Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1997, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1997, Qupperneq 5
*■* - sagan til þessa Árið 1984 stofnuðu Bryan Hol- land og Greg Kriesel hljómsveit sem gekk undir nafninu Manic Subsidal. Báðir höfðu heillast af pönkbylgjunni sem þá gekk yfir, en hvorugur þeirra átti hljóðfæri og hvorugur kunni að spila. Bryan keypti gítar, Greg keypti bassa og við tóku þrotlausar æfingar. Tveim mánuðum síðar voru þeir famir að spila lög... í dag gengur Bryan Holland und- ir nafninu Dexter og Greg er kailað- ur Greg K. Þeir eru meðlimir i Off- spring ásamt Ron Welty trommu- leikara og Kevin Wasserman gítar- leikara, sem er betur þekktur sem Noodels. Hér á eftir kemur saga hijómsveitarinnar Offspring. Dr. Holland og húsvörðurinn Manic Subsidal var undanfari hljómsveitarinnar Offspring. Fyrstu hljómleikar sveitarinnar voru heima hjá Greg K, en heimili hans varð annað heimili sveitarinn- ar framan af. Þess má geta að á þeim tíma var Dexter Holland fyrir- myndamemandi, sonur læknis og vonaðist að verða einn slíkur síðar. Eins og stendur er hann Ph.D. í sameindalíffræði og Greg K er meö BA-próf í fjármálum. Það vom sem sagt engir hálfvitar sem stofnuðu Offspring. 1984 bættist síðan Kevin Wasserman, þá húsvörður í skóla Dexters (aðeins 21 árs gamall), í hópinn og smám saman kom mynd á sveitina. Ron Welty bættist síðan i hópinn aðeins 16 ára að aldri eftir að hafa flust um öll Bandaríkin ★★★ Live á Dubliner - Papan Allt virðist vera látið vaða, tón- listin hrá og óhefluð. Hljómieik- amir á Dubfiner virðast hafa ver- ið hin besta skemmtun og hún kemst vel til skila niðursoðin á ^ At Stoosh - Skunk Anansie Stoosh er allt öðruvísi hljómplata en Paranoid and Sunbumt, virk- ari kraftminni viö fyrstu hlustun en verður betri eftir því sem meira er hlustað. Lagasmíðar sveitarinnar em mjög góðar. -GBG Entroducing - DJ Shadow: Að baki þessari plötu liggur gíf- urleg vinna, stórt plötusafh og hugmyndaauðgi sem á ekki marga sína líka. -GBG ★★★ Snörumar - Snörumar I aðalatriðum hefur tekist vel með lagaval á plötuna. Hér em nokkrir áheyrilegir Kántrýslagar ★★★★ ^ Mermann - Emiliana Torrini Þótt Innlendu lögin séu vel samin og þau erlendu vel valin standa þau og falla með einstaklega áheyrilegri söngrödd Emiliönu. Hún er eðalsteinn. -AT ★★★★ Kolrassa krókríöandi - Köld em kvennaráð Það fer ekki fram hjá neinum sem leggur við hlustir að mikil vinna hefur verið lögð í þessa plötu; hljóðfæraleikurinn er fág- aður, hfjómurinn góður og lögin stórgóð. -MÞÁ ★★★ Völlurinn - Söngleikur eftir Hrafn Pálsson Þetta er músík í anda Jón Múla og fleiri góðra og gegnra dægur- laga- og söngleilqasmiðja. Vel er vandað til verka og útkoman hin prýðilegasta. -ÁT ★★★ Pertur og svín - Todmobile Gamlir Todmobile-aðdáendur ættu að geta vel unað við plöt- una. Og eflaust ættu aðrir að finna eitthvað við sitt hæfi. -ÁT íslensku tónlistarverðlaunin 1997: með móður sinni sem hafði þaö víst aö tómstundaiðju að skipta um maka. Nafnið Offspring varð síðan til árið 1987 og í kjölfarið fylgdi útgáfa á 7 tommu sem var gefin út í 1000 eintökum. Það tók sveitina tvö og hálft ár að losa sig við útgáfuna. Tveim árum síðar komst hijóm- sveitin á einnar plötu samning hjá hljómplötuútgáfúnni Nemesis. Þeir náðu sér í uppáhaldsupptökustjór- ann sinn, Thom Wilson (the Vandals, Dead Kennedys o.fl.) og tóku upp nýja 7 tommu sem fékk nafhið Baghdad og fyrstu breiðskíf- una sem fékk nafn hljómsveitarinn- ar. „Árið 1984 simgu allar pönk- hijómsveitimar um löggjafarvaldið, dauða, trúmál og stríð. Við gerðum slíkt hið sama,“ segir Holland. Plat- an gerði þá ekki vinsæla, en þegar hljómsveitin var að taka upp lag á safhplötuna Flipside hjá Brett Gurewitz, eiganda Epitaph útgáfu- fyrirtækisins, sá Offspring fyrir sér bjartari framtíð. Gurewitz neitaði liðsmönnum hennar hins vegar þá, en tók við þeim árið 1992 þegar plat- an Ignition kom út. Smash ... ... var síðan platan sem kom Off- spring á toppinn. Platan hefur nú selst í rúmlega 9 milljónum ein- taka, ekki