Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1997, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1997, Blaðsíða 6
FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1997 T>V rna helgina wmmmmm A. Hansen Vesturgötu 4, Hf., s. 565 g 1693. Opiö 11.30-22.30 alla daga. Amigus Tryggvagötu 8, s. 551 i 1333. Op. 17.30-22.30 v.d. og sd., | 17.30-23.30 fd. og ld. Argentína Barónsstíg lla, s. 551 9555. Opið 18-23.30 v.d., 18-3 um helgar. i Asía Laugavegi 10, s. 562 6210. Opið f 11.30- 22.30 v.d., 12-22.30 sd„ I 11.30-23.30 fd. og ld. Askur Suðurlandsbr. 4, s. 553 8550. I Op. 11-22 sd.-fid., 11-23.30 fd. og ld. , Austur Indía fjelagið Hverfisgötu I 56, s. 552 1630. Opið a.d. frá kl. 18. A nœstu grösum Laugavegi 20, s. í 652 8410. Opið 11.30-14 og 18-22 j v.d., 18-22 sd. og lokað ld. Banthai Laugavegi 130, s. 552 2444. ,• Op. 187-22 md.- fid. og 18-23 föd.-sd. Café Ópera Lækjargötu 2, s. 552 I 9499/562 4045. Opið 18-1 fd. og ld„ 11.30- 1 v.d. Carpe Diem Rauðarárstig 18, s. 562 i! 3350. Opið 11-23 alla daga. Caruso Þingholtsstræti 1, s. 562 1 7335. Opið sd.-fid. 11.30-23.30. Fd. i og ld. 12.-2. » Grænn kostur Skólavörðustíg 8b, s. t 552 2028. Opið md.-ld. frá 11.30-21 | og sd. frá 16-21. Hard Rock Café Kringlunni, s. 568 1 9888. Opið 11.45-23.30 md.-ld„ 12-23.30 sd. Homið Hafnarstræti 15, s. 551 3340. Opið 11-23.30 alla daga. i Hótel Borg Pósthússtræti 11, s. 551 ;'í 1440. Opið 8-23.30 alla daga. Hótel Esja Suðurlandsbraut 2, s. :> 568 9509. Opið 11-22 alla daga. : Hótel Holt Bergstaðastræti 37, s. f; 552 5700. Opið 12-14.30 og 19-22.30 | v.d„ 12-14.30 og 18-22 fd. og ld. * Hótel Loftleiðir Reykjavíkurflug- velli, s. 552 2322. Opið í Lóninu |: 5-23, í Blómasal 18.30-22. Hótel Óðinsvé v/Óðinstorg, s. 552 í 5224. Opið 12-15 og 18-23 v.d„ I 12-15 og 18-23.30 fd. og ld. I Hótel Saga Grillið, s. 552 5033, í' Súlnasalur, s. 552 0221. Skrúður, s. 552 9900. Grillið opið 19-22.30 a.d„ í Súlnasalur 19-3 ld„ Skrúður 12-14 ;; og 18-22 a.d.. I Humarhúsið Amtmannsstíg 1, s. 561 3303. Opið 10-23.30 v.d„ 10-1 ld. og sd. Indókína Laugavegi 19, s. 552 2399. Opið 11.30-22.30 alla daga, ld. frá J 11.30-23.30. : Ítalía Laugavegi 11, s. 552 4630. « Opið 11.30- 23.30 alla daga. Jónatan Livingston Mávur ! Tryggvagötu 4-6, s. 551 5520. Opið 17.30- 23 v,d„ 17.30-23.30 fd. og ld. Kínahofið Nýbýlavegi 20, s. 554 | 5022. Opið 17-21.45 v.d„ 17-22.45 fd„ ld. og sd. Kína-húsið Lækjargötu 8, s. 551 | 1014. Opið 11.30-14 og 17.30-22 v.d„ 17.30-23 fd„ 15-23 ld„ 17-22 sd. Kínamúrinn Laugavegi 126, s. 562 2258. Opið fd„ ld„ 11.30-23.30, sd.-fid. 11.30-22.30. Kofi Tómasar fi-ænda Laugavegi 2, i s. 551 1855. Opið 10-01 sd.-fid. og I 11-03 fd. og Id. 5 Kringlukráin Kringlunni 4, s. 568 t 0878. Opið 12-1 v.d„ 12-3 fd. og ld. Lauga-ás Laugarásvegi 1, s. 553 í 1620. Opið 11-22 og 11-21 um helgar. Lækjarbrekka Bankastræti 2, s. 551 4430. Opið md.-mid. 11-23.30, | fid.