Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1997, Síða 1
iiiiiii/tiiiiiiliifiliiiiifiiilfiiii
Virðulegur og traustlegur fjallagöslari
Dodge Ram skúffubíllinn er vel
fallinn til breytinga þannig að
hann fullnægi kröfum þeirra sem
vilja aka yfir snjó frekar en í gegn-
um hann, komast á jökla og annað
þvílíkt sem minni bílum á mjórri
hjólum er ófært.
í dag lítum við á einn þannig bíl
sem búið er að breyta ansi snotur-
lega. Réttara væri kannski að tala
um að hann hefði verið bættur því
flest af því sem gert hefur verið
væri réttara að kalla viðbætur en
nýsmíði. Þessi tiltekni bill er til að
mynda ekkert hækkaður á grind,
aðeins á íjöðrum, en síðan var tek-
ið vel úr brettum svo hægt væri að
setja undir hann 38 tomma dekk.
Með þessum búnaði samsvarar
bíllinn sér mjög vel. Hátt er undir
hann, án þess að þyngdarpunkti sé
ruglað, og jafnvægi helst gott í hon-
um.
5,9 lítra 230 hestafla vél við fjög-
urra gíra sjálfskiptingu með yfirgir
gerir bílinn ágætlega skemmtilegan
akstursbíl á þjóðvegum og breyt-
ingin/bætingin gerir hcum að
ákjósanlegum fjallabíl að auki. Með
breytingunni nær hann furðu vel
að sameina kosti fjallaljóns og
heimilisbOs.
Við segjum nánar
frá bílnum á bls. 32.
Ung hjón samhent í jeppamennskunni:
Gaf bóndanum 44 tomma
dekk í jólagjöf
Við heimsóttum á dögun-
um þau Kristínu Jónsdóttur
og Amar Þorsteinsson, ung
hjón sem eru samtaka í
jeppamennskunni og eyða
flestum frístundum í það að
gera bílinn kláran fyrir vetr-
arferðimar.
Þau vom í óðaönn að gera
jeppann sinn, sem er aldinn
höfðingi af gerðinni Jeepster,
frá árinu 1967, kláran fyrir
stóm jeppaferðina yfir
Sprengisand um næstu helgi.
- sjá bls. 38
Kristín Jónsdóttir og Arnar
Þorsteinsson eru hér í jepp-
anum sínum, gömlum og
góöum en vel búnum Jeep-
ster, en bílinn voru þau að
gera kiáran fyrir jeppaferö-
ina stóru yfir Sprengisand
sem farin verður um næstu
helgi.
DV-mynd Pjetur
Merkjamystíkin
gengur út í öfgar
- segir sænskur ritstjóri og hvetur
fólk til að velja sjálfstætt þegar það
kaupir bíl — sjá bls. 45
Leigubílstjórar
óvarðir fyrir
árásum farþega
- átti sérsmíðaðan Packard með
búri. Rabbað við Guðmund Guð-
mundsson, fyrrverandi leigubíl-
stjóra, sem átti sérsmíðaðan leigu-
bíl með öryggisbúri.
-sjá bls. 44
Líknarbelgir
mikilsverður
viðbótarbúnaður
-sjá bls. 37
IMTO