síst vegna vinsælda lag- anna Self Esteem og Come out and Play. Eftir velgengni Smash ákvað Offspring að gefa á ný út fyrstu plötu sína vegna þess hve margar lélegar útgáfur af henni voru komn- ar á markaðinn. Hljómsveitin stofn- aði til þess sitt eigiö útgáfúfyrir- tæki, Nitro, sem gefur meðal ann- ars út plötur með The Vandals og Guttermouth. Nú er hins vegar komin út fjórða platan með þessari lífseigu hljóm- sveit og má segja að hún marki tímamót í sögu hljómsveitarinnar. Til þessa hafa þeir nefnilega streð- að eftir vinsældum, nú þurfa þeir hins vegar að halda þeim. Hægara sagt en gert. Nýja platan ber þann skrítna tit- il Ixnay on the Hombre og er gefin út af Epitaph. Nýja platan verður engu að síöur sú síðasta sem hfjóm- sveitin gefur út hjá því fyrirtæki því hún er búin að gera útgáfú- samning við Columbia og gefúr því næstu plötu sína út þar (gamla góða útgáfurifrildið). Svo virðist sem þeir hjá Epitaph séu frekar óánægð- ir með þetta fyrirkomulag og sem dæmi má nefna að Epitaph hefur ekki sent dreifingaraðila sínum hér á landi neinar upplýsingar eða myndir samhliða útgáfu þessarar nýju plötu eins og vaninn er (per- sónulega myndi ég nú reyna að græða smá pening á þeim áður en þeir hverfa). Upplýsingar þessar eru því fengnar af veraldarvefnum, vefnum sem allt veit og aldrei sefur, srnfey on the netsay. -GBG Góð þátttaka lesenda DV Það er farið að styttast í að ís- lensku tónlistarverðlaunin verði af- hent í fjórða skipti. Afhendingin fer fram 20. febrúar á Hótel Borg og þar munu margir kunnir tónlistarmenn koma fram. Meðal þeirra verða Botnleðja, Emiliana Torrini og hljómsveit, Todmobile og Anna Hcilldórsdóttir. Enn frernur mun Tríó Guðmundar Steingrímssonar spila á afhendingarhátíðinni en hann hlaut heiðursverðlaim þegar íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent í fyrra. Kynnir verður Helgi Pétursson. Lesendur DV hafa getað tekið þátt í valinu og þótt þátttakan hafi verið afar góð í fyrra var hún enn betri í ár. í tilefhi af þessum merkisvið- burði í íslensku tónlistarlífi hefur Spor hf. gefið út geisladisk sem kall- ast einfaldlega íslensku tónlista- verðlaunin 1997. Diskurinn inni- heldur þau fimm lög sem tilnefhd eru sem besta lagið 1997 og ellefu önnur lög sem tengjast tónlistar- mönnum sem hafa verið tilnefndir til verðlauna í ár. „Við erum í raun að gera svipað og er gert í Banda- ríkjunum og Bretlandi. Vestanhafs er gefinn út sérstakur Grammy- diskur en i Bretlandi kemur út disk- ur tileinkaður Brit-verðlaununun,“ segir Jónatan Garðarsson, formaður framkvæmdastjómar íslensku tón- listaverðlaunanna. Eins og gefur aö skilja er diskurinn afar fjölbreyttur enda mikil gróska í íslensku tónlist- arlifi. Þeir sem flytja tónlist á diskinum íslensku tónlistaverðlaunin 1997 em Stefán Hilmarsson (Eins og er), Emilíana Torrini (The Boy Who Giggled so Sweet), Páll Óskar (Stanslaust stuð), Todmobile (Voodooman), Botnleðja (Hausverk- un), Quarashi (Switchstance), Kol- rassa krókríðandi (Opnaðu augun þín), Jóhann Helgason (Bid Me to Live), Anna Halldórsdóttir (Villtir morgnar), Bjami Arason (I örmum þér), Fabula (Heavy Secrets), KK og Magnús Eiríksson (Ómissandi fólk), Páll Rósinkrans (I Believe in You), Dead Sea Apple (Sick of Excuses), Slowblow (Sack the Organist) og Mezzoforte (Monkey Fields) -JHÞ Rúnar þór skemmtir Rúnar Þór og hljómsveit munu leika fyrir gesti og gangandi á Café Royal í kvöld og laugardaginn 15. febrúar veröur hann með hljómsveit sinni á Langasandi á Akranesi. Papar halda afmæli Papamir héldu upp á tíu ára af- mæli sitt í gær og þeir munu halda áfram að fagna á Dubliner í kvöld og laugardagskvöldið 15. febrúar. Rafmaanað stuð á Sauðárkróki og Húsavík Hljómsveitin Volt leikur á Mæli- felli, Sauðárkróki fóstudaginn 14. febrúar og Hlöðufelli Húsavík úí -J J J J _l laugardaginn 15. febrúar. Hljómsveitarmeðlimir em þeir Guðlaugur Falk gítarleikari, Frið- rik Halldórsson bassaleikari, Birg- ir Haraldsson söngvari og Heiðar Kristinsson trommuleikari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.