Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1997, Page 4
LAUGARDAGUR 1. MARS 1997 DV
38 ★
bílar
• ^
Samhent í jeppamennskunni:
Gaf bóndanum 44 tommu dekk í jólagjöf
„Þetta er annar jeppinn okkar af
þessari gerð, sá fyrri fór í íbúða-
kaup en þennan erum við búin að
eiga í ár,“ sögðu þau Kristín Jóns-
dóttir og Amar Þorsteinsson, ung
hjón sem eru samtaka í jeppa-
mennskunni og eyða flestum frí-
■ stundum í það að gera bílinn kláran
fyrir vetrarferðimar.
Þau Kristín og Arnar em meðal
þeirra sem ætla að fara yfir
Sprengisand um næstu helgi og
slást þar í hóp 120 jeppa sem ætla að
halda upp á það með þessari ferð að
tiu ár em frá fyrstu stóru hópferð
Ferðaklúbbsins 4x4. Fyrir tíu ámm
stóð til að fara yfir Sprengisand en
vegna veðurs komst hópurinn
aldrei lengra en í Nýjadal.
Ferðabíllinn þeirra er aldinn
höfðingi af gerðinni Jeepster, frá ár-
inu 1967. Þetta er vel búinn bíll, á 44
tomma dekkjum, með 455 cub. Bu-
ick- vél og 4 gira handskiptan gir-
kassa. No-spin-læsingar em að
framan og aftan, 9 tomma fljótandi
öxlar að aftan en Dana 44 að fram-
an. I tilefni ferðarinnar verða settir
stillanlegir Rancho-demparar að aft-
an.
Bensíntankurinn tekur 220 lítra
og þar að auki eru 40 lítrar á brús-
um svo að bensínforðinn ætti að
vera nægur yfir sandinn en reiknað
er með því að bíll af þessari stærð
fari með 350 lítra af bensíni í ferð-
ina fram og til baka.
Fjarskiptabúnaður er líka í lagi
því að sjálfsögðu er GPS-staðará-
kvörðunarbúnaður í bílnum af gerð-
inni Eagle, með plotter, einnig far-
sími, Gufunestalstöð, SSB, af gerð-
inni Yaesu, og CB-stöð til fjarskipta
á milli bíla.
byrjuðu saman
Olíkt mörgum öðrum byrjuðu
þau Kristín og Arnar saman í jeppa-
mennskunni en oft er það svo að
fyrst byrjar karlinn og konan kem-
ur svo á eftir.
„Við erum búin að vera í þessu í
sjö ár, byrjuðum um 1990,“ segir
Kristín. „Við höfum verið samtaka í
þessu frá byrjun og það hefur verið
óskaplega gaman. Fyrsti bíllinn
okkar var AMC J-10 pickup (stóri
Wagoneer með skúffu) en við skipt-
um á honum og fyrri Jeepstemum
okkar. Þá fórum við í blindhríð og
vitlausu veðri norður á Blönduós,
skiptum þar á bílum og ókum síðan
til baka. Þann bíl áttum við í nokk-
ur ár og fómm víða á honum. Þetta
var góður bíll og við sjáum eftir
honum en við létum hann frá okkur
þegar við keyptum okkur íbúð.
Við fengum okkur síðan aftur Je-
epster fyrir ári og þessi bíll verður
þróaður áfram.“.
Það kom fram hjá þeim Kristínu
og Amari að ekki liggja svo miklir
peningar í bíl sem þessum. Það er
helst í þeim búnaði sem bætt er í
bílana sem kostnaðurinn liggur.
Bíllinn er líka aðeins notaður til
ferðalaga á veturna því daglega aka
þau um á gömlum Skóda. „Við
keyptum hann á rúmlega tuttugu
þúsund fyrir ári og hann hefur ekki
klikkað á þeim tima.“
Fékk 44 tommu dekk í
„Við byrjuðum strax í stóru
dekkjunum," segja þau Kristin og
Arnar. „Fyrsti bíllinn okkar var að
vísu á 40 tomma dekkjum en okkur
líkaði ekki við þau þannig að við
vildum skipta.
Kristín er frá Fossi á Síðu og að
venju var haldið austur til að halda
upp á jólin með ættingjunum. „Þeg-
ar ég opnaði jólapakkann var í hon-
um leikfangabíll á stómm dekkjum
en það var ávísun á 44 tomma dekk
sem Kristín hafði keypt og séð sjálf
um að koma austur," sagði Amar.
„Þeir eru vist enn að ræða um það,
strákamir hjá Bílabúð Benna, þegar
konan kom og keypti þessa sér-
stæðu jólagjöf."
ur upp á svo óendanlega mikið að
bjóða,“ segir Kristin, „við eigum
engin böm, bara kött, svo að við
erum frjálsari að skreppa þegar við
höfum tækifæri til þess.“
Föðurlandið frá mömmu
Kristín Jónsdóttir og Arnar Þorsteinsson eru hér aö gera jeppann sinn,
gamlan og góöan en vei búinn Jeepster, kláran fyrir jeppaferöina stóru yfir
Sprengisand sem farin veröur um næstu helgi. DV-mynd Pjetur
Talið barst að búnaði í vetrarferð-
um en hann hefur breyst mikið á
síðustu ámm. „Við erum yfirleitt í
góðum vélsleðagalla og svo svíkur
foðurlandið frá mömmu engan en
það er ekkert betra í fjallaferðum en
að vera í ullarfatnaði næst sér,“ seg-
ir Kristín.
