Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1997, Blaðsíða 5
Jj’\F FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1997
nlist I9
Höxudsmadurinn
Ix allirmlxrál
„Höfuðsmaöurinn“, Colonel Tom
Parker, umboðsmaður Elvis Pres-
leys frá 1955 til 1977, er látinn. Hik-
laust má telja hann þekktasta um-
boðsmann tuttugustu aldarinnar,
harðsviraðan nagla sem sveifst
einskis þegar fjárhagslegir hags-
munir skjólstæðings hans voru ann-
ars vegar. Parker tók að sér að ann-
ast mál Elvis Presleys um það leyti
sem söngvarinn var að slá í gegn, þá
tvítugur sveitastrákur sem hafði
óafvitandi dottið niður á að syngja
rytmablús með sama hætti og svert-
ingjar.
Thomas Andrew Parker öðlaðist
ekki höfuðsmannstign í bandaríska
hernum. Þaö var Jimmie Davis,
fylkisstjóri í Louisiana, sem gaf
honum nafnbótina árið 1948. Sjö
árum síðar tók Parker að sér að
annast fjármál Elvis Presleys sem
var á mála hjá Sun útgáfunni í
Memphis. Sam Philips, eigandi fyr-
irtækisins, gerði sér grein fyrir að
söngvarinn ungi væri svo eftiilegur
að fyrirtækið gæti ekki ráðið fjár-
hagslega við að standa við bakið á
honum eins og nauðsyn krefði.
Presley var því settur á sölulista og
Parker hafði milligöngu um að RCA
Victor-útgáfan gerði við hann plötu-
samning og greiddi fyrir það 35 þús-
vmd dollara. Parker sá einnig um að
ðíJBaíJjJðJDí
★★★
Live á Dubliner - Papar
Allt viröist vera látiö vaöa, tönlistin hrá
og óhefluö. Hljómleikarnir á Dubliner
viröast hafa veriö hin besta skemmtun
og hún kemst vel til skila niöursoöin á
diski. -ÁT
★★★
Stoosh - Skunk Anansie
Stoosh er allt öðruvísi hljómplata en
Paranoid and Sunburnt, virkar kraft-
minni viö fyrstu hlustun en verður betri
því meira sem er hlustaö. Lagasmíöar
sveitarinnar eru mjög góöar. -GBG
★★★
Entroducing - DJ Shadow;
Aö baki þessari plötu liggur gífurleg
vinna, stórt plötusafn og hugmynda-
auögi sem á ekki sína líka. -GBG
★★★
Snörumar-Snörumar
í aöalatriöum hefur tekist vel meö
lagaval á plötuna. Hér eru nokkrir
áheyrilegir kántríslagarar. -ÁT
★★★★
Mermann - Emilíana Torrini
Þótt innlendu lögin séu vel samin og
þau erlendu vel valin standa þau og
falla meö einstaklega áheyrilegri söng-
rödd Emilíönu. Hún er eöalsteinn. -ÁT
★★★Í
Kolrassa krókríðandi - Köld em
kvennaráð
Þaö fer ekki fram hjá neinum sem
leggur viö hlustir aö mikil vinna hefur
veriö lögö í þessa plötu; hljóöfæraleik-
urinn er fágaöur, hljómurinn góöur og
lögin stórgóö. -MÞÁ
★★★
Völlurinn - söngleikur eftir
Hrafn Pálsson
Þetta er músfk í anda Jóns MOIa og
fleiri góöra og gegnra dægurlaga- og
söngleikjasmiða. Vel er vandaö til
verka og útkoman hin prýöilegasta. ÁT
★★★
Perlur og svín - Todmobile
Gamlir aödáendur ættu aö geta vel
unaö viö plötuna. Og ættu aörir aö
finna eitthvaö viö sitt hæfi. -ÁT
koma Elvis Presley í sjónvarpið, þar
á meðal þrívegis í skemmtiþátt Eds
Sullivans á árunum 1956 og 57. Það
flýtti mjög fyrir því að söngvarinn
ungi varð skjótt frægur um öll
Bandaríkin og skömmu síðar um
allan heim.
Harður fjármálamaður
Col. Tom Parker, eins og hann
var ávallt nefndur, fékk að sjálf-
sögðu talsvert fyrir sinn snúð.
