Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1997, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1997, Blaðsíða 12
26 myndbönd MYHDBAW Flirting with Disaster: Leitað að uppruna sínum ★★★ Mel Coplin er taugaveiidaður ungur maður sem á fal- lega eiginkonu og nýfætt bam. Hann er þó ekki alveg sáttur því að hann er ættleiddur og hann vill finna for- eldra sína. Hann fær að vita nafn móður sinnar á ætt- leiðingastofnuninni og í kjölfarið leggur hann í ferðalag ásamt fjölskyldu sinni til að hitta hana. í fór með þeim er ung kona sem starfar sem sálfræðingur við stofnun- ina, en hún er ekki öll þar sem hún er séð. Ferðin reyn- ist hið mesta klúður, enda virðist ættleiðingastofnunin vera i vandræðum með að finna réttu upplýsingarnar. Ýmsar litríkar persónur koma við sögu, svo sem tví- kynhneigður fyrrum skólafélagi konu Mel og kærastinn hans, áður en hann finnur loksins foreldra sína. Þeir reynast vera litlu skárri en hinir brjálæð- ingarnir sem hann kemst i kynni við á ferðalaginu og enn flækjast málin þegar fósturforeldrar hans mæta á staðinn. Myndin er gjörsamlega út í hött en ærslafenginn húmorinn virkar nokkuð vel, því að hann er ferskur og frumlegur, og myndin er oft bráðfyndin. Téa Leoni og Patricia Arquette standa sig vel, en Ben Stiller virðist eitthvað úti að aka í aðalhlutverkinu. Senuþjófarnir eru þó allir aukaleikararnir og þar má finna mörg þekkt nöfn, svo sem George Segal, Mary Tyler Moore, David Patrick Kelly, Alan Alda og Lily Tomlin. Útgefandi: Skifan. Leikstjóri: David O. Russel. Aðalhlutverk: Ben Stiller, Patricia Arquette og Téa Leoni. Bandarísk, 1996. Lengd: 93 mín. Öllum leyfð. -PJ Sunset Park: ^ Ólíkindalegur körfuboltaþjálfari viffl ýllPPI' Phyllis er lágvaxin, hvít kennslukona við Sunset Park skólann. Til að drýgja tekjur sínar tekur hún að sér að þjálfa körfuboltalið skólans þótt hún hafi ekkert vit á körfubolta. Leikmennirnir eru ekkert alltof ánægð- ir með nýja þjálfarann sinn og telja lítið á honum að græða þótt þeir hafi verið að tapa nánast öllum leikjum sínum. Eftir að hafa kynnst leikmönnunum fær Phyllis áhuga á starfinu, les sér til og fer að reyna að takast á við starfið af einhverri alvöru. Undir stjöm hennar fara leikmennirnir að ná hetur saman og vinna leiki. Jafh- framt þjálfuninni verður hún í praxís eins konar félags- ráðgjafi fyrir leikmennina, sem eiga ekkert sældarlíf í fátækrahverfum borg- arinnar. Myndin rokkar á milli þess að vera grínmynd, vandamálamynd, samfélagsádeila og hetjusaga. Heiðarlegar tilraunir til að taka á raunveru- legum vandamálum eru virðingarverðar, en oft dettur myndin niður á amer- iskt velluplan, sérstaklega i lokin. Leikararnir standa sig flestir sæmilega þótt þeir neyðist til að fara á velluplanið af og til, og þá eru stundum fynd- in atriðið í kringum skrýtnari leikmenn liðsins. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Steve Gomer. Aðalhlutverk: Rhea Perlman og Fredro Starr. Bandarísk, 1996. Lengd: 95 mín. Öllum leyfð. -PJ ★★★ KillenA Journal of Murder: Samviskulaus morðingi Þessi mynd er byggð á sannsögulegum atbm-ðum, frásögn fangavarðarins Henry Lessers af glæpamannin- um Carl Panzram. Hann var í fangelsi fyrir innbrot en við barsmíðar fangavarða á honum sagðist hann hafa drepið 21 mann. Henry Lesser fær samúð með honum en hryllir við þegar hann heyrir frásögn Panzram af lífi sínu. í kjölfar þess að Panzram drepur fangavörð eru haldin réttarhöld, þar sem tekist er á um það hvort telja beri hann geðveikan eður ei. I myndinni kemvu fram hörð ádeila á dómskerfið og þá sérstaklega þann þátt þess sem lýtur að refsingu og endurhæfingu. Segja má að sú gagnrýni sé heldur seint á ferðinni þar sem myndin gerist á milli- stríðaárunum, en vissulega má finna samsvörun í nútímanum. Hugtakið glæpamannaframleiðsla er í deiglunni og mörgum þykir lítið vera að gert í endurhæfingu. Robert Sean Leonard stendur sig sæmilega í hlutverki Henry Lesser, en James Woods sýnir sannkallaða meistaratakta sem hinn harðsvíraði morðingi. Útgefandi: Sam-myndbönd. Leikstjóri: Tim Metcalfe. Aðalhlutverk: James Woods og Robert Sean Leonard. Bandarísk, 1995. Lengd: 90 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ Mrs.Winterbourne: Öskubuskuævintýri * Connie Doyle er ung, ólétt, blönk og heimilislaus. Bamsfaðir hennar hefúr hent henni út á guð og gaddinn. Aðstæður haga því þannig að eftir lestar- slys, þar sem ungur auðmaður og ólétt brúður hans farast, er hún tekin í misgripum fyrir brúðina og hún lendir inni á auðmannsheimili Winterbourne- fiölskyldunnar. Hún og tvíburabróðir hins látna verða ástfangin og hyggja á brúðkaup, en þá kemur bamsfaðir hennar til sögunnar og vUl ná í sneið af kökunni. Hér er á ferðinni rómantísk gamanmynd og aldrei þessu vant gengur rómantíkin sæmilega upp og er tiltölulega látlaus og trúverðug. Hins vegar er hlutverk henn- ar fremur lítið og meiri áhersla lögð á grínið, sem er því miður fremur misheppnað. Þar á ofan bætist að leikaramir ráða illa við hlutverk sín og em flestir úti á þekju, fyrir utan Shirley MacLaine sem sýnir ágæta takta. Undir lokin leysist myndin svo endanlega upp í froðu. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Richard Benjamin. Aðalhlutverk: Ricki Lake, Shirley MacLaine og Brendan Fraser. Bandarísk, 1996. Lengd: 106 mín. Öllum leyfð. -PJ FOSTUDAGUR 14. MARS 1997 Myndbandalisti vikunnar ••• / • o • 3. til 9. mars 10 8 J 'ílíxt.:: 11 10 j 12 13 j 7 11 1 .... 15 j 14 16 j 13 17 j 12 18 j 20 J 19 W 20 16 SÆTI FYRRH VIKUR VIKA ÁLISTA TITILL j ÚTGEF. TEG. 1 W 1 1 7 1 i 3 3 Eraser Warner myndir Last Man Standing Myndform 3 Spenna 2 Spenna 3 4 2’ 2 4 The Arrival j Háskólabíó Spenna 4 1 3 Independence Day Skífan Spenna 5 5 4 Eye for an Eye ClC-myndbönd Spenna 6 3 < 3 6 3 3 Mission: Impossible ClC-myndbönd Spenna c Fargo Háskólabíó Spenna 7 ; 6 7 3 - J1 . Ný 9 Killer: A Journal of Murder Powder Sam-myndbönd Spenna Sam-myndbönd Drama Truth about Cats and Dogs skífan Mr. Wrong Sam-myndbönd Gaman j Gaman 3 3 Warnermyndir 14 j Ný 1 Spacetruckers Mrs. Winterbourne Happy Gilmore Bio-Dome The Rock Flirting with Disaster Cable Guy Spy Hard Bergvík Skrfan ClC-myndbönd Sam-myndbönd Sam-myndbönd Skífan Skrfan Sam-myndbönd Spenna Gaman \ Gaman Gaman j j Spenna J Gaman j Gaman Gaman Arnold Schwarzenegger lætur ekki að sér hæöa og kvikmynd hans Eraser fer beinustu leiö í efsta sæti myndbandalistans eins og búast mátti viö. Er myndin hér til hliöar úr einu af háspennuatriðum í myndinni. Tvær aðrar nýjar myndir koma inn á list- ann. í áttunda sæti er Killer: A Journal of Murder, en í henni leikur James Woods dauðadæmdan morö- ingja sem segir ungum fangelsisveröi sögu sína. í fjórtánda sæti er svo Mrs. Winterbourne, þar sem Shirley MacLaine leikur aðalhlutverkiö, ríka og ráö- ríka konu sem heldur að stúlka ein, sem lifir af járn- brautarslys, sé tengdadóttir hennar og barnið sem hún eignast því barnabarn hennar. Eraser Arnold Schwarzen- egger og Vanessa Williams Leyniþjónustu- maðurinn John Kru- ger, sem hefur þarrn starfa að halda hlífi- skildi yfir vitnum al- ríkislögreglunnar, fær það verkefiii að vemda fegurðardís- ina Lee sem er eina vitnið gegn glæpa- mönnum sem eru við það að ná valdi á gjöreyðingarvopni. Kruger er leiddur í gildru og látið líta svo út að harrn sé svikari. Hann þarf því ekki aðeins að vemda vitnið heldur þarf hann að vemda sjálfan sig fyrir eigin mönnum og sanna sakleysi sitt. Last Man Standing Bruce Willis og Christopher Walken Sögusviðið er lítill bær, Jericho í Texas. Þangað kemur ókunnugur maður sem nefnir sig John Smith. Ekki líður á löngu uns hann er búinn að flækja sig í harðvítugar deilur tveggja glæpagengja í bænum. Smith er samt ekkert lamb að leika sér við eins og andstæðingar hans komast fljótt að og hann aflar sér fljótt virðingar glæpafor- ingjanna. Hann geng- ur til liðs við annan foringjann en leikur einnig um stund tveimur skjöldum. The Arrival Charlie Sheen og Ron Silver Stjömufræðingur- inn Zana vinnur við að hlusta eftir hljóð- merkjmn utan úr geimnum. Kvöld eitt uppgötvar hann ein- kennilegt hljóð sem hann telur strax að gefi slíka vísbend- ingu. Þegar Zane fer að skilgreina hljóðin betur verður hann æ sannfærðari um að hljóðin séu ekki af þessum heimi. Hann á hins vegar í mikl- um vandræðum með að sannfæra yfir- mann sinn enda kemur í ljós að hljóð- merkin koma frá jörðu. !ÍPÍ* i rnrc nui ¥ ,1« Independen- ce Day Jeff Goldblum og Bill Pullman Vísindamenn NASA verða varir við að einhverjir risastórir hlutir era á sveimi í geimnum og áður en langt um líður kemur í ljós að þetta eru geimför frá óþekktri plánetu. Á skömmum tíma sigla þessi risastóru skip inn í gufuhvolfið og taka sér stöðu fyrir ofan allar helstu höf- uðborgir heimsins. Brátt skýrist að ekki er um neina vináttu- heimsókn að ræða heldur stefha geim- verumar á að út- rýma jarðarbúum. Eye for an Eye Sally Field, Kiefer Sutherland og Ed Harris Líf McCann- fiöl- skyldunnar breytist í martröð þegar dóttir þeirra er myrt á hrottalegan hátt. Skömmu síðar hand- tekur lögreglan mann sem er grun- aður um morðið. Það verður mikið áfall fyrir móðurina þegar manninum er sleppt því hún er sannfærð um að hann sé morð- inginn. Áður en langt um líður finnst lík ungrar konu og flest bendir til að um sama mann sé að ræða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.