Ferðamennskan hefur líka breyst
á síðustu árum. Menn fara í þessar
ferðir betur undirbúnir og það er
mun minna um óreglu en var hér á
árum áður. „Það var eins og sumir
vildu bara komast burt frá öllu og
til fjalla án þess að njóta útivemnn-
ar en sem betur fer hefur þetta
breyst mikið og nú eru allir sam-
taka um að láta sér líða vel og njóta
þess sem fjallaferðir að vetri hafa
upp á að bjóöa.“
Þau Amar og Kristín voru í óða-
önn að ljúka við að gera bílinn klár-
an fyrir jeppaferðina um næstu
helgi þegar við heimsóttum þau í
vikunni á verkstæðið þeirra í Kópa-
vogi sem þau deila með nokkram fé-
lögum sínum úr Ferðaklúbbnum
4x4.
Þau fara raunar á undan stóra
hópnum því þau leggja upp á
fímmtudagsmorgun með vistir fyrir
hópinn, þar á meðal 60 kíló af kjöti
sem notað verður í veislunni á
föstudagskvöld í Nýjadal, en þar
munu 4 matreiðslumenn sjá um að
elda veislumat ofan i alla þátttak-
endur.
Það glumdu við hamarshögg og
rafsuðuneistamir lýstu út i kvöld-
rökkrið þegar við yfirgáfum litla
verkstæðið í Kópavoginum. Þar
inni var verið að gera þrjá veglega
jeppa klára i slaginn um næstu
helgi. Svipað ástand er í mörgum
bílskúrum og verkstæðum enda
ætla allir að vera með besta bílinn
þegar leggja upp í afmælisferð
Ferðaklúbbsins 4x4 yfir
Sprengisand um næstu helgi.
-JR
Annars er það greinilegt að þeim
líkar vel að skreppa í sveitina og
þau eyða gjarnan hluta af sumarfrí-
inu þar, enda er gott að nýta sér
vélageymsluna til viðgerða á jepp-
anum þegar heyvinnslutækin em
úti á túni. Jón, faðir Kristínar, er
með ágætt verkstæði heima á Fossi
og hefur verið þeim innan handar
með viðgerðir á þeim bilum sem
þau hafa verið að byggja upp og
breyta.
3 til 4 ferðir á vetri
„Við reynum að fara í þrjár eða
fjórar góðar Ijallaferðir á hverjum
vetri,“ segja þau Kristín og Amar.
Amar vinnur vaktavinnu hjá
Áburðarverksmiðjunni, þar sem
hann er vélgæslumaður, en Kristín
er meinatæknir á sýklafræðideild
Landspítalans, og það starf kallar
líka stundum á vaktir. „Við reynum
þó að haga því þannig til að við get-
um átt eina góða helgi saman í
hverjum mánuði og þá er reynt að
halda til fjalla.
Yfirleitt er farið saman í hóp, 3 til
4 bílar í einu, oftast sömu kunningj-
arnir, en oft dettum við inn í aðra
hópa, einkum í vinnuferðum á veg-
um klúbbsins, en farið er í slíkar
ferðir á sumrin og haustin inn í Set-
ur sem er fjallaskáli Ferðaklúbbsins
4x4, sunnan við Hofsjökul.
Við fömm ekki til útlanda, viljum
frekar skoða landið okkar sem hef-
Fullreynt í fjórða sinn:
Skipt um gírkassa fyrir stóru ferðina
„Það má segja að þetta hafi
verið fullreynt í fjórða sinn,“
sögðu þeir Þórarinn Guð-
mundsson og Steinmar Gunn-
arsson, félagar i Ferðaklúbbn-
um 4x4, þegar við hittum þá á
litlu verkstæði sem þeir deila
með nokkrum öðrum úr
klúbbnum, þar á meðal þeim
Arnari og Kristínu sem rætt
er við á öðrum stað í blaðinu í
dag.
„Við fórum í könnunarferð
inn í Nýjadal til að skoða að-
stæður fyrir stóru jeppaferð-
ina um næstu helgi,“ sagði
Þórarinn sem er betur þekkt-
ur í hópi 4x4-manna sem Tóti.
„Á leiðinni til baka gaf gír-
kassinn í Mözdunni hjá Stein-
mari sig og við urðum að
keyra til baka í fjórða gír.“
Bíll Steinmars er Mazda
2600 og er á 44 tomma dekkj-
um, líkt og bílar hinna sem
deila með sér þessu litla verk-
stæöisplássi, og nú á að setja í
hann miklu sterkari kassa.
Það em orð að sönnu því gír-
kassinn úr stóra Wagoneem-
um, sem átti að fara í staðinn,
er nærri helmingi stærri og
þurftu þeir félagarnir að
breyta festingum og smíða
millistúta svo hægt væri að
koma honum fyrir.
Eins og hinir bílamir á
verkstæðinu og á fjölda ann-
arra verkstæða úti um allan
bæ átti Mazdan hjá Steinmari
að verða tilbúin í slaginn um
næstu helgi.
-JR
Steinmar Gunnarsson og Þórarinn Guðmundsson meö gírkassana tvo, þann minni
úr Mözdunni sem gafst upp í fjóröa sinn undan átökunum frá aflmikilli véiinni og
stóru dekkjunum, og viö hliöina má sjá kassa úr Wagoneer sem kemur í staöinn.
DV-mynd Þjetur