Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1997, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1997, Blaðsíða 5
30^'^ FÖSTUDAGUR 14. MARS 1997_ wnust 19 —— k * * Nick Cave á lágu og einföldu nótunum Nick Cave: Trúarleg og persónuleg málefni eru rauöi þráöurinn I textum vifi lögin á nýju plötunni, The Boatman’s Call. Ástralski tónlistarmaðurinn og laga- og textahöfundurinn Nick Cave er kominn á kortið, þökk sé plötunni Murder Ballads sem hann sendi frá sér fyrir fáeinum misser- um. Fyrir vikið vekur það töluverða athygli að hans nýjasta plata, The Boatman’s Call, var að koma út. Á The Boatman’s Call eru Nick Cave og félagar hans í hljómsveit- inni The Bad Seeds á allt öðrum nótum en á Murder Ballads. Lögin tólf hafa yflr sér rólyndislpegt yfir- bragð. Undirleikur er allur einfald- ur og lágstemmdur og útkoman wmimui ★★★★ From The Street - Tom Coster Það er einvalalið djassspilara sem leikur með bandaríska pí- anóleikaranum Tom Coster á síðustu geislaplötu hans. Hrynj- andin er tíðum aliflókin eins og tiðkast í músík af þessu tagi og hryngeirinn frábær með Cham- bers fremstan í flokki. -IÞK ★★★ Requiem - Ragnar Gríppe: Öll tónlistin er flutt með tölvu, hljóðgervli og tónsarpi sem hermir eftir „lífrænum" hljóð- færum. Grippe er býsna kunn- áttusamur að véla um vélamar. -IÞK ★★★ Fjall og fjara - Anna Pálína og Aðal- steinn Ásberg: Þetta er jassskotin vísnatónlist með tangóívafi á köflum; ákaf- lega einlæg og stílhrein. Allir textamir eiga það sameiginlegt að vera í mjög háum gæða- flokki. -SÞS ★★★ Mersybeast - lan McNabb: Það er sama hvar borið er nið- ur, hvergi er veikan punkt að finna; hvert lagið er öðra betra og þetta er besta rokkplata árs- ins það sem af er. SÞS ★★★■i Ledbetter Heights - Kenny Wayne Shepard: Kenny Wayne er komungur, hvítur strákur sem afsannar það að hvítir geti ekki leikið blús enda hlaða gamlir blús- hundar hann lofi. Tónlistin er rokkskotinn gítarblús í anda Stevie Ray Vaughans. SÞS ★★★ Lesters Bowie Brass Fantasie - The Hre This Time: Flutningurinn spannar marga stíla og kynslóðir í djassi. Tón- listin hljómar stundum dálítið tómlega í neðri registrum, þar sem túba gefúr ekki sömu fyll- ingu og rafmagns- eða kontra- bassi, en það venst bærilega. Það er nóg af góðri tónlist hér en það er uppfinningasamur gleðskapur sem er í fyrirrúmi frekar en nákvæmni. -IÞK minnir um eitt og annað á það sem Leonard Cohen hefur verið að fást við síðasta hálfan annan áratug fer- ils síns. Og sú samlíking er ekki síst réttlætanleg fyrir þá sök að báðir hafa þeir eitt og annað að segja í textum sínum, Cohen og Cave. Á The Boatman’s Call her til dæmis töluvert mikið á trúarlegum vanga- veltum (Cohen eru sömu málefiii einkar hugleikin) og sömuleiðis fjallar Nick Cave töluvert um per- sónuleg málefhi, svo sem samskipti við bamsmóður sina, Viviane Car- neiro, og söngkonumar P.J. Harvey og Tori Amos, svo að nokkrar séu nefndar. Hálfgerð sólóplata „The Boatman’s Call er sennilega sú platna minna sem kemst næst því að vera sólóplata,” sagði Nick Cave nýlega í blaðaviðtali. „Ég samdi lögin á plötunni einn og var mikið til lokaður í eigin heimi með- an ég var að semja þau. Liðsmenn The Bad Seeds þurftu allir að halda aftur af sér við gerð plötunnar. Þeim var skipað að leika á lágu nót- unum og láta sem minnst á sér bera. Fyrir bragðið varð ég náttúrlega enn meira áberandi!” Nick Cave bætir því við að sam- starfsmenn sínir í The Bad Seeds eigi erfitt með að kyngja ýmsu sem fram kemur í textum plötunnar. „Ég er að syngja þama um ákaf- lega persónuleg málefhi og sömu- leiðis um ákveðin trúarleg viðhorf. Ég slæ þama fram nokkrum fullyrð- ingum sem