Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1997, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1997, Blaðsíða 12
26 myndbönd MYNDBAm JjJj^ Bio-Dome: Umhverfisvænir hálfvitar ★* Það virðist vera komið í tísku í Hollywood að gera grínmyndir þar sem tveir hálfvitar reyna hvað þeir geta að slá hvor annan út i heimskunni. Bill & Ted riðu á vaðið ásamt Wayne og Garth í Waynes World, og há- marki náðu vinsældir heimskugrinsins í Dumb and Dumber. Bio-Dome er í sama dúr og kynnir til sögunn- ar Bud og Doyle. í myndinni eru nokkrir visindamenn um það bil að fara að loka sig inni i eins konar lifhvolfl í eitt ár, þar sem meiningin er að halda lífkerfi gang- andi allan tímann án utanaðkomandi áhrifa. Bud og Doyle viilast óvart inn rétt áður en hvolfmu er lokað og vísindamennimir neyðast til að umbera þá. Þeir rústa auðvitað allt með heimskupörum sínum en sjá svo að sér og redda öllu í lokin. í hlutverkum aulanna eru Pauly Shore og Stephen Bald- win. Sá síðamefndi er ágætur lúði en Pauly Shore er fremur ófyndinn. Grín- ið er upp og ofan, oft bara heimskulegt en ekki fyndið, en myndin nær sér líka oft á skrið með nokkuð fyndnum atriðum. Útgefandi: Sam-myndbönd. Leikstjóri: Jason Bloom. Aðalhlutverk: Pauly Shore og Stephen Baldwin. Bandarísk, 1996. Lengd: 91 mín. Leyfð öllum aldurshópum. -PJ Last Dance: Dauðarefsing ★★ Last Dance segir frá kvenfanga sem bíður dauðarefs- ingar og baráttu lögmanns nokkurs við að fá dauða- dómnum hnekkt eða frestað. Rick Hayes er af ríku fólki kominn og hefur varla unnið handtak um ævina þegar hann er ráðinn í vinnu sem fúlltrúi fyrir náðunarnefnd borgarinnar. Cindy Ligget, sú dauðadæmda, er fyrsta verkefni hans, en í fyrstu vill hún ekkert á hann hlusta. Eftir 12 ára þjark er hún búin að gefast upp og vill helst bara ljúka þessu af, en hann lætur ekki segjast og fer langt út fyrir sitt verksvið til að reyna að hjálpa henni. Með þeim þróast síðan vináttusamband, nánast ástar- samband, jafnhliða baráttunni við kerfið. Þessi mynd kemur í kjölfar hinn- ar feikigóðu Dead Man Walking, en er af ýmsmn ástæðum ekki nema hálf- drættingur á við hana. í fyrsta lagi eru leikaramir mun síðri. Rob Morrow er að vísu ágætur í sínu hlutverki, en Sharon Stone skýtur yfir markið og nær ekki að fylgja eftir góðri frammistöðu í Casino. Persónusköpun er yfir- borðskennd og melódrama tröllríður öllu. Cindy Ligget er látin vera hálf- gerður engill en fólkið sem hún drap (í augnabliks æðiskasti í dópvímu) var óþokkar og sömuleiðis allir þeir sem vilja sjá dauðarefsingunni fullnægt. Hins vegar er tilraunin til að vekja athygli á óhugnaði dauðarefsingarinnar virðingarverð og sú mynd sem gefin er af sambandinu sem skapast milli Ligget og Hayes áhugaverð. Sennilega er ósanngjarnt að bera myndina sam- an við Dead Man Walking. Það er ekki leiöum að líkjast. Útgefandi: Sam myndbönd. Leikstjóri: Bruce Beresford. Aðalhlutverk: Sharon Stone og Rob Morrow. Bandarísk, 1996. Lengd: 100 mín. Bönnuð börnum innan 16 ára.