Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1997, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1997, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 14. MARS 1997 .____ímyndbönd 2S RÉTTLÆTl John Grisham er einn af vinsæl- ustu skáldsagnahöfundum samtím- ans. A Time to Kill var fyrsta skáldsagan hans og var gefm út 1989. Hún hlaut dræmar viðtökur og seldist iila, en þegar næsta bók hans, The Firm, sló í gegn tóku lesendur við sér og A Time to Kill komst á metsölu- lista. Hann hefúr síðan gefið út The Pelican Brief, The Client, The Cham- ber, The Rainmaker og nú síðast The Runaway Jury. Allar voru þær met- sölubækur og flestar hafa þær verið kvikmyndaðar. John Grisham hefur lýst því yfir að hann haldi mest upp á fýrstu bókina sína og hann vildi því tryggja að vel yrði staðið að kvik- myndun hennar. í því skyni fékk hann það bundið í samning að hand- rit, leikstjóraval og val á helstu lei- kurum væri háð hans samþykki. Enn fremur er hann einn af fram- leiðendum myndar- innar. Sem leik- stjóra valdi hann Joel Schumacher vegna frammistöðu hans við leik- stjóm The Client, sem Grisham var mjög ánægður með. Fyrir utan The Client hefur Joel Schumacher leik- stýrt St. Elmos Fire, The Lost Boys, Cousins, Flatliners, Dying Young, Failing Down og Batman Forever, en næsta mynd hans verður fiórða mynd- in í Batman-seríunni, Batman & Robin. Svertingi tekur til sinna ráða Sögusvið A Time to Kill er smá- bærinn Canton í Mississippi á heitu og sólríku suður- ríkjasumri. Svertinginn Carl Lee Hailey tekur til sinna ráða þegar tveir hvítir menn nauðga, misþyrma og reyna að drepa tíu ára gamla dóttur hans. Hann ^ drepur mennina þeg- ar verið er að leiða þá fyrir dómara. Hann fær ungan lög- fræðing tO að verja sig, eldhuga sem vinnur fyrir nánast ekkert. Hann á í höggi við reyndan sak- sóknara sem krefst dauðarefsingar og • lífi hans og ör- 1 yggi hans nánustu er ógnað. Spennan magnast í smábænum, Ku Klux Klan fer á stjá eftir að hafa legið í dvala í nokkur ár, baráttufólk fyrir mannréttindum og rétti svertingja lætur ekki sitt eftir liggja, og réttarhöldin draga að sér at- hygli fiölda fréttaliðs. Óþekktur leikari í burð- arhlutverki Lögfræðingurinn ui aðaihlutverk myndarinnar og Joh Grisham vildi ekki fá stórstjörnu hlutverkið. Margar af helstu sfiörnum Hollywood vildu fá hlutverkið en Grisham hafnaði þeim öllum og váldi ungan og upprennandi leikara, Matt- hew McConaughey, að tillögu Schumachers, sem hafði séð hann í Boys on the Side. Áður hafði hann leikið í Dazed and Confused og Retum of the Texas Matthew McConaughey og Sandra Bullock berjast gegn óréttlætinu. Chainsaw Massacre, en á milli Boys on the Side og A Time to Kill lék hann í gamanmyndinni Larger than Life og kvikmyndahátíðarmyndinni Lone Star. Samuel L. Jackson leikur sakborn- inginn Carl Lee Hailey, en hann hefur aldeilis slegið í gegn síðustu árin. Hann fylgdi aðdáunarverðri frammi- stöðu í Pulp Fiction eftir með hlutverki í stórmyndinni Die Hard with a Vengeance, en með- al nýrri mynda hans eru Jungle Fever (sem aflaði honum einu verð- launanna fyrir besta leik í auka- hlutverki sem nokkurn tíma hafa verið veitt á