenn- ingar fyrir leik sinn í Leaving Las Ve- gas, en þetta var í fyrsta sinn sem hann fékk verðlaun fyrir leik í kvik- mynd. „Þegar Mike Figgis (leikstjóri) fékk mig til að leika í myndinni datt mér reyndar aldrei í hug að hún fengi slíkar móttökur sem raunin varð. Ef ég hefði verið þannig þenkjandi að ég þyrfti á mikið sóttri mynd að halda hefði ég aldrei tekið að mér að leika í myndinni því það var altalað fyrir fram að Leaving Las Vegas ætti enga möguleika á mikilli aðsókn. En stund- um er það svo sem betur fer að gæðin ráða ferðinni. Það sem fékk mig fyrst og fremst til að taka að mér að leika í Leaving Las Vegas var að ég hafði les- ið bókina og hún hafði djúp áhrif á mig. Þegar ég hins vegar tók að mér Ferill Nicolas Cage hefur verið upp og ofan. Hann vakti strax mikla athygli og lék í nokkrum umtöluðum og þekktum kvik- myndum, en síðan kom stöðn- un þar til hann lék í Leaving Las Vegas þá fór ferill hans aftur upp á við og nú er hann meðal eftirsóttustu leikara í Hollywood. Guörún Jakobsdóttir: The Rock. Hún var mjög góð. Ásdís Hafliðadóttir: Cable Guy. Hún var allt í lagi. Sjöfh Eva Andrésdóttir: Copycat. Hún var rosalega góð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.