-sd. 11-0.30. Madonna Rauðarárstíg 27-29, s. 562 1988. Opið 11.30-23.30 a.d. Marhaba Rauðrárstíg 37, s. 562 6766. Opið a.d. nema md. S 17.30-23.30. Naustið Vesturgötu 6-8, s. 551 k 7759. Opið 12-14 og 18-01 v.d„ J 12-14 og 18-03 fd. og ld. f Ópera Lækjargötu 2, s. 552 9499. Op. 18-23.30 v.d„ 18-24.30 fd. og ld. I Pasta Basta Klapparstíg 38, s. 561 3131. Opið virka daga frá 11.30 til I. 00 og um helgar til 3.00. Perlan Öskjuhlíð, s. 562 0200. Opið 18-23.30 v.d„ 18-24.30 fd. og ld. Potturinn og pannan Brautarholti 22, s. 551 1690. Opið a.d. 11.30-22. j Primavera Austurstræti, s. 588 8555. Op. 12-14.30, 18-22 v.d„ 18-23 fd„ 18-23.30 ld„ 18-22 sd. j Salatbarinn hjá Eika Fákafeni 9, ;í s. 588 0222. Opið alla daga frá kl. II. 30.-20.30. nema ld. frá 11.30.-16. S Lokað á sd. : Samurai Ingólfsstræti la, s. 551 j 7776. Opið v.d. 18-22, fd„ ld„ 18-23. Singapore Reykjavíkurvegi 68, s. ij 555 4999. Opið 18-22 þd.-fid„ 18-23 j fd.—sd. s Sjanghæ Laugavegi 28, s. 551 6513. J Opið 11.30-23.30 v.d„ 12-22.30 sd. j Sjö rósir Sigtúni 38, s. 588 3550. » Opið 7-23.30 alla daga. Skólabrú Skólabrú 1, s. 562 4455. Opið frá kl. 18 alla daga og í hd. ; Steikhús Harðar Laugavegi 34, s. I 551 3088. Opið 11.30-21 v.d. og sd„ •1 11.30-23.30 fd. og ld. Tilveran Linnetsstíg 1, s. 565 5250. j Opið 11-23 alla daga. » Við Tjörnina Templarasundi 3, s. I 551 8666. Opið 12-14 og 18-22.30 J md.-fd„ 18-23 ld. og sd. ; Viðeyjarstofa Viðey, s. 568 1045 og I 562 1934. Opið fid.- sud„ kaffist. kl. j 14-17. Veitingasalur kl. 18-23.30. Vitabar Bergþórugötu 21, s. 551 ■; 7200. Opið 15-23.30,v.d„ 12-02 a.d. » Þrír Frakkar hjá Úlfari Baldurs- götu 14, s. 552 3939. Opið 11-14.30 I og 18-23.30 ld. og sd. Tvö dansverk frumsýnd í Borgarleikhúsinu: Um samskipti mannsins við fíflið í sjálfum sér - fjallar annað verkið sem samið er sárstaklega fyrir Islenska dansflokkinn Einn af fremstu danshöfundum Evrópu, og þótt víðar væri leitað, hefur samið dansverk sérstaklega ætlað íslenska dansflokknum. Danshöfundurinn heitir Jochen Ulrich og kom hingað til lands til að fylgjast með æfingum á verki sínu, La Cabina 26, og samdi svo nýja verkið sem kallast Ein. Allt er þetta gert í tilefni af fyrstu frumsýningu Katrínar Hall sem listdansstjóra íslenska dansflokks- ins en verkin verða sýnd í kvöld á stóra sviði Borgarleikhússins. Koma Jochens Ulrich er ekki einungis hvalreki fyrir íslenskan dansheim heldur íslenska leikhús- heiminn í heild. Einn helsti dans- gagnrýnandi Evrópu, Jochen Schmidt, segir í dóm sínum um verkið: „La Cabina 26 er sniUdarlega samið verk með fallegum erótísk- um undirtóni. Verkið endurspegl- ar tæknilega fullkomnun með miklum hraða, sem dansararnir dansa af þvílíkri innlifun og krafti að halda mætti að líf þeirra lægi við.“ Færri munu komast að en vilja Ulrich er ekki með öllu ókunn- ugur íslensku leikhúsfólki. Hann hefur komið hingað til lands tvisvar sinnum áður. í fyrra skipt- ið setti hann upp verkið Blindings- leik sem unnið var upp úr þjóðsög- unni um Gilitrutt við tónlist eftir Jón Ásgeirsson. Síðara verkið var Ég dansa við þig en sú uppfærsla fékk einróma lof gagnrýnenda og áhorfenda og er án efa mest sótta sýning íslenska dansflokksins á 24 ára ferli hans. Þrettán þúsund áhorfendur sáu þá sýningu sem því miður þurfti að hætta vegna þessa að gestadansararnir gátu ekki dvalið lengur á íslandi. Bæði