Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1997, Blaðsíða 10
24 '§myndbönd
** *
FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1997
í flestum þeim kvikmynd-
um sem Leslie Nielsen
f Spy Hard bregöur Leslie Nielsen sér í mörg gervi, meöal annars í nunnu-
klæöi.
Gamanleikarinn góö-
kunni, Leslie Nielsen, sem
leikur aðalhlutverkið í Spy
Hard, sem er í öðru sæti á
myndbandalistanum, er bú-
inn að koma víða við á löng-
um starfsferli og liggja spor
hans víöa í kvikmyndum,
sjónvarpi og á leiksviöi auk
þess sem eftir hann liggja
verk í rituðu máli. Nielsen
hefur mikla hæfileika en það
tók hann mörg ár að upp-
götva hæfileika sína í gaman-
leik og þurfti raunar aðra til.
Leslie Nielsen hefur leikið í
yfir sextíu kvikmyndum og
komið fram í yfir eitt þúsund
sjónvarpsþáttum af ýmsum
gerðum. Áður fyrr var
hann að langmestu
leyti þungavikt-
arkarakter
leikari. í
flestum
þeim kvik-
myndmn sem
hann lék í á fyrri
hluta ferils síns bar lítið á gaman-
leikaranum Leslie Nielsen, frekar er
hægt að segja að hann hafi komiö sér
ágætlega fyrir sem traustur leikari í
foringjahlutverkum. Má þar nefna
geimskipstjórann í Forbidden Planet
og skipstjórann á örlagaskipinu í The
Poseidon Adventure.
Fyrsta kvikmyndin þar sem Leslie
Nielsen lék sannkallað farsahlutverk
var í þeirri frægu mynd Airplane
sem nýlega var kosin af lesendum og
dómnefnd breska kvikmyndblaösins
Empire besta gamanmynd sem gerð
hefúr verið. Airplane var gerð af
Zucker bræðrum, Jerry og David, og
Jim Abrahams og þeir gerðu sér
fyrstir grein fyrir hæfileikmn Niels-
ens í gamanleik.
Þeir bræður og Abrahams fengu
Nielsen til að leika aðalhlutverkið í
gamanmyndaflokki í sjónvarpi sem
hét Police Squad. Þar skapaði Niels-
en lögregluforingjann Frank Drebin.
Þættimir Police Squad fengu góða
dóma þegar þeir komu fyrir augu
sjónvarpsáhorfenda árið 1982 og
Leslie Nielsen var tilnefhdur til
Emmy verðlaunanna en auglýsendur
héldu að sér höndum og Police Squad
var skammlíf þáttasería. En hún lifir
aftur á móti góðu lífi í dag í endur-
f Naked Gun 33K3: The Final Insult var einn mótleikara Leslies Nielsens O.J.
Simpson. Þeir eru hér ó myndinni ásamt George Kennedy.
Lák í 46 sjónvarpsleik-
rítum á einu ári
Leslie Nielsen fæddist 11. febrúar
1926 í smábænum Regina í fylkinu
Saskatchewan í Kanada og var faður
hans lögreglumaður í hinni frægu
fjallalögreglu Kanada. Nielsen ólst
upp nálægt Norðurheimskautsbaug.
Þegar kom aö skólanámi þurfti hann
aö sækja skóla í Edmundton í AI-
berta. Þegar Nielsen hafði lokið
skyldunámi gekk hann í kanadíska
flugherinn sem skytta. Þegar veru
hans lauk í hemum fékk hann starf
við útvarpsstöð í Calgary þar sem
hann vann margs konar verk; var
upptökustjóri, þáttagerðarmaður og
þulur.
Til að mennta sig frekar í útvarps-
fræðum fLutti Nielsen til Toranto þar
sem hann gekk í skóla sem nefndist
Academy og Radio Arts. Þar stóð
tors (1969-1970) og Bracken’s World
(1970).
Eftir að Leslie Nielsen náði að
komast á toppinn hefur hann leikið
gestahlutverk í nokkrum sjónvarpss-
eríum. Má þar nefiia Evening Shade,
Who’s the Boss, The Golden Girls og
Herman’s Head.