kvik- myndahátíðinni i Cannes), Kiss of Death, Losing Isi- ah, Fresh, The Gre- at White Hype og nú síðast The Long Kiss Goodnight. Aðrar myndir með honum eru m.a. Ragtime, Sea of Love, Coming to America, Do the Right Thing, School Daze, Mo Better Blues, GoodFellas, Patriot Games, National Lampoons Loaded Weapon 1, Amos and Andrew og True Romance. Næsta mynd hahs mun vera kölluð 187. í hlutverki lögfræðinema sem að- stoðar Jake Brigance er stórstjaman Sandra Bullock, en hún var ráðin í hlutverkið áður en hún skaust upp á sfiörnuhimininn eftir leik hennar í Speed, sem hún fylgdi eftir með hlut- verkum í The Net og While You Were Sleeping. Meðal fyrri mynda hennar eru The Vanishing, The Thing Cailed Love, Love Potion 39, Demolition Man og Wrestling Ernest Hemingway, en næsta mynd hennar fiallar einmitt um atburði í lífi Emest Hemingways og heitir In Love and War. Að lokum er vert að minnast á Kevin Spacey í hlutverki saksóknar- ans metnaðarfulla. Kevin Spacey hlaut nýlega óskarsverðlaun fyrir leik sinn í The Usual Suspects, en meðal annarra mynda hans eru Outbreak, Swimming with Sharks, Seven, Gleng- arry Glen Ross og Consenting Adults. Hann er einn leikara í mynd A1 Pacino, Looking for Richard, og þá er von á honum í L.A. Confidental. Einnig er von á fyrsta leiksfiórnar- verki hans, Albino Alligator, þar sem Matt Dillon, Faye Dunaway og Gary Sinise eru í aðalhlutverkum. -PJ Donald Sutherland, Oliver Platt og Matthew McConaug- hey leika allir lögfræöinga sem eiga þó ekki margt sam- eiginlegt. UPPÁHALDS MYNDBANDIÐ MITT Snorri Sturluson „Uppáhaldsmynd- bandið mitt er kvik- mynd Stuðmanna Með allt á hreinu. Þetta er mynd sem kemur sí- feÚt á óvart. Það er sama hversu oft ég horfi á myndbandið, það kemur alltaf eitthvað nýtt í ljós. Ég hef ekki tölu á því hve oft ég hef horft á myndina en er örugglega kominn vel á annað hundraðið. Hún er alveg ótrúlega fyndin og skemmtileg og er án ef skemmtileg- asta mynd sem ég hef séð. Ein besta mynd sem ég hef séð og skildi mig eftir orðlausan er Pulp Fiction. Söguþráðurinn virðist vera algjör steypa og maður veit ekkert hvað er að gerast en allt í einu gengur allt saman upp. Hún fer nokkrum sinn- um upp að strikinu og stund- um vel yfir það. Þegar ég fer út á myndbanda- leigu vel ég yfirleitt gamanmyndir eða spennumyndir. Ég var t.d. að horfa á The Nutty Professor með Eddie Murphy og hún var mjög fyndin. Nýlega horfði ég á spennumyndina Eraser með Arnold Schwarsenegger í aðalhlutverki. Það er reyndar eins gott að hún var með íslenskum texta því ég skildi varla orð sem kom af vörum Schwar- seneggers og ég held að þcu- sé ekki hægt að kenna lélégri enskukunnáttu um. Konan mín er hins vegar mjög veik fyrir myndum byggðum á sannsögu- legum atburðum þannig að ég reyni helst að koma i fyrir hún mynd- banda- veg una ffii Það má segja að útgáfa Wlultiplicity á myndbandi hafi nokkuð skemmti- lega tímasetningu. Eins og flestum er kunnugt þá var KlOUEll m -323x3SSS&ízgS- kindin Dolly klónuð í Skotlandi og lík aðferð notuð til að búa til apa í Bandaríkjunum og voru það fáar heimsfréttimar sem vöktu meiri athygli hér á landi. í Multiplicity er einmitt á gam- ansaman hátt