Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1997, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1997, Blaðsíða 10
FÖSTUDAGUR 14. MARS 1997 ★ * kvikmyndir sem hann hefur leikið í hafa á bak við sig meira en einn milljarð dollara í aðgangseyri Arnold Schwarzenegger er tví- mælalaust ein þekktasta kvik- myndastjarna heimsins og hvað sem öllum vangaveltum um leik- hæfileika hans líður þá eru það fáir eða engir sem hafa jafnmikið aö- dráttarafl og hann. Þetta vita þeir sem hafa peningavöldin í Hollywood og hvað eftir annað hef- ur hann sprengt launaskalann. Frekar slakt gengi í gamanmyndum virðist engin áhrif hafa á vinsældir hans og þótt nýjasta kvikmynd hans, Jingle All the Way, sé að margra áliti kvikmynd sem ekki ætti að hafa Schwarzenegger innan- borðs þá er þaö nú samt staöreynd að hún náði mun meiri vinsældum en aðrar gamanmyndir sem Schwarzenegger hefur íeikið í. Tvær kvikmyndir á ári er há- markið hjá Schwarzenegger og hef- ur hann látið liggja að því að hann muni láta nægja eina kvikmynd á ári í framtíðinni, hann hafi nóg annað að gera við tíma sinn, enda áhugamálin mörg. Þetta eru orð að sönnu og beinist áhugi hans í marg- ar áttir, meðal annars að stjómmál- um. Schwarzenegger hefur alltaf neitað því að hann hafi hug á að gerast stjómmálamaður en stað- reyndin er að hann skiptir sér mik- ið af stjómmálum og á marga vini innan stjómmálanna. Eiginkona hans, Maria Shriver, er af þekkt- ustu stjórnmálaætt Bandaríkjanna, Kennedy-ættinni, er systurdóttir Johns F. Kennedys, fyrram Banda- ríkjaforseta, og þar era stjómmál- menn á hverju strái. Kennedy-ætt- inni finnst þó Schwarzenegger stimdum heldur um of íhaldssamur í skoöunum. Eins er Schwarzenegger mikill fjölskyldumaður og viil helst eign- ast heilt stóð af bömum en á þar við ramman reip að draga sem eigin- kona hans er. Maria Shriver er þekkt sjónvarpskona í Bandaríkjun- um og vill alls ekki fóma starfi sínu í þágu bama og enn sem komið er eiga þau aðeins eitt bam. Þá hefur Schwarzenegger leikstýrt einni mynd, að vísu fyrir sjónvarp, var það Christmas in Connecticut með Dyan Cannon, Kris Kristofferson og Tony Curtis í aðalhlutverkum. Var hún sýnd hér á landi í sjónvarpinu um síðustu jól. Á ferli sínum sem vaxtarræktar- maður var Schwarzenegger ósi- grandi og vann allar keppnir sem hann tók átt í og hefur enginn vaxtarræktarmaður, hvorki fyrr né síðar, unnið jafnmarga stórtitla - þeir urðu þrettán áður en hann hætti í vaxtarræktinni. stjómmálum er að hann er 4 ^í’ ■ ■ ■ . sérlegur :: 'f. sendiherra Banda- ríkjafor- seta í átaki v,;: um heilsu og v iþróttir og hef- ^ ur ferðast og kynnt átakið í fjölmörgum skólum. Það sem aftur á móti er næst hjá Schwarzenegger í kvikmyndum er hlutverk Mr. Freeze í Batman and Robin og aðalhlutverk í With Wings as Eagles, kvikmynd sem hann framleiðir og gerist hún í síðari heimsstyrjöldinni. Hér á eftir fer listi yfir þær kvikmyndir sem Amold Schwarzenegger hefúr leikið í: Hercules in New York, 1970 The Long Goodbye, 1973 Pumping Iron, 1977 Stay Hungry, 1977 The Villain, 1979 Scavenger Hunt, 1979 Conan the Barbarian, 1982 Conan the Destroyer, 1984 Red Sonja, 1985 The Terminator, 1985 Commando, 1985 Raw Deal, 1986 Predator, 1987 The Running Man, 1987 Red Heat, 1988 Twins, 1988 Total Recall, 1990 Kindergarten Cop, 1990 Terminator 2: Judgment Day, 1991 Last Action Hero, 