Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1997, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1997, Blaðsíða 9
lL FÖSTUDAGUR 14. MARS 1997 MESSUR Árbæjarkirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Prestarnir. . Áskirkja: Kirkjudagur Safnaðarfélags Áspresta- ' kalls. Bamaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sigurður Skagtjörö syngur einsöng. Kaffisala Safnaðarfélags Ásprestakalls eftir messu. Kirkju- | bíllinn ekur. Ámi Bergur Sigurbjömsson. Breiðholtskirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. I Messa með altarisgöngu á sama tíma. Sam- koma Ungs fólks með hlutverk kl. 20. Gisli Jónasson. | Bústaðakirkja: Bamamessa kl. 11. Foreldrar hvattir til þátttöku með börnunum. Guðsþjón- j usta kl. 14. Pálmi Matthíasson. Digraneskirkja: Messa kl. 11. Altarisganga. Barnaguðsþjónusta á sama tima. j Dómkirkjan: Messa ld. 11. Altarisganga. Prestur Isr. Jakob Á. Hjálmarsson. Kór Menntaskólans í Reykjavík syngur. Barnasamkoma kl. 13 í kirkj- unni. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Hjalti Guð- mundsson. Sr. Hjálmar Jónsson, alþingismaður, prédikar. Kaffisala Kirkjunefndai- kvenna Dóm- kirkjunnar í safnaðarheimilinu. Elliheimilið Grund: Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Tómas Guðmundsson messar. Félag fyrrver- andi sóknarpresta. Eyrarbakkakirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Sóknarprestur. Fella- og Hólakirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Bamaguðs- þjónusta á sama tíma. Prestamir. ; Fríkirkjan í Reykjavik: Messa kl. 14. Fermd | verða Guðný Kjartansdóttir, Reynimel 39 og Þor- | steinn Eggertsson, Álakvísl 68. Allir velkomnir. 1 Grafarvogskirkja: Bamaguðsþjónusta kl. 11. Umsjón hafa Hjörtur og Rúna. Síðasta bama- guðsþjónusta í Rimaskóla fyrir páska kl. 12.30 í umsjón Jóhanns og Ólafs. Guðsþjón- usta kl. 14. Unglingahljómsveitin Kósý kem- ur fram. Prestarnir. Grensáskirkja: Bamasamkoma kl. 11. Söngur, kennsla. Leiöbeinendur Eirný Ásgeirsdóttir, | Sonja Berg og Þuriður Guðnadóttir. Messa kl. 11. | Altarisganga. Prestur sr. Halldór S. Gröndal. > Hafnarfjarðarkirkja: Boðunardagur Maríu. Kl. 11 sunnudagaskóli í Hvaleyrarskóla, listahátíð sunnudagaskólans. Kl. 11 sunnu- dagaskóli í Hafnarfjarðarkirkju. Kl. 14 messa, allir prestar kirkjunnar þjóna. Aðal- safnaðarfundur kirkjunnar verður haldinn í safnaðarheimilinu Strandbergi eftir mess- j una. Kl. 20.30 tónlistarguðsþjónusta, fyrir- | bænir við kertaljós. Prestur Þórhallur Heim- isson. | Hallgrímskirkja: Fræðslumorgunn kl. 10. „Fóm á fóstu“: Jónas Þórisson, framkvæmdastjóri j; Hjálparstofnunar kirkjunnar. Messa og bama- í samkoma kl. 11. Jónas Þórisson prédikar. Sr. | Ragnar Fjalar Lárusson. Kórtónlist kl. 17 á boð- j unardegi Maríu á vegum Listvinafélags Hall- S grímskirkju. ; Háteigskirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Sr. í Helga