-PJ The Final Cut icki Sprengingar og læti Brjálæðingur gengur laus og kemur sprengjum fyrir hér og þar í Seattle. Sprengjusérfræðingar lögreglunn- ar mega sín lítils og hrynja eins og flugur í misheppn- uðum tilraunum til að aftengja sprengjurnar. Fyrrum liðsmaður sprengjusveitarinnar John Pierce (Sam Elliot) er því kallaður til og hann kemur fram með þá kenningu að brjálæðingurinn sé ekki að stunda venju- leg hryðjuverk heldur sé hann að veiða sprengjusér- fræðingana i gildrur. Brátt fellur grunur á John Pierce sjálfan og hann neyðist til að fara huldu höfði og rann- saka málið upp á eigin spýtur. Handritið er sæmilega skrifað þótt það sé reyndar nokkuð fyrirsjáanlegt, sem er landlægt vanda- mál í bandarískum myndum, og þá eru leikaramir í skárri kantinum mið- að við framleiðslu af þessu tagi. Sam Elliot er orðinn ansi afalegur en virð- ist þó halda sér í formi og leikur í hverri spennumyndinni á fætur annarri um þessar mundir. Þá eru miklar og flottar eldsprengingar í myndinni og háhýsi hrynja eins og spilaborgir. Myndin tapar síðan dampi í stöðluðu lokaatriði. Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Roger Christian. Aðalhlutverk: Sam Elliot. Bandarísk, 1996. Lengd: 100 mín. Bönnuð börnum innan 16 ára. -PJ The X-Files: Tunguska Þættirnir að þynnast irk X-Files þættimir hafa um nokkurt skeið verið með vinsælasta sjónvarpsefni sem um getur og hafa valdir þættir verið steyptir saman í kvikmyndarlengd og gefh- ir út á myndbandi. Þessi mynd er samansett úr þáttun- um Tunguska og Terma, sem verða væntanlega á dag- skrá sjónvarpsins einhvem tíma næsta haust eða vetur. Hér eru Mulder og Scully að rannsaka dularfullt efni úr geimnum sem virðist breytast í orma, grafa sig inn í fólk og gera það stjarft. Oft tekst ágætlega að skapa óhugnað, en þættirnir virðast hins vegar vera að þynn- ast allmikið. Sögupersónurnar Mulder og Scully eru orðnar mjög staðlaðar og allt er gegnumsýrt af melódrama. Samsæriskenn- ingamar tröllríða öllu og allt er þetta einfaldlega orðið of ólíkindalegt og hreinlega asnalegt til að hægt sé að hafa mikið gaman af. David Duchovny og Gillian Anderson era orðin það fræg að þau hljóta að fara að láta til sín taka í kvikmyndum og þá er stutt í að þessi þáttaröð leggi upp laupana, enda búið að mjólka það sem mjólkað verður. Þeir sem hafa enn þá gaman af þátt- unum verða sjálfsagt ánægðir með þessa mynd og ég hef heyrt því haldið fram að þetta sé með því betra sem X-Files hefur upp á að bjóða. Útgefandi: Skífan. Leikstjórar: Kim Manners og Rob Bowman. Aðalhlut- verk: David Duchovny og Gillian Anderson. Bandarísk, 1996. Lengd: 92 mín. Bönnuð börnum innan 16 ára. -PJ I H I Ú) I I L E S ■ ■■ 1 i t ty G1.1 r> ►. A FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1997 28.jan. til 2.feb. SÆTI FYRRI VIKA VIKUR Á LISTA TITILL ÚTGEF. TEG. 1 2 1 2 Mission Impossible ClC-myndbönd Spenna 5 3 SpyHard Sam-myndbönd Gaman 3 3 3 Fargo Háskólabíó Spenna 4 2 5 Rock Sam-myndbönd Spenna 5 7 3 : Truth about Cats and Dogs Skrfan Gaman 6 4 4 ' Cable Guy Skífan . Gaman 7 6 5 Happy Gilmore ClC-myndbönd Gaman 8 8 2 The Quest V Myndform " t Spenna SJ NÝ 1 Bio-Dome Sam-myndbönd Gaman 10 9 4 Mullholland Falls Myndfarm Spenna [n NÝ 1 Last Dance Sam-myndbönd Drama 12 11 8 Kingpin Sam-myndbönd Gaman 13 12 8 Copycat Warner-myndir Spenna 14 ■■■ 10 7 Trainspotting Warner -myndir Spenna 15 15 10 Sgt. Bilco ClC-myndbönd Gaman ||||» 1 £ NÝ * í X-Files: Tunguska Skffan Spenna NÝ i : Final Cut Háskólabíó Spenna 18 ■ 10 , Juror ! Skífan Spenna 19 14 3 White Man i Sammyndbönd Spenna 20 Ai \ 11 1 Executive Desision - Warnermyndir <J Spenna Þær tvær myndir sem eru í efstu sætum myndbanda- listans þessa vikuna eiga þaö sameiginlegt að fjalla um njósnara, en þá er líka upptaliö þaö sem er sam- eiginlegt meö þeim. Spy Hard er nánast farsi þar sem ekkert er heilagt en Mission: Impossible hátækni njósnamynd meö alvarlegu yfirbragði. Þaö eru ekki miklar hreyfingar á listunum þessa vikuna. Fjórar nýj- ar myndir koma inn á listann en engin þeirra er iíkleg til mikilla vinsælda en þó má búast við aö The Last Dance meö Sharon Stone í aöalhlutverki eigi eftir aö hækka sig eitthvaö. Á myndinni eru aöalleikararnir í The Truth about Cats & Dogs, sem er í fimmta sæti listans: Uma Thurman, Ben Chaplin og Janeane Garofalo. Mission: Im- possible Tom Cruise og Jon Voight Um skeið hefur CIA haft grun um að einhver innan leyni- þjónustunnar sé að selja hátæknileynd- armál. Njósnarinn Ethan Hunt er að undirbúa að afhjúpa bæði svikarann og kaupandann. Allt gengur samkvæmt áætlun þar til að- gerðinni er að ljúka. Fljótlega áttar Hunt sig á að hann er sjálf- ur er orðinn hinn grunaði i málinu, enda sá eini sem eft- irlifandi er sem vissi um aðgerðina. jggjl Tuprirmily SMf" Spy Hard Leslie Nielsen og Nicolette Sheridan Njósnaranum WD- 40 er falið að stöðva grimmileg áform handalausa hryðju- verkamannsins Rancors sem í brjál- semi sinni ætlar sér eigi minna en heims- yfirráð. í myndinni er einnig komið inn á persónuleg tengsl WD-40 við hinar og þessar persónur inn- an og utan leyniþjón- ustunnar, tfi að mynda er hulunni svipt af dulargervi yfirnjósnarans í CIA og yfirmanns WD-40, en eins og allir vita var hann gæddur þeim hæfileika að geta dulbúið sig sem húsgagn. PÍRGO Fargo Frances McDorm- and og Steve Buscemi. Uppburðarlitill bílasali hefur komið sér í skuldafen. Til að bjarga málum fær hann tvo krimma til að ræna eigin- konunni og eiga þeir að krefja forríkan tengdaföður hans um lausnarfé. Þegar þeir drepa lögreglumann og tvo saklausa veg- farendur fer málið út fyrir það sem bílasal- inn ætlaði. Það kem- ur í hlut lögreglu- stjórans í Fargo, hinnar kasóléttu Marge, að rannsaka málið og tekst henni að átta sig á teng- ingu milli morðanna. The Rock Sean Connery og Nicolas Cage Snjöllum her- manni tekst ásamt mönnum sínum að ná völdum í Alcatr- az- fangelsinu. Hann hótar að varpa öfl- ugu efnavopni á San Francisco þar sem fimm milljónir manna búa. Eina færa leiðin virðist sú að senda menn inn í Alcatraz og freista þess að aftengja sprengjumar og ráða niðurlögum óvinar- ins og er ákveðið að kalla til aðstoðar eina manninn sem hefur tekist að brjót- ast út úr fangelsinu. The Thruth About Cats & Dogs Janeane Garofolo og Uma Thurman. Abby er dýrasál- fræðingur sem stjórnar útvarps- þætti og hefur sér- hæft sig í að gefa dýraeigendum góð ráð. Dag einn hringir ljósmyndarinn Brian sem á i vandræðum með.bolabít á hjóla- skautum. Ben hrífst af rödd og fasi Abby- ar og býður henni út. Abby hefur ekki ver- ið við karlmann kennd í langan tíma og þiggur boðið og lýsir sér sem hárri, grannri og ljós- hærðri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.