fengist við klónun og þarf Michael Keaton svo sannarlega að hafa fyrir hlutunum í aðalhlutverki myndarinn- ar, leika persónuna i fiórum útgáfum. Það er Harold Ramis sem leikstýrir þessari ágætu gamanmynd sem segir frá hrakfórum verkfræðingsins Dougs Kinneys, sem kemst i kynni við vís- indamann sem segist geta gert annað eintak af honum, sem létti honum líf- ið. Kirrney lætur imdan freistingunni og er mjög ánægður með eftirmynd- ina af sér. Til að auðvelda sér lífið enn meira gerir Kinney aðra útgáfu af sér. Gamanið kárnar þegar klónamir tveir ákveða upp á eigin spýtur að klóna sjálfa sig. Eins og væntannlegir áhorfendur komast að þá gengur það ekki upp ... Skífan gefur út Multiplicity og er hún ieyfð öllum aldurshópum. Út- gáfudagur er 19. mars. -HK ni ■ . &m wm H I The Island of Dr. Moreau Það er fátítt orðið að sjá einn mesta leikara aldarinnar, Marlon Brando, í nýrri kvikmynd enda segist hann ekki fá orðið neitt út úr lífinu nema að borða góðan mat og það má svo sem sjá á honum. Brando kom þó úr híði sínu í fyrra og lék Dr. Moreau í The Island of Dr. Moreau, sem gekk þó ekki erfiðleika- laust. Þegar eitt- hvað var liðið á kvikmyndatökur var leiksfiórinn rekinn og John Frankenheimer fenginn til að bjarga hlutunum. Þetta er þriðja útgáfan af The Island of Dr. Moreau sem lítur dagsins ljós og segir hún frá prófessor sem fæst við tilraunir á mönnum á af- skekktri eyðieyju. Ungur maður, Dou- glas, sem lifir af flugslys, kemur til eyjarinnar. Hann kemst á snoðir um ýmislegt sem ekki þolir dagsins ljós. Þegar hann reynir að flýja kemst hann að raun um að hann er fangi. Brátt fer allt í háaloft þegar Dr. Mor- eau og helsti aðstoðarmaður hans, Montgomery, fara að berjast um yfir- ráðin á eyjunni. Auk Brandos leika í myndinni Val Kilmer, David Thewlis og Fairuza Balk. Myndform gefur út The Island of Dr. Moreau og er hún bönnuð börn- um innan 16 ára. Útgáfudagur er 18. mars. -HK Le Confessional Le Confessional eða Skriftunin er kanadísk kvikmynd sem hefur vakið mikla athygli hvar sem hún hefur ver- ið sýnd og unnið til verðlauna á er- lendum kvik- myndahátiðum. Þetta er magn- þrungin kvikmynd eftir einn athyglis- verðasta kvik- myndgerðarmann Kanada, Robert Lepage, en fyrir nokkrum árum gerði hann Jesús frá Montreal, sem fór sigurför um heiminn. I Le Confessional er sagt frá tveim- ur uppeldisbræðrum í Quebec, málar- anum Pierre, sem kemur til heima- borgar sinnar til að vera viðstaddur útfór föður síns, og Marc, sem er töku- barn af óvissum uppruna. Bræðurnir ákveða að gera leit að raunverulegum fóður Marcs og rekja þeir uppruna hans til ársins 1952 þegar Alfred Hitchcock er að gera hina frægu kvik- mynd sína I Confess í Quebec. Þeir komast að þvi að getnaður Marcs er falið leyndarmál sem erfitt er að fá - botn í og þegar það kemur upp á yfir- borðið hefur það óvæntar afleiðingar. Með hlutverk bræðranna fara Lot- haire Blutheau og Patrick Coyette. í öðrum hlutverkum eru Kristin Scott Thomas, Ron Burrage og Jean Luis Millette. Háskólabió gefur Le Confessional út og er hún bönnuð börnum innan 12 ára. Útgáfudagur er 18. mars-HK 1 V Confessional

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.