verkin voru sett upp í Þjóðleikhúsinu. Hið nýja verk Ul- rich, Ein, fjallar um samskipti mannsins við fiflið í sjálfum sér. Tónlistin er hönd- um hljómsveitarinn ar Skárren ekkert og mun hljómsveitin koma fram í sýningunni ásamt ís- lenska dansflokknum. Sýningin er haldin í samvinnu við Leikfélag Reykjavíkur, Tanz- Forum Köln og Agence Artist- ique. Alls dansa í upp- færslunni ellefú manns. Eins og áður segir verður frum- sýningin í kvöld en aðeins eru fyrir- hugaðar sex sýn- ingar vegna anna gestadansara ís- lenska dans- flokksins. Það er því ljóst að færri munu komast að en vilja til að sjá þessa einstöku uppfærslu ís- lenska dans- flokksins. -ilk Dansinn er glæsileg list og í Borgarleik- húsinu í kvöld verður sannkölluö veisla fyrir leikhús- og dansáhugafólk. DV-mynd Hilmar Þór Árnesingakórinn á afmæli Stöðlakot í Langholtskirkju verður veisla á morgun. Þar mun Ámesingakórinn halda upp á 30 ára afmæli sitt með tónleikum sem hefjast klukkan 16.00. Að sjálfsögðu syngur sjálfur af- mæliskórinn á hátíðinni og þá undir stjórn Sigurðar Bragasonar. Þau Signý Sæmundsdóttir sópran og Þor- geir Andrésson tenór munu syngja einsöng en undirleikari verður Bjami Þ. Jónatansson. Karlakórinn Fóst- bræður, Selkórinn, Skólakór Kársness og kór Kvennaskólans í Reykjavik munu einnig koma við sögu. Allir þessir kórar syngja sameiginlega og einnig hver í sínu lagi. Ámesingakórinn í Reykjavík var stofnaður 14. febrúar árið 1967 að til- hlutan söngáhugafólks innan Ámes- ingafélagsins í Reykjavík og var fýrsti stjórnandi kórsins Jónas Ingimund- arsson. Frá þeim tíma hefur kórinn starfað samfellt og sungið víða um land en flestar söngskemmtanimar hafa verið haldnar í Reykjavík og Ár- nesþingi. Kórinn hefur átt gott samstarf við Samkór Selfoss, Ámeskórinn og hin síðari ár Vörðukórinn. Hafa þeir hald- ið sameiginlega tónleika, ýmist fyrir austan fjall eða í Reykjavík. Ljóst er að um virtan og vel æfðan kór er að ræða svo að það ætti ekki að verða leiðinlegt í Langholtskirkju á morgun. -ilk Hvernig tíminn gengur á alla hluti Myndirnar tala eigin máli Kór þessi er talinn vera hinn prýöilegasti. Sigurborg Stefánsdóttir heitir lista- kona ein. Hún hefur hugsað sér að opna sýningu á verkum sínum í dag í galleríi Sævars Karls. Um sýningu sína segir hún: „Það er oft erfitt að útskýra mynd- verk með orðum, ekki síst ef mynd- irnar era „ekki af neinu sérstöku“ heldur vilja aðeins vera þær sjálfar; tala eigin máli. Þetta er svipað með tónlistina, sem er ævinlega abstrakt. Ég held líka að óhlutstæð myndlist sé að ýmsu leyti skyld tónlist, í stað tóna koma litir og form. í báðum greinum er leitast við að skapa samræmi, eitt- hvað sem hrífur hug áheyrandans eða áhorfandans.......“ Sigurborg er fædd árið 1959. Hún stundaði nám hjá Hans Cr. Höier list- málara í Kaupmannahöfn og Skolen for Brugskunst (Danmark Design skole) í sömu borg og lauk þaðan prófi úr teikni- og grafíkdeild árið 1987. Hún hefur víða haldið sýningar og starfað sem kennari í Myndlista- og handíðaskóla íslands. Sýningin hjá Sævari Karli verður opnuð kl. 16.00. -ilk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.