Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1997, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1997, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1997 23 idfai helgina Mikið um að vera í Hafnarborg LEIKHÚS Þjóðleikhúsið Litli Kláus og Stóri Kláus sunnudag kl. 14.00 Kennarar óskast laugardag kl. 20.00 Villiöndin sunnudag kl. 20.00 Þrek og tár föstudag kl. 20.00 Leitt hún skyldi vera skækja laugardag kl. 20.30 í hvítu myrkri föstudag kl. 20.30 Borgarleikhúsið Fagra veröld föstudag kl. 20.00 laugardag kl. 20.00 Trúðaskólinn sunnudag kl. 14.00 Dómínó laugardag kl. 20.00 Svanurinn sunnudag kl. 17.00 sunnudag kl. 20.00 Barpar föstudag kl. 20.30 laugardag kl. 20.30 Leikfálag Akureyrar Kossar og kúlissur laugardag kl. 20.00 Undir berum himni föstudag kl. 20.30 Hermóður og Háðvör Birtingur föstudag kl. 20.00 laugardag kl. 20.00 Loftkastalinn Áfram Latibær sunnudag kl. 14.00 sunnudag kl. 16.00 Á sama tíma að ári laugardag kl. 20.00 Sirkús Skara skrípó föstudag kl. 20.00 Nemendaleikhúsið Hátið laugardag kl. 20.00 föstudag kl. 20.00 Skemmtihúsið Ormstunga föstudag kl. 20.30 Höfðaborgin Gefin fyrir drama ... laugardag kl. 20.30 Kaffileikhúsið Einleikir Völu Þórs föstudag kl. 21.00 laugardag kl. 21.00 Tjarnarbíó Poppleikurinn Óli n föstudag kl. 20.30 laugardag kl. 20.30 Möguleikhúsið Einstök uppgötvun sunnudag kl. 14.00 Hafnarborg er menningar- og listastofnun Hafnarflarðar. Á morg- un verður opnuð þar sýning á verk- um Einars Baldvinssonar listmál- ara auk samsýningar stórs hóps listamanna úr Hafnarfirði. Einar Baldvinsson er íslenskum myndlistarunnendum vel kunnur enda hefur hann haldið fjölda einkasýninga frá því að hann sýndi fyrst í Bogasal Þjóðminjasafnsins árið 1958. í sýningarskrá ritar Aðal- steinn Ingólfsson listfræðingiu og segir þar meðal annars: „Einar G. Baldvinsson hefur nán- ast alla starfsævi sína málað til- brigði um þann veruleik sem blasti við honum á þroskaárum hans, þorpsstemninguna í Reykjavik, andrúmsloftið við höfnina, sambýli þorps og hafs. Einar er maður formfestu, skipulegrar myndbygg- ingar og samræmdra lita. Hann er staðfastur í trúnni á listrænt sann- leiksgildi þessara þátta og unir sér sjaldast hvíldar fyrr en þeim hefur verið haldið til skila. En hann er líka ljóðskáld og músíkant í litum - tónlistin var enda hans fyrsta ást - og fetar í myndum sinum mjótt ein- stigið milli angurværðar og gleði. Umfram allt er Einar heill og sann- ur í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur." Á fjórða tug listamanna Hafnarborg hefur einnig boðið stórum hópi listamanna, sem flestir starfa í Hafnarfirði, til sýningar sem verður einnig opnuð á morg- un. Ekki er um temasýningu að ræða heldur er ætlunin að þetta verði sýning þar sem gestum gefst kostur á að sjá sitt af hverju og fylgjast með því sem listamenn eru að gera. Sýningar af þessu tagi voru al- gengar hér á árum áður og voru þá kallaðar salon-sýningar en hafa að mestu leyti legið niðri síðustu ár. Á meðal þeirra sem sýna munu núna eru listamenn sem löngu eru orðn- ir þjóðkunnir og svo aðrir sem minna hefur borið á. Salon-sýningin og