Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1997, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1997, Blaðsíða 12
FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1997 26 ■jit ic MYNDBMDA Chasing the Dragon ★★'i í raunsærri kantinum Hér segir frá Gwen Kessler, 35 ára gamalli einstæðri móður sem vinnur við tölvuleikjaframleiðslu. Hún er ósátt í vinnunni og á i erjum við fyrrverandi eigin- mann sinn sem er að svíkjast um meðlagsgreiðslur. Þjökuð af stressi og áhyggjum lætur hún glepjast til þess að prófa að sniffa heróín eftir að hafa komið að vini sínum inni á klósetti við slíka iðju. Hún fellur fyrir þeirri fúllyrðingu að þetta sé hið ágætasta slökunarmeðal og við tekur ömurlegt ferli niður á við þar sem viðkoma er höfð á flestmn stigum þeirrar mannlegu niðurlæg- ingar sem dópfíkn fylgja. Svo fer að lokum að hún getur ekki haldið neyslu sinni lengur leyndri og fær þá hjálp frá sínum nánustu. Myndin á að vera byggð á sannri sögu og styrkur hennar liggur einmitt í raunsæi en þó hef- ur maður á tiifinningunni að einhverjir framleiðendaháifvitar hafi komist í handritið og dramatíserað það því að sum atriðin virka hálfasnalega. Oftar nær þó myndin að hreyfa við manni og velta upp raunverulegum vandamál- um. Leikararnir standa sig vel og þá sérstaklega móðir og sonur, Markie Post og Noah Fleiss. Úgefandi: Stjörnubíó. Leikstjóri: lan Sander. Aðalhlutverk: Markie Post, Dennis Boutsikaris og Noah Fleiss. Bandarísk, 1996. Lengd: 98 mín. Bönnuð börnum yngri en 12 ára. PJ Fresh snýr við blaðinu **** Fresh er tólf ára strákur sem býr í fátækrahverfi Brooklyn, sem skiptir tíma sínum milli skólans, hestu vina sinna og jafnaidra og vinnunnar, þar sem hann sendist með dóp og stundar götusölu fyrir eiturlyfia- kónga hverfisins. Hann er mjög harður af sér og þykir efnilegur innan dópheimsins en hefur þó sínar efasemd- ir um það sem hann er að gera. Þegar stelpan sem hann er hrifmn af verður fyrir skoti og deyr ákveður hann að gera eitthvað í málinu og sækir visku sína í taflmennsk- una sem hann stundar með foður sínum sem kennir honum að notfæra sér veikleika andstæðingsins og fóma mönnum fyrir lokamarkmiðið; að ná kóng andstæðingsins. Fresh setur því af stað með ein- dæmum kaldrifiaða áætlun þar sem hann etur dópsölunum hverjum gegn öðrum þangað til enginn stendur eftir en til þess verður hann að fóma sum- um af sínum bestu vinum. Kaldrifiað miskunnarleysið í myndinni er sláandi fyrir okkur í hinu verndaða umhverfi á íslandi en góður leikur og leikstjóm, sem leggur áherslu á raunsæi, gerir myndina trúverðuga þrátt fyrir ótrúleg- an söguþráðinn. Myndin er nánast súrrealísk og dregur vel fram þær að- stæður í fátækrahverfunum sem breyta öllum siðferðislögmálum. Athafiiir Fresh, sem í flestum tilvikum mundu kallast ógeðfelldar, gera hann að hverf- ishetju og við sem búum við allsnægtir (miðað við hann) getum ekki dæmt hann fyrir þær. Sean Nelson vinnur mikinn leiksigur sem Fresh. Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Boaz Yakin. Aðalhlutverk: Sean Nelson, Giancarlo Esposito og Samuel L. Jackson. Bandarísk, 1994. Lengd: 115 mín. Bönnuð börnum yngri en 16 ára. PJ ItTakesTwo ★ Ungir hjónabandsmiðlarar Tvíburasysturnar Mary- Kate og Ashley Olsen leika i þessari mynd allsendis óskyldar stelpur sem búa við heldur ólíkar aðstæður. Önnm er dóttir margmilljóner- ans Rogers Calloways (Steve Guttenberg) og heitir Alyssa. Hin er Amanda, sem býr á munaðarleysingja- hæli þar sem Diane Barrows (Kirstie Alley) ræður rikj- mn. Þegar munaðarleysingjarnir fara í sumarbúðir hinum megin við vatnið frá einu af sveitasetrum Call- oway-fiölskyldunnar hittast Alyssa og Amanda og veröa mjög undrandi að sjá að þær líta nánast alveg eins út. Þær sjá þó strax að slíkt má notfæra sér. Þær ákveða síðan að Roger og Diane eigi vel saman og leggja á ráðin um að koma í veg fyrir yfirvofandi brúðkaup Rogers og barbídúkkmmar Clarice Kensington, sem er hlaðin öllum verstu mannkostum sem hægt er að hugsa sér. Auðvitað endar allt vel með algjörri niðurlægingu vondu barbí- dúkkunnar, trúlofun góða fólksins og ættleiðingu þeirrar munaðarlausu. Tvíburarnir eru skástu leikaramir í myndinni þrátt fyrir barnalegan ofleik og nánast vangefha dramatíska tilburði. Um Kirstie Ailey og Steve Gutten- berg er ekki annað að segja en að þau hæfa hvort öðru fullkomlega og eiga hvort annað skilið. Útgefandi: Sam myndbönd. Leikstjóri: Andy Tennant. Aðalhlutverk: Kirstie Alley og Steve Guttenberg. Bandarísk, 1995. Lengd: 97 mín. Leyfð öllum aldurshópum. PJ The Babysitters Club. Sumarbúðir í íbúðahverfi * Þessi mynd gerir út á mjög afinarkaðan áhorfendahóp, svona 10-15 ára stelpur, og varla er hægt að ímynda sér að nokkur annar hafi gaman af þessu. Hún fiallar um sjö stelpur á hér um bil ofangreindum aldri sem hafa stofti- að bamfóstruklúbb. Þær fá þá snilldarhugmynd að setja af stað sumarbúðir fyrir börn (í miðju íbúðahverfi i bæn- um) og segir myndin ffá þeim tilburðum ásamt nokkrum aukasögum í kringum lif einstakra klúbbmeðlima. Mest er fiallað um Kristy, sem er drengjalegur fiörkálfur, og samband hennar við mannleysuna fóður hennar sem kemur í bæinn eftir margra ára fiarvistir. Sú saga er líka sú eina sem nær einhverju flugi í myndinni og Schuyler Fisk, sem leikur Kristy, er sú eina í leikhópnum sem virðist eitthvað kunna að leika. Restin, sem því miður er mikill meirihluti myndarinnar, er neyðarleg samsuða óspennandi atriða og svo leiðinleg að ef ekki væri fyrir þá staðreynd að vondu stelpurnar og at- hafnir þeirra eru á nákvæmlega sama plani myndi maður halda eindregið með vondu stelpunum. Myndin er víst byggð á einhverjum merkisbók- menntum sem ég hef ekki lesið og get því ekki lagt mat á en myndin er alla vega ómerkilegt rusl þótt hugsanlegt sé að áðurnefndur markhópur hafi eitt- hvað gaman af. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Melanie Mayron. Aöalhlutverk: Schuyler Fisk. Bandarísk, 1995. Lengd: 92 mín. Leyfð öllum aldurshópum. PJ SÆTI FYRRI VIKA VIKUR Á LISTA TITILL ÚTCEF. TEG. 1 1 3 Rock Sam-myndbönd Spenna 2 . 2 Vr rr-.£*-.*ð 2 Cable Guy Skífan Gaman 3 3 3 Happy Gilmore ClC-myndbönd Gaman mmBrn* NÝ 1 ■I . M tmamm ■ H| ■■ Fargo Háskélabíó ^ f „,í Spenna 5 ; 4 5 Trainspotting Warner-myndir Spenna r 6 7 2 Mullholland Falls Myndform - Spenna 7 6 6 Copycat Warner -myndir Spenna ! 