Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1997, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1997, Blaðsíða 3
JJV FÖSTUDAGUR 14. MARS 1997 ★ ★★^ HLJÓMPLÖTU MH Cassandra Wilson New Moon Daughter Þessi geislaplata er orðin eldri en ég hélt, rúmlega ársgömul, en ekki verri fyrir það. Cassandra Wilson er ein af nýrri söng- stjörnum djassins en á „New Moon Daughter" leitar hún meira á önnur mið. Hér má finna lögin „Love is Blindness" eftir þá félaga í U2, „Last Train To ClarksviIIe“ sem hljómsveit- in Monkees flutti fyrir margt löngu, lag Neil Yongs „Harvest Moon“ og fleiri sem eru langt frá því að flokkast undir djass. Tvö blúslög eru hér líka og er annað þeirra eftir Robert Johnson. Eigin lög söngkonunnar, sem telja um helming á plötunni, líkjast að sumu leyti tónsmíðum Joni Mitchells. Djúp altröddin minnir hins vegar mest á söngkonuna Phoebe Snow, einnig nokkuð á hina brasilísku Mariu Bethania og jafhvel á Ninu Simone. Undirleikur er allur óraflnagnaður ef frá er talið eitt lag. Kassagít- ar, fiðla, harmoníka og kontrabassi (Lonnie Plaxico) setja gamaldags, þjóðlegan blæ á tónlistina. Hún er reyndar öll á rólegu nótunum. Má nefna að í eina eiginlega djasslagi plöflmnar „Skylark" er stálgítar í aðalhlutverki. Hógværar og smekklegar útsetningamar gera plötu þessa einstaklega ljúfa og áheyrilega og ekki spillir snilldargóð söng- konan. Ingvi Þór Kormáksson. Ýmsir flytjendur - 1997 Grammy Nominees ^ Brotabrot af Grammy-söngvunum Upplestur Hillary Clinton er ekki að finna á plötunni 1997 Grammy Nominees. Ekki heldur söng og leik The Beatles og eitt og annað furðulegt sem verðlaunað var á Grammy-verðlaunahátíðinni á dög- unum. Á plötunni eru þrettán lög með jafnmörgum flytjendum sem allir kepptu um Grammy-styttuna eftirsóttu í þremur flokkum, það er að segja fyrir besta lag síðasta árs, bestu poppsöngkonu og besta nýliða ársins 1996. Ekki er gott að segja hvers vegna einmitt þessir flokkar voru valdir en ekki einhverj- ir aðrir. Þeir sem kepptu um besta popp- söngvarann hefðu til dæmis sómt sér þama vel, sömuleiðis þeir sem kepptu í öllum flokkum rokkgeirans, um stóra plötu ársins, smáskífú ársins og þannig mætti lengi telja. Útgefendur 1997 Grammy Nominees hefðu sem sagt farið létt með að fylla tvöfalda plötu. En leiðin sem valin var var sem sagt sú að kynna þrjá flokka og lögin sem rötuðu inn á plötuna eru flest hver áheyrileg og safiiið því eigulegt. Mestur fengur er að því að heyra í LeAnn Rimes sem valin var nýliði síðasta árs, komung söngkona sem vafalaust var flestum íslendingum og sjálfsagt Evrópubúum með öllu ókunn. Maður hefur þó fengið tækifæri til að heyra eitt lag með þessari efiiiiegu söngkonu. Ásgeir Tómasson Tony Bennett - On Holiday: ★★★'i, Glæsilegur og vandaður flutningur Hinn ágæti söngvari Tony Bennett, sem nú stendur á sjö- tugu, hefur haldið sínu striki í gegnum súrt og sætt, sungið klassisku dægurlögin með mikl- um glæsibrag og ekki látið tísku- bylgjur nútímans hafa áhrif á sig, enda vissi unga kynslóðin ekki hver hann var þegar honum óvænt skaut upp kollinum í hinni vinsælu þáttaröð á MTV, Unplugged. Þar sló hann eftir- minnilega í gegn, heillaði ungu kynslóðina og í kjölfarið kom ____________________ plata sem náði metsölu og aflaði Tony Bennett meðal annars Grammy-verðlauna. í dag fyllir Tony Bennett hljómleikasali og það em ekki samtímamenn hans sem koma á tónleika hans heldur er meirihlutinn ungt fólk sem hefur uppgötvað