Það er fyrst á síðari árum að Leslie
Nielsen fer að leika- á leiksviði. Má
geta þess að hann samdi og fór með
eins manns leikritið Darrow um öll
Bandaríkin og í Los Angeles lék
Leslie Nielsen á móti Carol Bumett í
Love Letters.
Leslie Niels er mikill golfsjúkling-
ur og notar hvert tækifæri til að
leika þessa uppáhaldsíþrótt sina.
Þessi áhugi hefur gefið af sér tvö
metsölumyndbönd, Leslie Nielsen’s
Bad Golf Made Easier og Bad Golf
My Way og metsölubókina Leslie
Nielsen’s Stupid Little Golf Book.
-HK
sýningum víða um heim.
Þrátt fyrir að Police Squad fyndi
ekki náð fyrir augum sjónvarpsá-
horfenda árið 1982 þá ákváðu þre-
menningarnir að gera kvikmynd um
Frank Drebin og þá fyrst sló þessi
óborganlega persóna í gegn. Að sjálf-
sögu var það Naked Gun sem um er
að ræða og Leslie var allt í einu orð-
inn að einum vinsælasta gamanleik-
ara í Bandaríkjunum, nokkuð sem
honum datt aldrei í hug þegar hann
var að byrja leikferil sinn. í kjölfarið
fylgdu Naked Gun 2ý2 og Naked Gun
33)4: The Final Insult.
hann sig það vel að hann fékk styrk
til að stunda frekara nám í Neighbor-
hood Playhouse í New York. Þar nam
hann leiklist hjá Sanford Merisner og
dans hjá Martha Graham. í fram-
haldsnám fór hann síðan í fótspor
margra þekktra leikara og gerðist
meðlimur í Actor’s Studio.
Sjónvarpsferill Leslies Nielsens
hófst árið 1950 þegar hann var ráðinn
til að leika í leikritaseríunni Studio
One en þessi sería var unnin þannig
að eingöngu var um beinar útsend-
ingar að ræða. í fyrsta leikriti sínu
lék hann á móti öðrum ungum leik-
ara, sem var að hefja glæsilegan leik-
feril, Charlton Heston. Á þessu fyrsta
ári sínu i sjónvarpinu lék hann í 46
leikritum.
Ferð um Bandaríkin í
eins manns leikriti
Leslie Nielsen lék í sinni fyrstu
kvikmynd árið 1954, The Vagabond
King, sem Michael Curtiz leikstýrði.
í kjölfarið gerði hann langtímasamn-
ing við MGM og lék þar í mörgum
kvikmyndum, aldrei aðalhlutverk en
stundum góð karakterhlutverk.
Fyrsta aðalhlutverkið lék hann þegar
hann var lánaður til Universal og á
móti Debbie Reynolds í Tammy and
the Bachelor.
Á löngum ferli hefúr Leslie Niel-
sen verið meira áberandi í sjónvarpi
heldur en kvikmyndum en hann hef-
ur samt leikið í nokkrum þekktum
myndum. Má þar nefna The Oppos-
ide Sex, Creepshow, Wrong Is Right
og Nuts.
Á árunum 1960 til 1970 var Leslie
Nielsen nánast vikulegur gestur í
sjónvarpinu. Lék hann gestahlutverk
í vinsælum þáttaserímn á borð við
Wagon Train, The Fugitive, The
Virginian, Caimon, Kojak og Vegas.
Þá lék hann aðalhlutverk á þessum
árum í sjónvarpsseríum. Má þar
nefiia The New Breed (1961-1962),
Peyton Place (1965-1970), The Protec-
lék í á fyrri hluta feril
síns bar litið á gaman-
leikaranum Leslie Niel-
sen, frekar er hægt að
segja að hann hafi komið
sér ágætlega fyrir sem
traustur karakterleikari í
foringjahlutverkum.
I TÆKINU
■■■■n ■■ - ■ tuHBBH
Jóhannes Martin Leifsson:
The Rock. Hún var frábær,
spennandi og ýkt skemmtileg.
Hjörleifur Jónsson: The Truth
about Cats and Dogs. Hún var
góð, ferlega skemmtileg.
Erna Þráinssdóttir: Girl 6.
Hún var mjög góð.