Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1997, Síða 11
FÖSTUDAGUR 21. FEBRUAR 1997
lyndbönd
25
Ríkharður III:
Eitt mesta illmenni leikbókmenntanna
William Shakespeare samdi gífur-
legan fjölda af leikverkum og skapaði
margt illmennið en eitt það allra
frægasta er Richard III, stimamjúki
og undirfóruli kroppinbakurinn sem
hrindir öllum úr vegi, þar á meðal
flestum meðlimum eigin fjölskyldu,
svo að hann megi verða kóngur. í
nýrri mynd um þennan mikla harð-
stjóra er sögusviðið fært fram á fiórða
áratug 20. aldar. Blóðugt borgarastríð
í Englandi endar með því að konung-
urinn er myrtur og nýr konungur er
krýndur. Yngsti bróðir hins ný-
krýnda konungs er Richard. Hann er
kroppinbakur og hefúr visinn vinstri
handlegg, en bætir sér það upp með
sjarma, hnyttni, hugrekki og slægð.
Hann hefur einsett sér að komast í
hásæti Englands og ryður öllum fyr-
irstöðum úr vegi. Hann lætur myrða
alla andstæðinga sína, þ.á.m. eldri
bróður sinn, drottningarbróðurinn,
syni kóngsins og forsætisráðherrann,
og er að lokum krýndur kóngur. Við
tekur ógnarstjóm í stíl einræðisherra
Evrópu á þessum tíma, þangað til
óvinir hans sameinast og veita and-
spymu. Að lokum hefur Richard ni
misst alla helstu stuðningsmenn sína
og ósigur hans er óumflýjanlegur, en
hann er trúr sínu eðli fram á síðustu
stund á vígvellinum.
Samvinna tveggja ólíkra
manna
Sir Ian McKellen hefur hlotið mik-
ið lof fyrir túlkun sína á ógnvaldinum
Richard ni, en hann er einnig hand-
ritshöfúndur ásamt leikstjóranum
Richard Loncraine og var að miklu
leyti maðurinn á bak við það að koma
þessu leikriti á skjáinn. Árið 1990 var
uppfærsla konunglega breska þjóð-
leikhússins á Richard III frumsýnd í
London. Leikstjórinn var Richard
Eyre, sjálfúr leikhússtjórinn, sögu-
sviðið var Bretland fjórða áratugar-
ins og Ian McKellen var í aðaihlut-
verki. Uppfærslan tókst mjög vel og
ferðaðist leikflokkurinn með sýning-
una um Evrópu og Ameríku. Ian
McKellen vildi reyna að ná til enn
stærri hóps og með það í huga settist
hann niður í frístundum sínum og
lan McKellan í hlutverki Ríkharðs III ásamt Kristin Scott-Thomas sem leikur eiginkonu hans.
skrifaði kvikmyndahandrit, byggt á
uppfærslunni.
Valið á Richard Loncraine sem
leikstjóra var mikilvægt. Hann hefur
aldrei unnið við leikhús og hafði eng-
an sérstakan áhuga á Shakespeare.
Hann hafði hins vegar vakið athygli
fyrir íburðarmikla, sjónræna leik-
stjórn og var því tilvalinn í samvinnu
við Ian McKellen, sem er mikill sér-
fræðingur í Shakespeare. Richard
Loncraine gaf myndinni mjög sjón-
rænt yfirbragð og lagði áherslu á að
leikaramir væru sem eðlilegastir í
túlkun sinni og léku á nútímalegan
hátt, þótt textinn væri sextándu aldar
orðskrúð, og þar með skapaðist heild-
armynd sem þeir félagar vonuðust til
að myndi draga að mikinn fjölda
áhorfenda, en bæri samt ákveðin ein-
kenni Shakespeares og kynnti hann
frrir sem flestum.
Sterkur leikhópur
Leikaravalið tók einnig mið af
þessu. Fyrir utan Ian McKellen er
mikið af virtum, enskum leikurum í
myndinni og hafa flestir þeirra
reynslu af Shakespeare. Þ.á.m. eru
Kristin Scott-Thomas, Jim Broadbent,
Maggie Smith og Nigel Hawthome.
Tveir bandarískir leikarar, Annette
Bening og Robert Downey jr., eru
einnig meðal leikara, og er það ekki
eingöngu til að draga að bandaríska
áhorfendur. Þau em í hlutverkum
drottningarinnar og bróður hennar,
sem samkvæmt upphaflegri útgáfú
Shakespeares vom ekki með blátt
blóð í æðum og þar með utangarðs
meðal breska aðalsins. Ian McKellen
og Richard Loncraine þótti þvi tiival-
ið að leggja áherslu á þetta með því
að gera þessar persónur að Banda-
ríkjamönnum.
Sir Ian McKellen hefur átt glæsi-
legan 35 ára leikferil og unnið til 18
alþjóðlegra leikverðlauna. Hann er
fyrst og fremst sviðsleikari en lék ein-
göngu í kvikmyndum í tvö ár til að
búa sig undir Richard III, í mynd-
unum Six Degrees of Separation, The
Ballad of Little Jo, And the Band
Played On, The Shadow og Restorati-
on. Áður hafði hann leikið í Scandal,
Plenty, The Keep og Priest of Love.
