Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1997, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1997, Blaðsíða 3
J-J'V LAUGARDAGUR 1. MARS 1997 37 Vinnuumhverfi ökumanns er þægi- legt og snoturt; öllum viöbótarrof- um mjög vel fyrir komiö. Bakiö á miöstólnum frammi f er um leiö ágætt lokaö hólf fyrir smámuni sem oft eiga ekkert athvarf f bflum. Bekkurinn aftur f er ekkert sérstakur en dugar; á hann má Ifka leggja sig ef hvíldar er þörf. Afturbekkinn má leggja upp aö bak- inu og þá er gott rými aftan viö fram- sætin fyrir hvers konar farangur. Enn um bandaríska hræðsluáróðurinn: Líknarbelgir mikilsverður viðbótarbúnaður - koma alls ekki í staðinn fyrir annað öryggisbúnað Engin dæmi eru um dauðaslys af völdum líknarbelgja í heimsálfunni Evrópu en örugg dæmi um að þeir hafi komið að miklu gagni og bjarg- að mannslífum. Þetta var megin- innihald viöamikillar umfjöllunar sem gerð var á líknarbelgj- um í bílum og gagnsemi þeirra eða ógagni og birtist í stóru sérblaði DV um bíla miðvikudaginn 12. febrúar síðastliðinn. Því er þetta endurtekið hér að fjöldamargir hafa haft samband við undirritaðan eftir að blaðið kom út. Sum- ir höfðu lesið þessa umfjöll- un og létu í ljósi ánægju sína, aðrir báru brigður á að rétt væri með farið og vitn- uöu gagnrýnislaust og af lit- iili þekkingu til bandarískra málaferla út af dauðaslysum sem líknarbelgjum var kennt um. Enn aðrir höfðu aðeins heyrt talað um þessa umfjöllun en ekki séð blaðið sjálfír, jafevel ekki haft tök á því af jafii löggildum ástæð- um og að vera úti á sjó og að- eins haft símafréttir að heiman um málið. Hvað bandarísku mála- ferlin áhrærir eiga þau að- eins við þar vestra en ekki í Evrópu. DV tilgreindi í um- fjöllun sinni heimildir fyrir þeim upplýsingum sem þar komu fram, m.a. um það að bandarískur almenningur ætlast til að líknarbelgir komi í staðinn fyrir bílbelti og annan öryggisbúnað bíla. Þess vegna skal imdirstrikað enn einu sinni að það er rangt: Líknarbelgir eru við- bótarbúnaður við bílbeltin en koma engan veginn í staðinn fyrir þau. 1 flestum þeim dauðaslysum banda- rískum, þar sem skuldinni var skelit á liknarbeigi, voru viðkom- andi alls ekki í bílbeltum og þegar böm áttu í hlut vom þau oftast heldur ekki í bamabílstólum. Fólk beinbrotnar undan bflbeltum í ritstjómargrein þýska bílablaðs- ins auto motor und sport, 24. hefti marist af því að lenda á þeim og jafiivel hruflast. Hvort tveggja er þó smámunir borið saman við það sem fram undan var hefðu engir belgir verið. í sömu grein er því lýst að í þannig að tilraunabíllinn er látinn nauðhemla örskotsstundu áður en hann skellur á veggnum, nóg til þess að tilraunabrúðan er farin að kastast fram þegar líknarbelgurinn sprengist út á móti henni. Við þetta kom í ljós að ekki aðeins mátti sprengikrafturinn vera minni heldur varð hann að vera það til að gegna hlutverki sínu sem best með sem minnstum lík- um á skaða fyrir þann sem vemda átti. Úr árekstrapróf! BMW á 5-línu bíl. Bfllinn er látinn nauöhemla örskotsstund áöur en hann skellur á fyrirstööunni þannig aö brúöan er byrjuö aö kastast fram þegar liknarbelgurinn þenst út á örfáum millísekúndum. Þannig reiknar framleiöandinn út hagstæöustu stærö belgsins og sprengikrafts búnaöarins sem blæs hann upp þannig aö hann veiti hámarks- vernd meö lágmarkslfkur á meiöslum. Um lelö og belgurinn hefur þanist til fulls byrjar hann aö hjaöna þannig aö töf af honum veröi sem allra minnst ef mikiö liggur viö aö komast úr bflnum eftir slysiö. 1996, er einnig á það bent að þó nokkur dæmi em um að fólk hafi rifbrotnaö og bringubeinsbrotnað undan bílbeltum í hörðum árekstr- um. Engin upphrópun hafí þó heyrst um að bílbelti séu hættuleg, enda oftast ljóst að hefði þeirra ekki notið hefði fariö enn verr. Sama má segja um líknarbelgi. Fólk hefúr bandarískum árekstursprófum eru bílar látnir skella hemlunarlaust á steinklumpi/vegg og rúmtak og sprengikraftur líknarbelgsins reikn- að út frá þvl aö grípa á fyrstu millí- sekúndunum ökumann/farþega sem enn sitji kyrrir í sætum sínum. BMW breytti þessu prófi meira i samræmi við raunveruleikann Nú leita allir að snjallbelgjum I sömu grein er líka minnst á „snjallbelgina" - smartbags - sem flestir fram- leiðendur eru að reyna að finna frambærilega lausn á. Snjallbelgimir eiga að skynja þyngd og stellingu ökumanns/farþega sem situr aftur af þeim og opnast í réttu hlutfalli við það til þess aö koma aö hámarksgagni. En jafnvel snjallbelgimir eiga ekki að koma í staðinn fyrir annan öryggisbúnaö heldur í viðbót við hann. Vissulega eru líknarbelgir nýr búnaður sem ugglaust á eftir að þróast gegnum tíðina. En allar fyrirliggjandi kann- anir benda einróma til þess að þeir séu mikilsverður búnaður nú þegar sé rétt að fariö, eins og útlistað var í stóra bílablaði DV 12. febrú- ar. Þá er átt við að notuð séu bílbelti og þau látin liggja rétt og hæfilega þétt að lík- amanum; að setið sé rétt í sætunum og aö böm undir ákveðinni þyngd séu ekki höfð í framsætmn með líknarbelgjum og alls ekki í bama- bílstólum sem snúa öfúgt miöað við aksturstefhu. S.H.H. Jeep Wrangler 4000 ‘91, 5 g., 3 d., blár, ek. 38 þús. km. Verö 1.570.000. Toyota 4Runner 3000 ‘91, 5 g., 5 d., grænn, ek. 116 þús. km. Verö 1.690.000. Bjóðum bíla með vaxtalausum lánum Opið virka daga 9-18 og laugardaga 12-16 NYBYLAVEGUR 2 SÍMI554 2600 i ? 4 í -1 ? 91 BEINN SÍMI564 2610 —i—f-----‘I—;--rffTri~T»iwii!-ii)m

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.