ég veit að þeir taka ekki undir. Það verður sífellt augljósara að við deilum ekki skoðunum í and- legum málefnum en hingað til hefur það ekki skapað neina spennu sem orð er á gerandi. Áður fór ég afar varlega í að blanda trúarlegum mál- um í textana mína. Þau vom þama til staðar en undir rós. Allir um- bára það. En á nýju plötunni er ég ekki að fela neitt og ég veit að sam- starfsmenn mínir fallast ekki á eitt og annað sem ég held frám. Ég hef orðið að beita þá fortölum til að gera það sem þeir vora beðnir um og biðja þá að hafa endanlega út- komu í huga við vinnuna. Það hafa þeir gert en jaftiframt gert mér það ljóst að aðferðimar sem beitt er og hugmyndimar sem haldið er fram era mínar en ekki þeirra.” Trúarleg eða öllu heldur andleg málefhi hafa lengi verið Nick Cave hugleikin. Það kemur í ljós í textum laga hans og nöfhum platna. Má þar nefha The Good Son og Tender Prey. Titill skáldsögu Caves, The Ass Saw the Angel, sem út kom árið 1989, er bein tilvitnun í Biblíuna. Því þarf ekki að koma á óvart að andlegu málefiiin séu ráðandi þátt- ur í textunum á The Boatman’s Call. Sonur hans heitir Lúkas og segir Nick Cave að aðeins þrjú önn- ur nöfti hafi komið til greina á drenginn! Gamlir samstarfsmenn Nick Cave hóf tónlistarferil sinn í Ástralíu með nýbylgjusveitinni The Birthday Party. Þegar upp úr sam- starfi liðsmanna hennar slitnaði fyrir þrettán árum fann Cave sér nýja samstarfsmenn sem sumir hverjir hafa verið með honum í The Bad Seeds í meira en áratug. Þar má nefha þýska gítarleikarann Blixa Bargeld sem áður lék með Einsturz- ende Neubauten og hinn fjölhæfa Mick Harvey sem leikur á nánast hvað sem er. Nick segir að þessir menn og aðrir sem bæst hafa í hóp- inn síðar hafi sitt að segja um tón- listina. „Það gerist stundum að einhver í hljómsveitinni snýr sér að mér og segir að þetta lagið eða hitt sé ekki nógu gott eða að ég sé á rangri leið með eitthvað. Ég hafði til dæmis samið lag til Lúkasar sonar míns sem ég ætlaði að hafa á The Boat- man’s Call, afskaplega tilftnninga- næmt rasl reyndar. Blixa dró mig til hliðar, klappaði mér á öxlina og spurði hvort ég vildi ekki hlífa heiminum við þessu meistaraverki og gefa drengnum lagið sjálfur þeg- ar hann verður orðinn dálítið eldri. Það þýddi ekkert að reiðast svona ábendingu. Þvert á móti var ég þakklátur Blixa. Það er mun betra að fá svona framan í sig en að þjösnast í lengri tíma á einhverju sem er vita vonlaust frá byrjun og enginn segir manni að sé vonlaust." The Boatman’s Call er tíunda hljóðversplatan frá Nick Cave and the Bad Seeds. Sú fyrsta kom út 1984 og síðan hafa þær komið með óreglulegu millibili. Cave átti við Stjörnugjöf tónlistargagnrýnenda Óútgáfuhæf ★ Slæm Slök ★★ í meöallagi Sæmileg ★★★ Góö ★ ★★Á Frábær ★ ★★★ Meistaraverk heróínvandamál að glíma um tíma og það tafði nokkuð fyrir fram- göngu hans og hljómsveitarinnar. Það var platan Murder Ballads sem kom hópnum endanlega á kortið, ef svo má segja. Platan sló í gegn og seldist í um það bil átta hundrað þúsund eintökum. Nick Cave þykir þó lítið til þessarar vinsælu plötu koma. „The Murder Ballads varð til meðan ég var að búa mig undir The Boatman’s Call,“ sagði hann í ný- legu viðtali. „Ég var raunar að kaupa mér frið fyrir útgefandanum því að mér sóttist vinnan við Boat- man’s Call frekar seint. Ég hef satt að segja ekkert gaman af lögunum á Murder Ballads og vinsældir plöt- unnar þykja mér satt að segja grun- samlegar. Það er ekki allt með felldu þegar svoleiðis plata slær í gegn. Aftur á móti er ég ánægður með nýju plötuna. Hana get ég hlustað á og vona að svo verði með fleiri. ÁT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.