sýning Einars Baldvinssonar munu báðar standa til 17. febrúar. -ilk Tónlistarhátíðin í Garðabæ: Sólrún syngur á morgun Fyrir nokkrum dögum hófst tón- listarhátíð í Garðabæ í tilefhi af því að í dag, 31. janúar, eru 200 ár liðin frá fæðingu austurríska tón- skáldsins Franz Schuberts. Á há- tíðinni er flutt mikið úrval söng- ljóða og kammerverka eftir tón- skáldið. Listrænn stjómandi henn- ar er píanóleikarinn og hljómsveit- arstjórinn Gerrit Schuil en allir tónleikamir era haldnir í safnað- arheimilinu Kirkjuhvoli við Vídalínskirkju i Garðabæ. Aðrir tónleikar Schubert hátíð- arinnar verða haldnir á morgun kl. 17.00. Þar mun Sólrún Braga- dóttir sópran flytja sönglög eftir Schubert. Við hljóðfærið verður sem áður Gerrit Schuil en hann hefur átt náið samstarf við ís- lenska tónlistarmenn á liðnum árum, ekki síst söngvara okkar. Afrakstur þeirrar vinnu má að nokkra leyti sjá á umræddri Schu- bert-hátíð. íperuhlutverkin um irjátíu talsins Sólrún Bragadóttir hóf söngnám undir handleiðslu Elísabetar Er- lingsdóttur en árið 1982 hélt hún til náms við Tónlistarháskólann í Bloomington, Indiana í Bandaríkj- unum, og lauk þaðan meistara- prófl í einsöng og kennslufræðum. Síðan lá leið hennar til Þýskalands þar sem hún var fastráðin söng- kona við óperana í Kaiserslautern í þrjú ár. Á þeim árum söng hún mörg aðalhlutverk. Árið 1990 var hún fastráðin við óperuhúsið í Hannover þar sem hún starfaði í fjögur ár og hlaut jafnframt fastan gestasamning við óperana í Dússeldorf. Sólrún hefur ferðast víða og sirngið en alls eru ópera- hlutverkin orðin um þrjátiu tals- ins. Þá hefur Sólrún alla tíð lagt ríka áherslu á Ijóðasöng og haldið fjölmarga tónleika víða um lönd. Miðasalan á tónleikana verður opin á milli kl. 15.00 og 17.00 á tón- leikadaginn í Kirkjuhvoli við Vídalínskirkju í Garðabæ. Miða- verð á einstaka tónleika er 1.400 krónur en ennþá er hægt að kaupa áskriftarkort á þá átta tónleika sem eftir eru og kostar það 9.500 krónur. -ilk Misstu ekki af spennandi aukablöðum í febrúar og mars: Aukablöð DV eru löngu orðin landsþekkt. Blöðin eru bæði fræðandi og skemmtileg og fjalla um margvísleg og gagnleg sérsvið. 5 . febrúar Tækni og tölvur Spennandi blað um tölvur og intemetið. Fjallað verður um þróun í tölvumálum og flest það er viðkemur tölvum og tölvunotkun. 12. febrúar Bílar '97 í blaðinu er að finna heildstætt yfirlit yfir þá fólksbfla og jeppa sem bflaumboðin hafa í boði á árinu 1997. Blað sem enginn bfla- eigandi má láta fram hjá sér fara. 19. febrúar Feröir til útlanda ítarlegar upplýsingar um þá ferðamöguleika sem í boði á árinu 1997 hjá ferðaskrifstofunum, ásamt ýmsum hollráðum varð- andi ferðalög til útlanda. 26. febrúar Hljómtæki Efmsmikið blað um allt sem viðkemur hljómtækj- um. Þar verður meðal ann- ars fjallað um helstu nýj- ungar á markaðnum. 12. mars Fermingargjafa- handbók Nauðsynleg upplýsinga- og innkaupahandbók fyrir alla þá sem eru í leit að fermingargjöfum. 19. mars Matur og kökur Lystaukandi blað þar sem fjallað verður um flest það er viðkemur matartilbúning fyrir páskana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.