1993 True Lies, 1994 Junior, 1994 Eraser, 1996 Jingle All the Way, 1996 -HK Conan the Barbarian hafi verið um stanslausa sigurgöngu að ræða hjá honum og ef einhver annar tíma- punktur er í ferli hans þá er það þegar hann lék í The Terminator. Þá fór hann í röð þeirra allra hæst launuðu í Hollywood og hefur verið þar síðan. Schwarzenegger er ekki við eina fjölina felldur í lífmu. Hann tók fljótt í eigin hend- ur öll sín fjármál og til að geta stjómað þeim af einhverju viti sótti hann nám við háskól- ann í Wisconsin og út- skrifaðist þaðan með háskólagráðu í hag- fræði og viðskiptum. Hann hefur ekki alveg sleppt hendinni af vaxtarræktinni, æfir reglulega og stendur fyrir einu stórmóti á ári, Amold Classic, sem fram fer í Ohio. Þá hefúr Schwarzenegger gefið út bækur um vaxtarrækt og er á kafi í viðskipt- um, á miklar fasteignir og rekur ásamt Brace Willis og Sylvester Stallona veitingahúsa- keðjuna Planet Hollywood. Það sem hefur helst ýtt undir þá skoðun manna að Schwarzenegger ætli sér stóra hluti í Með háskólagráðu í hagfræði og viðskiptum frama í sínum fyrstu tilraunum. Svo var nú ekki og sjálfsagt vill hann gleyma fyrstu hlutverkum sín- um. Honum bauðst snemma á ferli sínum að leika í Hercules í New York. Arnold Schwarzenegger í hlutverki sfnu f Eraser. Ekki fannst framleiðendum Schwarzenegger gott nafn og breyttu því í Strong og því var hann Amold Strong í fyrstu útgáfum af myndinni sem einnig gekk undir nafninu Hercules Goes Banans. Þetta var árið 1970. Sjö árum síðar var gerð heimildarmyndin Pumping Iron og þar vakti hann athygli leik- stjórans Bobs Rafelsons sem sá að Schwarzenegger var mjög eðlilegur fyrir framan kvikmyndatökuvélina og talsverð útgeislun var frá hon- um. Rafaelson fékk hann til að leika á móti Sally Field og Jeff Bridges í Stay Hungry og frammistaða hans var það góð aö hann fékk verðlaun sem besti nýliðinn í kvikmynd við Golden Globe verðlaunaafhending- una. Þegar hér var komið sögu lagði Schwarzenegger líkamsræktina á hilluna og ákvað að gerast kvik- myndaleikari og hann þurfti ekki að bíða lengi eftir frægðinni. Hlut- verk Conan í Conan, the Barbarian, sem gerð var 1982, var eins og skap- að fyrir hann og þar með var fram- tíð hans ráðin. Conan gerði hann frægan Amold Schwarzenegger fæddist í Graz í Austurríki og byrjaði snemma í íþróttum fyrir tilstuðlan föður síns sem hafði mikinn áhuga á íþróttum. Þegar hann var fimmt- án ára byrjaði hann í lík- amsrækt og fimm árum síðar var hann fyrst kjörinn herra alheim- ur. Á ferli sínum sem vaxtarræktarmaður Vcir Schwarzenegger ósigrandi og vann allar keppnir sem hann tók átt í og hefur eng- inn vaxtarrækt- armaður, hvorki fyrr né síðar, unnið jafn marga stórtitla. Þeir urðu þrettán áður en hann hætti í vaxt- arræktinni. Á þessum áram dvaldi hann í Bandaríkjunum og gerðist þar ríkis- borgari 1983. Schwarzenegger segist alltaf hafa ætl- að sér í kvikmyndim- ar og ferill hans í vaxt- arræktinni hefði verið mun styttri hefði hann náð Jólamynd ársins var Jlngle All the Way þar sem Arnold Schwarzenegger þaö má með sanni segja að allt frá gerir enn eina heiðarlega tilraun til aö slá á létta strengi. því Amold Schwarzenegger lék í Schwarzenegger sló í gegn í Conan the Barbarian. Hér er hann á myndinni ásamt sönggyðjunni Grace Jones sem lék á móti honum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.