að stundum er hollt að hlusta á það sem kemur frá hjartanu. Þessar endurheimtu vinsældir Tonys Bennetts hafa ekki gert það að verkum að hann sækir á ný mið í lagavali og er nýja plata hans On Holi- day gott dæmi um það. Á henni sýnir hann einni mestu djasssöngkonu sem uppi hefúr verið, Billy Holiday, virðingu sína og syngur lög sem voru á söngskrá hennar. Þama eru lög sem Tony Bennett hefur verið að syngja á undanfomum árum, klassísk dægurlög sem sum hver vora fyrst flutt af Bilhe Holiday, má t.d. nefiia Sohtude, Wihow Weep for Me, These Foolish Thing og God Bless the Child sem er eitt af fáum lögum sem Bilhe Holi- day samdi. Þar fetar Tony Bennett í fótspor Natalie Cole og fleiri og nýt- ir sér tæknina til að þau geti sungið lagið saman. Bihie Holiday söng af mikihi tilfinningu og það gerir Tony Bennett einnig svo að andi Holidays svífúr yfir lögunum. Tony Bennett fer þá leið að nota aðeins píanó í undirleik í um það bil helmingi laganna og nokkr- ar fiðlur og selló í öðrum, engar trommur eða bassa. Þetta gefur plötunni mjúka áferð og söngurinn er því ávaht í fyrirrúmi. Hvergi er feilnóta sleg- in og þótt skemmtilegt sé einnig að heyra Tony Bennett rífa sig upp með stórsveitum þá er hér róið á gjöful mið og útkoman er einkar glæsileg, Ijúf Og vönduð plata. Hilmar Karlsson NICK CAVE var meöal þeirra sem tilnefndur var til verölaunanna. 1% 00* •j & # A ■f 4 'tónlist 17 Blur er einn flytjendanna sem eiga lög á Pottþétt 7. Ahar Pottþétt-safnplötumar, sem út vora gefnar á síðasta ári, var að finna á listanum yfir tuttugu mest seldu plötur ársins. Sú vinsælasta, Pottþétt jól, seldist í um það bil tíu þúsund eintökum og var því með mest seldu plötum landsins í fyrra. Engin hinna seldist undir fimm þúsund eintökum og mætti margur tónlistarmaðurinn vera ánægður ef afurðir hans fengju slíkar viðtökur. Ný pottþétt-plata, Pottþétt 7, er að koma í verslanir þessa dagana. Hún er tvöfold og á henni era 38 lög sem flest hver hafa notið vinsælda hér á landi sem annars staðar í heiminum undanfamar vikur og mánuði. Má þar nefiia Discoteque með U2, Blur- smehinn Beetlebum, Cosmic Girl með Jamiroquai, Mach 5 frá The Presidents of the United States of America og hið nýút- komna Into My Arms með Nick Cave and the Bad Seeds. Eitt is- lenskt lag er að finna á Pottþétt 7; Kvöldin í bænum með Hauki Guð- mimdssyni og kór Verslunarskóla íslands, lag sem látlaust hefur hljó- mað hjá útvarpsstöðvunum síðustu vikur en verið ófáanlegt á geisla- plötu þar th nú. predikarar Manic Street Preachers tilnefiidu Brit verðlaunin (sem þeir fengu fyr- ir bestu bresku hljómsveitina og bestu bresku breiðskífuna) fyrrver- andi framkvæmdastjóra sínum Phh- ip Hah sem lést árið 1993 og fyrrver- andi gítarleikara sínum, Richey Ed- wards en hann hvarf fyrir rúmlega tveimur árum. wnÆSÖBI •.-.‘.V'i'Éí-.»: Næsta smáskífan af plötu U2, POP, er lagiö góða „Star- ing at the Sun“. Áður hefur gefið út lagiö Discothéque á smáskifu og náði það toppi breska vinsældalistans (nú situr nýja breíöskífa sveitar- innar á toppi breska breið- náð platínusölu þar í landi). Myndbandiö við Discothéque þótti afar skrautlegt en þar U2 lýs við th The Edge erfiina Iwpfl sem átti aö fara I leöurgall- ann). B-hliðin á smáskíftmni (Of the River) en það l sömdu um Christy h fjahað um vopr ur-írlandi áriö leikann á friði er annars i gervi diskógoðanna 1 The Vihage People (Meðlimir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.