Fjórðungur af tekjum Presleys rann
um skeið í vasa umboðsmannsins
og síðar átti hlutur hans eftir að
hækka í fimmtíu prósent. Þetta
þótti ýmsum bera vott um græðgi
en Elvis Presley virtist láta sér í
réttu rúmi liggja hvemig Parker lið-
þjálfi verðlagði þjónustuna og kall-
aði hann iðulega aðmírál. Enda sá
umboðsmaðurinn um að tekjur
söngvarans og þar með þeirra
beggja voru með slíkum ágætum að
hvorugur þurfti að kvarta. Fyrir
nokkrum árum þegar Parker var
sakaður um græðgi svaraði hann
því til að ýmsir hefðu sýnt enn
meiri ágimd eftir að Presley lést
með því að reyna að græða sem
allra mest á minningu hans.
Eftir að Elvis Presley lést sumar-
ið 1977 úrskurðuðu dómstólar að
Parker skyldi ekki fá laun úr dánar-
búi söngvarans og að hann ætti
ekki tilkall til neins fjár úr því. Sex
ámm síðar seldi hann RCA eigi að
síður fjöldann allan af upptökum
með söng Presleys fyrir tvær millj-
ónir dollara. Þessi sala kom í kjölfar
fjölda málaferla fólks sem taldi að
karlinn væri enn að græða á sínum
gamla skjólstæðingi. Meðal þeirra
sem höfðuðu mál á hendur honum
var fjárhaldsmaður Lisu Mariu
Presley, dóttur söngvarans. En þrátt
fyrir fégræðgi gamla mannsins
hafnaði hann öllum tilboðum frá
bókaútgáfum sem vildu að hann léti
rita endurminningar sínar þar sem
fram kæmi samstarfið við Elvis
Presley. „Þeir vilja bara fá að heyra
um subbuskap. Ég er ekkert fyrir
slíkt,“ sagði hann við eitthvert tæki-
færi.
Fortíðin á huldu
Tom Parker var 87 ára þegar
hann lést. Hann fullyrti alla tíð að
hann væri frá Huntington í Vestur-
Virginíu í Bandaríkjunum en fúll-
yrt var að hann væri ólöglegur inn-
flytjandi, fæddur í borginni Breda í
Hollandi og hefði komið til Banda-
ríkjanna þegar hann var um tvítugt.
Elvis Presley fór aldrei í hljómleika-
ferðir út fyrir Bandaríkin á ferli
sínum. Skýringin á því er talin vera
sú meðal annars að Tom Parker átti
ekki vegabréf og hefði því ekki kom-
ist til Bandaríkjanna aftur hefði
hann farið með Presley út fyrir
landsteinana.
Fyrr á öldinni vann Parker fýrir
sér í sirkusum og á skemmtimörk-
uðum ýmiss konar en um miðjan
fimmta áratuginn tók hann að sér
að annast fjármálin fyrir kántrí-
söngvarann Eddy Amold. Síðar tók
hann að sér söngvarana Hank Snow
og Gene Austin. Um miðjan sjötta
áratuginn opnuðu Parker og Hank
Snow umboðsskrifstofú í Nashville,
háborg kántrítónlistarinnar.
Skömmu síðar varð Elvis Presley
skjólstæðingur þeirra og þegar
Parker gerði sér grein fyrir framtíð-
armöguleikum Presleys sneri hann
sér alfarið að rekstri hans með slík-
um árangri að enginn umbi hefur
komist með tæmar þar sem hann
hafði hælana. Samantekt: ÁT
tónlistargagnrýnenda
i Oútgáfuhæf
★ Slæm
★i Slök
★★ í meðallagi
★★i Sæmileg
★★★ Góð
★★★i Frábær
★★★★ Meistaraverk
n i ~i
Um þessar mundir á hljómsveitin Lúdó og Stefán
35 ára afmæli og fostudaginn 31. janúar verður hald-
ið upp á þetta merkisafmæli á Hótel íslandi. Laugar-
daginn 1. febrúar verður lokasýning á sýningunni
Bítlaárin 1960-1970.
Galað um nætur
Tónatríóið spilar á Næturgalanum í Kópavogi
fostudaginn 31. janúar og laugardaginn 1. febrúar.
Tónatríóið skipa þeir Jakob Magnússon bassaleikari,
Magnús Einarsson, gítarleikari og söngvari, og Haf-
þór Guðmundsson trommuleikari.
Sýn á Kringlukránni
Föstudaginn 31. janúar, laugardaginn 1. febrúar og
sunnudaginn 2. febrúar mun dúettinn Sýn skemmta
gestum Kringlukrárinnar. í Leikstofúnni mun Rúnar
Þór leika fýrir gesti og gangandi.