5 6 Kingpin Sam-myndbönd * Gaman NÝ 1 Spy Hard Sam-myndbönd Gaman NÝ 1 • - Truth about Cats and Dogs j Skrfan Gaman 9 Sgt. Bilco ClC-myndbönd Gaman 12 10 S j Juror Skrfan Spenna i3 ; 3 : 6 From Dusk till Dawn Skífan Spenna I1 NY 1 White Man Sam-myndbönd Spenna ís ; 13 9 Primal Fear r ClC-myndbönd i Spenna 16 Al ; 10 Executive Descision : Warner-myndir Spenna 17 14 9 Down Periscope , Skrfan Gaman M NÝ 1 ; It Takes Two r Sam-myndbönd Gaman NÝ > 1 Freeway Háskólabíó Spenna 20 12 7 Don't be a Menace 1 n Skrfan \ Gaman The Ftock heldur efsta sæti myndbandalistans þriðju vikuna í röð og það verður sjálfsagt ekki fyrr en Mission Impossible kemur stormandi inn á listann aö hún missir þaö sæti. Ein ný mynd er meðal fimm efstu, er þaö hin rómaða kvikmynd Coen-bræðra, Fargo, en þessi ágæta mynd á örugglega eftir að koma við sögu þegar tiinefningar til óskarsverðlauna verða kynntar. Á myndinni má sjá leigumorðingjana tvo sem Steve Buscemi og Peter Stormare leika. Fimm aörar nýjar myndir koma inn á listann, má þar nefna farsann Spy Hard með Leslie Nielsen og gam- anmyndina The Truth about Cats and Dogs, en báð- ar þessar myndir eiga örugglega eftir að fara ofar á listann. The Rock Sean Connery og Nicolas Cage Snjöflum her- manni tekst ásamt mönnum sínum að ná völdum í Alcatr- az- fangelsinu. Hann hótar að varpa öflugu efna- vopni á San Fran- cisco þar sem fimm milljónir manna búa. Eina færa leið- in virðist sú að senda menn inn í Alcatraz og freista þess að aftengja sprengjumar og ráða niðurlögum óvinarins og er ákveðið að kalla til aðstoðar eina manninn sem hefur tekist að brjótast út úr fangelsinu. The Cable Guy Jim Carrey og Matt- hew Broderick Steven Kovacs ætl- ar að múta kapal- manninum og fá nokkrar sjónvarps- rásir fríar inn í íbúð sína. Kapalmaðurinn sem hann fær er ekki rétti maðurinn til að múta. Þess í stað gefur hann sterklega til kynna að hann hafi ekkert á móti því að eignast Kovacs fyrir vin. Kovacs líst ekkert á þá hugmynd, enda finnst honum maður- inn vera mesti furðufugl, en hann kemst fljótt að því að kapalmaðurinn veit ekki hvað nei þýðir. Happy Gilmore Adam Sandler og Christopher McDon- ald Happy Gilmore er mikill íshokkíaðdá- andi og hefur alla tíð dreymt um að verða eftirsóttur leikmað- ur. Það sem hefur staðið í veginum er hversu skapstyggur hann er. Af tilviljun kemst Happy að því að með því að nota íshokkísveiflu sína getur hann slegið golfbolta lengra en aðrir og þar sem amma hans skuldar skattinum mikla peninga ákveður Happy Gilmore að skrá sig í röð pen- ingamóta þar sem álitlegar peninga- upphæðir eru í boði. StíT;l 'UZDKuXZ K. i*ci SSSCjaa T'ARGO I 4 Fargo Frances McDormand og Steve Buscemi Uppburðarlítill bílasali hefur komið sér í skuldasúpu. Til að bjarga málum fær hann tvo krimma til að ræna eiginkonu sinni og eiga þeir að krefia ríkan tengda- foður um lausnarfé. Þegar krimmarnir drepa lögreglumann og tvo saklausa veg- farendur fer málið langt út fyrir það sem bílasalinn ætl- aði. Það kemur í hlut lögreglusfiórans í Fargo, hinnar kasó- léttu Marge, að rann- saka málið. Smám saman tekst henni að átta sig á tengingu á milli morðanna og eiginkonuhvarfsins. Trainspotting Ewan McGregor og Johnny Lee Miller I þessari frægu bresku kvikmynd kynnumst við nokkrum misrugluð- um persónum sem búa í Edinborg og eiga það sameigin- legt að hafa farið út af sporinu í lífinu. Þetta eru dópistinn Mark Renton og vin- ir hans, kvennamað- urinn Sick Boy, hinn vonlausi Spud, hinn glataði Tommy og rugludallurinn geð- veiki, Begbie. Þeir lifa í veröld eitur- lyfia og eiga það allir sameiginlegt að vera að bíða eftir dóplyft- unni sem sífellt er á ferðinni - á leiðinni upp.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.