Hann er ekki lærður leikari en út-
skrifaðist með próf í ensku frá Cam-
bridge-háskóla árið 1961 og fékk að
því loknu fyrsta hlutverk sitt í at-
vinnuleikhúsi í leikritinu A Man for
all Seasons í Belgrade-leikhúsinu í
Coventry. Fyrir utan fjölmörg Sha-
kespeare-verk, svo sem Much Ado
About Nothing, Richard II, Edward II,
Hamlet, Othello og að lokum Richard
III, hefur hann unnið til verðlauna
fyrir t.d. Scent of Flowers, Bent, og
sjónvarpsmyndina Walter í leikstjórn
Stephen Frears. Árið 1991 var hann
aðlaður fyrir framlag sitt til leiklist-
arinnar og varð prófessor í nútíma-
leiklist við Oxford-háskólann. Hann
er einn af stofnendum Stonewall
Group, sem berst fyrir réttindum
homma og lesbía í Bretlandi og hefur
hlotið ýmsar viðiu-kenningar fyrir
framlag sitt til mannréttindamála.
PJ
UPPÁHALDS MYNDBANDIÐ MITT
Helgi Pétursson
Ég hef horft verulega oft
á myndband sem ég á um
siglingar á húsbátum í Frakk-
landi. Ég fór sjálfur í svona ferð í
fyrra með fjölskylduna og það er
besta frí sem ég hef átt. Þetta er
kynningarmyndband frá fyrir-
tæki nokkru sem leigir út
þessa báta og ég horfi aftur
og aftur á þetta mér til
skemmtunar. Þá rifjast
upp sælar minningar úr
ferðalaginu mínu. Siglt
var frá litlum bæ rétt fyr-
ir utan París í gegnum
allt Champagne-héraðið.
Þetta var hálfs mánaðar
ferð eftir ám og skipaskurð-
um og við fórum í gegnum
fjölda franskra sveitaþorpa. Ég
fékk allt aðra mynd af Frakk-
landi með þessum ferðahætti.
Engar hraðbrautir sem liggja ffarn
hjá bæjunum heldur ruggar mað-
ur þama í rólegheitunum og sér
miklu meira fyrir vikið. Fyrir
utan þetta kynningarmyndband er
danska myndin Gestaboð Babette í
miklu uppáhaldi hjá mér. Það er
mynd frá Billie August og hún er
að mínu mati alveg einstök. Hún
er hæg og róleg, ger-
ist í danskri sveit og fjallar um
franska konu sem býður öllu þorp-
inu í mat. Ýmislegt gerist svo í
þessu boði og ég ráðlegg öllum að
horfa á hana - og
fara svo í
ferðalag á
húshátum
í Frakk-
landi.
-ilk
Myndbandahátíð 1997:
Braveheart hlaut tvenn verðlaun
Eigendur myndbandaleiga og
myndbandaútgefendur héldu Mynd-
bandahátíð á laugardaginn var. Há-
tíðin byrjaði í Laugarásbíói þar sem
boðið var upp á veitingar og kvik-
myndin Evita síðan sýnd. Þaðan var
farið í Gullhamra þar sem matur var
á borðmn og hátíðahöld og skemmt-
un ffarn eftir nóttu. Áður hafði farið
fram kosning á meðal myndbanda-
leiga um vinsælustu myndir ársins
og ýmislegt annað sem tilheyrir þess-
um bransa. Þetta var unnið að sann-
kallaðri óskarsfyrirmynd, þar sem
fimm myndir voru tilnefndar og á
laugardagskvöldinu var síðan greint
endanlega frá úrslitunum.
Eins og á óskarshátíðinni í fyrra
var sigurvegarinn á Myndbandahá-
tíðinnni Braveheart, en hún var
bæði valin besta dramatíska myndin
og svo í lokin besta mynd ársins á
myndbandi. Aðrar kvikmyndir sem
urðu sigurvegarar voru The Priest,
sem valin var besta listræna kvik-
mynd ársins og keppti hún þar með-
al annars við ekki minni myndir en
n Postino og Underground. Sérstakur
flokkur var myndir sem frumsýndar
eru á myndbandi og þar bar sigur úr
býtum BUly Madison. Óvæntasta
mynd ársins var valin Usual Suspect,
en hún fékk einnig tilnefningu sem
besta mynd ársins og besta spennu-
mynd ársins. Besta spennumyndin
var. hins vegar valin Seven, sem
einnig var tilnefnd besta mynd árs-
ins. Besta gamanmyndin var síðan
valin Birdcage.
Einnig voru tilnefningar utan við
myndirnar sjálfar: ClC-myndbönd
þótti hafa tekist að markaðssetja best
á árinu, Sam/Wamer-myndbönd
þóttu standa sig best í auglýsingum,
og i bamamyndum sem fara á mynd-
bandaleigur þótti Myndform hafa
staðið sig best.
Mel Gibson leikur aðalhlutverkiö og leikstýrir Braveheart sem fékk tvenn
verðlaun á Myndbandahátíðinni.