SofHa Konráðsdóttir. Messa kl. 14. Sr. t Tómas Sveinsson. Hveragerðiskirkja: Ferðalag sunnudagaskólans ' til Þorlákshafnar. Mæting við kirkjuna kl. 10.15. Jón Ragnarsson sóknarprestur. Hjallakirkja: Messa kl. 11. Sr. Kristján Einar Þorvarðarsson þjónar. Sr. íris Kristjánsdótt- ir prédikar. Guðrún S. Birgisdóttir leikur á flautu. Bamaguösþjónusta kl. 13 i umsjá sr. j írisar Kristjánsdóttur. Prestamir. Landspítalinn: Messa kl. 10. Sr. Ingileif Malm- i berg. Keflavíkurkirkja: Fermingarmessur kl. 10.30 og 14. Báðir prestamir þjóna við messumar. Kór Keflavikurkirkju syngur. Kotstrandarkirkja: Guðsþjónusta kl. 14. Aðal- j safnaðarfundur Kotstrandarsóknar eftir messu. ; Jón Ragnarsson sóknarprestur. Kópavogskirkja: Barnastarf í safiiaðarheim- ilinu Borgum kl. 11. Guðsþjónusta kl. 11. Sr. j Magnús Guðjónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Ægir Fr. Sigurgeirsson. ;j Langholtskirkja: Kirkja Guðbrands biskups. i Messa kl. 11. Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson. j Kammerkór Langholtskirkju syngur. Kaffisopi Í eftir messu. Merkjasöludagur Kvenfelags Lang- ’i holtssóknar. Bamastarf kl. 13 í umsjá Lenu Rós- ! ar Matthíasdóttur. Laugameskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Drengjakór Laugameskirkju syngur undir stjóm Friðriks S. Kristinssonar. Væntanleg fenningarbörn aðstoöa. Barnastarf á sama tíma. Guösþjónusta kl. 14. Fóm á föstu. Jónas Þórisson, framkvæmdastjóri Hjálpar- stofnunar kirkjunnar, prédikar og kynnir kristniboð og hjálparstarf á vegum íslend- inga. KirkjukaíTi að lokinni guðsþjónustu. Ólafur Jóhannsson. Neskirkja: Barnasamkoma kl. 11. Opið hús frá kl. 10. Sr. Frank M. Halldórsson. Messa kl. 14. Heimsókn frá Hraunaprestakalli. Prestur sr. Ei- ríkur Jóhannsson, Hnma. Kirkjukórar Hrepp- hóla- og Hraunaprestakalls syngja. Njarövíkurkirkja: Sunnudagaskóli kl. 11.10. Sara Vilbergsdóttir leikur á gitar og stjómar samkomunni. Allir aldurshópar velkomnir að taka þátt. Baldur Rafn Sigurðsson. Seljakirkja: Bamaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjón- usta kl. 14. Sr. Ágúst Einarsson prédikar. Sókn- arprestur. Seltjamaraeskirkja: Messa kl. 11. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Bamastarf á sama tíma. Aðalsafnaðarfundur efdr messu. Venjuleg aðalfimdarstörf. Ytri-Njarðvikurkirkja: Fermingarmessa kl. 10.30. Sunnudagaskóli kl. 11.10. Farið með strætó frá kirkjunni kl. 11. í Njarðvíkurkirkju. Baldur Rafn Sigurðsson. helgina 23 Dagur harmónikunnar er á sunnudaginn. Dagur harmónikunnar Á sunnudaginn heldur Harmónikufélag Reykjavíkur fjöl- skylduskemmtun í Danshúsinu Glæsibæ og hefst skemmtun- in kl. 15. Leikin verður létt tónlist úr ýmsum áttum og með- al flytjenda eru: Léttsveit félagsins, Matthías Kormáksson og Ólafur Þ. Kristjánsson, Jóna Einarsdóttir, Dúett systranna Ásu og Ingunnar Eiríksdætra, Stína bongó og Böðvar Magn- ússon og böm og unglingar frá Almenna músíkskólanum. Eftir kaffihlé gefst gestum kostur á að stíga léttan dans und- ir dunandi harmónikutónlist Léttsveitar Harmónikufélags Reykjavíkur. Um 40 manns taka þátt í sýningunni. Leikfélag Rangæinga sýnir Gauragang Leikfélag Rangæinga hefur ver- ið að æfa leikritið Gauragang eft- ir Ólaf Hauk Símonarson í vetur og var það frumsýnt í gær. Starf- semi leikfélagsins hefur undanfar- in ár verið í húsnæði sem áður var starfsemi saumastofunnar Sunnu. í húsnæðinu er ekki upp- hækkað leiksvið heldur fer leikur- inn fram á gólfi fyrir framan áhorfendasvæðið og fara leikend- ur milli leiksviða sem hverfa að baki þeirra um leið og næsta svið sem gengið er inn á lýsist upp. Notuð eru 40 svið i sýningunni. Leikstjóri er Hákon Leifsson en með aðalhlutverk fara Heimir Heimisson, Ámi Þór Guðjónsson, Ragnhildur Guðrún Eggertsdóttir og Tinna Björnsdóttir. Önnur sýn- ing verður í kvöld kl. 20.30 og sú þriðja á sunnudag kl. 20.30. Einsöngstónleikar í Kirkjuhvoli Á morgun kl. 17 halda þær Anna Júlí- ana Sveinsdóttir mezzósópran og Sólveig Anna Jónsdóttir píanóleikari tónleika í Kirkjuhvoli í Garöabæ. Á efnisskránni em ítölsk sönglög frá fyrri hluta 17. ald- ar, verk eftir Robert Schumann, Richard Strauss og fmmflutt verður verkið Fjög- ur Andalúsíuljóð eftir Jónas Tómasson. Tónleikarnir em á vegum Tónlistarskóla Garðabæjar. Anna Júlíana hefur oft komið fram á ljóðatónleikum hérlendis og erlendis. Hún hefur sungið þrívegis á Tónlistarhá- tíðinni í Kaupmannahöfn. Hún hefur sungið fjölmörg óperuhlutverk við Ríkis- óperuna í Aachen í Þýskalandi og í óp- emuppfærslum hér heima. Sólveig Anna Jónsdóttir stundaði pí- anónám m.a. á Akureyri, Reykjavík og Texas í Bandaríkjunum. Hún hefur starf- að við tónlistarkennslu og píanóleik í Reykjavík og Garðabæ og hefur m.a. leik- ið með Sinfóníuhljómsveit íslands og Kammersveit Reykjavíkur. Anna Júlíana Sveinsdóttir og Sólveig Anna Jóns- dóttir frumflytja verk eftir Jónas Tómasson á tón- leikum á morgun. Hægt er að leika ýmsar kúnstir á snjóbrettum. Á morgun verður haldið snjóbrettamót Týnda hlekksins og KRÍM í Bláfjöllum. Keppt verður í svokölluðu „Big Jump“ þar sem keppendur stökkva af stóram stökkpalli og gera ýmsar kúnstir í loftinu áður en lent er aftur. Keppt verður í þremur flokkúm, stráka 15 ára og yngri, stráka 16 ára og eldri og í stúlknaflokki. Ef veður og aðstæður leyfa verður einnig keppt í boardercrossi þar sem keppendur fara í þraut- um lagða timabraut. Þar er keppni með útsláttarfyrirkomu- lagi. Skráning keppenda fer fram í snjóbrettaverslununum Týnda hlekknum og KRÍM. S/«1 ri j l/BIVI «i A Ji DV| m ifi il n |f i 1 E m 9 0 4 * 5 0 0 0 Verð aðeins 39,90 mín. Þú þarft aðeins eitt símtal í Kvikmyndasíma DV til að fá upplýsingar um allar sýningar kvikmyndahúsanna * KVIKMYNDAsbiw 9 0 4 - 5 0 0 0

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.